Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 27 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnagæsla „Amma“ í Grafarvogi. Barngóð kona óskast til aðstoðar á heimili í Foldunum í Grafarvogi þrisvar í viku. Gæti orðið meira seinna ef vel gengur. Upplýsingar í síma 864 6530. Fatnaður Mjög fallegir dömuskór úr leðri með mjúku fóðri, litir svart og brúnt, stærðir 36-41 og verð kr. 7.885. Misty skór, Laugavegi 178 - s. 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Ath. lokað á laugardögum í sumar. Ferðalög Heilsa Prófaðu Shapeworks og finndu muninn. Sérsniðin áætlun sem hentar þér. Einkaráðgjöf eða vikulegur heilsuklúbbur www.heilsuvorur.is Kristjana og Geir, sjálfstæðir dreifingaraðilar Herbalife, sími 898 9020. Húsgögn Sjónvarpsskápur Fallegur og vel með farinn sjónvarpsskápur, breidd 100, hæð 180, fæst fyrir 40 þúsund. Berglind, sími 695 0580, netfang 6950580@talnet.is. HÅG skrifstofustólarnir eru við- urkenndir af sjúkraþjálfurum og eru með 10 ára ábyrgð. EG skrifstofuhúsgögn, Ármúla 22, s. 533 5900 www.skrifstofa.is Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas ör- yggiskerfi. Tölvulagnir. Góð sam- nýting. Uppl. í síma 896 9629. Sumarhús ROTÞRÆR Framleiðum rotþræ 2300 - 25000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérboruð siturrör, tengistykki og fylgihlutir í situr- lögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 561 2211 Borgarnesi: S 437 1370 www.borgarplast.is Námskeið Upledger höfuðb.- og spjald- hryggjarmeðf. Kynningarnám- skeið á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldið á Akureyri 4. sept. næstk. Skráning og upplýsingar í síma 466 3090 og á www.upledger.is. Námskeið í tréskurði. Kennsla hefst 1. september. Örfá pláss laus. Hannes Flosason, sími 554 0123. Bættu Microsoft í ferilskrána Vandað MCSA nám í umsjón Microsoft netkerfa hefst 12. sept. Einnig styttri áfangar. Hagstætt verð. Nánar á www.raf.is og í síma 86 321 86. Rafiðnaðarskólinn. Tölvur Fartölvustandar, póstkassar ofl. Fartölvustandar frá kr. 2.990. Póstkassar frá kr. 2.900. Krydd- rekkar fyrir skúffur kr. 1.600. Plexiform, smíði og hönnun, Dugguvogi 11, sími 555 3344. Til sölu H e r s l u v é l a r FOSSBERG Dugguvogi 6 5757 600 Rodac ½” Hersluvél með rafhlöðu og ljósi • Hersla 310Nm Tékkneskar og slóvanskar krist- alsljósakrónur handslípaðar. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Tilboð - Íslenski fáninn Eigum til nokkra Íslenska fána, fullvax- na, stærð 100x150 sm. Verð kr. 3.950. Krambúð, Skólavörðustíg 42. Opnum snemma, lokum seint. NERO skrifstofustóll kr. 58.600 Skrifstofustólar í úrvali. EG Skrifstofuhúsgögn, Ármúla 22, s: 533 5900 www.skrifstofa.is Verslun Lífsorka Frábærir hitabakstrar. Gigtarfélag Íslands, Betra líf, Kringlunni. Póstkröfusend. Sími 659 1517. www.lifsorka.com. Bókhald Bókhald. Tek að mér færslu bók- halds og frágangs til endurskoð- anda. 25 ára reynsla af bókhalds- störfum. Sveinbjörn, s. 587 5210, 898 5434, svbjarna@simnet.is. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti, endurnýjun á raflögnum. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 • lögg. rafverktaki Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Haldgóður og fallegur brjóstahaldari í CD sálum kr. 1.995, buxur í stíl kr. 995. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Bátar Bátaland, allt fyrir báta. Utanborðsmótorar, bátahlutir, dælur, öryggisbúnaður, bátar, þurrkubúnaður og margt fleira. Bátaland, Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, S. 565 2680, www.bataland.is Bílar Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, sk. '06. Góður bíl. Verð 850 þús. Áhv. 720 þús. Upplýsingar í síma 669 1195. Til sölu Toyota Corolla, 1999, ekinn 140.000. Nýsprautaður. Vetrardekk fylgja. Góður bíll. Verð 590 þús. Upplýsingar í síma 898 7718 eða 555 0574. Jeppar Til sölu Landcruiser 90, árg ’01 Dísel (Common Rail) ekinn 85 þ. km, 38” breyttur, 4:88, bsk., leður, reyklaus, vel með farinn. Verð 3.850 þ. Uppl. í síma 897 9093. Bílaþjónusta Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif - djúp- hreinsun. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmu- vegi 22, sími 564 6415. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Hreingerningar Fyrirtæki, stofnanir og heimili Við hreinsum allar tegundir af gardínum. Gerum tilboð. Upplýsingar í síma 897 3634. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '95. Legacy '90-'99, Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Impreza '97, Isuzu pickup '91 o.fl. FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá mönnunum tveimur sem klifruðu upp á Stjórnarráðs- bygginguna á föstudaginn og höfðu fánaskipti á byggingunni. Yfirlýs- ingin fylgir hér á eftir: „Kæru Íslendingar. Það vorum við undirritaðir sem klifruðum upp á Stjórnarráðið föstudaginn 26. ágúst, tókum niður íslenska fánann og drógum upp okkar eigin. Við viljum endilega leiðrétta ýmislegt sem misfarist hefur í fréttaflutningi af atburðin- um. Í fyrsta lagi skal vera alveg ljóst að okkar ásetningur var aldrei að vanvirða minningu Guðmundar Benediktssonar, sem flaggað hafði verið fyrir í hálfa stöng fyrr um daginn. Það er alrangt sem komið hefur fram, að nýbúið hafi verið að draga fánann að húni, eða að það hafi verið gert meðan við vorum uppi á þakinu: þann tæpa klukku- tíma sem við vorum í bænum áður en við príluðum upp á þakið var flaggað í heila stöng allan tímann. Fólk getur rétt ímyndað sér hvort við hefðum ekki hugsað okkur tvisvar um hefðum við séð fánann í hálfa stöng. Reyndar þykir okkur leitt hvernig Björn Ingi Hrafnsson og fleiri misnota minningu Guð- mundar til þess að sverta mannorð okkar og hika ekki við að hliðra staðreyndum til þess. Í öðru lagi finnst okkur frétta- flutningur af skemmdum sem við erum grunaðir um að hafa valdið ekki nægilega skýr. Það er öllum ljóst sem hafa einhvern tíma klifrað upp á Stjórnarráðið að þakið er í hörmulegu ástandi, hellur eru laus- ar og þaksperran er sýnileg beru auga. Þess vegna fórum við mjög varlega við allt klifur og gættum þess til hins ýtrasta að valda engum spjöllum, enda ekki nógu vel efn- aðir til þess að greiða fyrir mikið tjón. Það tókst okkur þar til tveir lögreglumenn brutust upp á þakið við illan leik og skeyttu engu um þær hellur sem losnuðu í atgang- inum. Til marks um offors annars þeirra virtist hann sjá ástæðu til þess að snúa annan okkar niður uppi á þakinu þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar okkar um að við kæm- um með góðu. Slík hegðun var með öllu óþörf og geta vegfarendur sem staddir voru nærri vottað um hversu fáránleg hún var. Fána- stöngin varð ekki fyrir neinum skemmdum, fánasnúruna erum við að sjálfsögðu tilbúnir að borga. Í þriðja lagi viljum við taka það fram að við tilheyrum engum skipu- lögðum hópi mótmælenda, þetta var sjálfstætt framtak okkar tveggja. Að lokum viljum við segja þetta: Við erum unnendur náttúrunnar. Okkur er annt um þær gersemar sem skipulega er verið að skemma af ríkisstjórn þessa lands sem hing- að til hefur skellt skolleyrum við öllum mótmælum. Við þorum að berjast fyrir náttúruperlum og meint vanvirðing við fánann finnst okkur lítið mál í samanburði við þá óvirðingu sem landið sjálft og þjóð- in má þola. Finnur Guðmundsson 23.09.85-2949 og Hjörtur Jóhann Jónsson 29.05.85-2369.“ Yfirlýsing frá mótmælendum við Stjórnarráðið Rangfærslur í fréttaflutningi ESTER Hlíf Sigurðardóttir, 15 ára stúlka úr Árbænum, var dregin út í skóladagaleik Kringlunnar en hún var ein tíu þúsunda sem tóku þátt í leiknum. Í verðlaun hlaut Ester far- tölvu frá BT, hljómtæki frá Sony Center, rúm og skrifborð frá Hag- kaupum, skólabækur frá Penn- anum-Eymundsson, síma frá Og- Vodafone, vekjaraklukku, lampa o.fl. smálegt frá Byggt og búið. Á myndinni sést Ester Hlíf í nýja herberginu sem hún vann í Kringl- unni. Vann í skóladagaleik Kringlunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.