24 stundir - 20.06.2008, Side 8

24 stundir - 20.06.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Meistara-flokkssúpur Masterklass M E Ð M Æ L I Nýjung Girnileg nýjung – 2 í pakka. Tilvalið í ferðalagið. Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Enginn kaþólskur prestur hefur verið útnefndur særingamaður hér á landi þótt ákvæði sé um það í kirkjulögum að særingamaður eigi að vera í öllum biskupsdæmum. Kaþólsku kirkjunni hér hefir borist beiðni um aðstoð. „Við höfum fengið ýmsar beiðnir en mjög sjaldan. Það er hins vegar ekki vitað að farið hafi verið út í sær- ingar hér, alla vega ekki á síðustu öld. Fyrst þyrfti að rannsaka allt gaumgæfilega áður en farið væri út í sær- ingar og það yrði ekki gert nema með leyfi frá bisk- upnum ef hann myndi ekki framkvæma særingarnar sjálfur,“ segir séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar hér. Kaþólska kirkjan í Noregi fær á hverju ári beiðni um aðstoð frá fólki sem telur sig andsetið og hefur kirkjan nú útnefnt sérstakan særingamann að skipun páfans í Róm. Hefur sænskur prestur verið útnefndur, að því er norskir fjölmiðlar greina frá. Samkvæmt frásögn Aft- enposten er það örsjaldan sem farið er með særinga- bænir í Noregi. Á heimasíðu kaþólsku kirkjunnar í Noregi er greint frá ábendingum kaþólska biskupsins í Ósló telji prestarnir í biskupsdæminu þörf á særinga- bænum. Meðal annars er bent á nauðsyn vottorðs frá lækni og/eða sálfræðingi um sjúkdóma og sjúkdóma- sögu viðkomandi. ingibjorg@24stundir.is Særingamaður á að vera í öllum biskupsdæmum kaþólikka Enginn særingamaður hér Engar særingar Jakob Rolland er prestur kaþólsku kirkjunnar. 24stundir/Golli Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Kvenréttindafélagið ásamt Femín- istafélaginu lagði áherslu á kyn- ferðisbrotamál á baráttudegi kvenna í ár. „Við ætluðum að afhenda for- seta Hæstaréttar og formanni Dómarafélagsins Bleika steina, þeir hins vegar afþökkuðu boðið,“ segir Ásta Lilja Steinarsdóttir hjá Femínistafélagi Íslands. „Ástæðan sem þeir gáfu okkur var sú að þeir vilja ekki að óhlutdrægni dómstóla verði dregin í efa,“ segir Ásta Lilja. Fulltrúar dóms- og kirkjumála- ráðherra og yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar tóku við Bleiku steinunum á Austurvelli í gær. Hvatning til valdhafa „Hugsunin á bak við steinana er að hvetja þá sem eru í lykilaðstöðu í þjóðfélaginu til að beita sér í þágu kynjajafnréttis,“ segir Ásta Lilja. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2003 til fjölda fólks í áhrifa- stöðum. Fjöldi kvenna sameinaðist um undirbúning viðburða í tilefni af kvennafrídeginum í gær. Dagurinn hófst á undirritun samnings um Jafnréttissetur og Jafnréttisskóla við HÍ á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Með verkefninu er vonast til þess að auka skilning og afla nýrr- ar þekkingar á uppbyggingu jafn- réttisstarfs í þróunarsamvinnu, friðaruppbyggingu og hjá alþjóð- legum stofnunum. Gjöf til Konukots Meðal viðburða dagsins var peningagjöf Femínistafélagið upp á 50.000 krónur. „Við héldum uppboð í desember á jólakúlum til að styrkja heimilislausar konur,“ segir Ásta Lilja, en peningarnir voru afhentir í Konukoti í gær. Kvennasöguganga dagsins var undir leiðsögn Auðar Styrkárs- dóttur, forstöðumanns Kvenna- sögusafns Íslands. Göngunni lauk með móttöku Kvenréttindafélags Íslands þar sem flutt voru erindi. Áherslan var lögð á framgang jafnréttis í íslensku samfélagi. „Steinar í þágu kynjajafnréttis“  Kvenréttindasamtök leggja áherslu á kynferðisbrotamál  Femínistafélagið afhenti hvatningarverðlaunin Bleiku steinana ➤ Íslenskar konur fengu kosn-ingarétt fyrir 93 árum. 24. október næstkomandi verða 33 ár liðin frá kvennafrídeg- inum. ➤ 28 ár eru síðan Vigdís Finn-bogadóttir varð forseti og 13 ár frá því að aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna í jafn- réttismálum var samþykkt. KVENNAFRÍDAGURINN 24stundir/Golli Meðal efnis í blaðinu er úttekt Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttar- lögmanns á nýjum jafnréttislögum þar sem hún fer yfir jákvæða þætti og það sem hún telur að vanti upp á. Lögin eru talin veigamikið skref í átt að auknu jafnrétti á Íslandi. Auður í krafti kvenna Forsíðuviðtal blaðsins er að þessu sinni við stofnendur Auðar Capital, Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur. Í blaðinu er því velt upp af hverju það gangi hægt fyrir konur að komast í æðstu stjórnunarstöður. „Þær stofnuðu sitt eigið fyrirtæki og það er mikill kraftur sem liggur þarna að baki,“ segir Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri blaðsins. „Konur hafa alltaf þurft að laga sig að þörfum karla, til að komast áfram. Ég tel að eitthvað hafi áunn- ist í kvenréttindabaráttunni,“ segir hún og bætir við að bjartsýni ríki vegna jafnréttislaganna. „Við þurf- um þó að vera á varðbergi og halda baráttunni áfram“. asab@24stundir.is 19. júní blaðið er komið út og fjallar m.a. um nýlega sett jafnréttislög „Aukin bjartsýni í baráttunni“ 24stundir/G.Rúnar Borgarráð samþykkti á fundi sínum þriggja vikna tilraunaverk- efni um starfsemi sérstakra mið- borgarþjóna í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Verkefnið snýr að því að auka þjónustu við íbúa og gesti mið- borgarinnar til að létta undir með lögreglu vegna verkefna sem flokk- ast ekki undir löggæslu. Ætlunin er að miðborgarþjónar verði í miðborginni um helgar frá tvö á nóttunni til átta á morgnana. Sex manns verða á vakt hverju sinni til að aðstoða fólk, til dæmis vegna ölvunar. Búningar miðborg- arþjónanna verða merktir Mið- borgarvakt. áb Borgarráð fundaði um öryggi í miðbænum Miðborgarþjónar til að létta á lögreglu Þórunn Svein- bjarnardóttur flaug með leigu- flugi til Sauð- árkróks 17. júní síðastliðinn ásamt sex starfs- mönnum um- hverfisráðuneytis og Náttúrufræðistofnunar. Kostn- aðurinn við leiguna var 245 þús- und og greiðir umhverfisráðu- neytið reikninginn. Flugfélagið Ernir flýgur til Sauðárkróks en ekki var flogið að morgni 17. júní síðastliðins heldur aðeins um kvöldið. Ef flogið hefði verið með áætlunarflugi hefði kostnaðurinn verið 65.100 krónur. fr Ráðuneytið greiðir leiguflug „Ef Hvammsvík er til sölu núna, hvað verður til sölu næst?“ spyr Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsókn- arflokks. Minni- hlutinn í borg- arráði Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn um stefnu meirihlutans um eignarhald Orkuveitu Reykja- víkur (OR) á landi sem hún hefur keypt til orkuvinnslu í kjölfar um- ræðna um fyrirhugaða sölu OR á Hvammsvík á borgarráðsfundi í gær. Óskar hefur áhyggjur af því að salan muni skerða möguleika OR til nýtingar. ejg Spurt um stefnu meirihlutans

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.