Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 33
VARLA hefur eins mikið verið látið með nokkra bók undanfarin ár og þessa frumraun Elizabeth Kostova og segja má að hún hafi verið orðin heimsþekkt þó- nokkru áður en hún kom út, að- allega fyrir það reyndar hve Kostova fékk háa fyrirfram- greiðslu fyrir handritið, en líka fyrir frásögnina sjálfa; það er ekki á hverjum degi að út kemur 700 síðna blóðsugusaga sem fléttar saman ímyndun og raun- verulegum atburðum. Blóðsugubækur hafa notið hylli undanfarin ár, þar fremst í flokki bækur Anne Rice sem seldust metsölu og voru kvik- myndaðar í þokkabót. Þær bæk- ur voru reyndar hálfgert hrat, ljósblár hryllingur enda erótík ekki langt undan í blóðsugusögn- inni. Þeir sem hrifnastir eru af hreinum blóðsuguhryllingi hafa aftur á móti fengið heldur lítið fyrir sinn snúð þar til þessi bók Elizabeth Kostova kom út, klass- ískur hryllingur, lítið um blóðugt villimannslegt ofbeldi eins og al- siða er í dag, en þess meira af sígandi spennu og ógnvænlegum atburðum, oft utan sviðs. Kostova var víst fjölda ára að skrifa þessa bók og það skilar sér í bókinni – hún hefur lagt mikið á sig til að skapa rétt and- rúmsloft. The Historian er gam- aldags bók í bestu merkingu þess orðs, bók sem gefur sög- unni tíma til að þroskast smám saman, ekki bara hamagangur, blóð og læti eins og menn eru vanir í dag – bók sem gaman er að lesa og þá ekki bara vegna þess að hún segir frá æsilegum atburðum og grimmilegum ör- lögum. Víst er fléttan ófrumleg á köflum, en hvað er annars frum- legt við vampírur? Kostova er ekki mikill stílisti, en tekst þó merkilega vel að halda jafnvægi á milli sögu- manna, gefur hverjum sína rödd þó á köflum séu þar raddir keim- líkar. Fléttan er líka ágætlega af hendi leyst, sérstaklega fyrir þá sem þekkja blóðsugusögur fyrri tíma, Drakúla og Nosferatu, og söguna af Drakúla, Vlad III. Drekason, sem fékk viðurnefnið Tepes fyrir það hve hann þræddi óvini sína listilega upp á staura. Það er helst að Kostovu fipist í lýsingu frá Austur-Evrópu og heimsóknin til Rúmeníu og Búdapest finnst mér full- klisjukennd. Mikligarður lifnar aftur á móti við fyrir manni og eins nær hún að draga upp skemmtilega mynd af háskólalífi vestan hafs og austan. Hún er líka vel heima í sögunni af Vlad Dracula og er henni mjög trú þó hún dragi helst fram og ýki allt það sem ritað hefur verið skuggalegt um hann. The Historian er því hin besta skemmtun og síst of löng. Klassískur hryllingur The Historian skáldsaga eftir Eliza- beth Kostova. 656 bls. kilja. Little Brown gefur út. Árni Matthíasson MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 33 MENNING ÞAÐ kom flestum í opna skjöldu þegar af því fréttist að þeir væru farnir að búa aftur til tónlist sam- an Brett Anderson og Bernard Butler, heilarnir á bakvið Suede, einhverja allra bestu indísveit Breta á tíunda áratug síðustu ald- ar. Þeim lenti nefnilega svo harka- lega saman við upptökur á annarri plötu sveitarinnar – snilldarverk- inu Dog Man Star frá 1994 – að Butler rauk á dyr og yrti ekki á Anderson næstu árin. Anderson hélt Suede gangandi en drap hana svo um síðir, einkum úr almennum leiðindum á meðan Butler hinn innhverfi gerði tvær fínar sólóplöt- ur sem vöktu glæpsamlega litla at- hygli. Fyrir um tveimur árum stóðu þeir því uppi blessaðir, hvor í sínu horni, helaumir með hand- ónýtan feril. Það var þá sem þeir ákváðu að kyngja stoltinu, grafa stríðsöxina, og kanna hvort þeir gætu yfir höfuð unnið saman eftir allan þennan tíma og það sem á undan hafði gengið. Að eigin sögn gekk það svona líka glimrandi vel að áður en þeir vissu af hafi þeir verið búnir að semja lög á heila plötu. Hún er komin út. Heitir Here Comes The Tears, eftir nýja hljómsveitarnafn- inu, The Tears, sem þeir völdu sér fremur en að taka upp gamla Suede-nafnið aftur – sem er enda orðið útkámugt og illa þefjandi eft- ir tvær alvondar lokaplötur. Tónlistin er býsna fyrirsjáanleg, eiginlega samsuða af hinni popp- uðu Suede-stefnu sem Anderson tók upp eftir brotthvarf Butlers og svo hinum metnaðarfullu gít- ardrifnu og epísku dægurflugum sem Butler hefur lagt lag sitt við að semja. Platan er sannarlega betri en allt það sem Suede sendi frá sér Butler-laus, enda er hann yfirburða lagahöfundur á góðum degi og langtum betri sem slíkur en Anderson og hinir félagar hans úr Suede sem bösluðu og brösuðu við að berja saman lag- stúfa, yfirleitt með vondum ár- angri. En – og þetta er stórt en – platan nýja er líka töluvert síðri en tvær fyrstu Suede-plöturnar, þar sem þeir náðu einmitt svo listavel saman tvímenningarnir skapmiklu. Vonandi er því hér að- eins um létta upphitun að ræða, æfingu, áður en þeir taka fyrir al- vöru upp þráðinn og ráðast út í að búa til eins metnaðarfullt og innihaldsríkt popp og þeim einum er lagið. Svo verður Anderson blessaður að fara að lesa meira, eða bara fá sér samheitaorðabók, því orða- forði mannsins er skelfilega tak- markaður og yrkisefnið – um ungt og svalt utangarðsfólk á flótta undan norminu – orðið rækilega lúið. En þrátt fyrir að valda vissum vonbrigðum má vel greina snilldina inn á milli, flottar laglínur hjá Butler, sem einnig leikur, eins og alltaf, af snilld á rafmagnsgítarinn. Sagan segir að þeir séu nú þegar byrjaðir að semja fyrir aðra plötu The Tears. Vonandi sýna þeir þar hversu þeir eru megnugir – ef þá hinn endurnýjaði og brothætti vin- skapur þolir þessa plötu. Rúskinnstár TÓNLIST Erlendar plötur The Tears – Here Comes The Tears  Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.