Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 20
r " .......... MiOvikudagur 7. marz 1973. - MERKID SEM GLEÐUR HHtumst i kaupfélaghm Hlégarður Samkomusalir til leigu fyrir: Arshátiðir, Þorrablót, fundi, ráðstefnur, afmæiis- og ferm- ^ ingarveizlur. Fjölbreyttar veitingar, stjórir og litlir salir, r'áS^Mstórt dans8ólf- UPP!- °g pantan- tji'■ ir hJá húsverði i sima 6-61-95. ^GOÐI \fyrir yóóan mtti $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Félagsheimili stéttar- félaga opnað í Borgarnesi JE, Borgarnesi — Laugardaginn þriðja marz var formlega tekið i notkun félagsheimili stéttarfélaga i Borgar- nesi, er hlotið hefur nafnið „Snorrabúð.” Ingibjörg Magnúsdóttir setti samkomuna og stjórnaði henni, las hún hátiðarljóð, sem félögun- um hafði borizt i tilefni af opnun- inni. Þessu næst gerði Jón Agnar Eggertsson grein fyrir starfsem- inni og starfi húsfélagsins, en eftirtalin félög eiga i húsinu: Verkalýösfélag Borgarness, Iðn- sveinafélag Mýrasýslu, Vörubil- stjórafélag Mýrasýslu og Verzl- unarmannafélag Borgarfjarðar. Húsfélagið var stofnað siðast- liöið sumar til að annast kaup og rekstur á húseign er hentað gæti sem félagsheimili fyrir stéttar- félögin. Festi húsfélagið kaup á húseigninni Gunnlaugsgötu 1, sem er tvilyft steinhús. Á efri hæð hússins er fundarsalur, sem rúm- ar 60-70manns.og eldhús. Á neðri hæðinni eru skrifstofur fyrir félögin, og skrifstofa fyrir hús- vörð. Litilsháttar breytingar varð að gera á húsinu, og voru þær gerðar i sjálfboðavinnu af félags- mönnum. Stjórn húsfélagsins skipa Guð- mundur V. Sigurðsson formaður, Unnsteinn Arason ritari, Guðrún Eggertsdóttir gjaldkeri, og Björn Hermannsson og Jón Agnar Egg- ertsson meðstjórnendur. Við viglsu félagsheimilisins tóku margir til máls, meðal annars Gisli Bjarnason, formaður Iðnsveinafélags Mýra- sýslu, Eyjólfur T. Geirsson, formaður Verzlunarmanna- félagsins, Halldór Brynjólfsson, formaður Vörubilstjórafélagsins, og Jón Agnar Eggertsson, varaformaður Verkalýðsfélags- ins. Formanni Verkalýðsfélags Borgarness, Guðmundir V. Sig- urðssyni, sem ekki gat verið við- staddur vigsluna, voru færðar þakkir fyrir ötula forystu i mál- inu. Þá bárust húsfélaginu góðar gjafir. Hjörleifur Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafns A.S.I., flutti fróðlegterindi um starfsemi listasafnsins og opnaði um leið sýningu á málverkum i eigu ASI. Sýningin var opin um helgina og sóttu hana um 200 manns. Akveðið er að hafa sýninguna opna fram á næsta sunnudag 11. marz. Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 20-22, nema á laugardag 10. marz frá kl. 14-22, og á sunnudaginn 11. marz er sýningin opin frá klukkan 14-17. NÝ SAMBANDSTÖLVA MEÐ 96 ÞÚS. MINNISEININGUM BJARTUR NK-121 r og rúm fyrir 200 milljónir bókstafa d seguldiski NYR SKUTTOGARI Þó, Rcykjavik — Hinn nýi skut- togari Norðfirðinga, Bjartur NK-121, kom til Neskaupstaðar á föstudagsmorgun eftir sex vikna siglingu frá Japan. Bjartur, sem er 462 brúttólestir að stærð, fékk mjög gott veður á heimsiglingu, nema fyrstu vikuna, þá var bræla, annars var alltaf logn eða meðbyr. Skipstjóri á Bjarti er Magni Kristjánsson, en hann var áöur með fyrsta skuttogara tslendinga Barða NK-120. 1. stýrimaður er Herbert Benjaminsson. 1. vélstjóri er Sigurður Jónsson og 2. vélstóri Guðmundur Sigmarsson. Bjartur, sem verður gerður út á vegum Otgerðar Sildarvinnsl- unnar i Neskaupstað, fer á veiðar einhvern næsta dag. Framkvæmdastjóri Otgerðar Sildarvinnslunnar er Jóhann K. Sigurðsson. Meðfylgjandi mynd tók Guð- mundur Sveinsson er Bjartur kom til Neskaupstaðar i fyrsta skipti. KJ, Reykjavik —t nýútkomnum Sambandsfréttum er skýrt frá þvf að f lok þcssa árs fái Samband is- lenzkra samvinnufélaga nýja tölvu, sem verður með 96 þús. minniseiningum I stýriseiningu, á móti 24 þús. minniseiningum i tölvunni, sem nú er f notkun. Nýja tölvan verður bæði fyrir segul- bönd og seguldiska, og er rúm fyrir 200 milljón bókstafi á seguldiskunum. Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins undirritaði leigu- samning við IBM á Islandi um leigu á þessari nýju tölvu, sem er af gerðinni IBM 370-125. Gunnlaugur Björnsson Líf sjúklinga í hættu Allsherjarverkfall yfirvofandi d Bretlandi NTB, London. —Leiðtogar 47.000 starfsmanna gasstööva á Bret- landi hótuðu i gær að hefja nýjar aðgerðir i mótmælaskyni viö stefnu stjórnarinnar i launamál- um. Þeirhafa sett iðnrekendum um land allt þau lokaskilyrði, að strangara eftirlit verði haft með afhendingu jarðgass til iðnaðar. Ef þeim verður ekki framfylgt, hóta starfsmenn gasstöðva að takmarka gasafhendingu frá gas- stöövum. Verkfallsmenn ræddu i gær um, hvort stöðva ætti alla afhendingu gass, en engin ákvörðun var tekin um það. Óttazt er, að margir sjúklingar deyi af völdum verkfalls starfs- fólks sjúkrahúsa. Fulltrúi sjúkra- húss eins i London sagði i gær að margir krabbameins- og hjarta- sjúklingar, sem þyrftu meðferðar við, hefðu verið sendir heim. Óhreinn þvottur frá siðustu viku hefur safnazt fyrir á flestum sjúkrahúsum, og hætta er á, að sjúklingar fái húðsjúkdóma, smitsjúkdóma og aðra kvilla, ef verkfallsöldunni gegn rikisstjórn- inni linnir ekki. Tillaga um sólarhrings alls- herjarverkfall i mótmælaskyni við stefnu rikisstjórnarinnar i launamálum var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi lOOOfulltrúa 130 verkalýðsfélaga i fyrradag. Ekki var tilefndur ákveðinn dagur, en allsherjar- verkfall hefur ekki verið gert i Bretlandi siðan 1926. Um 75.000 brezkir verkamenn taka þegar þátt i skæruverkföllum og öörum mótmælaaðgerðum gegn launamálastefnunni. Anthony Barber lagði i gær fram fjárlagafrumvarp rikis- stjórnarinnar 1973-74 i neðri deild þingsins. Búizt var við, að það fæli i sér hækkun eftirlauna og samdrátt i framkvæmdum rikis- ins, og að Barber styngi upp á skattalækkun á láglaunafólki, og að heimilaður veröi óhófsskattur á vissar vörutegundir, sem kæmi til framkvæmda i april. KOSNINGAÚRSLIT í CHILE NTB, Santíago. — Úrslit þing- kosninganna i Chile voru tilkynnt i gær eftir 36 tima töf. Stjórnar- samsteypan og stjórnarandstöðu- flokkarnir telja sig hvorir tveggja hafa borið sigur úr být m. Talsmenn hins öfgasinnaða hægri þjóðarflokks fullyrtu auk þess, að með kosningasvindli hefði a.m.k. eitt þingsæti verið haft af flokknum. Sex flokka stjórnarsamsteypa Salvadors Allende forseta fékk 43.4% atkvæða, sem er meira en hlutlausir stjórnmálafréttaritar- ar höfðu búizt við. Kosninga- bandalag stjórnarandstöðuflokk- anna fékk 54,7%. Samsteypa Allendes vann sex þingsæti i neðri deild og tvö i efri. Það styrkir að sjálfsögðu stöðu stjórnarinnar en breytir þó engu um valdahlutföllin i þinginu, þar sem Allende hefur haft meirihlut- ann á móti sér alla sina forsetatið frá þvi i nóvember 1970. forstöðum aður Skýrsluvéla deildar Sambandsins hefur kynnt sér þessa nýju tegund af tölvu hjá IBM i Bandarikjununii og sagði hann i viðtali við Sambandsfrétt- ir, að gert væri ráð fyrir stækkun á þessari nýju tölvusamstæðu, og auk leigunnar á tölvunni var einnig samið um leigu á svo- nefndu diskskráningartæki, IBM 3740, sem kemur væntanlega á næsta ári. Það skráir upplýsingar beint á plötur, ekki ósvipaðar 45 snúninga hljómplötum, og kemst jafnmikið efni á hverja plötu og á um tvö þúsund gataspjöld, sem nú eru notuð. Diskskráningartæk- ið er jafnframt fjarvinnslutæki, þe. það má hafa i simasambandi við tölvuna, hvar sem er á land- inu, og láta það flytja skilaboð beint til hennar og aftur til baka. Skilar tækið þeim þá annað hvort skrifuðum eða á sjónvarpsskerm, sem á þvi er. Fjarvinnslumiðstöð og gagna- banki Gunnlaugur gat þess einnig, að starfsemi Skýrsluvéladeildar hefði aukizt jafnt og þétt, svo að afkastageta tölvunnar, sem nú er notuð væri orðin nokkurn veginn fullnýtt. Þvi væri nú naumast hægt að bæta við verkefnum, en þessi vél hefur verið i notkun með nokkrum breytingum s.l. fimm ár. Nýja tölvan verður hins vegar hin fyrsta hérlendis, sem pöntuð er beinlinis i þvi augnamiði að verða fjarvinnslumiðstöð og gagnabanki fyrir fyrirtæki viðs vegar um landið, og mun þessi nýja tækni skapa möguleika á verulegum flýtisauka við bókhald og skýrslugerð samvinnufélag- anna. Pearl S. Buck látin NTB, New York. — Rithöfundur- inn Pearl S. Buck lézt i gær i svefni að heimili sinu i Vermont i Bandarikjunum, áttræö að aldri. Pearl S. Buck ólst upp i Kina og lærði kinversku á undan ensku, en faöir hennar var bandarfskur trúboði. Meðal fjölmargra bóka hennar er Góð jörð. Fyrir þá bók hlaut hún Nóbelsverðlaun árið 1938. Hún varði miklum hluta starfs- krafta sinna til að bæta sambúð Kínverja og Bandarfkjamanna. Índíánarnir hafna griðatilboði NTB, Vounded Knee, Suður Da- kóta. — Indiánarnir 200 sem frá þvi á fimmtudag hafa haft bæinn Wounded Knee á valdi sinu, höfnuðu i fyrra- dag tilboði yfirvalda um sak- aruppgjöf og fyrirheiti um ferðafrelsi, ef þeir gæfust upp. Þess i stað hafa þeir krafizt þess að fá að ræða vandamál sin við Kissinger ráðgjafa Nixons for- seta i öryggismálum. Indiánarnir brenndu bréfið með tilboðinu um sakaruppgjöf, og ætluðu aö afhenda öskuna siðar, er þeir hitta fulltrúa 130 hermanna og leynilögreglu- manna, sem hafa umsátur um bæinn. Einn leiðtogi Indiána i Wounded Knee sagði, að þeir vildu ekki semja um að fá að fara frjálsir ferða sinna, heldur ræða vandamál Siouxindiána I Banda- rikjunum og einkum vandræði Oglala-Siouxindiána á svæðinu umhverfis bæinn. — Við viljum ræða við starfs- menn innanrikisráðuneytisins, helzt Rogers Morton innanrikis- ráðherra, en ef nauðsyn ber til Henry Kissinger, sagði Carter Camp, einn leiðtogi Indiánanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.