Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 15
Mi&vikudagur 7. marz 1973. TÍMINN 15 Aðstoðarlæknar Þrjár stöður aðstoðalækna við Barnaspitala Hringsins, Landspitalanum eru lausar til umsóknar. Tvær stöðurnar veitast frá 1. april n.k. en ein frá 1. júli n.k. Umsóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf sé skilað til stjórnarnefndar rikisspitalanna Eiriksgötu 5 hið fyrsta en umsóknarfrestur um stöðuna, sem veitist 1. júli er þó til 6. april n.k. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 5. marz 1973 Skrifstofa rikisspitalanna Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við rannsóknadeild Landspitalans i blóðmeinafræði er laus til umsóknar. Æskilegt er, að umsækjandi hafi reynslu I lyflækningum. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5 fyrir 6. april n.k. Reykjavik, 6. marz 1973 Sknfstofa rikisspítalanna. Fóstra Staða fóstru við dagheimili Landspitalans er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir forstöðukona dagheimilisins, simi 21354. Reykjavik, 6. marz 1973 Sknfstofa rikisspitalanna. Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna verður haldinn i Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykjavik, sunnudaginn 11. marz n.k. og hefst kl. 14. Dagskrá: I. Skýrsla stjórnar. II. Reikningar félagsins. III. Lagabreytingar. IV. Kosningar. V. önnur mál. Stjórnin. ... 1 1 1 Við velíum rwM það borgar sig PUntal - OFNAR H/F. < Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 O Hið jákvæða fyrir heill þeirra. Þessi andi fjöl- skyldunnar á siðan á ná út til þjóðfélagsins og loks alls mann- kyns. í draumi Augusts Comtes um hið jákvæða mannfélag rikir samræmi, fegurð og jafnvægi. Maðurinn hefur i krafti hinnar jákvæðu lifsstefnu gert jörðina sér undirgefna, og með þeirri framsýni, sem þekkingin á mann- inum og þjóðfélaginu veitir, er hægt að komast hjá áreksturum og mistökum. Menn einbeita sér að skapandi verkum og halda áfram ótrauðir á braut sivaxandi þróunar. Comte ætlast til, að þekkingin á vandamálum mannsins, verki aftur á aðrar visindagreinar á þann veg, að þær taki rétta stefnu i þeirri við- leitni sinni að leysa þarfir mannsins. Þetta að hugsa um hag heildar- innar blundar i eðli hvers manns Það þarf aðeins að vekja það. En hvernig er það hægt? Með trú. Maðurinn getur ekki verið án trúar. Comte tók sér þvi fyrir hendur að stofna ný trúarbrögð, sem gegna áttu þvi hlutverki að vekja hið jákvæða eðli mannsins. Kjarni þessarar trúar var að skapa hið rétta lifsviðhorf. Og það er vivre pour autrui,að lifa fyrir aðra. Trúarbrögðin hafa á öllum timum verið sameiningaraflið. Það var þvi eðlilegt að Comte spyrði sjálfan sig, hvað gæti sameinað menn á stigi hinna jákvæðu visinda. Og svar hans var. Ný trúarbrögð. En á hvað á þá maðurinn að trúa? Allt, sem áhangendur fyrri trúarbragða trúðu á er samkvæmt kenningum Comtes yfirskilvitlegt eða háskpekilegt og þess vegna i ósamræmi við lifsafstöðu hins positiva manns. Á hvað getur maðurinn þá trúað? Le Grand Étre, hið stóra mannlif eins og það birtist i kynslóðunum lifandi, dauðum og óbornum. 1 stað þess að dýrka guö á að dýrka Le Grand Étre-, hina miklu veru. Og hin mikla vera er maðurinn i sinni vfðtækustu merkingu. Og Auguste Comte varð spá maður þessarar nýju trúar, sem brátt eignaðist sina eigin presta, helgisiði og helgidaga. Þetta varð þó mörgum fylgjendum hans feimnismál. Þeir voru reiðubúnir til að lita á hina positivu heimspeki sem lokaorð hennar, en drögu fjöður yfir hin nýju trúarbrögð, og kenndu um tilbeiðslu hans á ungfrú Clotildi de Vaux. Eins og að likum lætur gerðust margir til að gagnrýna kenningar Auguste Comtes. Mörgum visindamönnum geðjaðist vel að takmörkunum þeim, sem hann setur mannlegri hugsun. En þeir vildu hins vegar ekki gangast undir merki hans, og gera aðferð hans að algildri lifsskoðun. Sumir risu meira að segja öndverðir gegn honum. Þannig segir prófessor Huxley, (Physical Basis of Life, Edenborg 1868) að litið sem ekkert sé i heimspeki Comtes, sem hafi visindalegt gildi. Auk þess sé kjarni hennar tekinn frá David Hume: — ,,Það er nóg til að fá David Hume til að snúa sér við i gröf sinni, að hér næstum i kallfæri við hús hans standa heillaðir áheyrendur og hlusta án andmæla á, að það sem mest einkennir kenningar David Hume er eignað lrönskum höf- undi sem uppi erhálfri öld siðar”. Margir hugsuðir á 19. öld litu á „positivisma ” Comtes sem endanlega niðurstöðu heim- spekinnar, en tilraun hans til að mynda ný trúarbrögð var yfirleitt ekki tekin alvarlega. Svipuðu máli gegnir um þjóðfélags- kenningar hans. Jafnvel þótt hann megi með réttu teljast faðir félagsfræðinnar. Sú bjartsýni hans að halda, að þekking á stað- reyndum sé ein nægjanleg til að menn fari að breyta skynsam- lega, er naumast mjög raunhæf. Nú fer þeim einnig fækkandi, sem trúa á hið óskeikula lögmál, sem hann þóttist finna, um þróun mannsins og þjóðfélagsins. 1 augum margra eru allar tilraunir til að ákveða innri lögmál þróunarinnar vafasamar, ef ekki beinlinis barnalegar. Þetta á ekki aðeins við um þriggja-þrepa-þróun Comtes, hina þrjá „þesa” Hegels, dialektiska efnishyggju Karls Marx, lögmál Darwins, „survival of the fittest” og járnlög Malthusar, „heldur á þetta einnig við um nýrri tilraunir Spenglers og Arnolds Toynbee. Hafa mann- leg visindi nokkra getu til að finna róuninni ákveðna forskrift? N- tima lifeðlisfræðingar ræða til dæmis um að maðurinn, sem einstaklingur hafi möguleika á að breytast á tólf billjón mismun- a n d i v e g u . Framvindan getur tæplega verið jafneinföld og mannleg skynsemi, — sem fremur er tæki til sjálfsviðhalds en þekkingar. Eftir daga Auguste Comte hefur orðið „positiv” eða jákvæður verið notað i mjög breytilegri merkingu. Þó má segja að „positivistar” skiptist aðallega i tvo flokka. 1 þeim fyrri eru hinir hógværu „positivistar”, sem lita á „Positivisma” fremur sem rannsóknaraðferð en lifs- skoðun. Þeir taka þvi enga afstöðu til hluta, sem ekki er hægt að sýna með visindalegum aðferðum. Þeir taka enga afstöðu til þeirra spurningar, hvort til sé annar veruleiki, en veruleiki „visindanna”. Trú og heimspeki eru einfaldlega ekki til umræðu, — og skipta jafnvel ekki máli. t siðari flokknum eru hinir ströngu „positivistar”. Þeir taka ákveðna afstöðu gegn heimspeki og trú . Af öllum hugsanlegum móðgunum finnst þeim sú móðgun mest, aö segja, að þeir hafi ef til vill ódauðlega sál, ellegar að til kunni að vera guðleg forsjón: — Visindin hafa ekki sannað neitt um tilveru æðri máttarvalda. Ergó, — hindur- vitni. Áhrifa positivismans hefur gætt i rikum mæli beggja megin Atlantshafsins. t Englandi varð einkum John Stuart Mill til að kynna ,, Cours de philosophie positive ,, og hann geði hina visindalegu aðferð Comte að sinni. — Menn eins og franski stærðfræðingurinn Henri Poincaré og austurriski eðlis- fræðingurinn Ernst Mach til- einkuðu sér báðir kenningar Comtes, kynntu þær og þróuðu. Báðir þessir menn urðu aftur fyrirrennarar Alberts Einsteins. — t Bandarikjunum birtast áhrif Comes i ritum C. S. Peirce og siðan i verkum William James og John Dewey, sem eru upphafs- menn Pragmatismans. Snjómunstur fyrir 1000X20 1100X20 Snj hjólbaro með djúpum slitmiklum munstrum Ármúla 7 • Reykjavík Seljum sólaða hjólbarða með ýmsum slitflatar munstrum á fólksbíla jeppa og vörubíla H F Sími 30501 Bótagreiðslur Almannatrygginga í Reykjavík Útborgun ellilifeyris i Reykjavik hefst þessu sinni fimmtudaginn 8. marz. Tryggingastofnun ríkisins Verkstjóri á saumastofu Hjá Dyngju hf. Egilsstöðum, er laust starf verkstjóra á saumastofu. Nauðsynlegt að umsækjandi hafi reynslu í verkstjórn. Klæöskeramenntun æskileg. 1 boði eru góö kjör og góð vinnuaðstaða auk útvegunar húsnæðis. Skriflegar umsóknir sendist pósthólfi 37, Egilsstöðum fyrir 12. marz n.k. Prjónastofan Dyngja hf. Egilsstöðum. Menntamálaráðuneytið Kynningarfundur um grunnskólafrumvarp og skóla- kerfisfrumvarp verður haldinn að Leik- skálum, Vik i Mýrdal, sunnudaginn 11. marz, kl. 15. Framsögumaður verður Birgir Thorlacius.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.