24 stundir - 20.06.2008, Page 22

24 stundir - 20.06.2008, Page 22
Sláttufíkn eða ofvirkni er tals- vert útbreidd og klögumál sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillits- semi í garðslætti eins og öðrum at- höfnum, sem geta plagað ná- granna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni. Tækjadella. Pissukeppni Vont er þegar saman fara sláttu- ofurkapp og della fyrir tækjum og tólum. Margir karlmenn virðast fá kikk út úr því að djöflast á sak- lausu grasi með kraftmiklum og afkastamiklum sláttutólum. Þegar fleiri sláttuberserkir eru í námunda hver við annan leysist úr læðingi metingur og samkeppni um það hver sé með flottustu, kraftmestu og háværustu tólin og þá er ekki vært fyrir saklausa nágranna. Mengun Menn horfa fram hjá því að ein skaðræðis sláttuvél mengar á við tugi eða jafnvel hundruð bíla. Eit- urframleiðslan er ótrúleg. Tækja- gleðin ber skynsemina algjörlega ofurliði. Ljúf og sæl kvöldstund með fínu vélina sem drynur ljúft og karlmannlega spúir eitri, sem bitnar á sláttumanninum, um- hverfi hans, fjölskyldu og nágrönn- um í formi hávaða og eiturs. Reglur í útlöndum Í sumum löndum hafa verið settar reglur sem takmarka þann tíma sem menn mega slá garðinn sinn og um þau tól sem nota má. Er full þörf á að setja reglur hér á landi um garðslátt til að fyrirbyggja deilur og leiðindi. Hér á landi gilda um garðslátt óskráðar reglur grenndarréttar þar sem umburð- arlyndi og tillitssemi leikast á. Það er oft erfitt að henda reiður á tilvist og efni slíkra reglna sem eru nokk- uð í lausu lofti og skrifaðar í skýin. Tillitssemi Menn verða og eiga vitaskuld að slá garðinn sinn á skikkanlegum tíma sólarhringsins og án óþarfa tilþrifa og djöfulgangs og kosta kapps um að valda nágrönnum sínum sem minnstu ónæði. Og menn mega alls ekki fara hamför- um við slátt á þeim tímum þegar nætur- og svefnró fólks í grennd- inni er raskað. Og menn hafa held- ur ekki frítt spil til að láta illum lát- um við slátt á öðrum tímum. Menn verða að gæta hófs og sýna sanngjarna og eðlilega tillitssemi á öllum tímum. Skráðar reglur skortir Það eru engar settar reglur um slátt í þéttbýli. Menn þurfa hins vegar ekki að una því að nágranna- eignir séu hagnýttar þannig að þeim sé óhæfilegur bagi af. Það er hins vegar matsatriði hvað er óvið- unandi bagi. Menn verða óhjá- kvæmilega að sætta sig við ónæði að vissu marki í þéttbýli frá ná- grannaeign. Hagsmunamat Hagsmunamat er rauði þráð- urinn. Mörkin milli athafna og friðar eru hárfín. Smæstu mál geta á augabragði blossað upp í ófrið- arbál þar sem deilt er um allt. Flest grenndarmál eru sprottin af þeim réttarvafa sem leiðir af vöntun á skráðum og skýrum reglum. Skjótvirk úrræði vantar Það er svo að yfirgangsseggir gefa oft óskráðum reglum langt nef. Þótt réttleysi þeirra sé augljóst þá er gjarnan erfitt að ná lagalega í skottið á þeim með nægilega afger- andi og skjótum hætti. Almenn lagaleg úrræði eru þung í vöfum og kostnaðarsöm. Í svona málum vantar bagalega einföld, ódýr og skilvirk úrræði til að binda enda á þrætur og leiðrétta misskilning áð- ur en í óefni er komið og smámál verða stór og illvíg. Má horfa um fyrirmynd til kærunefndar fjöl- eignarhúsamála. Sláttugenin. Kvenhylli Því hefur verið haldið fram og stutt sterkum rökum að sláttufíkn íslenskra sláttumanna sé geirnegld í gen þeirra með þeim hætti að þeim sé ekki sjálfrátt. Þeir séu þrælar gamalla sláttugena sem séu öllu yfirsterkari. Þegar sláttur sé á mönnum séu það skilaboð frá gömlum genum. Í gamla daga þótti það mikið manndómsmerki að vera fimur og afkastamikill sláttumaður. Miklir sláttumenn voru settir á stall og áttu vísa ómælda aðdáun og hylli kvenna. Þeir sváfu aldrei einir og konur gerðu þeim gott úti á engjum líka. Þetta hefur prentast inn í gen manna og lengi lifir í gömlum glæðum. Gömul gen, breyttir tímar En nú er öldin önnur, Snorra- búð stekkur og allt það. Sláttuber- serkir eiga ekki lengur vísa leið að hjarta kvenna. Önnur gildi hafa tekið yfir í því efni. En frumstæð karlgen hafa ekki náð að tileinka sér nýjar aðferðir í takt við tímann, nýja siði og ný viðhorf. Vesalings sláttumönnunum er ekki sjálfrátt. Þeir eru þrælar gena sinna, hlýða kalli þeirra og rjúka út að slá í tíma og ótíma. Öllum til leiðinda og kvenhylli þeirra er nálægt alkuli. Sláttugenin eru hjá sumum öllu yf- irsterkari og buga gjörsamlega hin veiku og vanþróuðu gen sem geyma og stýra tillitssemi og náungakærleik. Orf og ljár Það er spurning hvort ekki eigi að banna ónæðisvaldandi og mengandi sláttutól og löghelga gamla orfið og ljáinn. Þá yrði frið- sælt og þjóðlegt í görðum þessa lands. Það myndi vera góð líkams- rækt og gamlar og nýjar sláttu- hetjur myndu fá tilgang og öðlast nýtt líf án þess að gera allt vitlaust. Kvenhylli þeirra myndi örugglega ná nýjum hæðum. Geitur Önnur hugmynd hefur líka komið upp, þ.e. að hver garðeig- andi fái sér geit sem tjóðruð yrði á mismunandi stöðum. Tjóðrið væri færanlegt. Þegar hún klárar ákveð- ið svæði yrði tjóðrið fært. Hún er sjálfala, étur grasið og sér um áburðinn líka. Þetta myndi vera mjög sjálfbært, vist- og umhverf- isvænt. Engin mengun og enginn hávaði, allt voða vinstrigrænt og fallegt. Svona fara Færeyingar að og er þetta örugglega eftirbreytni- vert. 24stundir/Þorkell Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd Ofvirkir sláttumenn fara hamförum HÚSHORNIÐ Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttu- menn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyð- ingartólum. Hægt og hljótt Það er spurning hvort ekki eigi að banna ónæð- isvaldandi og mengandi sláttutól og löghelga gamla orfið og ljáinn. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Hús- eigendafélagsins skrifar 22 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Laugavegi 29 • Sími 552 4320 www.brynja.is • brynja@brynja.is Trésmíðavélar frá Scheppach Byggingasagir Öflugar og endingagóðar Rennibekkir Spónsagir Bútasagir. PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is Fr um ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Litir í miklu úrvali Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.