Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. marz 1973. TÍMINN 11 stúlkunni var enn með henni lifs- mark og náði hún að stynja upp: „Hjálp, hjálp, ég er að deyja... Rúmum hálftima eftir að morðið var framið, var lögreglan i Borás og nágrenni búin að setja umfangsmikla rannsókn og leit af stað — en þá voru piltarnir að borða kvöldmat með fjölskyldum sinum . t fréttum sjónvarpsins um kvöldið fengu þeir siðan að vita, að fórnarlamb þeirra hafði látið lifið. Annar pilturinn var þó hinn rólegasti og fór að sofa eins og venjulega, en hinn átti erfiðara með að einbeita sér og var æstur og órólegur. Seint um kvöldið sagði systir þess sama pilts föður sinum frá morðinu og lét hann sér þegar detta i hug, að það hefði eitthvað samband með óróleika sonar sins. „Það var sonur okkar sem myrti Ulricu....” Um nóttina átti faðirinn erfitt með svefn vegna martraðar og þegar hann fór á fætur um 7-leytið sat kona hans á rúmstokki sonar sins, sem þá hafði sagt móður sinni frá öllu saman. Foreldrarnir höfðu þegar sam- band við lögregluna, sem sótti piltinn og vakti fjölskyldu hins til að skýra frá staðreyndunum. Félagsmálaráð og barna- verndarnefnd Borðs tók við piltunum þegar i stað og i félagi við lögregluna var farið með piltana á morðstaðinn, þar sem þeir lýstu atburðum nákvæm- lega. A eftir var haft eftir nokkrum lögreglumannanna, að greinilega gerðu drengirnir sér enga grein fyrir alvöru málsins, hvað þá að þeir gerðu sér ljóst, að þeir höfðu orðið manneskju að bana. Þeir sögðust hafa reiknað með að hún myndi lifa hnifs- stungurnar af: „Hún var i svo þykkri kápu”, sagði annar þeirra i sakleysi sinu. Annar grætur, hinn heldur sig vera i spennandi leik Siðan hafa þeir verið yfir- heyrðir hvað eftir annað og enn virðist svo vera, sem þeir séu sér ekki meðvitandi um hvað þeir hafa gert. Þó litur út fyrir, að það sé smátt og smátt að renna upp fyrir þeim. Lögreglan hefur skýrt frá þvi, að annar þeirra — liklega sá, sem ekki gat sofið — falli saman við og við undir yfirheyrslunum og gráti Piltarnir tveir sýna lögreglumönnum á morðstaðnum hvernig atburðirnir gcngu fyrir sig. en fyrir hinum virðist þetta vex a meira sem spennandi leikur. Ekki er gott að segja til um hvað af drengjunum verður. Þeir eru ekki nægilega gamlir til að sitja i fangelsi, enda eiga þeir náttúr- lega ekki heima þar, en samt sem áður virðast yfirvöld ekki alveg viss um framhaldið á þessu óhugnanlega morðmáli. Ýmsir sérfræðingar hafa lýst yfir skoðunum sinum á mögulegum ástæðum og eru flestir sammála um, að bókin hafi ekki verið af- gerandi i þvi sambandi; þrátt fyrir að drengirnir hafa báðir sagt, að þeir hafi fengið hug- myndina úr bókinni. Aðrir sér- fræðingar — sálfræðingar, félags- fræðingur, afbrotafræðingar og svo framvegis — hafa einnig látið i ljós tvær skoðanir á, hvort öl- drykkjan hafi haft nokkuð af- gerandi að segja i þessu sam- bandi, en engu að siður hefur for- maður þeirrar þingnefndar, sem nú endurskoðar áfengislög- gjöfina, sagt: „Ég get ekki að svo stöddu sagt neitt ákveðið um málið, en mér þætti óliklegt að viö tækjum ekki tillit til þessa sérstaka atviks, þegar rætt verður um sölu og dreifingu á „milliöli”. Og félagsmálafulltrúi einn i Borás hefur sagt aðspurður um örlög drengjanna og framtið þeirra: „Það segir sig sjálft, að ekki geta þeir verið hér i Borás áfram, en enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið nema það, að þeir þarfnast mikillar og góðrar geðhjálpar. — Hana munu þeir fá”. Bjórinn tor- tryggður Éins og fyrr segir hefur þetta hörmulega morö vakið mikinn óhug i Sviþjóð og enn hefur athylgi manna beinzt að sivaxandi afbrotafjölda þar, og þeirri staöreynd, að lögreglan hefur ekki náð að upplýsa nema tæpan helming allra þeirra afbrota, sem framin hafa verið á undanförnum árum. Yfirvöld viðs vegar um landið hafa krafizt þess af rikisstjórninni að fá aukin fjár- framlög til löggæzlu, og sáu þeir Palme og Strang sér það loks fært i fjárlögum þessa árs, sem jafn- framt er kosningaár. Þessa er getið hér, þvi að þaö hefur oft verið sett i samband hvert við annaö. En Borás-morðið, þetta til- gangslausa og hræðilega morð, hefurýtt undirkröfur þeirra.sem vilja bjórinn burt, og margt bendir til að þeir fái loks vilja sinum framgengt — a.m.k. að einhverju leyti. Tveir 13 ára piltar myrtu 16 ára stúlku eftir að hafa lesið um svipað morð hann segir að sé tilbúningur vegna þess að það hefur ekki verið sannað. Til hvers er lika að spyrja um „innstu orsakir?” Og tiverju erum við nær, þótt okkur 3ér svarað með óljósum hug- tökum um andleg öfl, og ósýni- legan grundvöll tilverunnar? Comte hafnar öllum háspeki- legum spurningum um öfl, or- sakir og innsta eðli hlutanna. Þetta er þó að hans dómi nauð- synlegt stig. Bilið milli hinnar guðfræðilegu lifsafstöðu og hins visindalega viðhorfs, er svo breitt, að heimspekin er nauðsyn leg til að brúa það. Hlutverk hennar er að leiða manninn frá hinu yfirskilvitlega til hins raun- verulega. Comte viðurkenndir, að djúpstæðustu skilningsþörf mannsins sé ekki fullnægt nema hann fái svör við spurningum um orsakir, en um slikt getur ekki verið að ræöa. Þriðja þróunarstig mannsin er hið jákvæða, visindalega lifsvið- horf. Þegar hér er komið hefur maðurinn að sögn Comte eftir ár- þúsunda villu gengið hinar tvær nauðsynlegu blindgötur sinar á enda, leið trúarinnar og leið heimspekinnar. Og hann leggur nú upp i nýja ferð. Hann reynir þriðju leiðina, leið visindamanna. Hann hættir að spyrja um innstu orsakir. Hann litur ekki lengur á háspekina sem þekkingu, vegna þess að hún liggur handan landa- mæra hinnar mannlegu getu. Hannhæ ttir að gera sér von um algera þekkingu Þekkingin er ævinlega afstæð og aldrei algjör, þvi að við getum aldrei rakið hana til rótar. Maðurinn verður að játa uppgjöf sina gagnvart hinum stóru spurningum og láta sér nægja að fást við það eitt, sem hann ræður við. Höfuðmarkmið hans verður nú að rannsaka fyrir- brigðin sjálf, finna þau lögmál, sem stjórna afleiðingum, og inn- byrðis afstöðu hlutanna. Maðurinn verður að halda sig ein- göngu við staðreyndir og sam- hengi þeirra, ef hann á að geta gert sér vonir um að þekkja veru- leikann i náttúrunni, og mann- félaginu. Menn vinna úr reynslu sinni með aðferð visindanna, um aðra þekkingu er ekki að ræða. Þetta er i stuttu máli kenning Comte um hina óhjákvæmilegu þriggja-þrepa-þróun. Eins og fyrr segir á þessi þróun sér jafnt stað hjá þjóðum og einstaklingum. O'g þessi þróun á sér óhjákvæmi- lega stað i hverri visindagrein. Ef litið er til dæmis á stjörnufræði kemur i ljós, að á frumstigi hennar beita menn yfirskilvitleg- um og guðfræðilegum skýringum. Himintungl og hreyfingar þeirra eru jafnan háð persónulegum guðum. Á öðru stigi eru himin- tungl útskýrð heimspekilega á margvislegan hátt. Það er ekki fyrr en á þriðja stigi, hinu jákvæða visindalega stigi, sem þessi fræði verða raun- veruleg þekking, þar sem menn með stærðfræði, eðlis- og efna- fræði komast að hinu rétta eðli þeirra. — Aðrar visindagreinar eru skemmra á veg komnar t.d. veðurfræðin. Og einmitt vegna þess hvað veðurfræði er skammt á veg komin, eru til menn, sem biðja um gott veöur. Sömu mönnum mundi ekki detta i hug að fara með bæn til að reyna að breyta upprás sólarinnar eða til að hafa áhrif á sjávarföll. Vegna þess að bæði visinda- greinar og mannfólkið er komið misjafnlega langt i þessari þróun, getur sami maður beitt öllum þremur aðferðunum. Hann getur haft visindalega afstöðu til eðlis- fræðinnar og ekki viðurkennt þar annað en þau lögmál, sem stjórna hlutunum. Þessi sami maður getur haft heimspekilega afstöðu til liffræðinnar og velt fyrir sér orsök lifsins, i stað þess að rann- saka staöreyndir og lögmál þess. Og loks getur sami maður haft trúarlega afstöðu til þjóðfélags ins. Allt þetta skapar glundroða, sem ekki verður lagfærður, nema fylgt sé einni aðferð. Það er nauð- syn að leita hins eina sem sam- einar. I stigi trúarinnar er það guð. A stigi heimspekinnar er það náttúran. A stigi visindanna, segir Comte, veröur það að vera hið mannlega. Menn verða að sameinast i hinni jákvæðu, visindalegu lifsaf- stöðu. Þegar hún veröur almennt viðurkennd á öilum sviðum finnur maðurinn alla þá þekkingu sem honum er unnt að öðlast, þvi að hin visindalega aðferð er hin eina þekkingarleið mannsins. „Alla sögu manna ætti að skoða sem sögu eins manns, — manns, sem heldur áfram að lifa og læra”. Comte þykist hafa sýnt fram á það með kenningu sinni um þriggja-þrepa-þróun, að fram- þróun mannsins stjórnist af föstu lögmáli. Það er ekki hægt að breyta þvi, en það er hægt að hagnýta það og flýta þróuninni með þekkingu á eðli hennar. Allar visindagreinar rannsaka náttúruna. Félagsvisindin ein rannsaka manninn i þjóðfélaginu. Þau eru þrengsta visindagreinin, en um leið flóknust og byggjast mest allra visindagreina á reynslu. Comte beitir hér samt sömu að- ferð og i náttúruvisindunum. öll rannsókn er takmörkuð við að skilgreina fyrirbæri i sam- félaginu, sem fara saman eða koma hvert á eftir öðru á reglu- bundinn hátt. — Þróun án þekk- ingar einkennist af töfum hindrunum, styrjöldum og enda- lausri baráttu. Skilningurinn á hinni óhjákvæmilegu þróun flýtir henni og kemur i veg fyrir styrjaldir og alvarlegra árekstra sem hún annars hefur i för með sér. Hlutverk hins jákvæða lifsviðhorfs er þvi að upplýsa menn um þróunina og undirbúa þá undir það sem koma skal. Maðurinn er ekki siður félags- vera en einstaklingur. Fjöl- skyldan er hin fyrsta eining sam- félagsins. Þar lærir maðurinn fyrst að vera félagsvera og að taka tillit til annarra og vinna Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.