Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frábært tilboð til Benidorm í sumar á frábærum tíma. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 31. ágúst eða 7. sept. frá kr. 24.995 Verð kr. 24.995 í viku 31. ág. Verð kr.29.990 í viku 7. sept. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Netverð á mann. Aukavika kr. 10.000 á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 í viku 31. ág. Verð kr.39.990 í viku 7. sept. M.v. 2 í stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Netverð á mann. Aukavika kr. 10.000 á mann. LAUNAKÖNNUN meðal versl- unarfólks bendir til að laun þess hafi hækkað umfram almenna launaþró- un. Víða vantar afgreiðslufólk til starfa, nú þegar skólafólk snýr aftur til náms. Ný launakönnun meðal versl- unarfólks fyrir tímabilið milli febr- úar 2004 og febrúar 2005 verður birt 15. september næstkomandi. Gunn- ar Páll Pálsson, formaður Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, sagði að af launatölum mætti ráða að launin hafi hækkað um 10% frá fyrra ári. Launavísitala Hagstofunnar var 6,7% fyrir sama tímabil og laun verslunarfólksins hækkuðu um 10%. Gunnar Páll sagði starfsfólk VR hafa á tilfinningunni að launin hafi haldið áfram að hækka frá því í febr- úar, án þess að hafa neinar tölulegar sannanir fyrir því. „Við höfum sjald- an upplifað jafn rólegt sumar og nú hvað varðar deilumál og kvartanir,“ sagði Gunnar Páll og taldi það benda til þess að verslunarfólk væri al- mennt ánægt í vinnunni. Dregið hefur úr atvinnuleysi með- al félagsmanna VR, engu að síður voru um 900 þeirra á atvinnuleys- isskrá og atvinnuleysisbótum í júlí síðastliðnum, að sögn Gunnars Páls. Hann sagði atvinnuástand versl- unarfólks hafa reynst vera árs- tíðabundið. Atvinnuleysi væri venju- lega mest í maí og júní, en síðan drægi úr því eftir því sem nær drægi jólum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gætir þess í ýmsum versl- unum nú að skortur sé á starfsfólki. Nefnd voru dæmi um að í verslunum væri auglýst eftir starfsfólki og eins þar sem viðskiptavinir væru beðnir afsökunar á dræmri þjónustu sem stafaði af starfsmannaeklu. Af því tilefni var hringt af handahófi í tvö fyrirtæki. Guðrún Helga Jónsdóttir, verk- efnisstjóri í starfsmannadeild 10–11- verslananna, sagði að á þessum árs- tíma væru alltaf miklar hræringar í starfsmannamálum. Skólafólk, sem gegnt hefði fullu starfi að sumrinu, væri nú ýmist að hætta eða að fara í hlutastörf hjá fyrirtækinu. Ástandið nú taldi hún ekki frábrugðið því sem áður hefði gerst í lok sumars. Að- spurð sagði Guðrún Helga að þokka- lega vel hafi gengið að manna lausar stöður. Mikil breyting varð þegar skólaárinu var breytt Sigurbjörg R. Sigþórsdóttir, starfsmannastjóri Bakarameist- arans, sem rekur fimm verslanir, sagði að nú ríkti tímabundið ástand þegar erfitt væri að manna allar stöður í fyrirtækinu. „Eftir að upp- haf skólaársins var fært fram í ágúst fór að verða erfiðara að manna síð- ustu vikuna í ágúst og byrjun sept- ember. Ég hef fengist við manna- ráðningar í um 20 ár og fann mikinn mun þegar skólaárinu var breytt,“ sagði Sigurbjörg. Hún nefndi einnig að nú virtist vera næga atvinnu að hafa fyrir afgreiðslufólk og að í ár hafi reynst venju fremur erfitt að fá nýtt fólk til starfa. Greinilegt væri að umsækjendur um störf færu víða og könnuðu launamál, aðbúnað og hver biði best. Laun verslunarfólks hækkuðu um 10% milli ára samkvæmt nýrri launakönnun Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Í Bakarameistaranum er skilti þar sem beðist er afsökunar á töfum sem kunna að verða vegna skorts á starfsfólki. Skortur er á fólki til afgreiðslustarfa Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÆTLA má að enn eitt árið hafi metfjöldi fjallgöngumanna klifið Hvannadalshnúk, hæsta tind landsins, á þessu sumri, eða a.m.k. vel á sjötta hundrað manns. Þar af fóru 410 með Íslenskum fjallaleið- sögumönnum, sem halda úti reglu- legum ferðum frá Skaftafelli. Þó ber þess að geta að 35 þeirra komust ekki alla leið upp á tind- inn. Að sögn Elínar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra ÍFLM, gekk fólki vel að komast á fjallið fram- an af sumri en eftir versl- unarmannahelgi versnuðu að- stæður vegna jökulsprungna. Af þeim sökum hættu ÍFLM að bjóða upp á ferðir um óákveðinn tíma. Á mánudag bárust hins vegar þær fréttir að kólnað hefði aftur og snjóað og var þá ráðgert að kanna aðstæður og telur Elín líklegt að ferðirnar verði aftur í boði innan skamms. Nota þarf ísöxi, fjallalínur og mannbrodda Af þeim 410 sem fóru með ÍFLM á Hnúkinn í sumar voru um 280 Íslendingar. Auk þessa fjölda fóru um 100 manns með Ferðafélagi Íslands á tindinn um hvítasunnuna og náðu allir markmiði sínu nema einn og var ferðin langstærsta Hnúksferð sem FÍ hefur staðið fyrir. Þá fóru 28 með Útivist um sömu helgi. Fyrir utan þennan fjölda fer nokk- ur fjöldi manns á eigin vegum á Hnúkinn. Ljóst er að Hnúksferðir eru orðnar gríðarvinsælar en um er að ræða mjög langa fjallgöngu þar sem nota þarf ísöxi, fjallalínur og mannbrodda. Talað hefur verið um að fjall- ganga á Hnúkinn sé ein allra lengsta fjalladagleið í Evrópu, en þess má geta að óvíða er hæð- arhækkun á einum degi jafnmikil eða tvö þúsund metrar. Gangan tekur um 15 klukkustundir fram og til baka. Fjölmennir hópar hafa gengið á Hnúkinn. Þessi mynd er frá ferð FÍ þangað síðastliðna hvítasunnu. Metfjöldi hefur gengið á Hvannadalshnúk í ár ENGAR aðgerðir eru fyrirhugaðar hér á landi vegna efnisins akrýlamíð í matvælum, en í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær segir frá því að í Kalíforníu verði hugsanlega sérstök viðvörun látin fylgja frönskum kart- öflum og kartöfluflögum vegna efnis- ins, sem talið er að sé krabbameins- valdandi. Elín Guðmundsdóttir, formaður matvælasviðs Umhverfisstofnunar, segir að umræðan um akrýlamíð hafi komið upp fyrir tveimur árum þegar sænsk rannsókn sýndi fram á að efnið gæti verið krabbameinsvaldandi. Hún segir að nauðsynlegt sé að fá meiri upplýsingar um skaðsemi efnisins áð- ur en gripið væri til frekari aðgerða, en í frétt Morgunblaðsins kemur fram að rannsóknum beri ekki saman um skaðsemi þess. Akrýlamíð er vatns- leysanlegt efni (C3H5NO) sem er fyrst og fremst notað við framleiðslu á pólýakrýlamíði, en efnið skaðar erfða- efnið í líkamanum og eykur þar með hættuna á þróun krabbameins. Það myndast í mat sem er eldaður við hátt hitastig og er talið á kolvetni umbreyt- ist þá í akrýlamíð. Dæmi um matvæli sem mikið af akrýlamíð hefur mælst í er kartöfluflögur, steiktar kartöflur, djúpsteiktar kartöflur, hrökkbrauð, kex og smákökur. Það eru til einfaldar aðferðir til að minnka inntöku á akrýlamíði. Ráðlagt er að forðist mikla steikingu, brennd- an mat, mikinn bakstur, mikið (dökk) ristaðan mat, en almennt er sagt að betra sé að sjóða matinn en að steikja, ofnbaka, djúpsteikja og grilla. Akrýlamíð í matvælum Ekki er talin þörf á aðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.