24 stundir - 20.06.2008, Side 23

24 stundir - 20.06.2008, Side 23
24stundir FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 23 KYNNING Fyrirtækið Kverkus sérhæfir sig í vönduðum og vel einangruðum heilsárshúsum. Slík hús hafa nú verið sett upp víða hér á landi meðal annars við Mývatn, í Eyja- firði og í Skorradal þar sem þrjú hús eru nú í byggingu. Að óskum kaupenda Verksmiðja fyrirtækisins er stað- sett í Litháen þar sem fyrirtækið var stofnað árið 2001 af tveimur íslenskum frumkvöðlum en starf- semi þess hér heima hófst árið 2006. „Bæði eru smíðuð stöðluð hús svo og hús eftir sérteikningum og ekki eingöngu sumarhús heldur einnig einbýlishús, gestahús og geymslur svo fátt eitt sé nefnt. Húsin eru smíðuð ytra og koma hingað til lands í einingum og er það orðið algengara í dag að húsin séu sett á steypta plötu með gólf- hita,“ segir Ævar Gíslason, einn eigenda fyrirtækisins. Bæði hefðbundin og nútímaleg Kaupandinn getur valið um mismunandi húsagerðir, bæði hefðbundin og nútímaleg. Stöðluðu húsin eru frá 21 fm upp í 163 fm, fyrir utan aukahús og hægt er að fá húsin með mismun- andi klæðningu að utan og innan. Vinsælast er að velja lerki, jatoba, litað bárustál, eternit-flísar eða hina sígildu furu utan á húsið og gjarnan er mörgum efnum bland- að saman til að gleðja augað. Glugga og hurðir er hægt að fá eft- ir óskum hvers og eins og þar hægt að velja úr áli, áltré, furu, mahóní og plasti. Afgreiðsluferlið Frá því að pöntun er gerð þar til húsið kemur í einingum til Íslands líða yfirleitt 14-20 vikur, háð verk- efnastöðu verksmiðjunnar. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.kverkus.is. Henta vel í íslenskum aðstæðum Stjórnvöld í Bretlandi hafa lýst því yfir að innan tíu ára skuli ný hús sem rísi í landinu verða í líkingu við þetta. Regntankur verði á þak- inu, vatnið úr baðinu verði end- urnotað í klósettið og dragi þannig úr vatnseyðslu um 70%. Þá eigi aukaeinangrun og hitakerfi undir kjallaranum að geta dregið úr slíkri eyðslu um 70%. Dregur úr orkunotkun Það getur verið fallegt að hlaða múrsteinsveggi í garðinn og þann- ig t.d. hægt að búa til fínirísgrill. Slíkt getur þó verið vandaverk fyrir byrjendur en þessi bók ætti að hjálpa til. Í henni má finna upplýs- ingar um hvernig best sé að bera sig að, t.d. að undirbúa jarðveginn og mæla fyrir veggnum. Gæti verið verðugt verkefni fyrir einhvern í sumarfríinu en bókina má kaupa á Amazon-vefsíðunni. Byrjendahand- bók fyrir múrara Hvernig ætli sé best að festa upp hillu eða bora í þennan vegg? Bók- in Handyman In-Your Pocket ætti að hafa svör við öllu því sem þig vantar að vita þegar staðið er í við- gerðarstússi heima fyrir. Bókin er 768 blaðsíður og á þeim má finna nauðsynlegar upplýsingar, út- reikninga og staðreyndir. Síðan smellpassar bókin í vasann og því er auðvelt að fara með hana á milli húsa ef nágrannana vantar aðstoð. Góð ráð beint í vasann

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.