Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 legur þar sem hann gekk með feng sinn í nágrenni Snæfellsjökuls. Veðrið var kalsalegt, enda er haustið að bresta á með kaldari dögum en vonandi fögrum stillum. Í baksýn kúrir Jökullinn sem heillað hefur fólk um aldirnar með ægikrafti sínum og undarlegri dulúð. LEIFUR Ágústsson, bóndi í Mávahlíð í Snæfellsbæ, var við minkaveiðar í gær en rakst á tvær tófur. Leifur ætlaði að skjóta tófurnar út um gluggann á bílnum sínum en önnur þeirra slapp, þar sem hann rak sig í takkann sem hreyfir bílrúðuna. Leifur náði hinni tófunni og var hann heldur betur víga- Morgunblaðið/RAX Vígalegur bóndi undir Jökli SNÆFELLSJÖKULL hefur hopað hratt vegna hlýnandi veðurs og á síðustu tíu árum hefur hann minnkað mikið. „Það er alltaf að hlýna og jökullinn er ekki eins fallegur að sjá og áður,“ segir Leifur Ágústsson, bóndi í Mávahlíð í Snæfellsbæ, en hann hefur fylgst með breytingum í jöklinum. „Það eru komnar þarna sprungur sem hafa ekki sést áður og þær sjást vel frá byggð.“ Tryggvi Konráðsson, eigandi Snjófells, ferða- þjónustu á Arnarstapa, tekur undir og segir grunn- línu jökulsins hafa hopað. Hann hefur þó engar áhyggjur og segir að snjóa muni á ný. Sést í beran jökulinn Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orku- stofnun, segir íslenska jökla hafa minnkað hratt síðastliðinn áratug og það sé sérstaklega áberandi á Snæfellsjökli. Þar áður hafi hann farið vaxandi í 25 ár. „Snjór hefur sett mikinn svip á fjallið undan- farna áratugi,“ segir Oddur. „Nú sjáum við bara beran jökulinn.“ Ekki er þó ástæða til að örvænta og segir Oddur að jökullinn muni ekki hverfa á næstunni, jafnvel þótt hlýnun haldi áfram. Hann segir skrið jökulsins minnka mikið við svo hraða hopun svo nýjar sprungur myndist síður, en gamlar komi í ljós þar sem snjór yfir þeim bráðni. Oddur segir jökla yf- irleitt hættulegasta yfirferðar þegar þeir fari vax- andi, en minnir þó á að alltaf sé ástæða til varkárni. Snæfellsjökull hopar hratt vegna hlýnandi veðurs Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is  Land að koma í ljós | 9 TUTTUGU og sex punda hængur veiddist í Laxá í Aðaldal á laugar- dagskvöld og er það stærsti lax sumarsins, að sögn leiðsögumanna í ánni. Hann var 108 cm á lengd og 51cm á breidd. Laxá hefur verið gjöful að und- anförnu og í síðustu viku veiddist þar 25 punda lax og tveir 22 punda laxar, að sögn Hermóðs Hilmars- sonar, leiðsögumanns. Það var Bandaríkjamaðurinn Art Lee sem landaði þeim stóra en í fylgd með honum var Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður. Lee er vel kunnugur aðstæðum í ánni en þetta var 38. sumarið sem hann veiðir í Laxá í Aðaldal og hefur hann oftar en ekki fengið þar stærsta lax sumarsins. Töluverð átök Eins og nærri má geta urðu tölu- verð átök eftir að laxinn beit á og tók alls um 40 mínútur að landa honum. Laxinn tók í við Nessvæðið í ánni, nánar tiltekið við Kirkju- hólmakvísl og náðist að landa hon- um um 200 metrum neðar. Lee fékk laxinn á svonefnda Black and blue flugu. Steingrímur segir að fiskurinn hafi tekið fyrst og rokið svo af stað niður eftir þannig að þeir þurftu að elta hann niður ána. „Þeir eru býsna sterkir þegar þeir taka sprettinn,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi ekki verið mikil spenna að finna svona stóran fisk taka í segir Steingrímur að svo hafi verið og ekki síður gam- an að ná að landa honum. „Þetta er draumur hvers manns að fá svona stóran,“ segir hann. Ákveðið var að sleppa hængnum í klak. Að sögn Hermóðs er reynt að nota allra stærstu fiskana í eldi og stækka þannig stofninn. Tuttugu og sex punda lax veiddist í Laxá í Aðaldal „Draumur hvers manns að fá svona stóran lax“ Ljósmynd/Hermóður Jón Hilmarsson Hann er vænn laxinn sem Art Lee fangaði í Laxá á laugardagskvöld. Rústir við Kárahnjúka frá því fyrir 950 RANNSÓKN á gjóskulagi á forn- leifum sem fundust á Hálsi við Kára- hnjúka hafa staðfest að rústirnar eru frá því fyrir árið 950. Um er að ræða rústir þriggja húsa. Rannsókn- unum er lokið og segir Garðar Guð- mundsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun, sem vann að rann- sókninni fyrir Landsvirkjun, að mjög merkilegt sé að svo gömul hús skuli finnast svona langt inn á há- lendinu, en rústirnar eru í tæplega 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Nokkur gjóskulög féllu á meðan landið var að byggjast og nota gjóskulagafræðingar þau við rann- sóknir á aldri fornleifa. Garðar segir staðfest að þessar tilteknu rústir séu undir gjóskulagi sem féll árið 950. Páll Pálsson, bóndi á Aðalbóli, fann rústirnar í fyrra og ákvað Landsvirkjun í framhaldi af því að láta rannsaka þær. Rústirnar munu fara undir vatn þegar Hálslón verð- ur til. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrr í sumar fannst nokkuð stór glerperla í öskuhaug vestan við húsin. Perla af þessari gerð kom fram um 950–1100. Talið er að perl- an sé frá Mið-Austurlöndum. Skuldir juk- ust um 186 milljarða SKULDIR heimilanna hjá viðskipta- bönkunum, Íbúðalánasjóði og lífeyr- issjóðum hafa aukist um 186 milljarða króna á síðustu 18 mánuðum. Þetta er 25% skuldaaukning. Lán bankanna til heimilanna hafa á þessu tímabili auk- ist úr 188 milljörðum í 433 milljarða. Á sama tímabili hafa skuldir heimil- anna hjá Íbúðalánasjóði lækkað úr 447 milljörðum í 389 milljarða. Sjóðs- félagalán hjá lífeyrissjóðunum hafa ekkert breyst á þessu tímabili og eru í dag um 90 milljarðar. Samtals námu því skuldir heimil- anna í bönkunum, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum 726 milljörðum í ársbyrjun 2004, en námu í lok júní síð- astliðinn 912 milljörðum. | 8 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.