24 stundir - 20.06.2008, Síða 40

24 stundir - 20.06.2008, Síða 40
24stundir ? Þetta var ójafn leikur: Vatnsdropigegn eldhafi. Við mynduðum keðju fráskurðinum að íbúðarhúsinu og létumföturnar ganga. Þá var búið að dæla úröllum slökkvitækjum sveitarinnar. Hinnsvokallaði slökkvibíll af flugvellinum áGjögri tæmdist á augabragði, enda tank-urinn á stærð við baðker. Vatnið úr skurðinum var brúnt. Eldurinn hvæsti af fyrirlitningu og hélt áfram að éta húsið að innan. Tíkurnar Tíra og Kolla, sem höfðu lokast inni í kjallaranum, voru löngu þagnaðar. Finnbogastaðir í Trékyllisvík hafa ver- ið í byggð síðan á 10. öld. Þar bjó Finn- bogi rammi, sem gat sér orð við hirð Hákonar jarls fyrir að berjast við ólman hvítabjörn. Nú býr á Finnbogastöðum Guðmundur bóndi Þorsteinsson. Hann fæddist í húsinu sem brann á mánudag- inn. Faðir hans byggði húsið árið 1938. Ætt Guðmundar hefur búið undir Finn- bogastaðafjalli í að minnsta kosti tólf kynslóðir, og líklega lengur. Úr eldinum var engu bjargað, alls engu. Húsið er ónýtt. Finnbogi rammi var 17 ára þegar hann barðist við hvítabjörninn. Mundi á Finnbogastöðum er 65 ára þegar sú þraut er fyrir hann lögð að byrja upp á nýtt. Ég hitti Munda og krakkana hans í gær. Þau sátu yfir teikningum að nýju húsi. Það skal rísa fyrir veturinn. Leggjum Munda lið. Félag Árnes- hreppsbúa hefur stofnað styrktarreikn- ing fyrir Munda á Finnbogastöðum. Númerið er 1161-26-001050 og kenni- talan 451089-2509. Margt smátt gerir eitt hús við ysta haf. Áfram Finnbogastaðir Hrafn Jökulsson skrifar um Munda og Finnboga ramma. YFIR STRIKIÐ Getur þú hjálpað? 24 LÍFIÐ Gagnrýnanda blaðsins þykir bandaríska rokksveitin Weezer vera föst í með- almennskunni. Nýja Weezer fær tvær stjörnur »34 Söngkonan Leone Lewis og söngv- arinn Anthony Kiedis voru valin kynþokkafyllstu græn- metisæturnar af PETA. Kynþokkafullar grænmetisætur »34 Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni, 17 ára gömul systir Britney Spears eignaðist heil- brigt stúlkubarn í gær. Jamie Lynn Spears eignaðist stelpu »34 ● Ekkert kjaft- æði „Þetta er harður stoner, no bullshit-rokk,“ segir Magni, söngvari keflvísku hljómsveitarinnar Tommygun Preachers, um hljóm fyrstu plötu sveitarinnar, Jawbreaker, sem kom í verslanir í gær. Sveitin hefur verið starfandi í um fjögur ár en hefur nú loks gefið út sína fyrstu plötu. „Við vonum bara að fólk hlusti á þetta og taki þessu með opnum huga,“ segir Magni en titillag plötunnar er þeg- ar komið í spilun á útvarpsstöðinni X-ið 97,7. ● Fæddist með RÚV-stimpil á rassinum Sigurlaug M. Jón- asdóttir hóf ný- verið störf í Ís- landi í dag og hefur þar með unnið hjá öllum stóru sjónvarpsstöðvunum. „Afi var útvarpsstjóri og pabbi vann þarna. Ég verð því alltaf líka RÚV-ari eins og maður er alltaf fyrrverandi flugfreyja og fyrrver- andi þula,“ segir Sigurlaug sem er hæstánægð með nýju vinnuna. „Mér finnst mjög gaman að vera komin fyrir framan myndavélina aftur og kann mjög vel við þessa tegund dagskrárgerðar.“ ● Sefur vel Flugumferð- arstjórar hafa boðað til verk- fallsaðgerða frá 27. júní til 20. júlí næstkomandi. Aðgerðirnar felast í fjögurra tíma vinnustöðvun í 20 skipti. Búast má við töfum á farþegaflugi af þessum sökum en júlí er einn helsti sum- arleyfismánuður landsmanna. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, óttast þó ekki að baka félaginu óvinsældir með tiltækinu: „Ég missi nú ekki svefn út af því.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við E N N E M M /S ÍA /N M 34 26 1 Það er Góðra vina fundur Nú geturðu öðlast Frelsi og hangið í símanum með þremur vinum fyrir 0 krónur ef þú fyllir á með símanum eða á siminn.is. Nú er fjöldi GSM númera hjá Símanum orðinn um 200.000. Þú getur hringt eða sent SMS fyrir 0 krónur* í þrjú þeirra og talað fyrir 11,50 kr./mín. í öll hin. Þetta eru engin geimvísindi. Skráðu þig í Mitt Frelsi á siminn.is og stækkaðu vinahópinn. Sími Netið Sjónvarp *Allt að 60 mín./SMS á dag. 3vinirí FrelsiMeiri vinátta hjáSímanum!

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.