24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 20.06.2008, Blaðsíða 10
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Á síðasta ári voru 67 milljónir manna á hrakhólum vegna stríðs, fátæktar eða náttúruhamfara. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, en hún hafði 11,4 milljónir flóttamanna á sínum snærum á síðasta ári. Alþjóðadagur flótta- manna er haldinn í dag. Munar um Afganistan og Írak Stærstu hópar flóttamanna koma frá Írak og Afganistan. Til þessara tveggja ríkja á um helm- ingur flóttamanna heimsins rætur að rekja, og þar versnaði ástandið á síðasta ári. „Í Írak urðu auknar deilur trúar- hópa og óstöðugt stjórnmála- ástand til þess að fjöldi þeirra sem eru landflótta óx úr 1,8 milljónum í byrjun árs í nærri 2,4 milljónir fyrir lok árs 2007,“ segir í skýrslunni. Antonio Guterres, flóttamanna- fulltrúi SÞ, segir stofnunina þurfa aukið fé til að geta tekist á við vax- andi vanda. „Sjáið hvað er að ger- ast í Írak, Líbanon, Afganistan og á landamærum Pakistans, í Darfúr, Tsjad, Kongó og Sómalíu. Þetta er virkilega erfitt. Flóttamönnum fjölgar bara stöðugt.“ Innri flótti mikill vandi „Þetta hlýtur að teljast ákaflega slæm þróun,“ segir Sólveig Ólafs- dóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. „Á sama tíma fjölgar líka fólki sem vegna átaka er á vergangi innan eigin landamæra. Þeirra aðstæður eru sérstaklega slæmar.“ Sólveig nefnir hóp flóttamanna sem von er á til landsins í haust sem dæmi um slíkt. „Það má einmitt líta á þessa pal- estínsku flóttamenn sem von er á frá Írak. Þeir eru reyndar komnir í einskismannsland, en komast þar hvorki lönd né strönd, því landa- mæri eru þeim öll lokuð. Það er gífurlega erfitt að aðstoða fólk sem svona er statt. Þar er eina leiðin að veita hæli, eins og Ísland er að gera, en það er leið sem er farin þegar allar aðrar leiðir eru lokaðar.“ Ólíkar viðtökur Guterres telur þær misjöfnu móttökur sem flóttamenn frá Írak fá í Evrópu senda grannríkjum Íraks röng skilaboð. Í Svíþjóð, þar sem 40.000 Írakar hafast við, hefur hlutfall þeirra sem hljóta landvist til dæmis lækkað úr 80% á síðasta ári í nær 25%. „Það er mjög neikvætt þegar Sýrland og Jórdanía sjá Evrópuríki vísa flóttamönnum frá, þar sem þau hafa þegar nokkur þúsund í landinu, á meðan þessi ríki hýsa hundruð þúsunda.“ Allt fullt af flóttamönnum  Flóttamönnum og fólki á vergangi hefur fjölgað talsvert á síðustu tveimur árum  Vesturlönd gangi fram með góðu fordæmi ➤ Í skýrslunni eru 11,4 millj-ónir manna sagðar á könnu Flóttamannastofnunar SÞ og 4,6 milljónir í verkahring Palestínuflóttamanna- aðstoðar SÞ. ➤ Samtals 16 milljónir flótta-manna. ➤ 26 milljónir eru sagðar ávergangi innan eigin lands vegna átaka. 25 milljónir vegna náttúruhamfara. ➤ Samtals 51 milljón á ver-gangi í eigin landi. FLÓTTAMENN HEIMSINS NordicPhotos/AFP Skráning Flóttamenn frá Írak leita sér aðstoðar Rauða hálfmánans í Sýrlandi. FLÓTTAMENN Í HEIMINUM ÁRIÐ 2007 Pakistan 2.033.000 Sýrland 1.503.000 Íran 963.000 Þýskaland 963.000 Jórdanía 500.000 Tansanía 435.000 Kína 301.000 3.100.000 Afganistan 2.300.000 Írak 552.000 Kólumbía 523.000 Súdan 457.000 Sómalía 376.000 Búrúndí 370.000 Austur-Kongó Flóttamönnum undir umsjón Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fjölgaði úr 9,9 milljónum árið 2006 í 11,4 milljónir árið 2007 Stærstu hópar flóttamanna eftir gistilandi ÚTLEGÐ STRÍÐ KÚGUN ÁNAUÐ FRELSI 24stundir/BMS Algengustu upprunalönd flóttamanna 10 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Lögreglan í Bresku-Kólumbíu hefur í vörslu sinni sjötta fótinn sem skolað hefur á land á innan við ári. Sá fimmti fannst fyrr í vik- unni. Fæturnir hafa allir fundist við Georgíusund, skammt frá Van- couver í Kanada. Sá sjötti var, líkt og flestir hinna, hægri fótur og klæddur í hlaupaskó. Lögregla gerir því skóna að fæt- urnir tilheyri horfnum sjómön- um eða fórnarlömbum flugslysa. aij Ráðgáta í Kanada Sjötta fætinum skolar á land Sameinað herlið Afgana og Nató hefur blásið til stórsóknar gegn talibönum í nágrenni Kandahar, í suðurhluta Afganistans. Segja talsmenn herliðsins að talibanar hafi hreiðrað um sig á svæðinu og stýrt árásum þaðan. Afganskur héraðsstjóri segir hundruð víga- manna fallin eða særð, en tals- menn Nató hafa ekki staðfest þær tölur. aij Nató í Afganistan Blásið til sóknar Evrópuþingið hefur samþykkt nýjar reglur um meðhöndlun ólöglegra innflytjenda innan Evr- ópusambandsins. Meðal þess sem reglurnar leyfa er varðhald í allt að 18 mánuði og fimm ára end- urkomubann. Áætlað er að allt að átta milljónir ólöglegra inn- flytjenda séu í ríkjum ESB. Mannréttindasamtökin Amnesty International mótmæltu nýju reglunum, sem þau segja ekki tryggja þeim sem vísað er burt nægjanlega mannvirðingu og örugga heimferð. aij Evrópusambandið Innflutningshöft Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 20. júní 2008  Fótboltalandsliðið ætlar alla leið á morgun » Meira í Morgunblaðinu Fylla völlinn  Dísa í hárgreiðslustof- unni Hárný fékk „Óskarinn“ »Meira í Morgunblaðinu Á rauða dreglinum  Óðinn er lögmaður og refaskytta af ástríðu » Meira í Morgunblaðinu Lifi fyrir veiðarnar  Ágústa Eva og Jörundur í stuttmyndinni Góða ferð » Meira í Morgunblaðinu Ferðalag Davíðs  Heimsótti flóttamenn sem fá hæli hérlendis » Meira í Morgunblaðinu Örvænting í Írak

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.