24 stundir - 20.06.2008, Síða 16

24 stundir - 20.06.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@24stundir.is „Vissulega er tilhlökkun í okkur fyrir landsleikina gegn Slóveníu og Grikklandi en ég læt það ekki trufla mig í vinnunni,“ bætir hún við en á næstu dögum mun landslið kvenna takast á við tvö risastór verkefni í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í þeim leikjum er íslenska landsliðið í þeirri stöðu að vera einu skrefi frá því að komast í úrslit á stórmóti – í fyrsta sinn í sögunni. Bætti landsleikjametið Katrín bætti landsleikjamet Ást- hildar Helgadóttur í vetur en Katr- ín leikur sinn 75. landsleik á laug- ardaginn og hefur hún skorað 10 mörk. „Ég man nú ekki eftir öllum 10 mörkunum. Það eru aðeins þau nýjustu sem maður man eftir,“ seg- ir Katrín en hún hefur stýrt varn- arlínu Íslands úr miðvarðarstöð- unni undanfarin ár. Katrín gæti verið með fleiri A-landsleiki. „Ég hætti með landsliðinu árið 2002 eftir tapleiki gegn Englend- ingum þar sem við komumst ekki áfram og í kjölfarið ákvað ég að setja læknanámið í forgang. Ég lék ekki fótbolta í tvö ár.“ Katrín gekk í raðir Vals um mitt tímabil árið 2004 og lék með liðinu út það tímabil. Hún fór á ný til Noregs um haustið og lék með Amazon Grimstad fram til vorsins 2006 þegar hún fór aftur í herbúðir Vals. Katrín skoraði fyrsta mark Ís- landsmótsins í ár og segir hún að heimkoman í Val hafi verið ánægjuleg en erfið. „Ég fór aftur að spila 2004, fyrst einhverja 6 leiki með Val og fór svo aftur til Noregs til að klára kandi- datsnám. Fann mér þá 1. deildar- lið, Amazon, til að sparka með. Ég var mikið meidd á þessum tíma og það tók sinn tíma að koma sér í stand fyrir átökin með Val í Lands- bankadeildinni. Það hefur gengið svona upp og ofan að sameina krefjandi vinnu og fótboltann. Ef það er mikið að gera í vinnunni þá getur það haft áhrif á fótboltann. Stundum gengur þetta allt saman upp. Stundum er þetta erfiðara og ég sé mig ekki halda þessu áfram í mörg ár til viðbótar. Eitt af því sem dregur mig áfram er að ég sé að við eigum möguleika á að komast í úr- slit á stórmóti og það er spennandi að taka þátt í því verkefni. Katrín er elsti leikmaður lands- liðsins en hún er 31 árs og hefur leikið 74 leiki og skorað 10 mörk. Aldursbilið í leikmannahóp Íslands er þónokkuð og nokkrir leikmenn liðsins eru fæddir árið 1990 og ein þeirra er fædd 1992. Það er rétt, ég er elst „Já, það er rétt, ég er elst. Það þarf ekkert að vera blása þá stað- reynd út. Ég yngist samt alltaf um nokkur ár þegar ég kem inn í hóp- inn. Það er mikill aldursmunur á okkur sem eldri erum og þeim sem eru stíga sín fyrstu skref í landslið- inu. Það er samt sem áður ekki til vandræða. Ég hef meira að segja sama tónlistarsmekk og sumar af þeim yngri. Ég get því ekki verið það gömul í hettunni. Aðalatriðið er að við náum vel saman. Okkar hlutverk er að miðla reynslu okkar á jákvæðan hátt til þeirra yngri.“ Landsliðið mætir Slóvenum á laugardag kl. 14:00 á Laugardals- velli og er markmið forráðamanna liðsins að fylla völlinn af áhorfend- um – og yrði það í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins sem öll sæti á Laugardalsvelli væru nýtt. Katrín er ekki á þeirri skoðun að landsliðsþjálfarinn sé búinn að missa vitið þó að hann lýsti því yfir að markmiðið væri að fylla Laug- ardalsvöllinn á laugardaginn. „Hann er vissulega smá „klikk“ en þetta er alveg raunhæft. Það er mikil stemning fyrir þessum leik. Við fengum 6.000 áhorfendur á leikinn gegn Serbíu og það þarf því ekki mikið til að bæta það met. Við erum í þeirri stöðu að geta ráðið okkar örlögum sjálfar í þessari keppni. Við eigum tvo heimaleiki, gegn Slóveníu á laugardag og Grikklandi á fimmtudag. Með sigri í þeim leikjum verðum við í þeirri stöðu að leika úrslitaleik um sæti á EM gegn Frökkum í lokaleik riðils- ins í Frakklandi í september.“ Árangur kvennalandsliðsins hef- ur komið mörgum á óvart. Lands- liðsþjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, tók við liðinu án þess að hafa fengið reynslu af þjálfun fé- lagsliðs áður. Allt getur gerst „Þetta er frábær hópur og það eru allir á þeirri skoðun að við get- um náð árangri. Í slíku umhverfi getur allt gerst. Sigurður Ragnar þjálfari hafði vissulega ekki mikla reynslu en hann er gríðarlega áhugasamur og hefur trú á þessu liði. Það skiptir máli.“ Sigurður Ragnar er menntaður sálfræðingur og segir fyrirliðinn að þjálfarinn laumi sínu sérfagi af og til í umræðuna. „Hann er ekkert að „krukka“ í höfðinu á okkur alla daga. Hann kemur alltaf með góð ráð af og til. Hins vegar er það svo misjafnt hvernig leikmenn vilja haga undirbúningi sínum fyrir leiki. Það er einstaklingsbundið og hann er flinkur í því að finna út hvað hentar hverjum.“ Fyrirliðinn, læknirinn og „öldungurinn“  Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, lætur sig dreyma um að komast í úrslit Evrópumótsins ➤ Katrín Jónsdóttir er fædd árið1977 og hefur hún leikið með Val, Breiðabliki og Stjörnunni á Íslandi. ➤ Landsliðskonan lét að sérkveða með einu sterkasta liði Noregs, Kolbotn, og hún lék einnig með Amazon Grimstad í Noregi. ➤ Katrín leikur sinn 75. lands-leik á morgun gegn Slóven- um og hefur hún skorað 10 mörk fyrir landsliðið. KATRÍN JÓNSDÓTTIR Met? Katrín Jónsdóttir von- ast til þess að öll sætin verði upptekin á Laugardalsvell- inum á morgun. 24stundir/G.Rúnar a Ég hætti með lands- liðinu árið 2002 eftir tapleiki gegn Englend- ingum þar sem við kom- umst ekki áfram og í kjöl- farið ákvað ég að setja læknanámið í forgang. Ég lék ekki fótbolta í tvö ár. „Ég er ekki að hugsa um fótbolta þegar ég skoða eyrnabólgu hjá tveggja ára barni í vinnunni. Mér tekst að hafa hugann við vinnuna. Sem betur fer,“ segir heilsugæslulæknir- inn Katrín Jónsdóttir og fyrirliði kvennalandsliðs- ins í knattspyrnu. ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Við fengum 6.000 áhorfendur á leikinn gegn Serbíu og það þarf því ekki mikið til að bæta það met. Við erum í þeirri stöðu að geta ráðið okkar örlög- um sjálfar í þessari keppni.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.