Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Mibvikudagur 7. marz 1973. Samtök flytjenda og framleiðenda Hinn 3. marz s.l. var stofnað samband listflytjenda og hljómplötuframleiðenda til að gæta réttinda þessara aðila skv. hinum nýju höfundalögum. Skv. nýju höfundalögunum eiga þessir aðilar rétt til þóknunar þegar hljómplötur eða önnur markaðs- hljóðrit eru notuð opinberlega, svo sem i rikisútvarpinu og á skemmtistöðum o.s. frv. A fundinum var einróma samþykktar þakkir til höfunda- réttarnefndar þeirrar, er vann að undirbúningi hinnar nýju höfundarréttarlöggjafar, en hana skipuðu dr. Þórður Eyjólfs- son, fyrrv. hæstaréttardómari, Sigurður Reynir Pétursson, hæstaréttarlögmaður og Knútur Hallsson, deildarstjóri i mennta- málaráðuneytinu. I stjórn sambandsins voru kosnir þessir menn. Formaður Haraldur V. Ólafsson. Varafor- maður Sverrir Garðarss. Aðrir i stjórn: Guðmundur Jónsson, Svavar Gests, Ragnar Ingólfss., Helgi Hjálmsson, Ólafur Vignir Albertsson, og Jón Armannsson. Lögmaður sambandsins er Sig- urður Reynir Pétursson, en hann hefur að undanförnu unnið að stofnun sambandsins og gerð samþykkta fyrir það. Listflytjendur og hljómplötu- framleiðendur binda miklar vonir við hið nýja samand, einkum, ef ísland gerizt aðili að svonefndum Rómarsáttmála, sem er alþjóða- sáttmáli til verndar list- flytjendum, hljómplötuframleið- endum og útvarpsstofnunum. Sérstakar þakkir voru færðar Haraldi V. Ólafssyni, forstjóra fyrir baráttu hans fyrir auknum réttindum listflytjenda og hljómplötuframleiðenda, enda var hann kjörinn fyrsti formaður sambandsins i viðurkenningar- skyni fyrir störf sin að þessum málum. SÓlaÓír HJÓLBARÐAR til sölu á mjög hagstæðu verði. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkrötu. Verkstæöiö opiö alla daga kl. 7.30 til nema sunnudagá. Ármúla 7 — Reykjavík — Simi 30501 F.v. Sigurður Reynir Pétursso, Haraldur Óiafsson og Sverrir Garðarsson. Snorra Hallgríms- syni prófessor reistur minnisvarði Skilafrestur í samkeppni um þjóðhátíðarljóð og tónverk lengdur íslendingar eru ekki hættir að yrkja Ijóð Fyrrverandi sjúklingar prófessors Snorra Hallgrims- sonar læknis, er lézt I s.l. mánuði, hafa ákveðið að reisa honum minnisvarða i þakklætis- og virðingarskyni fyrir hans frá- bæru læknisstörf. Verður gerð af honum brjóst- mynd og hún afhent Stjórnar- nefnd Rlkisspitalanna til eignar og varðveizlu. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hefur tekið að sér að gera brjóstmyndina, en henni mun komið fyrir I Landsspital- anum samkvæmt siöari ákvörðun. Sjúklingar prófessors Snorra heitins eru mjög margir og dreifðir viðsvegar um landiö. Undirrituð, sem voru meðal sjúkling hana, hafa tekið að sér að annast um undirbúning og framkvæmdir þessu viðkomandi og veita jafnframt frekari upplýsingar ef þess gerist þörf. Það eru tilmæli undirritaðra, að þeir fyrrverandi sjúklingar prófessors Snorra, sem vilja verða aðilar að þvi að reisa minnisvarðanna með þvi að leggja fram fjárupphæð, sendi greiðslu til Landsbanka Islands að Laugavegi 77. i ávisana- reikning nr. 90990. Hver’og einn ræður að sjálfsögðu sinni upphæð, en bankinn sendir hverjum og einum kvittun. Undirrituð veita Erl, Reykjavík. — Skila- frestur í samkeppninni um þjóðhátíðarljóö og — tón- verk hefur nú verið fram- lengdurtil 1. maí, en hann átti að renna út 1. marz síðast liðinn. Okkur lék forvinti á að vita, hver væri orsök þessarar framleng- ingar og snerum okkur því til forráðamanna til að fá upplýsingar um hana. Indriði G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þjóðhátiðar, sagði okkur, er við spurðum, hvort íslendingar væru hættir að yrkja, að sú væri ekki ástæðan. Þegar hafði borizt álitlegur bunki ljóða. Hins vegar hefði enn ekkert tón- verk borizt i keppnina, og hefði þvi verið ákveðið að framlengja skilafrest á þeim, og þá þótt rétt að láta það lika ganga yfir ljóðin. Var þetta gert i samráði við for- menn dómnefnda, en þeir eru Andrés Björnsson útvarpsstjóri fyrir ljóðadómnefndina og Arni Kristjánsson pianóleikari, sem er formaður dómnefndar hljóm- sveitarverks. Sú breyting hefur einnig verið gerð á kröfunum, sem gerðar voru til hljómsveitarverksins, að mörkin sem sett voru um lengd þess skulu felld niður. Þó skal það ekki taka skemmri tima I flutn- ingi en stundarfjórðung, en samkvæmt fyrri auglýsingum var lágmarkið hálftimi. Að öðru leyti er fyrirkomulag keppninnar þetta: Hátíðarljóð Ganga skal frá handriti I lokuðu umslagi merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgir með I lok- uðu ógagnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Skila þarf handritum til Þjóðhátiðar- nefndar 1974, Laugavegi 13, fyrir 1. mai 1973. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta ljóðið að mati dómnefndar að upphæð 150 þúsund krónur. Verðlaunaupphæðin er ekki framlögum einnig viðtöku ef óskað er. Reykjavik, 6. marz 1973. Sigurður Magnússon, c/o lþrótta- samband Islands; vinnusimi 83377-heimasimi 19176. Olga Magnúsdóttir, c/o Búnaðar- félag Islands. vinnusimi 19200-heimasimi 10318. Steinar S. Waage, ortoped. skó- og innleggjasmiður. vinnusimi 18519-heimasimi 42259. en tónskáldin virðast ekki mörg á meðal okkar hluti af þóknun höfundar, en Þjóðhátiðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuðu efni gegn greiðslu. Telji dómnefnd ekkert þeirra verka, sem berast verðlaunahæft, fellur verðlaunaveiting niður. Dómnefnd skipa Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, dr. Einar Ólafur Sveinsson, prófess- or, Kristján Karlsson, bók- menntafræðingur, dr. Steingrim- ur J. Þorsteinsson, prófessor, og Sveinn Skorri Höskuldsson, pró- fessor. - Þegar úrslit hafa verið kunn- gjörð geta keppendur látið vitja verka sinna hjá Þjóðhátiðanefnd. Verða þá jafnframt afhent óopnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. Hljómsveitarverk Tónverkið skal vera hljóm- sveitarverk og taki flutningur þess eigi skemmri tima en stundarfjórðung. Skila þarf handriti til Þjóðhátiðanefndar 1974, Laugavegi 13, fyrir 1. mai 1973 i lokuðu umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta tónverkið að mati dómnefndar að upphæð 200 þús- und krónur. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér um- ráðarétt yfir verðlaunuðu efni gegn greiðslu. Telji dómnefnd ekkert þeirra verka, sem berast;verðlaunahæft, fellur verðlaunaveiting niður. Dómnefnd skipa dr. Páll Isólfs- son, Árni Kristjánsson, pianóleik- ari, Björn Ólafsson, konsertmeistari, dr. Róbert A. Ottósson og Vladimir Askenazy. Þegar úrslit hafa verið kunn- gjörð, geta keppendur látið vitja verka sinna hjá Þjóðhátiðar- nefnd. Verða þá jafnframt afhent óopnuð umslöð með nafni og heimilisfangi, eins og kjörorð i handriti segir til um. Svefnbekkir til sölu. Hagstætt verð. Sendi I kröfu ef óskað er. Upplýsingar að Baldursgötu 33, simi 19407.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.