24 stundir - 20.06.2008, Síða 27

24 stundir - 20.06.2008, Síða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 27 Töff eða tuskulegir? Ragnheiður Guðfinna. Svava Johansen Ragnheiður: Æðislegur bleiki liturinn, einmitt mikið að koma í þessum lit núna, GK voru að taka inn svona lit. Síddin er perfect – felur hnén, sýnir allar línur lík- amans og undirstrikar sérstaklega barm- inn, ég myndi jafnvel minnka steinana sem eru saumaðir á, rekja þá upp. 9/10. Svava: Þetta er mjög falleg kona. Hún er þó með of langar gervineglur og of mikið máluð fyrir minn smekk. Hún þarf ekkert að mála sig svona mikið. Mér finnst að- eins of mikill rembingur að sýna á sér brjóstin og gullskórnir eru allt of „shiny“ við svona sterkbleikan kjól. Svolítið „gigg“ í veskinu en passar ekki við þetta bleika glamúrútlit. 7/10. Ragnheiður: Æðislega flottur og elegant kjóll, fellur vel að líkama hennar og dreg- ur fram línur og felur maga ef einhver magi er til staðar. Væri jafnvel flottur líka í sterkari litum, en hún ber pastellitinn vegna húðlitar. 8,5/10. Svava: Kjóllinn er mjög fallegur, flott- ur hnúturinn á honum, senni- lega DKNY, en síddin á kjóln- um er alveg út í hött fyrir svona unga konu. Mjög klassísk“. 7.5/10. Ragnheiður: Alveg ferlegur – bara alls ekki fyrir mig, þetta loðna dót breikkar hana að neðan og hlutföllin verða ekki rétt miðað við efri hlutann þar sem hún er svakalega grönn. Þetta myndi hræða burt hvaða mann sem er 0/10. Svava: Falleg kona – franskt útlit. Mjög náttúruleg, kjóllinn fer henni vel – svona miklar fjaðrir fita mann venjulega en þar sem hún er svo tággrönn ber hún kjólinn vel. Cox-grái liturinn fer henni vel og plat- form banda-sandalarnir passa vel við og dökka naglalakkið er flott á móti. Klass- ísk fegurð – en lítur ekki út fyrir að vera mjög skemmtileg. 8.5/10. Ragnheiður: Það er nú hægt að takast á loft í þessum í einni vindkviðu. Hvítur litur er reyndar alltaf flottur og efra stykkið er mjög flott, hvernig hann fellur meðfram barminum og slaufan undirstrikar mikið, neðri hlutann myndi ég taka og laga, þetta úff púff fíla ég ekki. 6/10. Svava: Mjög sexí kona og frábær leik- kona. Æðislegur kjóll, skemmtilegt blöðrupils á honum á móti flegnu háls- máli. Liturinn fer henni vel enda er hún með fallegan húðlit. Skórnir eru örugg- lega D&G – flott hönnun og gerir mikið að blanda græna litnum með tiger. Sætt litla boxið í stíl. Hún er mesti töffarinn af þessum konum. 9.5/10. Íslendingar eru fyrstir til að fagna öllum nýjum fréttum úr sól- brúnkubransanum. Við höfum litla sem enga sól hér flesta daga ársins en viljum helst líta út fyrir að búa í návígi við pálmatré. Brúnku- krem njóta því gífurlegra vinsælda hér á landi og konur jafnt sem karl- ar bera slíkt á sig af miklum móð. Sólbrún rúmföt Vandinn er að kremið klínist oft út um allt fyrstu klukkustundirnar og þar sem flestir bera kremið á sig á kvöldin eru það yfirleitt sæng- urfötin sem verða verst úti. Nú er hins vegar búið að finna upp frá- bæra lausn sem kemur alveg í veg fyrir blettótt sængurver. Á vefsíð- unni www.tanasac.com er hægt að panta hálfgerðan svefnpoka sem festur er á rúmið og kemur þannig í veg fyrir allan subbuskap. Nú er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við böðum okkur upp úr brúnkukremi. iav Hættu að klína Stjörnurnar eru þekktar fyrir að taka áhættu á rauða dreglinum. Stundum slá þær í gegn og stundum vildu þær helst gleyma dressinu sem fyrst. Um þessar mundir líður varla vika án þess að einhver Hollywood-kvikmynd sé frumsýnd en þá draga stjörnurnar fram flottustu kjólana. Þær Ragnheiður Guðfinna og Svava Johansen dæma hér fatavalið hjá fjórum glæsilegum konum. iris@24stundir.is LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta er mjög falleg kona. Hún er þó með of langar gervineglur og of mikið máluð fyrir minn smekk. tíska Fyrir 10 árum var bikiní sjaldgæf sjón í íslenskum sundlaugum. Við keyptum þau helst þegar við vorum á leið á sólarströndina og grófum þau svo djúpt ofan í skúffu þegar heim var komið. Eitt sumarið breyttist allt og skyndilega voru sundbolir aðeins fyrir gamlar ömm- ur og konur áttu bikiní í öllum lit- um. Það heitasta í sundfatatískunni í ár er hins vegar glæný útgáfa af gamla sundbolnum. Monokini- sundbolurinn er misjafnlega efnislítill eftir því hvernig snið þú velur en það skemmtilega er að þú getur valið Monok- ini-bol sem hylur akkúrat þann hluta líkamans sem þú ert óánægð með. Mo- nokini-sundbolurinn er meðal annars í boði á www.victoriassecret- .com. iris@24stundir Tískumoli vikunnar Burt með bikiníið

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.