Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 34
Mikil ánægja og gleði ríktimeðal fjölmargra gestaHallgrímskirkju á laug- ardagskvöldið sem leið þegar lista- konan Rúrí flutti framlag sitt til Kirkjulistahátíðar, en þar var um að ræða gjörninginn „Röddun“ sem Rúrí flutti í kirkjuskipinu. „Rödd- un“ er viðamikið verk, en í því á sér stað samruni gjörnings og marg- miðlunarinnsetningar. Samtvinnast þannig í því mörg listform. Rúrí hafði tileinkað sér myndlist- argjörning sem tjáningarform þeg- ar hún kom fyrst fram á sjón- arsviðið um miðjan sjöunda áratuginn og á næstu árum framdi hún fjölda gjörninga, sem hún flutti jafnt á Íslandi sem erlendis, til að mynda víða um Evrópu og í Norður- Ameríku og nú síðast í Kína. Sex ár eru liðin síðan Rúrí flutti síðast gjörning á Íslandi. Meðflytjendur í verki Rúríar voru Hörður Áskelsson organisti Hall- grímskirkju, Tjörvi Jóhannsson for- ritari og hljóðmaður og Guðmundur Vignir Karlsson fjöllistamaður. Verkið birtist í mörgum víddum og var gestum uppálagt að standa ekki í stað, heldur flakka um kirkju- skipið á meðan á flutningi þess stæði. Þetta er í fyrsta skipti sem Rúrí sýnir verk af þessu tagi hér á landi síðan hún hlaut þá miklu alþjóðlegu viðurkenningu sem fólst í þátttöku hennar í Tvíæringnum í Feneyjum með verkinu Archive: Endangered waters og viðtökum gesta hátíð- arinnar við því. Það er óhætt að segja að stemmn- ingin hafi verið mögnuð í Hall- grímskirkju og virtust gestirnir sér- staklega ánægðir með leik Rúríar að rými og hljómburði kirkjunnar. Kirkjulistir | Rúrí flytur gjörninginn Röddun í Hallgrímskirkju Viðamikill samruni fjölda listforma Morgunblaðið/Eggert Leikur ljóss og hljóðs flæddi um sali kirkjunnar og skilningarvit gesta. Ánægðir flytjendur eftir gjörninginn. Guðmundur Vignir Karls- son, Hörður Ásgeirsson, Rúrí og Tjörvi Jóhannsson. Gestirnir Thor Vilhjálmsson, Erna Ragnarsdóttir og Jón Júlíusson virtust hin ánægð- ustu með gjörning Rúríar og meðflytjenda hennar. 34 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ   Fékk Grand Prix verðlaunin í Cannes. Hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Sýnd kl. 4 ísl tal Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 árakl. 4 og 6 Í þrívídd VINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.50 og 10.10 Sýnd kl. 8 B.i 10 ára KVIKMYNDIR.IS  I I .I   KVIKMYNDIR.COM  S.K. DV  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. kl. 5.20, 8 og 10.30       WWW. XY. IS Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.00 Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! VINCE VAUGHN OWEN WILSON BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. Sýnd kl. 8 og 10.10 Fékk Grand Prix verðlaunin í Cannes. Hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan.  H.J. / Mbl.. . l. DUKE-ÆTTIN í Hazzard, Georgíu, er gengi fjallbrattra Suðurríkja- manna þar sem frændurnir Luke (Knoxville) og Bo (Scott) eru hvað fyrirferðarmestir í frændgarðinum. Þeir eru sleipir í kvennamálum, kappakstri, slagsmálum og öðrum þeim íþróttum sem virðast þykja ósvikið ígildi karlmennsku þar syðra. Ekki er kvenleggurinn síðri því Daisy frænka (Simpson), er heit- asta gella sýslunnar, og frænkur hennar litlir eftirbátar í kvenlegum yndisþokka. Heima á búgarðinum situr ættarhöfðinginn Jesse (Nelson), bruggar sinn eðallanda og raular „On the Road Again“. Vondu kallarnir eru glæpaforing- inn Boss Hogg (Reynolds), og mein- fýsið handbendi hans, Roscoe fógeti (M.C. Gainey). Þeir sitja á svikráð- um við bæinn sinn og íbúana og eru jafnvel komnir vel á veg með að sölsa undir sig ættaróðal Duke-anna þegar þeir grípa til varnaraðgerða. John O’Brien, höfundur handrits- ins samdi einnig bíómynd byggða á sjónvarpslöggunum Starsky og Hutch og tókst þá mikið mun betur upp, en Dukes of Hazzard sækir einnig í þáttaröð sem naut vinsælda um og upp úr ‘80. Dukes á sína kafla og undirtekt- irnar sýndu að hún virkar vel á yngri aldurshópa og maður reynir að fljóta með straumnum. Reynolds á augna- blik sem minna á forna frægð, sömu- leiðis söngdísin Simpson, Scott og furðufuglinn Hefferman, en Knox- ville (Jackass) er sýnu bestur og fær óspart tækifæri að nýta innbyggða ofvirknina sem allt snýst um. Flestir líta út fyrir að vera á sterum, bílarn- ir líka. Sem betur fer er engin tilraun gerð til að halda uppi vitrænum söguþræði, en myndin látin rúlla áfram í nánast óslitinni röð yfir- gengilegs hasars og fíflaláta. Kylfa ræður kasti hvort útkoman fær mann til að líta á klukkuna eða brosa út í annað, Fyndnasti kaflinn kemur í blálokin, þegar áhorfendur eru að tínast út úr salnum, í sömu atriðum fær goðsögnin Nelson að njóta sín með gítarinn, það hefði mátt vera meira af slíku. Ekki má gleyma af- rekum gamla Chargersins og áhættuleikaranna, þeir stela líklega senunni.Tveir góðir saman, áreiðanlega að bralla eitthvað misjafnt: Luke og Bo Duke, Johnny Knoxville og Seann William Scott. Ofvirkur Suður- ríkjavargur KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Jay Chandrasekhar. Aðalleik- arar: Johnny Knoxville, Seann William Scott, Jessica Simpson, Burt Reynolds, Joe Don Baker, Lynda Carter, Willie Nelson, Kevin Heffernan. 105 mín. Bandaríkin. 2005. The Dukes of Hazzard  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.