Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. marz 1973. TÍMINN ALÞINGI 7 Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra: Hækkun ríkisútgjalda vegna mikilla félagslegra umbóta EJ, Reykjavík. — Ég legg áherzlu á þaö, sem ég hef þeg- ar leitt rök aö, að ríkisstjórninni hefur tekizt að halda þannigá málum þjóðarinnar, hvort sem litiðerá svið félags,-atvinnu-eða fjármála ríkisins, að hún hefur fylgt fram frjálslyndri umbótastefnu, en þó sýnt fulla festu og aðhald. Vitað er, að meirihluti þjóðarinnar treystir ríkis- stjórninni og styður hana til góðra verka, — sagði Halldór E. Sigurðsson, f jármálaráðherra, í útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið. Hér á eftir fara meginkatlarnir úr ræðu fjármálaráðherrans i út- varpsumræðunum. Siðastliöinn laugardag átti sjónvarpið viðtal við búnaðar- málastjóra, Halldór Pálsson. Hann sagöi i þvi viðtali, að af- koma islenzks landbúnaðar væri betri á s.l. ári, en nokkru sinni fyrr. Siöan viðreisnarstjórnin fór frá völdum, hafa bændur notið kjarabóta, eins og aðrar stéttir i þjóðfélaginu, og betri lánafyrir- greiðslu, bæði stofnlána og afurð- arlána, heldur en áður fyrr. Nú er unnið að merkilegri lagasmið i þágu landbúnaðarins. Búnaðar- þing hefur nú fjallað um þessi frv. og vonandi ná þau fram að ganga hér á Alþingi fyrr en seinna. Sfðustu fjárlög Viðreisnar Stjórnarandstæðingar hafa gert sér tiðrætt um fjármál rikisins og afkomu rikissjóðs á árinu 1971 og 1972. 1 sambandi við afkomu árs- ins 1971 hafa þeir þó forðazt að geta þess, að fjárlagaafgreiösla fyrir það ár var með sérstökum hætti. Þar voru nefnilega útgjöld- in færö tekjumegin og er það eins- dæmi i fjárlagaafgreiöslu. Svo var um nýgeröa kjarasamninga, sem kostaði rikissjóð á árinu 1971 yfir 500 millj. kr. Sama var að segja um útgjöld vegasjóðs, sem ákveðin voru I sambandi við þá fjárlagaafgreiðslu, um 300 millj. kr. Þeirra var að engu getið i fjárlögunum. 130 millj. vantaði vegna útflutningsuppbóta og 80 millj. kr var fært á þann reikning vegna greiðsluhalla á rikisbú- skapnum frá fyrri árum. Það vantaði 200-300 millj. kr. til þess að niðurgreiðslum væri hægt aö halda áfram til ársloka eins og þær hófust i upphafi þess árs. Þaö er þvi ýkjulaust, að það vantaöi a.m.k. 1200 millj. kr. til þess að útgjöld fjárlaga árið 1971 væru i samræmi við venjulega gerð fjár- laga. Svipuð hækkun milli ára Ef samanburð á að gera á hækkun fjárlaga 1969-1971, eins og gert hefur verið fyrir árin 1971- 1973, þá verður hann að vera hlið- stæður, og þá verður að leiðrétta fjárlögin frá 1971 eins og hér hef- ur verið gert. Er þá hækkun á fjárlögum milli þessara tveggja ára bæði timabilin rúmlega 70%. Svo þeim ferst ekki stjórnarand- stæðingum, sem tala mikið um hækkun fjárlaga nú. Hún fer i þeirra eigið kjölfar. Hins vegar er rétt að gera sér grein fyrir þvi, að rikisstjórnin tók ekki við neinum innistæðum, eins og fyrirrennar- ar hennar hafa haldið fram, á vegum rikissjóðs. Miklar félagslegar umbætur Aðalástæðan fyrir hækkun rik- isútgjalda hjá núverandi rikis- stjórn eru félagslegar umbætur. Þar eru félagslegar umbætur al- mannatrygginga fyrirferöar- mestar. Ný, verkaskipting á milli rikis og sveitarfélaga, þeim siöarnefndu f hag, aukin uppbygging i skóla-, heilbrigðis-, samgöngu-, og raforkumálum, og margvislegar almennar félags- málaumbætur. Menn geta að sjálfsögðu deiit um það, hversu hratt á að fara I slikum umbótum, en þörfin fyrir það að hrinda þeim áfram var mikil, og það hefur veriö reynt að sinna henni. Og svo hafa að sjálfsögðu launagreiðslur hækkað vegna kjarasamning- anna frá 1970, sem voru gerðir með áföngum, og kjaradóms, sem tók gildi 1. marz s.l. Fjölgun rikisstarfsmanna, sem stjórnarandstaðan hefur haldið á lofti, er ekki raunhæf nema að litlu leyti. Þar munar mest um tilfærslu lögreglumanna, sem sveitarfélögin höföu áður greitt, um 320 talsins. Einnig fastráðn- ingu á fólki á rikisspitölunum, sem áöur hafði verið iausráöið, þótt einnig hafi þar átt sér stað fjölgun vegna vinnutimastytting- ar. Fjölgun kennara og raunveru- leg fjölgun hjá ráðuneytunum og rikisstofnunum eru 2-3 tugir manna. Góð nettóstaða við Seðlabankann Við 1 umr. fjárl. fyrir árið 1973 gerði ég grein fyrir viðskiptum rikissjóðs og Seðlabanka íslands, eins og þau höfðu verið um nokk- urra ára bil miðað við 1. okt. Nú vil ég gefa yfirlit yfir viðskipti rikissjóðs og Seðlabanka Islands miðað viö áramót um nokkurt árabil einnig og þá jafnframt tek- ið inn I það dæmi sjóðseign rikis- sjóðs I árslok og skuldir rikissjóðs við Seðlabankann, hvort sem þær hafa veriö á hlaupareikningi eða á skuldabréfi til nokkurra ára. Inn I þetta dæmi er að sjálfsögðu tekin sú innstæöa, sem rikis- sjóður átti á hlaupareikningi þau ár, sem þetta timabil nær yfir. Yfirlit þetta er þvi nettóstaðan eins og hún hefur verið I árslok frá og með 1967 til ársins 1972. Yfirlitiö er svo hljóðandi: Árið 1967 skuldaöi ríkissjóður 80.1 millj. kr. 1968 skuldaði hann 325 millj. kr. og hafði þó á þvl ári losað 100 millj. kr. innstæðu, er var á sérstökum reikningi i fjármh.-tið Gunnars Thoroddsen. Arið 1969 skuldaði rikissjóöur 529.5 millj. kr. Arið 1970 51.8 millj. kr., 1971 184.4 millj. kr. og 1972 5.9 millj. kr. Þetta sannar, að staða rlkissjóðs við árslok 1972 hefur verið betri en nokkru sinni fyrr á þessu timabili og hefur batnað um 178.5 millj. kr. á s.l. ári. Þá voru greiddar rúmar 100 millj. kr. af skuldabréfi frá 1969 og yfirdráttur skulda á hlaupareikn- ingi frá fyrra ári. Fjárlög oq ríkisreikningur 1972 Eins og að likum lætur, er Magnús Torfi Ólafsson, menntamála- ráðherra, sagði að hægt væri að flytja van- trauststillögu af tveimur ástæð- um. Annars vegar vegna þess, að ástæða væri til að ætla, að meirihluti stjórnarinnar væri brostinn, en hins vegar til þess að efna til auka-eldhúsdags- umræðna og komast I útvarp. Þessi tillaga væri af slðari toganum spunnin, þvl ekki hefði orðið breyting á meirihluta stjórnarinnar þegar tillagan var lögð fram. Eini votturinn um breytta afstöðu þingmanns hafi verið tilkynning Bjarna Guðna- sonar um úrsögn úr þingflokki SFV, en hann hefði jafnframt lýst áfram yfir stuðningi við rikis- stjórnina. Það væri hins vegar mál út af fyrir sig, hvernig þing- maður gæti firrt sig ábyrgð af stefnu I efnahagsmálum en jafn- framt veitt þeirri rlkisstjórn, sem framfylgir stefnunni, fullan, en nú að vlsu aðeins hálfan, stuðning. Síðan fjallaði ráðherrann um gagnrýni stjórnarandstæðinga, og rakti allan þann mikla skulda- hala frá viðreisnarárunum, sem rlkisstjórnin hefði orðið að afla fjár til að greiða. Væri þar um hundruð milljón króna að ræða. Hann fjallaði siðan um tilraunir Sjálfstæöismanna til að splundra rikisstjórninni. Full ástæða væri fyrir vinstri menn að þjappa sér betur saman og starfa nánar saman. Það væri þvl nauðsynlegt, að bera sameiningarmálið fram til sigurs, en forysta Sjálfstæðis- flokksins óttaöist ekkert frekar en sameiningu jafnaðar- og sam- vinnumanna. Þess vegna væri allt kapp lagt á að etja vinstrimönnum saman. Lúðvik Jósefs- son, sjávarút- vegsráðherra, taldi, að aldrei hefði ófyrir- leitnari og ábyrgðarlausari stjórnarandstaða verið við lýði hér á landi eins og nú. Stjórn- arandstaðan á árunum 1956-1958 væri barnaleikur miðaö við það, sem nú væri boðiö upp á, og þá einkum i Morgunblaðinu. Rakti hann slðan málflutning Morgun- blaðsins i landhelgismálinu og efnahagsmálunum sem sýnishorn um vinnubrögö stjórnarandstöð- unnar. Siðan ræddi hann verðlags- þróunina, og kvað þá Jóhann og Gylfa kokhrausta að skammast nú út af verðbólgu eftir eigin feril I þeim efnum. Frá 1. nóvember 1970 til 1. marz siðastliðins — eða á 28 mánaða timabili — hefði visitalan hækkað um 28 stig eða 18%. Það þýddi 7,7% á ársgrund- velli. Þessi hækkun væri of mikil, en þó ekki helmingur þess, sem var, þegar Jóhann og Gylfi voru upp á sitt bezta. Orsakir þessara verb hækkana sagði ráðherrann að væru: 1) geymdar verð- hækkanir frá verðstöðvunar- tima viðreisnarinnar, 2) erlendar gengisbreytingar, 3) erlendar hækkanir 4) gengisbreytingin I des. siðastliðnum 5) kaup hæKkanir á timabilinu og 6) hin Framhald á bls. 13 uppgjörá rikisreikningi fyrir árið 1972 ekki það langt á veg komið, að ég geti hér gefið glögga mynd af endanlegri niðurstöðu rlkis- sjóðs á þvi ári.Hitt mun þó nær sanni, að lengra er nú komið með ársuppgjör rlkisreiknings en áöur hefur verið á sama tlma og treysti ég þvi, að uppgjör hans geti orðið það snemma, að A-hluti rikisreikningsins liggi fyrir fyrir þinglok. Hitt er þó ljóst af þvi, sem þegar liggur fyrir, að nokk- urn veginn er öruggt að hvorki verður halli á rekstrarreikningi eða greiðslureikningi rikissjóös á árinu 1972, eins og spáð haföi ver- ið af stjórnarandstæðingum mjög dyggilega á s.l. ári. Hver niður- staðan kann að öðru leyti að verða, skal ég ekki segja frekar um að þessu sinni. Þegar fjárl. fyrir árið 1972 voru afgreidd, var það mjög til um- ræðu hjá stjórnarandstæðingum, hve illa væri frá þeim gengiö. Nú liggur senn fyrir, hvort þessi and- staða hafi við rök að styðjast. Ég tel, að bilið milli f járlaga og rikis- sreiknings segi til um nákvæmni i gerð fjárlaga. Mér er það að sjálfsögðu ljóst, að eitthvert frávik verður þar alltaf um að ræða. Ég vil leyfa mér að nefna tölur um frávik milli fjárlaga og rikisreiknings siðan farið var að gera rikisreikninginn upp með þeim hætti, sem nú er gert. 1968 var frávikið tæp 4%, 1969 4.1%, 1970 10.3%, 1971 14.8% og 1972 4.1-4.3% eftir þvi sem bezt verður séö. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að þaö hafi sýnt sig nú, að fjárlagagerðin fyrir árið 1972 hafi verið með þeim hætti, sem bezthefur reynzt sbr. það, sem ég las hér áöan. Endurskoðun skattalaganna Það var hlutverk núv. ríkisstj. að taka skattamálin til gagn- gerðrar endurskoðunar, er hún komst til valda, og leiðrétta þau mistök, sem viðreisnarstjórnin hafði gert. Til þessa verks var þegar gengið haustið 1971. Kerfið var gert einfaldara, persónu- sköttum og þ á.m. sköttum á ungl- ingum aflétt, og hlutur sveitar- félaga bættur. Um framkvæmd þessara mála hefur veriö mjög deild, og skal ég ekki fara langt út i það, en ljóst er þó, að ef óbreytt heföi verið verkaskiptingin á milli rlkis og sveitarfélaga á ár- inu 1972 frá þvi, sem áður var, hefði hækkun á sköttum vegna rikisins ekki þurft að vera nema 31%, en hjá sveitarfélögunum, miðað við þær fjárhagsáætlanir sem þau lögðu á eftir, yfir 50%. Ég vil einnig vekja athygli á þvl, að ef sveitarfélögin hefðu ekki notaðsérhækkunarheimildir þær, sem þau höfðu vegna útsvara og fasteignaskatts, þá hefði álagn- ingin á milli áranna 1971 og 1972, heildarálagningin, verið svipuð og hún var á milli áranna 1970 og 1971. Hins vegar var þaö svo, að þar sem Sjálfstæðismenn réðu rikjum, eins og I Reykjavik, hlifðu þeir ekki gjaldendunum við háum sköttum og notuðu allar þær áiagsheimildir, sem þeir höfðu. Ljóst var þegar á s.l. ári, að hér var um algeran óþarf að ræða. Hægt heföi veriö að komast hjá þvi að nota þessar álags- heimildir og það mun sýna sig á árinu 1973, að þetta er á rökum reist. Hins vegar var fjárhagur sumra sveitarfélga orðinn þannig, að þeim bar nauðsyn til að nota þessa heimild að ein- hverju leyti til að rétta sinn fjárhag við á viðreisnarárunum. Það var lika ljóst, að vegna þeirra breytinga á verkaskipt- ingu milli rikis og sveitarfélaga, sem gerð var á s.l. ári, er nú meiri jöfnuður á milli byggðar- laga heldur en áður var. Ég leyfi mér að fullyrða, að þetta er eitt stærsta átakið, sem gert hefur verið til þess að jafna á milli byggðarlaganna I landinu. Enda þótt mikið hafi verið rætt um of háa, beina skatta hér á landi á s.l. ári, eru þeir þó lægri hér en I nágrannalöndum okkar. Ég vek athygli á því, að stefnumörkun á milli beinna og óbeinna skatta getur ekki farið fram að eðli- legum hætti nema tekjuöflun rik- issjóðs i óbeinum sköttum og munaðarvörum sé öll óháð vlsi- tölu. Ég vek einnig athygli á þeirri ákvörðun rlkis stj., aö hækka skattvisitöluna i 128 stig i staðinn fyrir 110, eins og gert var við fjárlagagerðina I haust svo sem framfærsluvisitalan þó sagði til um. Það þýöir i raun og veru 700-800 millj. kr. raunveruleg skattalækkun á þessu ári. Afram er nú unnið að gerð nýrra skatta- laga og er þá lögð mikil áherzla á að koma I veg fyrir skattsvik. Varaþingmenn Tómas Arnason tók I gær sætiá Alþingi i forföllum Páls Þorsteinssonar (FX í fyrra- dag tók Bragi Sigurjónsson sæti I forföllum Benedikts Gröndal (A). Ný þingmál Sex þingmenn Reykjavikur úr fjórum flokkum hafa flutt frumvörp um breytingu á lögunum um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- vörpu, sem felur I sér leyfi til að veiða neyzlufisk I botn- vörpu eða dragnót I Faxaflóa á vissum tlmum og á vissum svæðum. Átta þingmenn úr öllum flokkum hafa flutt þings- ályktunartillögu um endur- skoðun á gjaldskrá Land- slmans þannig að mismunur á gjaldi eftir fjarlægð veröi minnkaður verulega ogfyrir slmtöl innan hvers svæðis verði krafizt eins gjalds, og sé það hið sama innan allra svæða landsins. Fyrsti flutn- ingsmaður er Alexander Stefánsson (F). Pétur Sigurðsson (S) hefur flutt þingsályktunartillögu um rannsókn á reki gúm- björgunarbáta o.fl. Nýjar fyrirspurnir Alexander Stefánsson (F) spyr samgönguráðherra: 1 Hvenær má vænta endur- bóta á talsímasambandi milli Reykjavikur og Vesturlands, t.d. með fjölgun talrása? 2 Hvað eru margir simnot- endur I Vesturlandskjördæmi utan sjálfvirka kerfisins, og eru til áætlanir um, hvenær. allir simnotendur á Vestur- landi komast I sjálfvirka simakerfið? Svava Jakobsdóttir (AB) spyr félagsmálaráðherra: Hvað liður framkvæmd þingsályktunar frá 5. april 1971 um rannsókn á jafnrétti þegnanna I Islenzku þjóð- félagi? —EJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.