Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆG ÞJÓNUSTA DAGFORELDRA Dagforeldrar veita samfélaginumikilvæga þjónustu. Þeir gætaungra barna frá því að fæðing- arorlofi foreldra þeirra lýkur og þar til fyrsta skólastigið, leikskólinn, tekur við börnunum. Fyrir foreldra skiptir auð- vitað gífurlega miklu máli að geta komið börnum sínum að hjá góðu dagforeldri þegar snúið er aftur á vinnumarkaðinn. Það skiptir atvinnulífið sömuleiðis miklu máli að framboð þessarar þjón- ustu sé nægt og það er ennfremur jafn- réttismál; trygg dagvistun er forsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra. Í Morgunblaðinu á föstudag kom fram í máli forsvarsmanna Barnavist- unar, félags dagforeldra, að ófremdar- ástand væri víða í borginni hvað varðar framboð á þjónustu dagforeldra og margir foreldrar ættu í vandræðum með að fá pláss fyrir börnin sín. Starfandi dagforeldrum hefur á und- anförnum mánuðum fækkað úr um 165 í 140. Ástæðuna segja forystumenn dag- foreldra ónægju með kjör og starfsum- hverfi. Borgaryfirvöld hafi neitað að hækka niðurgreiðslu dagvistarkostnað- ar til foreldra, opinbert eftirlit með starfsemi dagforeldra hafi verið hert og hart sé að þeim vegið í skattamálum. Og auðvitað má ekki gleyma því að í efna- hagsuppsveiflunni, sem ríkt hefur að undanförnu, er auðvelt að fá vinnu og oft vafalaust hærri laun í boði fyrir starf, sem ekki er eins krefjandi. Það er að sjálfsögðu vandamál, ef ekki er nægt framboð af þessari mik- ilvægu þjónustu. Hluti ástæðunnar fyr- ir vandanum er augljóslega að börn, sem eru hjá dagforeldrum, fá ekki leik- skólapláss fyrr en seint og um síðir. Borgaryfirvöld hafa heitið því að börn eldri en 18 mánaða fái leikskólapláss, en ennþá er misbrestur á því víða. Ef borg- in tryggir nógu mörg pláss á leikskólum – sem er forsendan fyrir því að áform Reykjavíkurlistans um gjaldfrjálsan leikskóla gangi upp – losna pláss hjá dagforeldrum. Önnur hlið á málinu eru tekjur dag- foreldra. Þeir geta út af fyrir sig sett upp það verð, sem þeim sýnist fyrir þjónustu sína og ætla verður að lögmál framboðs og eftirspurnar gildi að ein- hverju leyti um hana; að foreldrar séu reiðubúnir að borga meira til að fá pláss. En á móti kemur að ekki hafa all- ir efni á slíku og vegna samfélagslegs mikilvægis þjónustunnar hefur verið talið eðlilegt að sveitarfélögin niður- greiddu hana. Dagforeldrar eru í raun að fara fram á að borgin borgi meira, til að þurfa ekki að hækka verðskrá sína. Borgaryfirvöld í Reykjavík verða að hafa í huga að framboð á þjónustu dag- foreldra snýst að sumu leyti um sam- keppnisstöðu borgarinnar gagnvart öðrum sveitarfélögum. Á undanförnum árum hefur barnafólk fremur sótt til ná- grannasveitarfélaganna en til Reykja- víkur. Og nýlega skrifaði bæjarstjórinn í Garðabæ grein hér í blaðið, þar sem hann útskýrði hvað bæjaryfirvöld þar í bæ gerðu til að styrkja þjónustu dagfor- eldra, m.a. með hærri niðurgreiðslum, sem fela í sér að foreldrar greiða sama verð fyrir pláss hjá dagforeldri og á leikskóla, ókeypis námskeiðum, lánum á búnaði og aðgangi að leikskólalóðum. Dagforeldrar kvarta undan íþyngj- andi opinberu eftirliti og ofsóknum skattayfirvalda, sem hafa tekið skatta- mál fjölda dagforeldra til skoðunar. Að sjálfsögðu þarf að gera miklar kröfur til öryggis og aðbúnaðar hjá dagforeldr- um. Hins vegar er hægt að ganga of langt í afskiptum og það má til sanns vegar færa að foreldrar veiti bezta að- haldið. Það á þó þeim mun frekar við, sem þeir telja sig eiga um eitthvað að velja og geta komið börnum sínum til annars dagforeldris, séu þeir ekki ánægðir með þjónustuna. Skattayfir- völd hafa sennilega margt betra að gera en að eltast við dagforeldra, sem eru ekki í aðstöðu til að skjóta stórum upp- hæðum undan skattlagningu. Krafa dagforeldra um að geta dregið frá skatti hærra hlutfall kostnaðar við leik- föng og aðra aðstöðu, sem þarf að búa börnunum, virðist sömuleiðis sann- gjörn. Bæði ríki og borg þurfa að átta sig á að þjónusta dagforeldra uppfyllir mik- ilvægar þarfir og búa þarf þeim gott og sanngjarnt rekstrarumhverfi. SANNLEIKURINN OG FRELSIÐ Í Tímariti Morgunblaðsins birtust ígær viðtöl Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur við fjóra menn, sem hver um sig tók þá erfiðu ákvörðun að tala opinberlega um málefni, sem lengi höfðu legið í þagnargildi. Allir tóku þeir um leið þá áhættu að verða fyrir barðinu á fordómum samfélagsins – en ákvörðun þeirra, hvers og eins, hefur stuðlað að því að eyða fordómum og auka skilning fólks og þekkingu. Sigursteinn Másson steig það skref að ræða opinberlega um geðsjúkdóm sinn. Ingi Rafn Hauksson ræddi á op- inberum vettvangi um að hann væri al- næmissmitaður. Henrik Berndsen tók upp baráttu í þágu áfengissjúkra. Hörður Torfason ruddi brautina fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra er hann varð einna fyrstur Íslendinga til að lýsa því yfir í blaðaviðtali að hann væri hommi. Allir hefðu þessir menn getað ákveð- ið að lifa í þögn – eða lygi – og tala ekki um hlutskipti sitt til að forðast fordóm- ana. Það er hins vegar athyglisvert að þeim ber saman um að það hefði verið verri kostur en að tala út. Sigursteinn bendir á að hans stærsta sjálfshjálp hafi verið fólgin í að deila reynslu sinni með öðrum. Hendrik segir: „Þegar maður upplifir að vera lifandi dauður og fá svo aftur áhuga á að lifa skiptir engu máli hvort einhver sé að pískra um mann úti í bæ.“ Ingi Rafn segir að hann hefði verið „einhvern veginn minni maður“ ef hann hefði ekki talað út um sjúkdóm sinn. Og Hörður segir: „Ég hefði getað unnið sem maður sem myndi fela sjálfan sig, með bindi og í jakkafötum, en þá hefði ég verið labb- andi lík. Það var þó betra að fara hina leiðina, takast á við hlutina og vera samkvæmur sjálfum sér og vona að maður lifði það af.“ Viðtölin í Tímaritinu eru enn ein staðfesting þeirra orða Jesú frá Naz- aret að sannleikurinn muni gera menn frjálsa. Að segja sannleikann jók ekki aðeins á frelsi fjórmenninganna, sem við er rætt, heldur þúsunda annarra, sem vegna frumkvæðis þeirra njóta meiri skilnings og mæta síður fordóm- um og heimsku samfélagsins. New Orleans. AFP. | „Megi guð vera með okkur,“ sagði Nancy Noble þar sem hún sat í bíl sínum í gær og mjakaðist út úr New Orleans í óslitinni bílaröð. Allar sex akrein- arnar út úr borginni voru yfirfull- ar svo langt sem augað eygði. „Þetta er skelfilegt,“ bætti hún við. Fellibylurinn Katrín nálgaðist New Orleans og var styrkleikinn kominn í 5, sem er sá mesti, sem gefinn er. Var vindhraðinn 78 metrar á sekúndu og horfur á, að sjávarborð myndi hækka um 8,4 metra. Frammi fyrir þessum ósköpum, hugsanlega þeim fyrstu í New Orleans í 40 ár, var öllum íbúum borgarinnar skipað að hafa sig á brott. „Nú er það að gerast, sem við höfum óttast svo lengi,“ sagði Ray Nagin borgarstjóri þegar hann skipaði öllum íbúunum, 485.000 í borginni og einni milljón manna í úthverfunum, að forða sér burt. „Það er ástæða til að óttast, að stíflugarðarnir haldi ekki.“ Leita skjóls í Superdome Fram eftir degi í gær var fólk um alla borg önnum kafið við að negla fyrir dyr og glugga og tryggja eftir bestu getu eignir sín- ar en þrátt fyrir fyrirskipun um brottflutning ætluðu sumir að vera um kyrrt með samþykki borgaryf- irvalda. Þeir hugðust leita skjóls í Superdome, risastórum leikvangi, og þar var allt til reiðu til að taka á móti fólki. Því var hins vegar ráðlagt að koma með mat, vatn og lyf til fimm daga. Bandarískir vísindamenn og veðurfræðingar hafa árum saman varað við þeirri martröð, sem er öflugur fellibylur yfir New Or- leans. Sums staðar er borgin allt að þremur metrum undir sjáv- armáli en miklir stíflugarðar, skurðir og öflugar dælur halda henni á þurru. Bregðist þetta kerfi getur borgin farið að nokkru á kaf í vatni eða eitursúpu, sjó, sem er þrælmengaður af alls konar efn- um, olíu frá olíuhreinsunar- stöðvum og úrganginum frá stór- löskuðu holræsakerfinu. „Ertu á leið út úr borginni?“ spurði Marni Elmaleh frá Toronto í Kanada. Hún kom til borgarinnar á puttanum og vildi komast þaðan með sama hætti. Þei stræ „Megi guð vera Fellibylur yfir New Orleans er martröð sem menn hafa lengi óttast en borgin er víða nokkra metra undir sjávarmáli Ba yfi svo Biðröð fyrir utan Superdome, risastóran leikvang í New Orleans. Þar ætluðu sumir að bíða af sér bylinn en fólki var ráðlagt að hafa með sér mat, vatn og lyf til fimm daga. Umferðin í New Orleans var næstum öll í eina átt í gær, út úr b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.