Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN I & sg. '•V 's Röntgen- tæknifræðingur '.•ÍvV 1? i? ('■C\ í Í.!T : \ • V, Borgarspitalinn vill ráða röntgen- tæknifræðing i þjónustu sina. Tilgreina koma rafeindatæknifræðingar, raffræðingar eða radio- og simvirkjar með talsverða starfsreynslu. Málakunnátta (enska eða þýzka) áskilin. Starfsmaður sem ráðinn yrði, fær þjálfun hér og er- lendis. Upplýsingar gefur yfirlæknir röntgendeildarinnar, Ásmundur Brekkan. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf svo og meðmælum sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar, c/o Borgarspitalinn, fyrir 23. marz n.k. Reykjavik, 5. marz 1973 •V Ileilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar :>X^ ||| ÚTBOÐ ||| Tilboð óskast i gröft og skurði, lagningu 132 kV háspennustrengs og frágangi skurðarins milli aðveitustöðvar 3 við Lækjarteig að aðveitustöð hjá Korpúlfs- stöðum við Vesturlandsveg, að Klettsvik undanskilinni, fyrir Rafmangsveitu Reykjavikur. Utboösgögn eru afhent I skrifstofu vorri gegn 2.000.- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað miðvikudaginn 21. marz n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 wmm BILALEIGA IIVEUFISGÖTU 103 VW-Semliíerðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla Mánudag 12. marz n.k. hefst námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla sbr. 16. gr. aðalsamnings Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitenda frá 8. april 1972. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindargötu 9 simi 25633 og skrifstofu Vinnuveitendasam- bands Islands, Garðastræti 41 simi 18592. Þátttökuskilyrði eru, að hlutaðeigandi hafi unnið á tæki- jarðýtu/gröfu eða krana — i a.m.k. 18 mánuði og hafi skirteini öryggiseftirlits rikisins um vinnu á slikum vél- um. Fjöldi þátttakenda hvers námskeiðs er takmarkaður við 20. Námskeiðið stendur yfir i 2 vikur (a.m.k. 80 klst), alla virka daga frá kl. 8-17. Þátttökugjald er kr. 2.500.00. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambandsins. Stjórn námskeiðanna. „Kerlingabækur" og þjóðhótíð Heill og sæll, Landfari góður! S.l. föstudag fluttir þú grein, undirrituð A.J. og fer ekki leynt að það er kvenmaður, sem ritar, — og er með talsverðu lofti — held ég, hvaðan sem það er komið! En kona þessi þjarmar i grein sinni nokkuð óþyrmilega að ein- hverjum Jóni Arnasyni, sem ný- lega hafði þá skrifað grein i Vel- vakanda. Þann pistil hefi ég ekki séð, en af orðum A.J. má ráða, að hann hafi talið þá fráleitt, að samtök kvenna væru að mynda sér skoðun og láta hana koma fram opinberlega i þessu samb. skoðun á þjóðhátiðarhaldi á Þing- völlum 1974! Virðist hann hafa talað um „kerlingabækur” o.fl. litilsvirðandi i þessu sambandi. En orðið ,,kerlingabækur” er nú nótað við ýmis tækifæri og oft án þess að um konur eða kerlingar sé að ræða, t.d. um eitt og annað, sem þykir gamaldags eða sér- vizkulegt, — jafnt hjá konum og körlum. Það þarf A.J. þvi ekki að taka nærri sér, ogekki getur það talizt athugavert, þótt konur, ein eöa margar saman, láti til sin heyra um þetta stórmál. Skyldi ekki, þegar allt kemur til alls, mikill hluti alls undirbúnings lenda i höndum kvenna? Þær koma viða við, blessaðar, sem betur fer. En það verða að teljast öfgar hjá A.J. að rit og skáldskapur kvenna sé yfirleitt nefnt „kerlingabækur” og jafnan van- metið. E.t.v. er slikt ekki metið eins og „listaverk” sumra, sem verðlaunahesta hljóta, — en samt oft réttilega vel metið og þakkað. Hitt er ánnað mál, að fáar konur gefa sig alvarlega að ritstörfum og skáldskap, — eins og jafnvel fáar rauðsokkur, þótt stórorðar IfRÍMERKI — MYNT Kaup — *ala Skrifið eftir ókeypisj vörulista. Frí merkj amiðstöðin Skólavörðustíg 21 A| Reykjavík séu, sæki I dómarastörf, togaraútgerð, sorphreinsun svo aðeitthvað sé nefnt. Aftur á móti virðast þær — konurnar — þvi miður — farnar að standa körlum talsvert á sprði I þjónustunni við Bakkus konung. Og honum má nú ekki gleyma i sambandi við hátið á Þingvöllum. Það gleður mig o.m.fl. hve margir, einstaklingar og félags- hópar hafa lýst stuðningi við þá tillögu reykviskra skólastjóra og kennara, að fella niður áætlaða þjóðhátið á Þingvöllum 1974, en beina fjármagni og áhuga þjóðarinnar fremur i aðrar átti, á þessum áfalla og erfiðleika- timum. Nú er mál þetta á dagskrá á Alþingi, og er fulltrúum þjóðarinnar þar vonandi ljóst orðið, að Þingvallaþjóðhátið 1974 á mjög minnkandi og vafasömu fylgi að fagna hjá þjóðinni. Væri þó ekki fjarri að leita eftir þvi frekar, t.d. með atkvæðagreiðslu: (úrtak fólks úr öllum stéttum og búsett hvarvetna um landið) Gætu ekki dagblöð, eitt eða fleiri, komið þessu i kring? Einnig mætti taka þetta fyrir i hópi, manna „á öndverðum meiði i sjónvarpi. Eins og marg ir hafa bent á, er ástæðu laust að hátið af þessu tileni sé á Þingvöllum — miklu eðlilegra að hún héldi sig við Arnarhól og þá i túni þess, sem á að minnast og heiðra. Væri þar og minna um hættur, og meiri likur til, að lögregla fengi nokkuð við hópínn ráðið, enda þá nokkru styttri leið i „steininn”, eða „steinana,” sem margar fjöldasamkomur Is- lendinga á siðustu árum sanna, að reisa yrði fleiri til þessara hatiðabrigða! „Nú er það svart maður,” má vist segja um tóninn i spjalli þessu, en það þarf lika mikla bjartsýni (og ábyrgðar- leysi) til þess, að ætla samkomu 50-70 þúsund Islendinga á Þing- völlum 1974 geta orðið þjóðinni til gleði og sóma, — og án þess að sá þjóðgarður okkar, helgur staður, yrði fyrir óbætanlegu tjóni. Þá er kostnaðarhliðin lika ihugunarverð. Slik fjöldahátið á Þingvöllum með vegagerðum, tjaldstæðum, snyrtingum, veitingaaðstöðu o.fl. hlyti að kosta hundruð milljóna króna. Ætli okkur væri ekki nær að byggja upp eða stuðla aö ein- hverju varanlegra? Margt er nú til athugunar og áætlað, og sumt þar á meðal eðlilegt og gott. Hug- myndin um sögualdarbæ er vel séðaf mörgum. Bæði tslendingar og erlendir gestir myndu sækja þangað um ókomin ár sér til fróð- leiks og ánægju. Sama mætti e.t.v. segja um knörrinn, sem talað hefur verið um að láta smiða og sigla umhverfis landið. En ætli okkur sé það fært? Skyldi ekki fara um hann eins og togarana okkar, sem undanfarið og enn streyma til lands og hafna, gamlir, góðir og glænýir, til þess að liggju bundnir við bryggju, verkföll um borð, öllum fallast hendur, engin úrræði að sjá! Og ekki skánar það á morgun, þótt allir eigi þá að fá fleiri krónur i kaup, þvi um leið verðum við, að greiða miklu meira fyrir blessaða mjólkina, og svo allt hitt lika! Þannig étur hvað annað upp, bæði til sjós og lands. Vitanlega kemur að þvi, að samið verður eða lög sett um út- gerð togaranna. Mætti ekki „setja i gang” strax á morgun, með þeim fyrirvara, að eftir þvi samkomulagi verið farið frá byrjunardegi i um launakjör og aðstöðu? . Já, Landfari góður! Mikið verðum við, sem að ári ætlum að minnast 11 hundrað ára byggðar i landinu, að vitkast og mannast á þessum 15-16 mánuðum, sem eru til stefnu, til þess að geta notið þeirra hátiðar án kinnroða gagn- vart forfeðrum, og mæðrum, sem hér lifðu, oft við skorinn skammt — eða engan — en þó með óbilandi vilja til sjálfs- bjargar i trú á Guð, landið og sjóinn. Þeirra ættum við að minnast á afmælinu, með hátið i hverju héraði, án þess að láta stórt eða belgja okkur út. En þar ætttum við að þakka margt ágætt afrekáliðnum 11 öldum,biðjandi um það, að i hópi okkar mætti þeim fækka á komandi árum, sem alltaf spyrja: „Hvað fæ ég margar krónur fyrir þetta?” en hinum aftur á móti fjölga.semaf góðum hug mæla: „Hvað get ég unnið til heilla, landi mínu og þjóð? ”. „Brekknakoti” 28. febr. 1973 Jónas Jónsson. riMMririMF’ir’irir'iP’iPiPiPiMririn M fcil H Vestmannaeyingar! ImI Steingrímur Benediktsson gullsmiður MMbillMlMbdMMMMIiabdMbaMCiainlCiaiiaia M ImI M Ifd M bd M M fcd P*I bd M bd P*I bd P*> ImI P*1 bd P*1 bd P1P1P1P1P1P1P1MMMP1P1P1P1P1P1P1P1 bdbdbdba bdbd bdbdlrdbd bdbd bdbd bdbd Crdbd hefur fengið aðstöðu i GULLSMIÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR Óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 Trúlofunarhringar Fjölbreytt úrval af gjafavör- um úrgulli, silfri, pletti, tini o.fl. Önnumst viðgerðir á skartgirp- um, — Sendum gegn póstkröfu. GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðmsgötu 7 — Rafhahúsinu P1P1P1P1P1P1P1P1P1P1P1P1P1P1MP^P^MP1M bdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbdbd ImI P*1 l<«l P*1 ImI p* bd P<1 ImI P* ImI Snjókeðjur til sölu á flestar stærðir hjólbarða Gerum við gamlar snjókeðjur Setjum keðjur undir bíla FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.