24 stundir


24 stundir - 20.06.2008, Qupperneq 15

24 stundir - 20.06.2008, Qupperneq 15
24stundir FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 15 Besta kaffihúsið í bænum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Har- aldsson og Hannes Smárason viku allir úr stjórn FL Group á hluthafa- fundi félagsins í gær. Jón Ásgeir, sem var stjórnarfor- maður, er einn stærsti eigandi Styrks Invest sem á móti er stærsti eigand- inn í FL Group. Ingibjörg Pálma- dóttir, eiginkona hans, mun koma inn í stjórnina í hans stað og verða formaður hennar. Jón Ásgeir hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Hæstarétti fyrr í mánuðinum fyrir bókhaldsbrot. Samkvæmt 66. grein hlutafélagalaga mega stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar félaga ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað í tengslum við atvinnu- rekstur. Jón Ásgeir situr enn í stjórn 21 fé- lags á Íslandi samkvæmt upplýsing- um frá Lánstrausti. Stjórnarmönnum fækkað Þá var samþykktum félagsins breytt með þeim hætti að stjórnar- mönnum var fækkað úr sjö í fimm. Félög Pálma Haraldssonar og Hann- esar Smárasonar, sem einnig hverfa báðir úr stjórninni, eru bæði á meðal þriggja stærstu eigenda í FL Group. Pálmi er annar eigandi Fons sem á 12,2 prósenta hlut í félaginu, en Hannes er eigandi Oddaflugs BV sem á tæplega ellefu prósenta eign- arhlut. Töluverðar breytingar urðu á stjórn FL Group á hluthafafundi félagsins í gær Jón Ásgeir, Hannes og Pálmi úr stjórn FL Group ➤ Jón Ásgeir fer út úr stjórn FLGroup í kjölfar þess að hafa hlotið dóm fyrir bókhalds- brot. ➤ Hannes og Pálmi er báðir ámeðal þriggja stærstu eig- enda í FL Group. FL GROUP Farnir Hannes Smára- son og Jón Ásgeir Jó- hannesson fóru báðir úr stjórn FL Group í gær. Bankastjórn Seðlabanka Sviss ákvað í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 2,75% þrátt fyrir aukna verðbólgu í landinu. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem bankinn hefur haldið vöxtum óbreytt- um. Verðbólga hefur ekki mælst jafn- mikil í landinu í fimmtán ár, en hún er 2,7%. Í tilkynningu frá seðlabankanum kemur fram að útlit sé fyrir að verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili minnki á næstunni og verði 1,7% á næsta ári. mbl.is Stýrivextir standa í stað Verðið á matarkörfu ASÍ lækkaði jafnmikið hjá tveimur stærstu lágvöruverðskeðjunum, Bónus og Krónunni, á milli tveggja verð- mælinga sem sambandið gerði fyrstu og aðra vikuna í júní. Verðið lækkaði um tæp 2 prósent hjá þeim báðum og var það jafn- framt mesta verð- lækkunin á tíma- bilinu. Mest hækkun varð hjá Kaskó, eða 3,4 prósent. Næstmest hækkun varð í Nóatúni þar sem hún var 1,5 prósent. ejg Bónus og Krón- an fylgjast að Viðræður um yfirtöku Kaupþings á SPRON hafa verið í gangi frá 1. maí en ekki liggur fyrir á hvaða gengi yfirtakan verður. Aðilar félaganna sem eiga í við- ræðum hafa ekki gefið upp ákveðið verð. Forsvarsmenn Kaupþings telja að gengi SPRON undanfarið sé of hátt og síðan hafa viðræður fyr- irtækjanna tveggja fært sig meira í átt að markaðsverði. Bent hefur verið á að samnings- staða SPRON sé frekar veik, en ekki þyki óeðlilegt að greiða álag ofan á markaðsverð, eða í kring- um 10%. áb Viðræður enn í fullum gangi

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.