24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 26
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Hópur ungra listamanna sem tengjast í gegnum miðil málverks- ins freistuðu þess að endurvekja stemningu fyrri tíma með opnun málverkasýningar í Gallery Lost Horse á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Sýningin ber heitið 17. júní og stendur til 12. júlí. „Sýningarstjór- arnir, Davíð Örn Halldórsson og Alexander Zaklynsky, höfðu sam- band við mig og 11 aðra unga myndlistarmenn og báðu okkur um að taka þátt í sýningunni. Þetta eru allt glæný verk á sýningunni og þó svo að þau séu öll málverk eru þau öll mjög ólík. Þannig má segja að sýningin sé dálítið kaótísk við fyrstu sýn,“ segir Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, einn listamannanna tólf. „Í gamla daga voru alltaf opn- aðar málverkasýningar í gamla listamannaskálanum á 17. júní sem þóttu afar hátíðlegar. Þótt þetta hafi verið löngu fyrir okkar tíma langaði okkur að freista þess að endurvekja þessa stemningu. Ég er ekki frá því að það hafi tekist ljómandi vel því að fullt var út úr dyrum á sýning- aropnuninni og allir í miklu hátíð- arskapi.“ Þjóðleg verk í bland Spurð hvort efnistök listamann- anna séu af þjóðlegum toga segir Jóhanna það misjafnt. „Sum verk- anna hafa beina skírskotun í 17. júní eða íslenska náttúru en önnur eru ekki þjóðleg á nokkurn hátt. Listamennirnir fengu algjörlega frjálsar hendur og það sést mjög glögglega á sýningunni.“ Sjálf var hún í þjóðlegum gír í sinni vinnu. „Ég er með tvö stór málverk af heiðarlandslagi sem gætu þess vegna verið af Þingvöll- um. Þegar ég útskrifaðist með MFA-gráðu úr The School of the Art Institute í Chicago síðastliðið vor notaði ég líka heiðarlandslagið við gerð lokaverkefnis míns. Þar notaði ég reyndar ekki málverkið sem miðil heldur gerði ég innsetn- ingu með ljósmyndum, vídeói, skúlptúrum og gjörningi.“ Málverkið hefur sannarlega ýmsa kosti umfram aðra miðla að mati Jóhönnu. „Það kom berlega í ljós á sýningaropnuninni að fólk virðist almennt óhræddara við að tala um málverk og hafa skoðanir á þeim, sem er frábært. Margir halda að til þess að geta talað um listaverk þurfi að hafa einhverja sérfræðiþekkingu, sem er mikill misskilningur. En þessarar feimni gætir síður þegar málverk eru annars vegar,“ segir hún að lokum. Gallery Lost Horse er staðsett við Skólastíg 1b og er op- ið frá 11 til 17 þriðjudaga til föstu- daga og frá 13 til 19 um helgar. Endurvekja stemningu fyrri tíma Jóhanna Helga í galleríinu. Alexander Zak- lynsky er í baksýn. Tólf listamenn sýna málverk í Gallery Lost Horse Þjóðhátíð fram í júlí Tólf ólíkir ungir lista- menn opnuðu málverka- sýningu í Gallery Lost Horse við Skólastíg á þjóðhátíðardaginn. Markmiðið var að reyna að endurvekja stemningu fyrri tíma með hátíðlegri opnun málverkasýningar á 17. júní. ➤ Listamennirnir 12 eru auk Jó-hönnu, Davíð Örn Halldórs- son, Halldór Ragnarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Tómas Magnússon, Guð- mundur Thoroddssen, Þrándur Þórarinsson, Berg- þór Morthens, Helgi Örn Pétursson, Katrín Friðriks, Al- exander Zaklynsky og Aron Bergmann. SÝNINGIN 26 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Listasumar á Akureyri er hafið og stendur út ágúst. Hátíðin hófst formlega í gær með opnun sýning- arinnar Bráðnun, sem er samsýn- ing tíu listakvenna frá Danmörku, Íslandi og Noregi. Sýningin var sett saman í tilefni af Alþjóðlega heim- skautsárinu 2007 og hefur þegar verið sýnd á Grænlandi og í Dan- mörku. „Listasumarið stendur til 31. ágúst og að þessu sinni verður boðið upp á hátt í tvö hundruð viðburði. Fastir dagskrárliðir eru sem fyrr djass á Heitum fimmtu- dögum, og hádegistónleikar á föstudögum og sumartónleikar í Akureyrarkirkju,“ segir Valdís Við- arsdóttir, framkvæmdastýra Lista- sumars. Nánar má lesa um Listasumarið á heimasíðu hátíðarinnar á slóð- inni listasumar.akureyri.is. Listasumar hafið Alþjóðlegt orgel- sumar hefst í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag klukk- an 17. Á fyrstu tónleikunum flyt- ur Hörður Ás- kelsson, kantor Hallgrímskirkju og söng- málastjóri þjóðkirkjunnar, org- eltónlist eftir Buxtehude, Bach, Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Sumartónleika- röðin Alþjóðlegt orgelsumar er nú haldin í 16. sinn. Að þessu sinni koma níu organistar fram á 17 tónleikum í Hallgrímskirkju, sem fara fram í hádeginu á laug- ardögum og á sunnudags- kvöldum. Alþjóðlegt orgelsumar Í dag kl 17 opnar í Gallerí ÍBÍZA BUNKER, Þing- holtsstræti 31, sýningin Furball en fyrir henni standa lista- mennirnir Lina Børn og Kristjan Zaklynsky. Á sýningunni mun Kristjan Zak- lynsky sýna þrívíddar vídjó og hljóðverk en Lina Bjørn mun sýna skúlptúra. Á opnuninni verður garðveisla með tónlist og tilheyrandi og sérstakur leyni- gestur kemur. Listamennirnir eru útskrifaðir úr Listaháskóla Íslands og hafa sýnt víða, innanlands sem utan. Ungir og efni- legir listamenn 28. júní kl. 14:00 GAMLA BORG - Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Dagskrá tileinkuð tímabilinu frá 1945-1960 Setning: Guðmundur Guðmundsson form. Hollvina Grímsness Ávarp: Ingvar G. Ingvarsson oddviti Grímsness og Grafningshrepps Dráttarvélasýning Sýning á elstu dráttarvélum sveitarinnar Frumsýning Myndband um fyrstu dráttarvélarnar Ljósmyndasýning Sveitin, fólkið og störfin Minjavernd Í stofunni hjá afa og ömmu í sveitinni Kl. 20:00 SKEMMTUN 29. júní kl. 12:00 – 17:00 ÍÞRÓTTAHÚS - HANDVERKSSÝNING Handverksfólk úr sýslunni vinnur að listsköpun sinni á staðnum með efni úr umhverfi sínu. Gestum gefst kostur á að spreyta sig. Ávarp: Jóna Sigurbjartsdóttir form. menningarmálaráðs Suðurlands Ásdís Ársælsdóttir - ullarvörur Anna Magnúsdóttir - málað á steina Áslaug Inga Barðadóttir - skartgripir Guðmundur Magnússon - tálgað í skóginn Handverksgalleri - járn og vír Helga Magnúsdóttir - sker út og málar Jóhanna Haraldsdóttir - tréleikföng Jóhanna L. Ólafsdótir - JLÓ skart Kristín Konráðsdóttir - málverk Ragnhildur Magnúsdóttir – tálgar út dýr Rannveig Albertsdóttir - málverk Rut Sigurðardóttir - unnið með gler Sigga á Grund (SJK) - útskurður Sigrún Kristbjörnsdóttir - skreytir kerti Sigurlín Grímsdóttir - málverk Sólheimar - ullarlitun Þingborg - frá ull í fat Þóra Sigurjónsdóttir - þurrskreyting 5. júlí kl. 12:00 -16:00 GAMLA BORG - GLÆSIVAGNAR Í GRÍMSNESI Þar mun m.a. verða sýnishorn af fornbílum sömu gerðar og Jón á Svínavatni átti á sjötta áratugnum. Kl. 12:00 -16:00 BÍLLINN Í BLÍÐU OG STRÍÐU Bjarni Harðarson alþingismaður segir sögur af bílstjórum og ökuferðum. Nýstofnaður söngflokkur syngur lög við allra hæfi. Kl. 20:00 SVEITABALL 6. júlí kl. 15:00 GAMLA BORG - AÐ RÆKTA MENNINGARARFINN Björn Pálsson héraðsskjalavörður svarar spurningunni: Hvers vegna að safna drasli?”Arnar Jónsson leikari les upp og flytur efni að eigin vali. Arndís Fannberg mezzosópran syngur sumarlög. Nánari uppl. s.899 3267, 894 1780, 663 0163 - http://hollvinir.blog.is - hollvinir@simnet.is Ve rk sm ið ja n A ug lý si ng as to fa Sportlegur ferðafatnaður frá No Secret Stærðir 42–56 Kvartbuxur Hnébuxur Bolir Skyrtur Vesti Fæst líka í ljósu. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Margir halda að til þess að geta talað um lista- verk þurfi að hafa einhverja sérfræðiþekk- ingu, sem er mikill misskilningur. menning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.