24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 38
Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Loksins, loksins, nýr sumarslagari hefur litið dagsins ljós, en auglýst var eftir einum slíkum í 24 stund- um í gær. Lagið heitir því sérstaka nafni „Hörku djöfuls fanta ást,“ en textinn er eftir sjálfan Bjartmar Guðlaugsson og lagið er flutt af nýrri hljómsveit, Lifun. Þráðu að vera í popphljómsveit „Okkur félagana langaði að stofna popphljómsveit og drifum í því í febrúar síðastliðnum. Fyrstu æfingarnar einkenndust þó af miklum mannabreytingum, ég held að um 10 manns hafi prófað sig þegar allt er talið,“ segir Björg- vin Ívar Baldursson, gítarleikari sveitarinnar og barnabarn rokk- kóngsins Rúnars Júlíussonar, sem var forðum daga í ofurgrúppunni Trúbrot, sem gaf frá sér tónverkið Lifun. „Það var einnig tímarit sem bara sama nafn, en þeir Bjartmar og Rúnar sögðu okkur að nota nafnið samt sem áður, enda flott nafn,“ segir söngkonan Lára Rún- arsdóttir, sem er komin um 7 mán- uði á leið. „Við vildum ekki gera þetta hefðbundna sumarpopp sem þekkist meðal sveitaballasveitanna og ákváðum því að fara þessa leið. Við höfðum hlustað svolítið á Villa Vill og vorum því undir hans áhrifum,“ segir Björgvin. Óvenjulegur titill á lagi Blótsyrðið í titli lagsins ætti ekki að fæla neinn frá, enda lagið ekki dónalegt í sjálfu sér, heldur fjallar það um ástina, í kannski örlítið breyttu ljósi. „Bjartmar sagðist hafa vandað sig mjög við að gera textann og ég sá líka bunkann af A4 blöðum sem sannaði það. Hann vildi koma því á framfæri bæði hversu erfið og yndisleg ástin er, sem tókst vel held ég, þó svo titillinn sé svolítið eins og úr munni togarasjómanns,“ segir Lára. Hægt að hlusta á Netinu Lagið er væntanlegt á öldur ljós- vakans í vikunni, en vænta má breiðskífu frá Lifun áður en árið er úti. Þeir sem vilja heyra lagið strax, geta farið á slóðina: myspace.com/ lifungerirutfrakeflavik þar sem einnig má nálgast frekari upplýs- ingar um hljómsveitina. Hljómsveitin Lifun sendir frá sér sumarslagara Gamaldags, væmið og töff „Hörku djöfuls fanta ást,“ er nýtt lag frá nýrri hljómsveit sem ber hið nostalgíska nafn, Lifun. Forsprakkar eru Lára Rúnarsdóttir og Björgvin Ívar Baldursson. Bjartmar Hefði eflaust verið ritskoðaður fyrir textann í gamla daga. 24 stundir/RAX Fortíðarpopp „Hörku djöfuls fanta ást“ ber greinilegan Hljómakeim. 38 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir w w w .nora.is Dalve opið:m á-fö.11-18, laugard.11-16 opið:m á-fö.11-18,lau.11-16 D alvegi16a 201 Kópavogi w w w .nora.is Glös, hnífapör og borðbúnaður í úrvali. Brúðargjafalisti. Opið mán.-fös. 11-18, laug. 11-16 Dalvegi 16a 201 Kópavogi ww .nora.is Mikael Torfason bæði stígur og fellur þessa dagana. Bók Warren Buffet, sem hann íslenskaði og gaf út á sínu eigin forlagi, er komin í 2. sætið yfir mest seldu bækur landsins. Sjálfur féll Mikki úr 6 metra háum málningarstiga á laugardagskvöldið og segist enn vera allur lurkum laminn. Læknirinn sagði ástandið vont og að það myndi versna. Mikki segir það hljóma eins og spá um efnahagslífið. bös „Spurð af hverju hún haldi að fólk hafi svo skiptar skoðanir á sér, finnist hún annað hvort eins nærri fullkomnun og hægt sé að komast, eða alfarið óþolandi, seg- ir Angelina [Jolie] það hljótast af því að hún standi föst á sínu.“ Ásdís Rán asdisran.blog.is „Kommon, ef við gátum komið bölvuðum HVAL í flugvél og flog- ið honum frá USA til Vest- mannaeyja, þá hljótum við að geta sett ísbjörn í rellu og dropp- að honum af hérna rétt hjá. Er það ekki??“ Bobby Breiðholt balladofbob.blogspot.com „Hundur Tori Spelling látinn er fyrirsögn fréttar á Vísisvefnum. Þar kemur fram, að hundurinn […] hafi látist „af eðlilegum ástæðum“. Það þýðir væntanlega að tíkin hafi ekki verið myrt. Sama dag andaðist hvítabirna á Íslandi – „af óeðlilegum ástæð- um“.“ Hlynur Þór Magnússon. hlynur.eyjan.is. Þorsteinn Stephensen hefur nú komið undirbún- ingsvinnu Iceland Airwaves-hátíðarinnar á fullt skrið og allt útlit fyrir að hún verði jafn glæsileg og áður. Nú geta íslenskar hljómsveitir sótt um að komast að í gegnum heimasíðu hátíðarinnar en all- ar umsóknir verða að hafa borist inn fyrir 15. ágúst. Áætlað er að um 40 erlendar sveitir spili á hátíðinni í ár og rúmlega helmingi fleiri íslenskar. bös Þrátt fyrir vinsældir gengur ekki allt sem skyldi hjá Ingó og Veðurguðunum. Piltarnir voru nefnilega rændir á dögunum. Brotist var inn í bíl eins liðs- mannsins þar sem hljóðfæri sveitarinnar voru geymd. Þjófurinn tók gítar, sneriltrommu, ýmsa smámuni og tösku fulla af snúrum. Bílnum var lagt fyrir utan Reykjavíkurflugvöll en svæðið á að vera vaktað af Securitas. vij Þóra Karítas Árnadóttir, er hlaut tilnefningu til Grímunnar í ár, er nýkomin heim frá Vesturbakk- anum þar sem hún var í rannsókn- arvinnu vegna einleiks er hún setur upp og framleiðir í Borgarleikhús- inu í janúar. Hún tryggði sér réttinn á leikrit- inu Ég heiti Rachel Corrie. Verkið er sannsögulegt og segir sögu bandarískrar stúlku er varð undir jarðýtu fyrir fimm árum á Gasa- svæðinu. „Ég hef verið hugfangin af þess- ari sögu frá því að ég heyrði fyrst af henni. Yasser Arafat útnefndi hana sem píslarvott,“ segir Þóra. „Ég kynntist manni sem kom hingað til lands til að tala um hvernig það er að vera Palestínu-Arabi í Ísrael. Hann frétti svo að ég væri að fara setja þetta upp og mánuði síðar spyr hann mig hvort ég vilji ekki koma út, þar sem verið sé að fara sýna þennan einleik í Palestínu á fimm ára dánarafmæli Rachel Cor- rie, að foreldrum hennar við- stöddum. Þetta var einstakt tæki- færi til að hitta þau og vera leiddur um svæðið af Palestínu-Aröbum.“ Verkið er hluti af nýju leikári Borgarleikhússins sem verður það fyrsta undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. biggi@24stundir.is Þóra Karítas nýkomin heim af Gasasvæðinu Leikur einleik um píslarvott Palestínu Þóra við múrinn Setur upp einleik um stúlku er lést á Gaza-svæðinu. Sóley, er búið að jarða berið? Sóley Tómasdóttir, femínisti og borgarfulltrúi, er yfirlýstur andstæðingur klámvæðingarinnar á Ís- landi. Í gær samþykkti borgarstjórn að veita staðnum Strawberries ekki undanþágu til að reka nektarstað í miðborginni. FÓLK 24@24stundir.is a Þetta er nú ekki ber, heldur illgresi sem við munum rífa upp hvar sem það skýtur upp kollinum næst. fréttir BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 6 9 1 7 3 2 8 4 2 7 8 4 5 6 3 9 1 4 1 3 8 9 2 5 6 7 9 8 1 2 6 7 4 3 5 3 2 4 9 1 5 6 7 8 6 5 7 3 4 8 9 1 2 7 3 6 5 2 1 8 4 9 8 4 2 7 3 9 1 5 6 1 9 5 6 8 4 7 2 3 Er löggan ennþá á eftir okkur ?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.