24 stundir


24 stundir - 20.06.2008, Qupperneq 20

24 stundir - 20.06.2008, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Haft var að markmiði að hanna og byggja húsnæði fyrir eldra fólk, það er að segja 60 ára og eldra, þar sem lagt væri upp með gæði og munað. Til að slíkar íbúðir seljist á markaði skiptir máli, auk þess að vera með vandað hús, að hafa réttu blönduna af íbúðastærðum fyrir misstórar fjölskyldueiningar og fjárhag,“ segir Baldur Ólafur Svav- arsson hjá arkitektastofunni Úti inni sem hannaði húsið. Baldur Ólafur segir að við hönnun slíkra íbúða þurfi að hafa í huga að fólk á þessum aldri vilji gjarnan taka sem mest með sér af því sem það hefur safnað að sér. Stofur þurfi því að vera rúmgóðar og huga þurfi að góðu veggplássi fyrir myndir og málverk. Lyftur og svalir lykilatriði „Lykilatriði í byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk er að þar sé um við- haldslitlar eignir að ræða. Þá er mikilvægt að eigninni fylgi jafn- framt bílageymsla, helst í kjallara með góðri lyftu að íbúðargangi, góðar geymslur, bæði í kjallara og íbúð og svalir. Velheppnaðar íbúð- ir af þessari gerð geta dregið úr þörfinni á elli- og þjónustuíbúðum ef aðgengi og aðbúnaður er góður sem þýðir að fólk getur verið leng- ur heima við,“ segir Baldur Ólafur. Sameign í stað séreignar Við hönnun hússins í Suðurhlíð 38 hafa ofangreindir þættir verið hafðir að leiðarljósi, en gott að- gengi er að húsinu og rúmgóð bíla- stæði við það. Auk þess eru eitt til tvö stæði fyrir hverja íbúð í bíla- kjallara undir húsinu og auka- geymsla. Sunnan við húsið er rúm- góð sameiginleg skjólgóð lóð þar sem njóta má útiveru í nánum tengslum við aðliggjandi útivist- arsvæði við Fossvoginn, göngu- stíga og fjöruborð. Velheppnaðar íbúðir fyrir eldri borgara í Suðurhlíð Gerir fólki kleift að vera lengur heima við ➤ Í hönnun íbúðanna lögðuarkitektar mikið upp úr því að hafa þær opnar og bjartar með rúmgóðum stofum og myndarlegum svefn- herbergjum. ➤ Í flestum tilfellum voru íbúð-irnar fullbúnar en hægt að velja um efni og áferð á inn- réttingum sem lagðar voru til. SUÐURHLÍÐÞegar komið er á efri ár vilja margir minnka við sig eða flytja í aðgengi- legra húsnæði. Við bygg- ingu á íbúðum í Suð- urhlíð voru munaður og þægindi höfð að leið- arljósi. Staðsetning Stutt er í úti- vist í Fossvoginum. Þægilegt Aðgengi að húsinu er mjög gott. Alls eru 50 íbúðir í fjölbýlishús- inu við Suðurhlíð og undir því er bílakjallari með tveimur stæðum fyrir hverja íbúð og aukageymslu. Íbúðirnar eru frá 75 upp í 150 til 200 fermetrar en það einkennir stærstu íbúðirnar að við þær eru allt upp í 150 fm stórar verandir. Lengra ævikvöld „Þó svo að íbúðirnar séu mið- aðar við aldraða þá er ekki þar með sagt að þetta séu eins konar elliheimili. Fólk vinnur mun leng- ur fram eftir ævikvöldinu og er auk þess mun betur á sig komið í dag en fyrir nokkrum áratugum,“ segir Baldur Ólafur Svavarsson arkitekt. Hann segir íbúa hússins við Suðurhlíð vera atorkusama og þeir hafi gjarnan samband vegna við- bótarhugmynda eða óska um breytingar og eða betrumbætur. Helstu viðbrigðin fyrir íbúa séu oft þau að nú búi þeir í sameign í stað séreignar. Því geti fólk ekki gert hvað sem er við sína eign heldur verður að ráðfæra sig við og eða fá leyfi hjá húsfélaginu fyrir breyting- unum, auk þess að ræða við arki- tekta hússins. Rennur í Fossvogslækinn Á Vísindavefnum segir að Foss- vogsdalur sé dalurinn inn af Foss- vogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Íbúar atorkusamir í framkvæmdum Samráð mikilvægt Fallegt Útsýnið yfir Fossvoginn er gott. Ármúla 36 • 108 Rvk S. 581 4070 • www.jabohus.is SUMARHÚS HEILSÁRSHÚS GESTAHÚS Finnsk og sænsk gæðahús Koma tilbúin til uppsetningar Góð reynsla og hagstætt verð Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð!

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.