Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund í bili. Þú ert búin að fá hvíldina sem þú hefur beðið um. Ég mun geyma minninguna um þig um ókomna tíð ásamt minningunni um ömmu og pabba. Það var ekki mikið um að við hittumst síðastliðin ár en við heyrðumst reglulega í síma. Þú þekktir mig alltaf því hugurinn var alveg í lagi þótt sjónin væri farin og líkaminn þreyttur. Ég mun alltaf hugsa til þín og ykkar allra og kveð þig með söknuði. Hvíl í friði. Brynja Dýrleif Svavarsdóttir. Elsku afi, ég hitti þig ekkert síð- ustu ár en ég var með þér í anda eins og þú ert með mér núna. Ég veit þér líður vel hjá Þórhildi ömmu og Svav- ari afa og því brosi ég fyrir þína hönd. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga því er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur hjá blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál, gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd, fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin. Í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin. Nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Jóhann Helgason.) Hvíl í friði. Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir. Guðmundur Benediktsson átti sér eina ósk er ellin sótti á og heilsan var farin að bila: Að komast til Akureyr- ar 17. júní 2005 og fagna 60 ára stúd- entsafmæli okkar sem urðum stúd- entar frá MA 17. júní 1945. Honum varð að ósk sinni. Þetta urðu miklir gleðidagar hjá okkur sem vorum ferðafær. Heim- sókn til skólameistara á gamlar slóð- GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON ✝ GuðmundurBenediktsson fæddist á Húsavík 13. ágúst 1924. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi 20. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 26. ágúst. ir í skólanum, skóla- uppsögnin, að hitta gamla vini og heim- sókn til Möðruvalla í Hörgárdal sem Guð- mundur og Kristín ásamt dóttur þeirra og tengdasyni buðu okk- ur í. Sr. Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna og sagði sögu hennar og sr. Fjalar, bekkjar- bróðir, minntist lát- inna og fjarstaddra bekkjarsystkina. Síð- an var boðið til stofu og veitingar fram bornar af örlæti og alúð. Sr. Gylfi settist við píanóið og spilaði stúdentasöngva sem við sung- um, hvert og eitt með sinni skjálfandi og brostinni röddu, ung í annað sinn eins og nýútskrifuð. Þetta varð skemmtilegasta stundin í ferðalag- inu fannst okkur mörgum. Þökk sé Guðmundi og Kristínu, Solveigu Láru og Gylfa. Guðmundur var góður og skemmtilegur vinur og félagi. Hann kunni margar tilvitnanir í sögu landsins, ljóð og ótal spakmæli hafði hann á hraðbergi, eigin eða numin af öðrum. Okkur leiddist aldrei í nær- veru hans. Minnisstæð er ferð í Skagafjörð- inn haustið 1944 með Steindóri heitn- um Steindórssyni. Fyrsta desember það ár skrifar Guðmundur grein í Dagfara, skólablaðið, sem bar heitið: Er þjóðinni æskilegt eða óæskilegt, að Ísland verði ferðamannaland? Þar kemur skýrt fram hve Guðmundi var annt um land sitt og sögu þjóðar. „En leggjum nú leið okkar „heim að Hól- um“ og athugum, hvers við verðum varir. Hjaltadalur er ekki fegurri dalur en margir aðrir hér á landi, en er vér erum staddir á Hólum, njótum vér fegurðar, sem engin orð fá lýst. Þessi fegurð er ekki fólgin í náttúru landsins, heldur þeirri helgi, sem hvílir á staðnum. Slíkt, sem þetta, myndi fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra þeirra útlendinga, sem legðu land vort undir fót. Hitt gegnir öðru máli, að erlendir vísinda- menn, sem t.d. hafa numið norræn fræði og eru kunnir sögu vorri og bókmenntum, kæmu hingað, ef þeim léki hugur á að kynnast landi og þjóð.“ Margar glaðar stundir höfum við bekkjarsystkinin og makar okkar átt á heimili þeirra hjóna á Reynisstað og við minnumst þeirra með þökk og virðingu. Samúðarkveðjur sendum við öll til Kristínar og fjölskyldunnar. Fyrir hönd bekkjarfélaganna, Anna Jóhannesdóttir. Ég kann mér engin orð, andann rekur í stanz, þá ég skal bera á borð bitra náfrétt þess manns, sem elskaður var af öllum dýrmætra vegna dyggða hans. Umgengnin ástúðleg öll bar manngæða skil, sérhverjum víkja í veg vildi, sem náði til, meðbræðra gagn hann gladdi af Krists anda hreinum kærleiks yl. Gleði sér ferska fann fátækra mýkja kvein, indælis ánægjan yfir gestrisni skein, lífsferju stafni stýrði íklædd guðsótta hússtjórn hrein. Skemmtið var bónda borð, brauðs nægtir flutu á því, glöddu menn glyslaus orð, gjafarans húsi í einföld ráðvendni ríkti og hreinskilin sála, hræsnisfrí. Guð huggi grætta sál góðrar húsfreyju hans, blandist við bænarmál blóðskraftur lausnarans, þar til öll andvörp verða breytt í upprisu dýrðardans. (Bólu-Hjálmar.) Kristínu nöfnu minni og fjölskyldu votta ég mína innilegu samúð Soffía Kristín. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld … Hann var kominn af traustum og gáfumiklum bændaættum í Keldu- hverfi norður. Faðir hans, Benedikt Björnsson sem lengi var skólastjóri á Húsavík, var annálaður barnafræð- ari og snillingur á íslenskt mál jafnt í ræðu sem riti. Benedikt samdi meðal annarra rita Íslenzka málfræði sem lengi var kennd í flestum unglinga- skólum Íslands. Á Húsavík ólst Guð- mundur upp í hópi fjörmikilla systk- ina, þótt tæringin hyggi djúp skörð í þann mannvænlega hóp. Eftir nám í Menntaskólanum á Akureyri og laganám við Háskóla Íslands fékkst Guðmundur í fyrstu við ýmis lög- fræðileg störf, en árið 1964 gekk hann í þjónustu forsætisráðuneytis- ins, og þar starfaði hann í nær þrjá áratugi uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ungur gekk Guðmundur að eiga Kristínu Eggertsdóttur Claessen, og bjuggu þau lengst af í húsi foreldra hennar, Reynistað í Skerjafirði. Þeg- ar ég kem á Reynistað finnst mér jafnan eins og ég gangi inn í kastala einhverra tiginna höfðingja. Húsa- kynnin eru víðfeðm og margt fagurra muna frá gamalgrónu menningar- heimili; og enn bættist fleira mark- vert við í tíð Kristínar og Guðmund- ar, meðal annars gjafir frá ýmsum erlendum vinum þeirra. Í krafti síns háa embættis kom Guðmundur þrá- faldlega fram fyrir Íslands hönd, bæði við móttöku erlendra gesta og í fylgd íslenskra forsætisráðherra á erlendum vettvangi. Þau hjónin voru í senn virðuleg, hispurslaus og hlý, og margoft tókst varanleg vinátta með þeim og framandi gestum sem sóttu þau heim á Reynistað. Það var ánægjulegt fyrir Ísland að eiga slíka fulltrúa, sem leiddu tigna gesti inn í sín einstöku húsakynni til skemmt- unar og rausnarlegra veitinga miklu oftar en ströngustu skyldur buðu. Guðmundur var bernskuvinur og leikbróðir Sigríðar konu minnar frá Húsavík, og kann hún sitthvað að segja frá kátlegum en meinlitlum hrekkjabrögðum þeirra „skóla- stráka“, en svo voru þeir kallaðir hann og bræður hans. Egill Þorláks- son, fósturfaðir Sigríðar, var náinn samverkamaður Benedikts við barna- og unglingaskólann, og milli þeirra ríkti bróðurleg vinátta sem einnig náði til eiginkvenna þeirra, Margrétar og Aðalbjargar, og til barnanna þeirra. Saman gáfu þeir Benedikt og Egill út Ný skólaljóð handa börnum og unglingum sem höfðu að geyma margar perlur ís- lenskrar ljóðlistar. En sjálfur kynnt- ist ég Guðmundi á námsárum okkar í Háskólanum, og þá tókst einnig með okkur vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Guðmundur Benediktsson var ein- stakur maður á margan hátt og hlaut að vekja athygli manna hvar sem hann fór. Hann var mikill vexti og höfðinglegur í framgöngu, ásjónan svipmikil og augun oturhvöss undir miklum brúnum. Og í viðræðu var hann flestum mönnum skemmtilegri. Hann var gæddur afburða frásagn- argáfu sem hann hafði í senn þegið að erfðum og numið við foreldra kné. Íslenskt mál lék honum á tungu, og allar frásagnir urðu skemmtisögur í munni hans, en ávallt bjó nokkur al- vara að baki og glöggt skynbragð á menn og málefni. Nú er rödd hans þögnuð, en eftir sitja syrgjandi vinir og íslensk þjóð sem orðin er fátækari við fráfall hans. Við Sigríður sendum Kristínu, börnum þeirra og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur og hlýjar hugsanir í söknuði þeirra. Jónas Kristjánsson. Þegar rödd og smitandi hlátur Guðmundar Benediktssonar heyrist ekki meir, koma í hugann minningar, sem spanna yfir nær sjö tugi ára. Íslandssaga er sögð af munni fram. Benedikt Björnsson, skóla- stjóri, fer með Njálu, Eglu eða Grettlu. Stofan fyllist af unglingum. Dauðaþögn og algjör innlifun. Ég – guttinn – lauma mér inn. Flestir eru eldri. En Guðmundur – heimilishagur – í skólanum vill að all- ir komi og hlusti. Þannig voru fyrstu kynnin. Ragna systir hans kenndi mér fyrst til lesturs. Yndisleg og nærgæt- in. Hvarf snemma af vettvangi eins og Boddi, bróðir þeirra, vegna berkl- anna. Mikill missir. Tíminn líður og Guðmundur, þessi einstaki fjörkálfur unglingsáranna, leitar til frekari náms í MA. Þegar hann lýkur, kem ég til prófraunar. Viðmót sem fyrr ljúft og nærgætið. Hver heldur sína leið. Mörg ár líða. En svo fer að við verðum báðir starfsmenn í stjórnarráðinu. Hann heldur þar velli til langdvalar. En vináttan breyttist ekki. Leiðir liggja saman á mörgum sviðum. Alltaf er uppörvandi að mæta Guðmundi. Hann gleymir ekki eldri Húsvík- ingum. Eitt dæmi tilfæri ég hér. Þor- grímur, föðurbróðir minn, er á ferð í Reykjavík. Leiðir þeirra liggja sam- an. Þar er fagnaðarfundur. Guð- mundur drífur Togga Mara beint upp í forsætisráðuneytið og sýnir honum húsakynnin. Norðlenskur trillukarl spígsporar þar um. Þetta vinarbragð gleymdist aldrei. Guðmundur unni „Gömlu Vík“, Skjálfandanum og Víknafjöllunum. Hann sýndi það margsinnis í verki. Þegar hann varð áttræður á sl. ári, 13. ágúst, vildi svo til að ég var stadd- ur á Húsavík. Ég hringi og segi að héðan berist heillaóskir, ekki aðeins frá mér, heldur allri náttúrunni – fjöllin, flóinn – sem spegill, heiðríkj- an – minnast hans og ættarinnar á þessum undursamlega fagra degi. „Jón,“ segir Guðmundur, „þú veist hvar fegurðin er áhrifaríkust,“ þegar hann þakkar kveðjuna. Ég sá Guðmund og frú ásamt fleiri samstúdentum á Akureyri 17. júní sl. við útskrift í MA. Með þessum fá- tæklegu orðum vil ég kveðja mikinn öðling, drengskaparmann. Innilegar samúðarkveðjur til allra ættingja. Jón Ármann Héðinsson. Góðvinur okkar Ölmu, Guðmund- ur Benediktsson, kvaddi þetta líf sl. laugardag. Um morguninn var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítal- ans. Andlát hans bar nokkuð brátt að, en við vissum, að hann barðist af miklum dugnaði við sjúkdóm, sem hafði þjakað hann undanfarin ár. Fyrir nærri 60 árum bar fundum okkar saman á dansleik Vöku í Odd- fellowhúsinu, haustið 1946. Guð- mundur hafði þá hafið nám við Há- skóla Íslands. Mér þótti þessi norðlenski piltur nokkuð ágengur við Kristínu, bekkjarsystur okkar og dönsuðu þau saman allt kvöldið. Var ljóst að hverju stefndi og hófst brátt vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á. Guðmundur var glæsilegur á velli, hár og vel búinn að öllu leyti, bráð- gáfaður, skemmtilegur og með óvenjugóða frásagnargáfu. Hann var söngvinn vel og lagviss. Skáldskap unni hann hvað mest og var skemmtilegt þegar þau Alma fóru með Fjallið Skjaldbreiður og Gunn- arshólma Jónasar á góðum dögum. Reynistaður var heimili Kristínar og Guðmundar, og var þá þegar að- alsetur Skerfirðinga. Þar var gest- risni meiri en almennt gerist og oft glatt á góðra vina fundi. Þeirrar gest- risni nutum við Alma ótal sinnum. Okkur er efst í huga, nú er við kveðjum góðan vin, þakklæti fyrir samferðina og geymum hjá okkur ótal góðar minningar liðinna daga. Kristínu, frænku og vinkonu, svo og fjölskyldu hennar sendum við bestu kveðjur Bjarni Bjarnason. Guðmundur Benediktsson var vin- ur minn. Hann var vinur foreldra minna frá fyrstu tíð, en hann var líka vinur minn. Slíkt er ekki sjálfgefið. Það lýsir þó eðli Guðmundar ákaf- lega vel, að hann skuli líka hafa verið vinur lítilla barna, sem að vísu uxu úr grasi síðar meir, og að þessi vinátta var ævilöng. Frá því ég man eftir mér, var komið í heimsókn á Reyni- stað til Guðmundar og Kristínar, vet- ur, sumar, vor og haust, í sól og regni. Setið í sólbaði í garðinum frá- bæra með rabbarasaft í glasi og hressan krakkahópinn til í allt. En ég kom líka á Reynistað um dimmar vetrarnætur, ein með foreldrum mínum. Þá var gestafjöldinn, sem oft einkenndi lífið á Reynistað, víðs fjarri og ég, sjö ára barnið, ein með fullorðna fólkinu. Guðmundur færði mér gestabók og bað mig að skrifa í hana eins og fullorðna fólkið gerði. Ég vék undan, varla skrifandi. En hann hélt áfram og sagði mér, að ef ég skrifaði nafnið mitt í bókina, fengi ég verðlaun. Nafnið var skrifað á hálfa blaðsíðu og Guðmundur gaf mér köku í verðlaun. Eftir þetta var ævivinátta innsigluð. Þegar ég síðan óx úr grasi kynntist ég prívatmann- inum Guðmundi, sem sennilega hef- ur ekki sýnt þá hlið sína öðrum en góðum vinum. Hann var jú einn æðsti embættismaður ríkisins, og þar þarf að gæta ákveðins prótókolls. Sú hlið sneri ekki að mér. Hvert barn, sem vex úr grasi þarf að kynn- ast manni eins og Guðmundi. Hann var íslenskur menntamaður í húð og hár. Í starfi sínu stóð hann vörð um þau tákn íslensk, sem öllu máli skipta, skjaldarmerkið og fánann. Sögur af ýmsu fólki voru honum hug- leiknar, oft sagðar með hinni frá- bæru kímni, sem kryddaði yfirbragð hans allt. En það var ljóðlistin sem batt okkur saman. Eftir að farið hafði verið með Gunnarshólma og annað frá Jónasi utanbókar, komu ljóð Einars Benediktssonar á dag- skrá, enda var hann tengdur fjöl- skyldunni á náinn og persónulegan hátt. Og ég kunni ýmis þeirra utan- bókar líka. Þegar ég varð svo prestur á Raufarhöfn sagði Guðmundur mér fjöldann allan af sögum frá Raufinni og spurði mig, hvort ég sæi ekki eitt- hvað fallegt þar. Ég sagðist sjá stærsta og fegursta stjörnuhimin á Íslandi. Þessi þingeyski himinn mun fylgja minningunni um hann að ei- lífu. Þegar sólin hnígur til viðar, á sumarnóttu í Skerjafirðinum, sest hún stundum eins og glóandi eld- hnöttur ofan í skál Snæfellsjökuls. Þá er veður til að skapa, lesa ljóð, ganga um í fjörunni – og lifa. Dýrðlegt, er að sjá eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðar kossi og á fjöllum sest. Stíga þá stjörnum stórmargur her, alskærar upp af austurstraumum, blysum blikandi um boga heiðan salar sólheima á svalri nóttu (Jónas Hallgrímsson.) Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Kynni okkar Guðmundar hófust er ég kom til starfa í utanríkisráðuneyt- inu á vordögum árið 1970. Náið sam- býli forsætisráðuneytisins og utan- ríkisráðuneytisins í stjórnarráðinu við Lækjartorg leiddu þá óhjá- kvæmilega til kynna hins fámenna hóps starfsfólks ráðuneytanna og samvinnu um fjölmörg mál. Guð- mundur var ráðuneytisstjóri forsæt- isráðuneytisins sem laut forystu Bjarna Benediktssonar og Pétur Thorsteinsson var ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Emil Jónsson utanríkisráðherra. Báðir þessir ráðherrar voru sannkallaðir þungavigtarmenn í pólitík og stjórn- málaskörungar og það gaf því ungum manni, nýkomnum frá prófborðinu, augaleið að það voru engar liðleskjur sem stýrðu hinum daglegu störfum ráðuneytanna. Þrátt fyrir hina miklu ábyrgð sem þeir báru og annríki hversdagsins lögðu bæði Pétur og Guðmundur sig fram við að miðla af þekkingu sinni og reynslu og þar eð skrifstofa mín á efri hæð hússins var gegnt skrifstofudyrum Guðmundar varð strax mikill samgangur á milli okkar sem þróaðist í ævilanga og ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.