Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARRaðauglýsingar Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofu- herbergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1—2 herb. á Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. Styrkir Styrkir til leikskóla- og grunnskólakennaranáms Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir eftir um- sóknum um styrki til að stunda grunnskóla- kennara- eða leikskólakennaranám. Um er að ræða tvo styrki að upphæð 250 þús. hvorn á ári til einstaklinga sem stunda fullt staðnám í HÍ, KHÍ eða HA. Styrkirnir verða veitt- ir með því skilyrði að viðkomandi einstaklingar starfi að loknu námi, jafn mörg ár og styrktím- anum nemur við grunnskólann eða leikskólann á Skagaströnd. Umsóknarfrestur er til 12. september nk. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 452 2707. Sveitarstjóri Höfðahrepps. Tilboð/Útboð Auglýsing um deiliskipulag Hvaleyrar, Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. febrúar 2005 að auglýsa til kynningar deiliskipulag vegna Hvaleyrar í Hafnarfirði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Deiliskipulagið tekur til golfvallar Keilis á Hvaleyri og á hrauninu þar fyrir vestan, lóðar fyrir dælistöð fráveitu vestan golfvallarins og strandlengjunnar allrar milli lóðar Alcan við Straumsvík. Skipulagssvæðið afmarkast til vesturs af lóð Alcan í Straumsvík, til suðurs af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar í núverandi legu að fyrirhuguðum braðabirgðagatnamótum Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar og loks deiliskipulagsmörkum íbúðarbyggðar á Hvaleyri til austurs. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 29.ágúst - 26. september 2005. Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og tæknisviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 10. október 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar. VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is Fréttir í tölvupósti Systir okkar, ÞYRI ÞORLÁKSDÓTTIR MYERS lést á líknardeild Landakots 27. ágúst. Ingi Sörensen, Nanna Þorláksdóttir, Helgi Þorláksson, Ragnheiður Kristjana Þorláksdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA VILHELMÍNA DAVÍÐSDÓTTIR frá Möðruvöllum í Hörgárdal, lést föstudaginn 26. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Mig langar að minnast með örfáum orðum hennar Sig- rúnar. Ekki að við höfum verið svo góðar vin- konur. Nei, það má kannski frekar SIGRÚN EDDA JÓNASDÓTTIR ✝ Sigrún EddaJónasdóttir fæddist á Akureyri 11. október 1966. Hún lést 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerárkirkju 26. ágúst. segja að við höfum verið samferða í lífinu smá stund. Ég minn- ist hennar sem ást- ríkrar móður sem vildi allt fyrir börnin sín gera. Ófáar eru stundirnar sem við höfum staðið á hlið- arlínunni á hinum og þessum fótboltavöll- um landsins og hvatt strákana okkar áfram. Simmi og allir hinir strákarnir í 4. flokki Þórs á Akur- eyri hafa misst góðan liðsmann og hvatningskonu. En strákar, Sigrún hefur ekki hætt að fylgjast með ykkur né hætt að hvetja ykkur. Ég minnist hennar líka á foreldrafund- um í Síðuskóla þar sem við vorum samferða í nokkur ár. Þar var það eins og á fótboltavellinum. Börnin hennar áttu einungis skilið það besta. Ykkur börnunum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Dýrleif Skjóldal. Ég á svo erfitt með að trúa því að nú sértu farin frá okkur, það er einfaldlega of sárt til að vera satt en það er víst staðreynd og nokkuð sem við verðum að sætta okkur við og læra að lifa með. Ég veit ekki hvar skal byrja enda erfitt að lýsa svona einstakri manneskju eins og þér. Þú varst manneskja með stórt hjarta og vildir allt fyrir alla gera og sérstaklega þá sem áttu bágt. Þú varst þrjósk og sérstaklega ef maður vildi ekki borða en alltaf fór maður nú með fullan maga af góð- gæti vegna þrjóskunnar í þér. Ég minnist þeirra stunda er við eyddum saman, allar eru þær jafn æðislegar og gefandi. Það var alltaf tekið vel á móti manni þegar maður kom í heimsókn til þín, dekrað við mann hægri vinstri. Það verður vissulega skrýtin tilfinning, vægast sagt ólýsanleg, að koma ekki við hjá ömmu þegar maður á leið í gegnum Keflavík. Ég tala nú ekki um þegar við förum til útlanda, það að gista hjá ömmu finnst mér bara regla áður en maður fer út. Þú vaknaðir alltaf með okkur, sama hvenær við áttum flug. Þú varst alltaf komin á undan okkur á fætur og búin að fylla borðið af kökum og öðru góðgæti. Þegar mamma og pabbi sögðu GUÐMUNDÍNA SIGUREY SIGURÐARDÓTTIR ✝ GuðmundínaSigurey Sigurð- ardóttir fæddist á Eyjum í Kaldrana- neshreppi í Stranda- sýslu 1. janúar 1929. Hún andaðist á Landspítalanum 19. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. mér að þú hefðir fengið hjartastopp fannst mér veröldin bara hrynja. Sama hvað bjátaði á eða hversu veik þú varst; alltaf reistu upp aftur, en í þetta skiptið dugði það bara ekki, hjartað gaf sig. Þegar ég kom á spítalann til þín vonaði ég alltaf svo innilega að þú gætir vaknað eitt auknablik, svo ég gæti sagt þér hvað mér þætti vænt um þig, en því miður varð ekki af því. Ég virti þig alla fyr- ir mér þegar þú lást þarna alveg ósjálfbjarga, það mátti ekki hafa augun af þér því það gæti eitthvað gerst. Við biðum öll og vonuðumst eftir einhverjum jákvæðum fréttum en því miður, þér hrakaði frekar. En elsku amma mín, ég gæti skrifað endalaust til þín, svo ég læt þetta duga. Ég elska þig meira en orð fá lýst, ég kveð þig hér með bæninni okkar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Steinunn Ragna. Fallin er frá einstök manneskja. Við systkinin nutum þeirra forrétt- inda að alast upp í sama húsi og Munda. Þegar við vorum lítil fluttum við í sömu blokk og fljótlega mynd- aðist vinskapur milli móður okkar og hennar sem þróaðist yfir í mikinn kærleika og sterkt vinarsamband. Móðir okkar og Munda voru mjög nánar vinkonur og hafði Munda á orði þegar móðir okkar lést árið 2001, að eitthvað hefði dáið inni í sér um leið. Það lýsir þeim sterku bönd- um sem þær voru tengdar. Við systkinin munum eftir okkur þegar við komum heim úr skóla og á móti okkur kom ilmandi kleinulykt frá Mundu sem við nutum góðs af. Börn- in okkar fengu að kynnast Mundu og fannst alltaf gaman að koma til hennar. Tekið var á móti okkur með hlaðborði af bakkelsi þrátt fyrir að heilsan væri ekki alltaf sem best. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Með þessum fallegu orðum Valdi- mars Briem þökkum við Mundu fyr- ir samfylgdina hér á jörðu. Nú hafa vinkonurnar hist að nýju. Börnum Mundu, barnabörnum og ættingjum sendum við samúðar- kveðjur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Blessuð sé minning Guðmundínu Sigurðardóttur. Kveðja Hannesína, Svanur Már, Krist- mundur og fjölskyldur þeirra. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.