24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 13 www.signature.is Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 Sumarið er tíminn.... StjórnmálafræðiprófessorinnSvanur Kristjánsson rifjarupp skipun Hannesar Hólm- steins Giss- urarsonar í stöðu lektors við Háskóla Íslands. Hann telur hann hafa fengið stöðuna „eingöngu vegna skoð- ana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika“ árið 1988 í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann- es var skipaður af þáverandi menntamálaráðherra gegn vilja dómnefndar. Stuttu síðar var lög- um breytt þannig að ráðherrar gátu ekki skipað í stöður í trássi við vilja skólans. Þó svo að Svanur hafi lengi verið svarinn andstæð- ingur Hannesar er það varla kveikjan að greininni, heldur það að Alþingi afnam á dögunum sjálfstæði Háskólans í ráðningum. FemínistafélagÍslands héltdaginn í gær hátíðlegan. Í tilefni dagsins veitti félagið sín árlegu verðlaun – Bleiku steinana sem veittir eru sem hvatning til þeirra sem eru í lyk- ilstöðu til þess að auka jafnrétti kynjanna. Að þessu sinni voru það fjórir fulltrúar réttarkerfisins sem hlutu þá. Fulltrúar dóms- málaráðuneytisins og kynferð- isbrotadeildar lögreglunnar komu og tóku við steinunum og lofuðu að standa sig. Öðru máli gegndi um fulltrúa Hæstaréttar og Dóm- arafélags Íslands sem neituðu að taka við þeim og báru við hlut- leysi. Femínistunum varð við það tækifæri á orði að réttast væri að grýta þeim inn um gluggann á Hæstarétti. ValgerðurSverr-isdóttir, þingkona Fram- sóknarflokksins, fer mikinn í kjarn- yrtum pistli um efnahagsástandið. Hún segir að það sé „skollin á kreppa“. Einnig gagnrýnir hún Morgunblaðið fyr- ir hringlandahátt. „Við þessar að- stæður hefur Morgunblaðið ekki annað til málanna að leggja […] en að reyna að gera fyrrverandi formann Framsóknarflokksins tortryggilegan fyrir að „hafa skoð- un á Evrópumálum […] líkt og Mogginn hefur sjálfur gert frá mánaðamótum!“ elias/magnush@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Er í boði að nöldra? Má maður tuða yfir sjónvarpsdagskrá? Viðfangsefni dagsins er Ríkis- sjónvarpið. Þessa dagana á maður vitanlega ekkert að vera að horfa á sjónvarpið, sé maður sprækur til göngu og almennrar útiveru. Engu að síður verður maður að greiða áskriftina að sjónvarpinu og þá er nú viðkunnanlegra að hafa eitthvað í því sem horfandi er á. Eins eru ekki allir það heppnir að geta ætt út í náttúruna þegar sjónvarpsdag- skráin er viðlíka hörmung og hún er núna. Sumir eru veikburða og nota sér sjónvarpsdagskrána til dægrastyttingar. Þá ríður á að sjón- varp allra landsmanna, Ríkissjón- varpið, sé með dagskrá sem hentar sem breiðustum hópi. Ekki allra landsmanna En þessa dagana er nú ekki hægt að segja að Sjónvarpið sé sjónvarp allra landsmanna. Sjónvarpið leyfir sér klukkustund eftir klukkustund, dag eftir dag að sýna fótboltaleiki. Stanslaus dagskrá sjónvarpsins snýst um knattspyrnu, beinar út- sendingar, umræðu um leikina eftir að þeim lýkur og í þeim miðjum, endurtekningar og samantektir af leikjum sem áður er búið að sýna í lok dags. Og til þess notar sjónvarp allra landsmanna aðalstöð sína sem og aukarás þá sem aldrei er nýtt nema til að endurflytja dagskrá sjónvarpsins klukkustund eftir aug- lýstan dagskrártíma. Þar til núna þegar þarf að sýna fleiri knatt- spyrnuleiki. Þá má nota aukarásina. Nú spyr ég, hvers vegna í veröld- inni er þessi aukarás sem sjónvarpið hefur í sínum fórum ekki nýtt undir fótboltann og hin nýtt undir al- menna dagskrá? Hvers vegna þarf að neyða alla þá sem greiða fyrir þessa skyldurás til að horfa stans- laust á fótbolta allan sólarhringinn? Látum vera ef um væri að ræða einn 90 mínútna kappleik á sólar- hring, en nei, þetta er spurning um allan daginn í margar vikur. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki hafa áhuga á fótbolta? Hvernig væri því tekið ef sjónvarpið sendi út barna- efni allan sólarhringinn í margar vikur? Eða segjum epískar stór- myndir? Hvernig væri því tekið ef fréttatímar og íþróttaleikir yrðu felldir niður til að sýna beint allan sólarhringinn frá kvikmyndahátíð- inni í Cannes eða Listahátíð í Reykjavík? Brjálað ofbeldi Það er ekki bjóðandi upp á þessa hörmung. Tuð er þetta vissulega, og það er ekki pólitískur rétttrúnaður að leyfa sér að gagnrýna jafn sak- laust og skemmtilegt efni og fót- boltann en þetta er samt sem áður brjálað ofbeldi á hendur þeim af- notagjaldsgreiðendum sem ekki vilja horfa á knattspyrnu. Fyrir heyrnarskerta Fyrst ég er byrjuð með þessa gagnrýni á sjónvarp allra lands- manna vil ég koma einni ábendingu á framfæri sem á ekkert skylt við fótbolta. Þannig er að dágóður hópur landsmanna stríðir við heyrnarleysi eða heyrnarskerðingu. Þessi hópur á misauðvelt með að heyra það talmál sem boðið er upp á í fréttatímunum. Þegar sjónvarps- fréttir eru sendar út situr þula í hljóðveri Rásar tvö og les íslenskan texta með erlendu fréttunum. Ann- að sem sagt er milli fréttaskota og lesið er af fréttamanni inni í frétta- skotunum er einnig til niðurskrif- að. Nú spyr ég, er ekki möguleiki að taka saman þennan texta, áður en fréttirnar fara í loftið, rita niður það sem á vantar, þ.e. það sem innlendir viðmælendur segja og setja í texta- vél? Er ekki möguleiki að koma því þannig fyrir að fréttir allra lands- manna í sjónvarpinu verði textaðar svo að fleiri geti notið þeirra? Það geta langt í frá allir heyrnarskertir notað táknmálsfréttir og þess vegna ætti þetta að vera sjálfsögð þjónusta og vil ég hvetja stjórnendur RÚV til að taka þetta til athugunar. Ef kostnaðurinn er of mikill má jafn- vel fækka örlítið beinum útsend- ingum á knattleikjum úti í heimi. Höfundur er unnandi góðrar náttúru á sjónvarpslausum kvöldum. Má tuða yfir sjónvarpsdagskránni? VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Nú spyr ég, hvers vegna í veröldinni er þessi aukarás sem sjón- varpið hefur í sínum fórum ekki nýtt undir fótbolt- ann og hin nýtt undir al- menna dagskrá?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.