24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Ég tel það afar mikilvægt að fara í jafn víðtækar aðgerðir og hér eru boðaðar,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra um víð- tækar breytingar sem hún boðaði á Íbúðalánasjóði í gær. „Það er mjög mikilvægt að fasteignamarkaður- inn kólni ekki of hratt niður eins og stefnt hefur í,“ bætir Jóhanna við. Breytingarnar fela í sér að stofn- aðir verða tveir nýir lánaflokkar hjá Íbúðalánasjóði sem ætlað er að tryggja fjármögnun íbúðalána banka, sparisjóða og annarra lána- stofnana. Auk þessa verður lánum sjóðsins breytt þannig að lánshlut- fallið verður 80 prósent af kaup- verði auk þess sem hámarkslán verða 20 milljónir króna í stað 18. Þá tilkynnti ríkisstjórnin einnig að gefin yrðu út aukalega stutt ríkis- skuldabréf upp á 75 milljarða króna. Gengið beint til verks „Ég mun þegar á morgun [í dag] gefa út reglugerð um að lánahlut- fallið miðist við 80 prósent af kaupverði í stað brunabótamats auk hækkunar hámarksláns,“ segir Jóhann. Aðrar breytingar koma einnig fljótlega til framkvæmda, en þá mun þurfa einhverja daga til þess að ganga frá þeim. Jóhanna segir að breytingin yfir í að lánshlutfallið miði við kaupverð í stað brunabótamats sé mjög mik- ilvæg. „Sérstaklega fyrir unga fólk- ið og fólk sem er að kaupa þessar minni íbúðir. Fólk hefur ekki getað fjármagnað mismuninn sérstaklega eftir að bankarnir lokuðu. Þannig að þetta er mikil breyting, og eins að fara í 20 milljónir úr 18, það munar verulega um það,“ segir hún. Tilraun fyrst um sinn „Til að byrja með er þetta fyrst og fremst hugsað sem tímabundin aðgerð, við viljum sjá hvernig þetta reynist,“ segir Jóhanna um nýju lánaflokkana. „Þetta er mikilvægur hlekkur í að örva fasteignamark- aðinn og ýta bönkunum aðeins af stað aftur í bæði endurfjármögnun á eldri lánum og til þess að bæta lausafjárstöðu bankanna og lána- stofnana,“ heldur hún áfram. Jó- hanna segir þetta ekki síður vera mikilvægt í tengslum við nýju lánin hjá Íbúðalánasjóði því að hámarkið þar miði bara við minni íbúðir. „Þá er nauðsynlegt að hægt sé að sækja viðbót hjá lánastofnunum því þetta eru jú keðjur á fasteignarmarkaðn- um, kaup og sala,“ segir Jóhanna og bætir við: „Þess vegna er þetta nauðsynlegt líka hvað varðar bank- ana þannig að þeir geti fjármagnað það sem upp á vantar.“ Gæti leitt til lægri vaxta Jóhanna segir að sett verði skil- yrði fyrir þessum lánveitingum. „Bæði hvað varðar hámarksfjár- hæðir lánveitinga lánastofnana sem Íbúðalánsjóður fjármagnar, þannig að ekki sé verið að lána ótakmark- aðar fjárhæðir í stærri eignir,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það verður hámark á þessu og svo má ekki fara yfir það hámarksveðhlutfall sem gildir hjá Íbúðalánasjóði auk þess sem verður að greiða ríkisábyrgð- argjald.“ Hún segir að þetta gæti einnig haft áhrif til lægri vaxta. „Það má búast við því að ef Íbúðalánasjóður er að fara í stærra útboð út af þess- ari endurfjármögnun og nýrra lán- veitinga hjá bönkunum að það geti haft áhrif til lækkunar á vöxtum, það má búast við því.“ Beint í mark Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskólann í New York, telur útspil ríkisstjórnarinnar jákvætt. „Mér sýnist þau hafa hitt naglann alveg á höfuðið með það að þau ætla bæði að lána bönk- unum með veði í íbúðalánum bankanna og svo einnig að gefa út 75 milljarða af nýjum ríkisskulda- bréfum,“ segir hann og bætir við: „Þessar tvær aðgerðir saman eiga að geta haft veruleg jákvæð áhrif á gengi krónunnar og þar með verðbólguhorfur. Þetta er ná- kvæmlega það sem fjármálamark- aðir þurfa á að halda.“ Hann segir að þetta muni örugglega hjálpa til við að koma fjármálamörkuðum aftur í gang á Íslandi og spáir því að gengi krónunnar muni styrkjast strax í dag. Jóhanna boðar íbúðalánabyltingu  Breytingar boðaðar á Íbúðalánasjóði  „Beint í mark,“ segir Jón Steinsson hagfræðingur ➤ Tveir nýir lánaflokkar verðastofnaðir hjá Íbúðalánsjóði. Þeim er ætlað að tryggja fjár- mögnun íbúðalána banka, sparisjóða og annarra fjár- málastofnana. ➤ Hámarkslánsfjárhæð hjáÍbúðalánasjóði mun fara úr 18 milljónum króna í 20 millj- ónir. ➤ Hámarkslánshlutfall munmiðast við 80% af kaupverði í stað 80% af brunabótamati. ➤ Þeir sem hafa ekki fengiðlánsumsóknir sínar hjá Íbúða- lánasjóð afgreiddar munu fá þær í samræmi við nýja reglu- gerð. NÝR ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Útspil Ríkisstjórnin kynnti út- spil sitt í efnahagsmálum í gær. MARKAÐURINN Í GÆR ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Straumi-Burðarási fyrir 251 millj- ón króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Færeyjabanka eða um 2,86%. Bréf í 365 hækkuðu um 1,74% og bréf í SPRON um 1,07%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Landsbanka Íslands, 1,28%. Bréf í Eimskipafélaginu lækkuðu um 1,05. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,09% og stóð í 4.512,5 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 1,31% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,40%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 0,8% og þýska DAX-vísitalan um 0,1%.              !" #$$%                     !"   # $   %   &"  '()*+ '  , -. /0.  "1  2      345  "!  ! 61 ! (""  (7/  /81  +9 "0  1- -  :  -       ;" 1        -0   !  "                                                        :-  - <  = # ' >5?@A4?B CAB5D4AB 5D??DA@? 3D??BA3CD ?D45?D ?3A@5D?@ ?D@B@BDC5 ?5C3A5A>? >?A53BDB 5A?CBBB ?4?D5B@?5 3DD>33 ?@B34A3 @3DBC >3BCDDDD >AC@BCD 44ADDA >55CDDA 5CDC?B> , , , , , , 4E34 3?EDD @E45 >4E3D >CE?D >CE4D A@DEDD ?3E>D BDE3D 3EA? >DE>? ?EDB B?E4D >E>? 4EBA ?>5EDD >55DEDD ?BCEDD >3@EDD , , , 5A?DEDD , , 4ECD 3?ECD @E4@ >4E35 >CEC> >CEA3 A@4EDD ?3E>5 B>E>D 3EA5 >DE>A ?E>? B3ECD >E>A AEDD ?>@EDD >54DEDD 3DDEDD >CCEDD ??E>D , @E5D 5ABDEDD , 5E5D /0  - A >> ?? ?@ B 5 C4 ?5 4 ? ?4 ? C ? > ? ? 4 3 , , , , , , F" - "- >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >B4?DD@ >34?DD@ 4>??DDA 34?DD@ >@4?DD@ C4?DD@ A3?DD@ Áslaug Haga, olíu- og orku- málaráðherra Noregs, hefur sagt af sér af heilsufarsástæðum eftir að hafa gegnt embættinu í níu mánuði. Haga hefur einnig sagt af sér formennsku Miðflokksins. Haga hefur undanfarið verið gagnrýnd mjög í norskum fjöl- miðlum meðal annars fyrir að leigja út sumarbústað sem hafði ekki rétt leyfi sem íbúðarhúsnæði og fyrir að byggja bryggju hjá sumarbústað sínum án leyfis. Fyrir tveim vikum fór Haga í veikindaleyfi vegna of hás blóð- þrýstings. Haga segir þessa ákvörðun vera persónulega og að heilsu sinnar vegna verði hún að hætta störfum. mbl.is Orkuráðherra segir af sér Pólska farsímafyrirtækið Play sem er 75% í eigu Novators hefur samið við kínverska bankann China Development Bank (CDB) um lán upp á 640 milljónir evra. Jafnframt hafa hluthafar Play samþykkt að leggja 450 milljónir evra inn í félagið. „Með þessu er klárað að fjár- magna rekstur fyrirtækisins,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Novators, og bætir við að búist sé við að fyrirtækið skili rekstrarafgangi árið 2010. aak Kínafé í pólska vasa Novators FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Ég mun þegar á morgun[dag] gefa út reglugerð um að lána- hlutfallið miðist við 80 prósent af kaupverði. SALA JPY 0,758 -1,12% EUR 126,88 -1,18% GVT 163,33 -1,09% SALA USD 81,83 -1,17% GBP 161,35 -0,40% DKK 17,010 -1,19% Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.