24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 6
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Ef áætlanir í stofnframkvæmdum í Reykjavík næstu árin eru taldar saman þá fer sú upphæð að nálgast 100 milljarða króna. Ef það væri hægt að létta á umferðinni með öðrum aðferðum, til dæmis með lestarkerfi, þá hugsa ég að menn fari að skoða það í virkilegri alvöru hvort það gæti verið ódýrara í stofnframkvæmd,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngu- nefnd Reykjavíkur, um mögulegar léttlestarsamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu. „Kostnaður við að setja Geirsgötu í stokk er áætlaður tólf milljarðar, stokkur á Miklubraut er annað eins og Sundagöngin eru upp á tæplega 40 milljarða króna. Svo eru menn líka að tala um fram- kvæmdir eins og Hlíðarfót.“ Hann telur næsta víst að málið verði áherslumál fyrir næstu kosn- ingar. „Þessi umræða fylgir áform- um um þéttingu byggðar á mið- borgarsvæðinu þar sem er reiknað með um fimmtán þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni og öðru eins í Örfirisey. Vegakerfið þolir ekki samsvarandi fjölda einkabíla.“ Gerbreytir samfélaginu Í febrúar var flutt þingsályktun- artillaga þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi óskuðu eftir því að samgönguráðherra myndi láta framkvæma hag- kvæmnisathugun á lestarsamgöng- um á höfuðborgarsvæðinu og til Keflavíkur. Tilögunni var vísað til samgöngunefndar sem mun fjalla um hana síðar í sumar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir um- ræðu um lestarkerfi mjög áhuga- verða. „Við vitum að þetta yrði gríðarlega kostnaðarsamt. Þegar gerð var úttekt á þessu síðast þá strandaði þetta fyrst og fremst á kostnaðinum. Hann hefur ekkert breyst, en það getur verið að hið pólitíska mat á hvað hlutirnir megi kosta hafi gert það. Mitt mat er að þetta yrði álíka fjárfesting og þegar menn létu gera hita- og vatnsveitu á sínum tíma. Þetta myndi ger- breyta öllu samfélaginu.“  Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir lestir mögulega ódýrari en fyrirhugaðar stofnframkvæmdir  Þingið vill líka láta skoða lestir ➤ Bifreiðaeign á höfuðborg-arsvæðinu er með því mesta sem gerist í heiminum. ➤ Helmingur af landsvæði þesser í byggð. Restin er lögð undir umferðarmannvirki. ➤ 3/4 Íslendinga búa í innan viðklukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni. LESTIR EÐA EINKABÍLAR? 24stundir/Ómar Framtíðin? Reykjavíkurborg og Alþingi vilja láta athuga hagkvæmni léttlestarkerfa. Segir lestir verða kosningamál 6 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir „Ég hélt alltaf að ég væri rosaleg- ur áhugamaður um tölvur þangað til ég áttaði mig á því að ég er tölvufíkill,“ segir Þorsteinn K. Jó- hannsson, meistaranemi í stærð- fræðimenntun. Þorsteinn hefur farið í 8.-9. og 10. bekki grunn- og menntaskóla að ræða við foreldra og ungmenni um tölvunotkun og tölvufíkn sem óvirkur tölvufíkill. Viðvörunarbjöllur Þorsteinn nefnir að það séu ákveðin teikn sem fólk þurfi að vera á varðbergi fyrir. „Ef tölvu- notkunin er farin að bitna á skóla eða vinnu, fjölskyldu, áhugamál- um eða heilsu, þá er viðkomandi tölvufíkill,“ segir hann og bætir því við að hann meti ekki unglingana heldur sé að opna umræðuna. Þorsteinn spjallar við ungmenn- in og segir þeim frá rannsóknum tölvufíknar og ber einkenni hennar við sjálfan sig. „Það er langbest að hitta krakkana án foreldra, því annars eru þau ekki eins viljug til að spyrja,“ segir hann. Jafningjafræðsla „Ég kem ekki til að messa yfir þeim, grunnhugmyndin að fyrir- lestrunum er að sá fræi og gera ungmennum ljóst að þau eigi mögulega við tölvufíkn að stríða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að úr 20 manna hópi verði alltaf einn til tveir eftir til að spyrja og ræða meira um hugsan- legan vanda. „Barnaperrar hafa t.d. tækifæri á að hafa aðgang að ung- mennum í gegnum tölvuna og því er ákveðið öryggisatriði að hafa tölvuna í sameiginlegu rými,“ segir hann og bætir við að hann sé að reyna að koma af stað 12 spora kerfi fyrir tölvufíkn. asab@24stundir.is Forvarnar- og fræðslufyrirlestrar fyrir ungmenni hafa gengið vel „Ég segi krökkum frá fíkninni“ „Þetta vekur fleiri spurningar en það svarar,“ segir Bjarni Vestmann um rökstuðning sem ráðneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins hefur gefið honum fyrir ráðningu Ellisi- fjar Víðisdóttur í stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar, sem Bjarni sótti einnig um. Hann nefnir sem dæmi að minnisblað sem samið er af þremur starfsmönnum ráðu- neytisins veki furðu. Í því segi orð- rétt: „Í umsögnum um Bjarna úr hópi fyrrverandi yfirmanna hans var tilgreint, meðal annars, að Bjarni væri síður fallinn til stjórn- unar- og leiðtogastarfa en sérfræði- starfa.“ Bjarni segir að síðustu níu ár áður en staðan var auglýst hafi hann haft fjóra yfirmenn. „Þeir sendu allir inn meðmælabréf,“ seg- ir hann og bætir við að hann hafi rætt við þá í gær. „Tveir þeirra segja að ekkert hafi verið við þá talað og tveir segja að talað hafi verið við þá en að þessi ákveðni punktur hafi aldrei komið til tals,“ segir Bjarni. elias@24stundir.is Ráðning forstjóra Varnarmálastofnunar Svörin vekja furðu Umfangsmikil leit hefur verið gerð að seglskútu á hafsvæðinu milli Bermúda og Nýfundnalands undanfarna daga. Íslendingurinn Jakob Fenger er einn um borð í skútunni en hann hugðist sigla henni til Ís- lands. Hann lagði af stað frá Bermúda um mánaðamótin síðustu en ekki hefur náðst samband við hann síðan 3. júní. Engin ummerki um skútuna hafa komið fram. Skipulagðri leit hefur verið hætt í bili, en eftirgrennslan heldur áfram, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar í gær. áb Íslendingur týndur á hafi úti Manntalið 1870 hefur nú verið sett á netið. Þetta er fyrsta mann- talið af tíu sem Þjóðskjalasafn hef- ur fært á stafrænt form í tengslum við mótvægisaðgerðir vegna niður- skurðar þorskkvóta. Fyrir voru á vefnum manntölin 1703 og 1835. „Ég held þetta muni verða gríð- arleg bylting fyrir þá sem hafa áhuga á sögunni og til dæmis ætt- fræði. Landfræðingar sjá hvernig byggt hefur verið og félagsfræðing- ar geta skoðað upp á nýtt og spurt nýrra spurninga,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson, sviðsstjóri útgáfu- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns. Til stendur að búa til stafrænar gerðir af tíu manntölum og setja á netið og verður þeim bætt á vefinn jafnóðum á nokkurra mánaða fresti. Verkefnið verður unnið á Héraðsskjalasöfnum Vestmanna- eyja, Austfirðinga og Skagfirðinga en stafrænar útgáfur manntala má finna á slóðinni skjalasafn.is/ manntol. fifa@24stundir.is Manntalið 1870 komið á netið og fleiri á leiðinni Bylting fyrir söguáhugafólk Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík sími 568 2870 Útsala! www.friendtex.is Enn meiri verðlækkun Mikið úrval af fallegum fatnaði Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta og barnaflugvallarskattar bætast svo við. Sölutímabil 19. júní til og með 23. júní. Ferðatímabil í ágúst–september. Það hefur aldrei verið hagstæðara fyrir barnafjölskyldur að ferðast til útlanda saman. Bjóðum 50% barnaafslátt af öllum Economy og Best Price fargjöldum okkar fyrir börn 11 ára og yngri til allra áfangastaða okkar í Evrópu og til Minneapolis, Toronto og Halifax. Nýtið einstakt tækifæri! Njótið þess að fljúga saman! + Bókaðu ferð á www.icelandair.is 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN SÖLUTÍMABIL 19.–23. JÚNÍ HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 42 77 5 06 /0 8

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.