Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. marz 1973. TÍMINN J3 Alþingi siðasta gengislækkun Banda- rikjadals. Þessar orsakir væru yfirleitt fyrir utan valdsvið núverandi rikisstjórnar. Stefán Gunniaugsson (A) talaði siðastur, og fjallaði m.a. um efnahagsmálin og loforð stjórnarflokkanna, og eins um gagnrýni núverandi stjórnar- flokka á viðreisnarstjórnina á sinum tima. I gær var umræðunum um van- traustið haldið áfram i sam- einuðu þingi. Geir Hallgrims- son (S) taldi, að dómar þeir, sem ráð- herrarnir hefðu látið falla um stjórnarand- stöðuna i út- varpsumræð- unum, væru slikir, að vel mætti viö ,una úr þeirri átt. Einning heföi verið athyglis- vert að heyra dóma ráðherranna nú um gengislækkunina i des- ember. Hann mótmælti yfirlýsingum iðnaðarráðherra um, að stjórnarandstaðan hefði ætlaö að nota gosiö á Heimaey til að koma höggi á rikisstjórnina. Þaö væri rikisstjórnin, sem hefði ætlað að nota gosið til að hylja yfir mistök sin. Þá ræddi hann ýmis þau skil- yrði, sem væru forsendur þess, að um farsæla efnahagsþróun væri að ræöa.og taldi að rikisstjórnin heföi brotið gegn þeim flestum. Hann fjallaði siðan um ýmis önnur atriði, sem fram höfðu komið, og taldi þjóðarnauðsyn, að tekin yröi upp ný og traust stjórnarstefna. Jónas Arna- son (AB) fjall- aði um land- helgismálið. Hann minnti á ummæli Geirs Hallgrimssonar fyrir nokkru um, að afli Breta við ísland hefði aukizt ef Þetta byggði hann á tölum brezka landbúnaðarráðuneytisins. Ræddi hann nokkuð þessar tölur og yfirleitt fréttir okkur and- stæðar frá Bretlandi, og þá með- ferð, sem þær fengju i Morgun- blaðinu. Siðan rakti þingmaðurinn upp- lýsingar úr blaðinu Fishing News um afla aflahæstu skipa, sem landað hafa i Hull og Grimsby i janúar s.l. Þessar upplýsingar væru athyglisverðar, þvi það hefði verið I janúar, sem land- helgisgæzlan hefði hafið aðgerðir fyrir alvöru. Þessar tölur sýndu aði i 2. og 3. viku janúar ’73 væri afli þessara togara 22-27% minni en sömu vikur i fyrra. Sjálfsagt væri afli þeirra togara, sem minni afla fengu, enn minni miðað við afla þeirra 1972. Þetta sýndi, að afli togara Breta minnkaði verulega strax og landhelgisgæzlan hæfi aðgerðir á miðunum — og þó hefðu þær að- geröir ekki verið eins miklar og þær gætu verið. Það sýndu at- burðir siðasta sólarhrings, þegar skorið hefði verið á togvira sjö togara. Matthias A. Mathiesen (S) taldi nauðsynlegt, að stjórnin færi strax frá. Það væri vilji landsmanna. Þá taldi hann, að án samninganna frá 1961 væri staðan i landhelgismálinu ekki sú, sem raun ber vitni. Hann fjallaði einnig sérstaklega um ræðu iðn- aðarráðherra og þá gremju, sem augsýnilega væri i huga hans yfir þvi aö hafa ekki fengið sitt fram. Magnús Jónsson(S) flutti mjög langa og itarlega ræðu og ræddi um rikisbúskapinn og efnahags- málin og aðgerðir rikisstjórnar- innar i þeim efnum og stöðu þeirra I dag. Bragi Sigurjónsson (A) ræddi sérstaklega um málefni Norður- landskjördæmis eystra og einkum þó raforkumálin og taldi frammistöðu rikisstjórnarinnar i þeim málum slika, að það eitt nægði til þess að styðja van- trauststillöguna. Taldi hann, að i byggðastefnumálum hefði rikis- stjórnin alveg brugöizt a.m.k. i Norðurlandskjördæmi eystra. Þá ræddi hann samstarf rikis- stjórnarinnar við verkalýðs- hreyfinguna og vitnaði i orö Björns Jónssonar um að rikis- stjórnin hefði 8 sinnum reynt að rjúfa gerða kjarasamninga. Ólafur G. Einarsson (S) sagði, að málflutningur ráðherranna hefði verið með þeim hætti, að sennilega hefði það slegið öll fyrri met. Ræddi hann siðan ýmis atriði úr ræðum ráðherranna. Jón A. Héðinsson (A) ræddi sérstaklega efnahagsstjórnina og gengisfellingarnar. Lofað hefði verið nýjum úrræðum, þegar stjórnin var mynduð, en ekki hefði enn bólað á þeim. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, leiðrétti misskiln- ing varðandi yfirlit það um stöðu rikissjóðs við Seðlabankann, sem hann gaf i útvarpsumræðunum, en þessi misskilningur kom fram i ræðu Magnúsar Jónssonar. Gylfi Þ. Gislason (A) fjallaði um ræðu iðnaðarráðherra i út- varpsumræðunum, og sagði hana þá óheiðarlegustu ræðu, sem flutt hefði verið á Alþingi um langt árabil. Einkenni ræðunnar væru litilsvirðing á Alþingi og þing- mönnum. Auk þess hefði ráð- herrann i ræðu sinni sagt beinlinis ósatt um afstöðu' stjórnarand*- stööunnar. Magnús Kjartansson, iðnaöar- ráðherra sagði, aö vanstilling siðasta ræðumanns hefði sýnt, að enn væri snefill af sómatilfinn- ingu og samvizku i honum, þótt djúpt væri á henni. Það hefði komið fram I ræðu Gylfa i út- varpinu, að hann heföi litið á náttúruhamfarirnar sem klipu fyrir rikisstjórnina. Ráðherrann sagði, að það sem hann sagði i ræðu sinni i gær, hefði allt veriö staöreyndir. Jóhann Hafstein (S) sagði, að varla hefði veriö ein setning sönn i ræöu iðnaðarráðherra á mánu- dagskvöldið. Hins vegar væru þingmenn orðnir svo vanir þeim ósóma, sem þessi ráöherra bæri á borð, aö mönnum brygði ekki við eins og þó væri rétt. Þvi næst var umræðu lokið, en atkvæðagreiðslu frestað þar til i dag. — EJ Halaklipptir 60, þar sem hann var að veiðum á svipuðum slóðum. Ægir sker á vira Brucella Skipsmenn Ægis hafa senni- lega hugsað gott til glóðarinnar, er þeir komu að togaranum Brucella að veiðum i gær um 41.5 sjómflur norður af Rauðanúpi siðari hluta dags i gær. -Aður hafði Brucella reynt að sigla á Ægi. Látið var til skarar skriða gegn Brucella klukkan 16.12 i gær og skar Ægir þá vörpuna aftan úr Brucella. Það sást, er komið var að tog- aranum, að hann hefur lent i árekstri bakborðsmeginn. Að öllum likindum hefur togarinn lent i árekstri við verndarskipið, sem að þessu sinni var annar tog- ari. Bátadekk Brucella var brotið og sömuleiðis björgunarbátur, en hvort tveggja var heilt i gær- morgun, þegar Brucella reyndi aðsiglaáÆgi og Ægir hleypti af púðurskotunum. Þjóðhátíð enn andmælt AÐALFUNDUR Slysavarna- deildarinnar „Keðjunnar” i öngulsstaðahreppi, haldinn 24. febrúar 1973, skorar á stjórnvöld landsins og þjóðhátiöarnefnd aö fella niöur fyrirhuguð hátiðahöld á Þingvöllum i tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar 1974, en leggja þá fjármuni, sem til hátiðahaldanna eru fyrirhugaðir, til úrbóta fyrir Vestmanna- eyinga. Þegar slikur vandi leggst á herðar þjóðarinnar, finnst okkur óviðeigandi aö ausa fjármunum i kostnaðarsöm hátiöahöld, sem vafasamt er, hvort yrðu þjóðar- sómi... Yfirlætislausar samkomur i hverju héraði væru betur við hæfi, þegar þjóöin öll stendur andspænis náttúruhamförum og eyöileggingu af þeirra völdum, meiri en áður hafa þekkzt. Viðlagasjóður kaupir Stjórn Viðlagasjóðs hefur ákveðið að reisa allmargar ibúðir á ýmsum stöðum á landinu i þvi skyni að skapa fljóta og hagan- lega lausn á húsnæðisvandamál- um Vestmannaeyinga án þess að iþyngja um of innlendum ibúðar- markaði. Sem fyrsta skref i þessu máli hefur stjórn Viðlagasjóðs ákveðið að festa kaup á 200 tilbúnum hús- um og hefur þegar gert ráðstaf- anir til að hefja samninga um kaup á þeim. Viðlagasjóður mun eiga þessi hús a.m.k. fyrst um sinn og leigja þau Vestmannaeyingum. Stefnt er að þvi, að verulegur hluti þessara húsa verði tilbúinn i mai. Jafnframt er unnið að fullnað- arundirbúningi frekari fram- kvæmda á þessu sviði. Sjóslysasöfnun stendur yfir Erl, Reykjavfk. — Nú stendur yfir söfnun til þeirra aöila, sem misst hafa aðstandendur sina og fyrir- vinnu I sjóslysunuin að undan- förnu. Það eru sóknarprestarnir sr. Garöar Þorsteinsson, sr. Þor- bergur Kristjánsson og sr. Guö- mundur Þorsteinsson, sem standa fyrir þeim ásamt fleiri aðilum, og taka þeir allir á móti framlögum auk dagblaöanna og fleiri. Við áttum tal við sr. Garðar Þorsteinsson i gær, og sagði hann þá, að stööugt bærist fé i söfnun- ina, og áætlaði, að nú væru komn- ar i hana um 2 milljónir króna. Hann sagði, að tekið yrði á móti framlögum svo lengi sem þau bærust. Hér ættu margir um sárt að binda, og munaði um hverja krónuna, þó að öllum tryggingum hefði stór farið fram nú á siðustu timum, en auk dánarbóta eru ekkjunum greiddar fastar fram- færslugreiðslur mánaðarlega i 8 ár. En það segir þó ekki mikið á móti þvi að missa ástvin sinn og fyrirvinnu heimilis. Við höfðum einnig samband við Björn Tryggvason, formann Rauða krossins, en á mánudag i fyrri viku sendi isl. Rauöi kross- inn 10.000 danskar krónur til að- standenda þeirra Færeyinga, sem fórust meö Sjöstjörnunni, og hann tekur á móti framlögum i sjóslysasöfnunina. Það er sérstök ástæða til að taka fram, að reynt verður að láta eitt ganga yfir alla þá, er misst hafa fyrirvinnu sina, er til úthlutunar kemur, hvar sem þeir búa. 200 hús Vestmannaeyingum, sem hug hafa á að fá slik hús til afnota, er bent á að hafa samband við hús- næðismiðlunina i Tollbúðinni, itreka umsóknir sinar og láta skrá hvar á landinu þeir kysu helzt að fá hús. Ennfremur er þess óskað að þau sveitarfélög, sem vilja láta lóðir undir slik hús og geta haft þær tilbúnar fljótlega, hafi samband við skrifstofu sjóðsins, ef þau hafa ekki þegar haft það. (Frétt frá Viðlagasjóði) 3000 krónur ó hvert mannsbarn IBÚAR Auðkúluhrepps i Vestur- Isafjarðarsýslu voru taldir þrjátiu og átta 1. desember siöast liðinn. Þegar gosið i Vestmanna- eyjum dundi yfir, samþykkti sveitarstjórn Auðkúluhrepps að leggja sjötiu þúsund krónur úr sveitarsjóði til styrktar Vest- mannaeyingum. Þetta fé var bæjarstjórn Vestmannaeyja sent. Jafnframt fór fram almenn fjársöfnun I hreppnum, og á þann hátt söfnuðust 40.600 krónur, er Rauöa krossi Islands voru sendar. í Auðkúluhreppi hafa þvi nálega þrjú þúsund krónur á hvert mannsbarn veriö lagöar fram vegna Eyjagossins. dráttarvél MF Massey Ferguson s 3 Áratuga dygg þjónusta við bændur í flestum löndum heims hefur gert Massey Ferguson að sígildri dráttarvél. Vegna útbreiðslunnar eru landbúnaðartæki um atlan heim hönnuð með Massey Ferguson í huga. Eigendur MF þurfa því ekki að hafa áhyggjur þótt ný tæki komi á markaðinn. Tengingarnar passa. Þess vegna er Massey Ferguson örugg fjárfesting. Traust þjónusta og rómuð ending tryggja^hátt endursöluverð. ~ MF • Massey Ferguson er léttbyggð og kraftmikil. þritengibeizli eða dráttarkrók. • Hún er aflmest allra dráttarvéla miðað við þyngd. •Kraftmikil Perkins dieselvélin er sérstaklega gangörugg Jarðvegsþjöppun helzt þvi i lágmarki. hvernig sem viðrar, og fjölbreyttur tæknilegui búnaður •Hin mikla dráttarhæfni MF fæst með þungatilflutningi á tryggir mikil vinnuafköst. SUÐURLANÐSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SÍMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.