24 stundir


24 stundir - 20.06.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 20.06.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Andrea hefur nýverið lokið meist- aranámi í mannauðsstjórnun frá viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Hún hefur verið gíf- urlega afkastamikil síðustu ár og fyrir utan metnaðarfullt námið unnið sem dagskrárgerðarmaður í þættinum 07/08 bíó leikhús hjá Sjónvarpinu sem tilnefndur var til Eddunnar í fyrra. Þá hefur Andrea setið í stjórn UNIFEM á Íslandi, í fyrstu stjórn Femínistafélags Íslands og í stjórn V-dagssamtakanna á Ís- landi auk þess að hafa gefið út bók- ina Spennið beltin í kjölfar ferða- lags hennar um Asíu. Snemma á síðasta ári flutti Andr- ea í Kjósina og í sveitasælunni segist þessi orkumikla kona una sér vel. „Ég bý með kærastanum mínum í litlu húsnæði í skógi í Kjós, aðeins sunnar en himnaríki. Bara til að fyrirbyggja misskilning þá er þetta hvorki eins og South-fork Ranch í Dallasþáttunum né Dalalíf. Lítið húsnæði var til staðar, passlega langt í burtu til að ég gæti verið sveitakona en stutt í bæinn. Ég kol- féll fyrir hektara af yndislegheitum; trjám, læk, fjallshlíð, dýrunum í kring, fjallalofti og útsýni ald- arinnar sem ég sá á netinu og ekki varð aftur snúið. Svo eru hér ná- grannar aldarinnar sem innsigldi dæmið endanlega.“ Hvernig komuð þið ykkur fyrir? „Við erum búin að koma okkur notalega fyrir og erum endalaust að vinna í lóðinni sem er alveg frá- bært. Tókum til hendinni inni áður en við fluttum og höfum verið að skipuleggja, færa til, grafa og skapa á lóðinni síðan. Settum líka niður hátt í tuttugu tegundir af grænmeti. Listinn er endalaus, endalaus ham- ingja í raun því lóðin er sameig- inlegt áhugamál hjá mér og kærast- anum. Ég skráði mig úr lífsgæðakapphlaupinu fyrir nokkru og er afskaplega nægjusöm. Það er ekkert að því að njóta efnislegra gæða en mitt líf snýst nú ekki eins mikið um dauða hluti. Það sem mun sameinast á þessum stað von bráðar, jafnt innandyra sem og ut- an, er rými, þægindi og það sem einfaldar lífið.“ Sveitalífið En hvernig skyldi henni líða á nýjum stað og saknar hún einhvers úr höfuðborginni? „Ég reyni að eyða mínum tíma í núinu og helst á gúmmítúttum heima hjá mér. Síðan er stutt í bæ- inn og alltaf gaman að fá vinina í heimsókn, “ segir Andrea og bætir því við að hún hafi annars alltaf bú- ið í miðbæ Reykjavíkur, fyrir utan nokkra mánuði erlendis. „Ég keypti mína fyrstu íbúð 17 ára í miðbæ Reykjavíkur og er búin að vera þar meira og minna síðan. Allt hefur sinn sjarma en ég er á réttum stað þessa stundina.“ Andrea kolféll fyrir hektara af yndislegheitum sunnar en himnaríki Á gúmmítúttunum í Kjósinni „Ég reyni að eyða mínum tíma í núinu og helst á gúmmítúttum heima hjá mér,“ segir Andrea Ró- bertsdóttir, fjölmiðla -og sveitakona, um hvernig henni líður á nýju heimili sínu í Kjósinni. Sjarmi sveitalífsins Ég er á réttum stað þessa stundina. Í Kjósinni er mikil gróska mannlífs og menningar. Við Neðri-Háls í Kjós er risið menn- ingarhús Jakútíu. Húsið er í eigu Kjuregej Alexöndru Argunova, myndlistarkonu og leikara frá Jakútíu, og á meðal annars að nýt- ast undir menningarstarfsemi Ís- jaka, vináttufélags Íslendinga og Jakúta. Snorri Hauksson arkitekt hann- aði húsið og studdist hann meðal annars við teikningar og ljós- myndir af samskonar húsum í Jakútíu. Húsið er kallað balagan sem þýðir á jakútísku lítið hús. Hönnunin byggir á aldagamalli hefð og þykir hugvitssamleg. Frosthörkur í Síberíu eru miklar og hönnun hússins tekur mið af því. Húsið er byggt úr tíu tonnum af timbri sem ættingjar Kjuregej hjuggu sjálfir og ríkisstjórn Jakútíu lét flytja hingað til lands á sinn kostnað. Auk timbursins komu tveir frændur Kjuregej til landsins og aðstoðuðu við smíðina. dista@24stundir.is Fallegt Jakútíuhús á Neðri-Hálsi í Kjós Menningarhús Jakútíu Við byggingu húss- ins Kergej Alexandra í Kjós árið 2002. Húsbyggjandinn Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is HÚS Í BORG – HÚS Í SVEIT Vönduð heilsárs hús á góðu verði. Margar út- færslur. Framleiðum einnig eftir sérteikningum. Gerum tilboð í glugga og hurðir úr furu, mahogany, ál/tré, áli og plasti. Erum einnig með hvíttaðan innipanel, lerki í pallinn og fleira. Kverkus ehf. Síðumúla 31 símar 581 2220, 858 0200 eða 840 0470. kverkus@kverkus.is www.kverkus.is

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.