24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Alla daga frá10til 22 800 5555 Coco Loco - rosalega sætur BH í D,DD,E,F,FF,G skálum í kr. 6.250,- buxur í stíl í S,M,L,XL kr 3.385,- Pink Champagne - mjög flottur BH í D,DD,E,F,FF,G skálum í kr. 6.250,- buxur í stíl í S,M,L,XL kr. 3.385,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Breska söngkonan Leona Lewis og Anthony Kiedis, söngvari Red Hot Chili Peppers, hafa verið val- in kynþokkafyllstu grænmet- isætur ársins 2008 af PETA- samtökunum. Á meðal annarra sem tilnefndir voru má nefna Kristen Bell og hetjurnar Milo Ventimiglia og Hayden Panettiere. vij Girnilega græn Tónlist biggi@24stundir.is Ég rokka fram og til baka þegar ég hlusta á Weezer. En ekki á góðan hátt. Byrjaði á því að mér fannst þeir frekar pirrandi. Heillaðist svo upp úr skónum þegar ég heyrði Pinkerton en hef verið hálf efins síðan þá. Að hlusta á þessa nýju plötu er eiginlega eins og að hlusta á samþjappaðan feril þeirra. Hér eru vissulega góðar laga- smíðar að hætti Rivers Cuomo en platan er eins fersk og sopi úr Lagarfljóti. Nýja smáskífan, Porks and Beans, er frábært dæmi um hversu afvegaleiddur húmor sveitarinnar er orðinn. Hér áður fyrr var hann nokk- uð beittur og meinfyndinn. Text- inn í þessu nýja lagi hljómar eins og hann sé saminn af 14 ára strák fyrir þátt af Prúðuleik- urunum. Myndbandið er verra. Weezer er best þegar hún sleppir tilraunum til þess að tengja sig við yngri kynslóðir. Lagið Heart Songs er gott dæmi. Falleg ballaða með einföldum texta, fullum af tilvitnunum í tónlist sem fólk í kringum þrí- tugt getur tengt sig vel við. Annars er ekkert á þessari plötu sem getur talist merkilegt. Nema kannski sæmileg útgáfa sveitarinnar af laginu frábæra The Weight eftir The Band. Að kalla rauðu plötu Weezer vonbrigði, væri að gefa í skyn að ég hefði gert einhverjar vænt- ingar til hennar. Svo var ekki, og niðurstaðan er alveg eftir bók- inni. Plata sem er rétt undir með- allagi, sem verður líklegast til þess að Weezer missir loksins plötusamning sinn. Hjakkað í (r)auðri meðalmennskunni Weezer Komin fram yfir síðasta söludag. Weezer Weezer Rauða platan „Hljómar eins og samþjappaður ferill sveitarinnar sem hefur verið meira slæmur en góður” Samkvæmt bandaríska slúðurritinu National Enquirer er Jamie Lynn Spears, litla systir Britney Spears, orðin móðir. Jamie Lynn eignaðist litla stúlku í gær en stúlkan var tekin með keis- araskurði á spítala í Missisippi kl. 9.30 að stað- artíma. Að sögn heimildarmanna National Enqui- rer heilsast bæði móður og barni vel. Stúlkan vó rétt um 12 merkur við fæðingu en hún hefur þeg- ar fengið nafn, Maddie Briann. Ólétta og meðganga Jamie Lynn hefur vakið mikla athygli vestanhafs, ekki einvörðungu vegna ættartengsla hennar við hina föllnu poppstjörnu, heldur helst vegna ungs aldurs hennar en hún var 16 ára þegar barnið kom undir. Barnsfaðirinn Casey Aldrigde, sem er tveimur árum eldri en hin barnunga móðir, var að sjálf- sögðu á staðnum þegar Maddie litla kom í heim- inn. Skötuhjúin trúlofuðu sig í marsmánuði en ákváðu þó að bíða með brúðkaupið þar til eftir að barnið væri fætt. Nú er því hægt að fara að skipu- leggja brúðkaupið, sem verður örugglega skraut- legt. vij Jamie Lynn orðin móðir Hin unga móðir Jamie Lynn lætur það vonandi eiga sig að biðja Britney stóru systur um einhver uppeldisráð. Aðþrengdur Afsakið að ég er til! . . . MUNIÐ SVO EFTIR ÞV Í AÐ ANDA DJÚPT, S LAKA Á OG EINBEI TA YKKUR AÐ HÖGG- UNUM Í ANDLI T INU OG MAGA. T Í LBÚNIR. . . ÆFINGA GEIS LADISKURINNÞETTA ER PÚST, EN EF ÞÚ ÞARFT AÐ BLÁSA NIÐURHEILT HÚS ÞÁ ÞARFT ÞÚ NÚ FREKAR BÚST. Bizzaró Ég reyni eins og ég get að horfa fordómalaust og með opnum huga á þessa vængja lausu. Það er sama hvað ég reyni mér finnst ég alltaf yfir þau hafin. MYNDASÖGUR FÓLK 24@24stundir.is a Hér áður fyrr var hann nokkuð beittur og mein- fyndinn. Textinn í þessu nýja lagi hljómar eins og hann sé saminn af 14 ára strák fyrir þátt af Prúðu- leikurunum. fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.