Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 21 Einkavæðing fyrir-tækja og stofnana íalmannaeign hefurverið mál málanna á síðustu árum. Rökin fyrir einkavæðingunni hafa verið þau að stjórnmálamenn eigi að sjá um stjórnmálin, þeir eigi að setja samfélaginu regl- ur, „ein- staklingar“ eins og það yfirleitt heitir, eigi að sjá um rekstur fyr- irtækja. Þannig verði þau rekin með meiri hag- kvæmni í huga og þar af leiðandi minni tilkostnaði, sem svo aftur tryggi eigend- unum arð og neytandanum ódýrari vöru og þjónustu. Þetta er kjarninn í markaðs- lögmálinu. Á markaði séu póli- tísk afskipti af rekstri slæm; slík afskipti eigi einfaldlega heima á öðrum vett- vangi. Á undan- gengnum árum hefur lagasmíð að verulegu leyti verið sniðin með þetta í huga. Þegar ný rammalöggjöf var sett um líf- eyrissjóði 1996, var til dæmis, sett ákvæði þess efnis að lífeyrissjóðum væri óheimilt að fjárfesta nema þar sem arður væri mestur, þó að því tilskildu að fjárfestingin væri talin traust. Fram að þeim tíma höfðu líf- eyrissjóðir iðulega verið not- aðir til verkefna sem voru tal- in styrkja innviði samfélags- ins. Hér eftir skyldi þetta vera ólöglegt nema að sannað þætti að fjárfestingin gæfi af sér hámarksarð miðað við aðra valkosti. Nokkuð hefur verið togast á um túlkun þessa lagaákvæðis og hef ég til að mynda iðulega talað fyr- ir því sjónarmiði að forsenda þess að lífeyrissjóðirnir gætu dafnað til framtíðar væri traust samfélag og efnahagslíf og af þeim sökum bæri lífeyr- issjóðunum að hafa jafnan hagsmuni alls efnahagslífsins í huga, t.d. bæri þeim að leggja sitt af mörkum til að halda vaxtakostnaði niðri. Ella kæmi það í bakið á lífeyr- issjóðunum síðar. Margir telja þetta alls ekki liggja í augum uppi og ekki standast löggjöf- ina, hvað þá þegar talað er um að lífeyrissjóðirnir hafi skyldur gagnvart húsnæð- iskerfinu. Það er umhugs- unarvert að það skuli vera álitamál hvort löggjöfin heim- ili að sýnd sé samfélagsleg ábyrgð! Einn þáttur í röksemdum fyrir hlutafélagavæðingu og einkavæðingu ríkisstofnana var sá, að með því að gera þau að hlutafélögum gætu þau betur athafnað sig á markaði, keypt og selt í dótturfyr- irtækjum, sameinast öðrum og yfirleitt hagað sér eins og önnur fyrirtæki á markaði. Þetta myndi gagnast eig- endum, en ekki síður neyt- endum í lægra vöruverði. Aft- ur þarna þótti lykilatriði að skilja að stjórnmál og sam- félagsleg afskipti annars veg- ar og rekstur fyrirtækis hins vegar. Þetta var nefnt varð- andi Landssímann á sínum tíma, Ríkisútvarpið nú og íbúðalánakerfið, svo dæmi séu nefnd. Öllu snúið á hvolf Hvað gerist svo? Í fyrsta lagi gerist það að hluta- félagavæddum ríkisfyrirtækjum er legið á hálsi fyrir að gera ná- kvæmlega það sem boðendur breytinga höfðu talað fyrir. Þegar þau sækjast eftir auknum um- svifum og fara að athafna sig á markaði eru þau sögð standa í vegi fyrir öðrum fyrirtækjum á markaði, stærð- arhagkvæmnin sé þeim óeðlilega í vil og því nauð- synlegt að setja þeim skorður. Þessar raddir þagna ekki fyrr en fyrirtækin hafa verið seld úr samfélagslegri eign. Mér segir hugur að ef tveir stærstu bank- arnir kæmust yf- ir Íbúðalánasjóð og skiptu honum með sér, væri allt talið vera í himnalagi með þá stofnun af hálfu þeirra sem nú gagnrýna hana sem mest. Í öðru lagi gerist það að eigendur og stjórnendur einkavæddra fyrirtækja fara að gera nákvæmlega það sem þeim áður þótti forboðið. Þeir hefja nú pólitísk afskipti, með því að láta fjármuni renna til verkefna, sem eru alls ótengd rekstri viðkomandi fyrirtækis. Þannig fór hlutafélagavæddur Landssími að styðja við bakið á peningalega aðþrengdu Listasafni Íslands, og einka- væddir ríkisbankar dæla nú peningum í listir og heilbrigð- isþjónustu. Völd og stefnumótun frá samfélagi til fyrirtækja? Fjármagsneigendur þurfa ekki að óttast að „hér sé sós- íalismi kominn á kreik“, segir Þorkell Sigurlaugsson í grein í Viðskiptablaðinu 29. júní sl. þar sem hann talar fyrir „þjóðfélagslegri ábyrgð fyr- irtækja“, því „hér er verið að tala um að þetta verði gert á forsendum fyrirtækjanna“. Það er alltaf gott þegar menn tala skýrt og Þorkell á lof skilið fyrir það.Í þessa veru, þó ekki eins afdráttarlaust, talaði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra í ávarpi sínu til þjóðarinnar 17.júní sl. Hann sagði m.a.: „Frelsinu fylgja ábyrgð og skyldur, og í litlu þjóðfélagi er sérstaklega mikilvægt að hinir stærri axli samfélagslega ábyrgð sína, svo hinir minni fái notið sín í ríkari mæli. Ríkisvaldið ber þar vitanlega mesta ábyrgð, en ekki alla. Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sér- staklega gagnvart starfs- mönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins. Ríkisstjórnin vill samstarf um það og skapa til þess nauð- synlegan farveg í formi öfl- ugra sjóða sem við eigum ekki í dag“. Almenningur gæti risið upp Á þessu máli eru vissulega fleiri en ein hlið. Auðvitað er æskilegt að allir, einstaklingar og fyrirtæki, sýni félagslega ábyrgð. Undir það skal tekið með forsætisráðherra. En hversu langt skal gengið á kostnað þeirra sjónarmiða sem höfð voru að leiðarljósi við einkavæðinguna, þ.e. að ná niður kostnaði og þar með verði til kaupandans? Og hvað með pólitíska aðkomu fyr- irtækja að samélagsmálum? Var það ekki einmitt slíkt, sem var talið pólitískt stýrð- um stofnunum og fyrirtækjum til foráttu? Þorkell Sig- urlaugsson segir í fyrrnefndri grein að aðstæður hafi breyst: „Flestum er nú að verða það ljóst að hlutverk atvinnulífsins mun aukast í kjölfar minni áherslu ríkisvaldsins. Þess vegna þurfa fyrirtækin að móta sér stefnu og finna leiðir til að taka þátt í samfélags- legum verkefnum … Ef fyr- irtækin aðlaga sig ekki þess- um breyttu tímum er hættan sú að almennigur rísi upp gegn núverandi þjóð- skipulagi.“ Ég skal játa að ýmislegt verra gæti ég hugsað mér að henti en að almenn- ingur risi upp gegn þjóðfélagi gegndarlausrar misskiptingar og krefðist pólitískra áhrifa sem hann hefur verið sviptur á fölskum forsendum. Vill forsætisráðherra draga úr lýðræði? Gæti nú verið að Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, hafi nokkuð til síns máls þeg- ar hann spurði nýlega hvers vegna bankarnir lækkuðu ekki vexti og þjónustugjöld í ljósi gífurlegs hagnaðar? Gæti þessi spurning ekki líka átt við á ýmsum öðrum sviðum í atvinnulífinu? Æskilegt væri að forsætisráðherra botni nú ræðu sína frá í júní og segi okkur hvort það sé virkilega vilji Framsóknarflokksins að færa auðmönnum þessa lands umboð sem áður hvíldi hjá lýðræðislega kjörnum fulltrú- um þjóðarinnar þannig að Ís- landi verði að öllu leyti stýrt „á forsendum fyrirtækjanna“, eða auðvaldsins eins og það einhvern tímann var kallað? Er ekki heillavænlegara þeg- ar allt kemur til alls, að fyr- irtækin greiði skatta til sam- félagsins og einbeiti sér að því að framleiða vöru og þjónustu á góðum kjörum? Við skulum ekki gleyma því, að krafan um lækkun skatta á fyrirtæki og efnamenn, er krafa um að færa peninga frá samneysl- unni til forsvarsmanna fyr- irtækja, sem ásælast völd og, eins og við höfum fengið að kynnast, sviðsljósið einnig, til að fara sínu fram sem stjórn- málamenn nýrra tíma. Í þeirra draumalandi er gert út um stefnumarkmið í samfélag- inu samkvæmt þeirra eigin geðþótta og á „forsendum fyr- irtækjanna“. Um ábyrgð í atvinnu- lífi og samfélagi Eftir Ögmund Jónasson ’Er ekki heilla-vænlegara þeg- ar allt kemur til alls, að fyrir- tækin greiði skatta til sam- félagsins og ein- beiti sér að því að framleiða vöru og þjón- ustu á góðum kjörum?‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. ir Kenny Condon og Mark Cruanes eru hér að negla fyrir glugga verslunar við Iberville- æti, rétt við franska hverfið í New Orleans. Var unnið við slíkt um alla borgina í gær. AP með okkur“ andaríska Haf- og veðurfræðistofnunin sendi í gær frá sér þessa gervihnattamynd af Katrínu r Mexíkóflóa. Hún var þá komin í 5. og efsta flokk fellibylja en aðeins er vitað um þrjá aðra o öfluga frá því mælingar hófust. borginni. Hún gekk samt mjög hægt þótt lögreglan gerði hvað hún gat til að greiða fyrir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.