Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. marz 1973. TÍMINN 5 Hugsanleg loðnu- veiði til marzloka segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur Þó, Reykjavik. — Góð loðnuveiði var siðastliðinn sólarhring sem endranær. Veiðisvæðin voru tvö, annars vegar i innanverðum Faxaflóa, og hins vegar við Ingólfshöfða. beir bátar, sem fengu afla i Faxaflóa, hafa raðað sér á hafnirnar við flóann, en nokkrir hafa farið til Bolunga- vfkur og jafnvel Siglufjarðar. Bátarnir, sem fengu afla við Ingólfshöfða, hafa farið á Aust- fjarðahafnir, og allt til Raufar- hafnar, en þangað voru þrir bátar á leiö með afla i gær. Fá þeir bátar greiddar 1.75 krónur á hvert kiló I flutningsgjald, sem þýðir þvi sem næst tvöfalt verð fyrir loðnuna. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri á Árna Friðriks- syni, sagði i samtali við blaðið i gær, að þeir á Árna væru nú staddir 20 sjómilur norður af Rauðanúpi, og ætluöu þeir að kanna, hvort einhver loðna væri austur af Grimsey, en 1 fyrradag tilkynnti flugvél um loðnu á þvi svæöi. Taldi Hjálmar það ekki með öllu útilokað, að loðna væri þar. Hann sagði, að á svæðinu milli Hvalbaks og Eystra-Horns virtist vera töluvert magn á ferðinni, og við Ingólfshöfða virðist vera mikil loðna, en þar fylla bátarnir sig um leið og þeir koma á miðin. — Ég tel, sagði Hjálmar, að ef loðnan hagar sér svipað og verið hefur og eitthvað kemur út úr göngunni, sem nú er á milli Hval- Loðnuaflinn baks og lands, að þá geti loðnu- vertlðin staðiö út þennan mánuð. Eftirtaldir bátar höfðu tilkynnt Loðnulöndunarnefnd um afla klukkan 15 I gær: Höfrungur 280, Faxti 180, Víðir 230, Harpa 320, Hrönn 200, Berá 150, Reykjaborg 360, Jökull 210, Asberg 300, Har- aldur 160, Guðmundur 700, Gull- berg 115, Skinney 240, Sæunn 180, Gissur hviti 270, Halkion 230, Jón Garðar 310, Asver 180, Óskar Magnússon 430, Fylkir 80, Bergur 200, Grindvlkingur 100, Heimaey 150, Magnús 270, Súlan 470, Björg 70, Guðrún 160, Flfill 350. gjöfin sem gleður allir kaupa hringana hjá HALLDÖRX Skólavörðustíg 2 220 þúsund lestir Guðmundur kominn með 10000 lestir Þó, Reykjavik. —I skýrslu Fiski- félags Islands um loðnuveiðarnar I siðustu viku segir, að 86 skip hafi fengið einhvern afla, og er þá miðað við slðastliðið íaugardags- kvöld. Vikuaflinn nam að þessu sinni 56.973 lestum, sem er bezti vikuaflinn til þessa á vertiðinni. Frá þvi að veiðar hófust höfðu á laugardagskvöld borizt á land 219.603 lestir, en á sama tlma I fyrra höfðu borizt á land 216.184 lestir. Niu skip voru búin að fá fimm þúsund lestir eða meira á laugar- dagskvöldið, og eins og komið hefur fram, er Guðmundur afla- hæstur með 9028 lestir á skýrslunni. Síðan er Guðmundur búinn að landa tveim förmum, og i er skipið nú komið á ellefta þúsund tonn. Aldrei áður hefur islenzkt fiskiskip fengið jafn mikinn afla á jafn stuttum tima, og mesti loðnuafli, sem islenzkt skip hefur áður fengið, var i fyrra, er Eldborg fékk 10.440 lestir á allri loðnuvertiðinni. Eldborg er næst hæsta skipið með 8426 lestir, siðan Loftur Baldvinsson 6351 GIsli Arni er með 5635 og Grindvikingur er með 5577 lestir. Loðnu hefur nú verið landað á 21 stað á landinu eða frá Bolunga- vik suður um og norður til Krossaness. Mestu magni hefur verið landað á Seyðisfirði 25146 lestum, í Neskaupstað hefur verið landað 22976 lestum og á Eskifirði hefur verið landað 19312 lestum. Undirmenn felldu sáttatillöguna Hluti yfirmanna einn Þó.ReykjavIk. — Undirmenn á togaraflotanum höfnuðu I alls- herjaratkvæðagreiðslu sáttatil- lögu sáttasemjara rikisins með 120atkvæðum gegn 20. Sagt er, að I sáttatiilögunni hafi verið boðin 35% aukning aflahluta auk 10% hækkunar fastakaups og ýmissa annarra atriða. Þessi 35% aukning aflahlutar hefði aldrei orðið bein aukning, einfaldlega vegna þess, að gert er ráð fyrir fækkun áhafnar á nýju skut- togurunum og þannig átti að hækka aflahlutinn. En það voru ekki bara sjómennirnir, sem felldu sáttatillöguna, það gerðu g í verkfall útgerðarmenn einnig og það með 13 atkvæðum gegn sex. Togaraverkfallið er því komið I strand aftur, og ekki nóg með það, að undirmenn séu einir i verkfalli, þvi að á miðnætti á mánudag fór hluti yfirmanna á togurunum einnig I verkfall, og verður það vafalaust ekki til að auðvelda lausn togaradeilunnar. Nú telja flestir, að ekki verði hægt að leysa verkfallið við samningaborðið, og kemur þá annað hvort til greina: að setja gerðardóm eða þá að lögfesta sáttatillöguna Kartöflubirgðir Þykk- bæinga allar komnar á markað — ÞAD eru á fimmta þúsund pokar af kartöfium eftir I geymslum i hreppnum, sagði Jón Karlsson, bóndi á Hala I Djúpár- hreppi, I simtaii við blaðið I gær. Ég býst við, að það verði allt farið I lok þessa mánaðar. Uppskeran var lika svo miklu minni í fyrra heldur en 1971. Jón sagði, að dálitið hefði borið á skemmdum i kartöflum á fáeinum bæjum. Þessu veldur í marzlok sveppur, sem fyrst varð vart i uppskeru kartöflubænda i Þykkvabæ fyrir þremur eða fjórum árum. Jón sagði, að engin ráð væru kunn til þess að verjast þessum sveppi, þótt leitað hefði verið iiðveizlu sérfræðinga bæði utan iands og innan. En verið gæti, að meiri brögð væru að honum nú vegna þess, hve sumar var sólar- litið I fyrra og veðurfar óhag- kvæmt kartöflurækt i Þykkvabæ. Hálfnað erverk þá hafið er m imi ^ _ 1 sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Magnús E. Baldvlnsson ItURavritl 11 - S'ml >7B04 VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar slærðir. smíSaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 atlanti Magnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Slmi Starfsstúlknafélagið Sókn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. marz 1973, kl. 9 e.h. i Lindarbæ — niðri. Fundarefni: 1. Umræður um kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna. 2. Önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Starfsstúlknafélagið Sókn. 1-88-30 Seljendur Við aðstoðum ykkur við verðlagningu eignarinnar yður að kostnaðarlausu. Athugið að við höfum kaupendur að flestum gerðum eigna. Einnig eru oft möguleikar á allskonar skiptum Fasteignir og fyrirtæki Njálsgötu 86 — á horni Njálsgötu og Snorrabrautar Simi 1-88-30 — Kvöldsimi 4-36-47 OPIÐ KL. 9—7 DAGLEGA. Sölustjóri Sig. Sigurðsson Fljót afgreiðsla Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON <<g gullsmiður Bankastræti 12 'k Trúlofunar- HRINGIR 1 p--------------! Höfum G. Hinriksson Sími24033 Rúmteppi með afborgun. Divanteppi Veggteppi Antik-borðdúkar Antik-borðdreglar Matardúkar Kaffidúkar LITLISKÓGUR Snorrabraut 22, simi 25644. Herrabuxur terylene kr. 1785/- dacron kr. 1525/- I yfir stærðum. Gallabuxur kr. 485/- Vinnuskyrtur kr. 365/- Nylon herra prjónaskyrtur kr. 495/- LITLISKÓGUR Snorrabraut 22, simi 25644

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.