Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miftvikudagur 7. marz 1973. aldrei borðað fyrr en hálfellefu. Caddie og Rob höfðu nýlokið snæðingi, þegar dálitið gerðist, sem Caddie, barn Fanneyjar og Darrells, hafði aldrei orðið fyrir áður,— hún gleymdist. Inn i veitingasalinn kom maður, sem hún hélt að væri Italskur þvi að hann var lágur vexti og þrekinn, hárið þykkt og brúnt, stuttklippt, og augun eins og svört ber i sól- brenndu andlitinu. Hann stóð stundarkorn i dyrunum og renndi augunum um salinn, en þegar hann sá Rob, glaðnaði yfir honu. — Rob! Mér var sagt, að þú værir staddur hérna. — Aldo, hrópaði Rob og stökk á fætur--- Þetta er dásamlegt! Dásamlegt! Þeir fengu sér sæti. — Ég hef verið að senda þér skeyti i allan dag. Renato segir að það sé enginn simi á þessu leiðinlega sveitasetri. — Svo er Guði fyrir þakkandi. — En það er ótækt.Rob brosti. — Ég mundi ekki einu sinni kæra mig um, að þú hringdir til min Aldo leit á Rob með góð- látlegan svip i skærum augunum. — Ertu hamingjusamur, Rob? — Sælli en ég hefði getað imyndað mér. Aldo teygði fram höndina og þrýsti handlegg Robs, Rob mundi allt i einu eftir Caddie. — Caddie, þetta er Brancati prins. Sagði Rob prins? Caddie stóð upp, þvi aö hún var vel upp- alin, en var ekki viss um, hvort hún ætti að hneigja sig. Prinsinn rétti henni höndina. og siðan mundu þeir ekki eftir henni i marga klukkutima, sagði Caddie. — Fanney sagði Caddie seinna, að Brancati prins væri einn af þessum sérkennilegu mönnum, sem léku lausum hala, en hefði áhuga fyrir starfi Robs. Hún hafði þegar uppgötvað, að það voru einhverjir slikir menn við hverja kvikmynd. Hvað voru þeir? Framleiðendur? Stuðningsmenn? — Ég veit það ekki, en það er eitt- hvað viðvikjandi fjármálunum, sagði Fanney hikandi og það er sennilega þess vegna, sem þeir hafa áhrif, hvað snertir handrit og annað. — En Aldo prins — Caddie var búin að gleyma nafninu Brancati — sagðist ekki hafa peninga. Það var eitt af þvi, sem hann sagði. — Ég hef enga peninga Rob.og hann baðaði út höndunum. Svona, og Caddie hermdi eftir honum. — Hann þekkir fólk, sem á peninga, sagði Fanney — og hann á sjálfur miklar jarðeignir og kastala. Aldo prins brosti snöggvast til Caddiar og vék sér siðan aftur að Rob, — 1 kvöld er Rigoletto, og ég frétti i dag, en ekki fyrr en klukkan fjögur, að Renata Scotts, sem leikur Gildu, er veik. Þeir fengu Letti litlu með flugvél frá Rom. Bianca Letti. Þú manst, að ég hef sagt þér frá henni. Hún er afar afar lagleg. Hann klappaði á handleggin á Rob til áherzlu. Falleg, svo ekki sé minnzt á röddina. 1 kvöld syngur hún hlut- verk Gildu. Gildu! Það er i kvöld. Þetta er einstakt tækifæri. Hann leit á útið sitt. — Við getum komizt inn núna og hlustað á þriðja þátt. Gvido mundi hleypa okkur inn, en við verðum að fara núna á stundinni. Rob, ég skal segja þér..Hann fór að tala itölsku. Hann sendi flaum af oröum til Robs og Rob til hans yfir höfuðið á Caddie. Ef þeir , verða að fara, hvers vegna gera þeir það þá ekki? hugsaði hún með sér. En i stað þess kom þjónninn meö meira kaffi, vin og vindil handa prinsinum, og þeir sátu kyrrir og töluðu og töluðu. —■ Caddie var farið að syfja og hún óttaðist, að hún mundi sofna. Hún studdi olnbogunum á borðið og teygði augnalokin upp með fingrunum en þau vildu siga aftur, henni til sárra leiðinda. Allt i einu geispaði hún hræði lega, óafvitandi. Hún blygðaðist sin svo mikið, að hún glað- vaknaði. Hún leit á Rob til þess að sjá, hvort hann hefði tekið eftir þvi, en hann var i áköfum sam- ræðum við Aldo prins, og vindla- reykurinn iiðaðist milli þeirra. Rob var alltaf að dusta öskuna af vindlingnum, eins og hann væri i hugaræsingi. — Hún neyddist til þess að gripa fram i fyrir þeim. Henni var farið að liða illa, en reyndi samt að sitja kyrr. Að lokum sagði hún i örvængingu: — Herra Quillet — Rob Rob! Rob, ó, Rob... Rob ég má til... Prinsinn þagnaði i miðri setningu Rob, hún er að biðja þig.... — Rod, er herna snyrtiherbergi fyrir konur? Hún sagði þetta allt of hátt og roðnaði um leið, en þjónninn hafði skilið hvað hún sagði og benti henni að fylgja sér. — Biddu. Rob fór ofan i vasa sinn og dró upp seðil. — Gefðu dömunni þetta. — En mamma lét mig hafa fáeina skildinga. — Gefðu signorinunni þetta. Að svo mæltu snéri hann sér aftur að prinsinum. Rob hafði á réttu að standa. Hún þurfti ekki á skild- ingunum að halda og snyrtiher- bergið var ekkert svipað og á flugstöðinni. Það var glæsilegt og allt úr marmara eins og mat- salurinn. Flisarnar á veggjunum voru bleikar og gljáandi og hand- laugarnar úr marmara, heitt vatn, tandurhreinar handþurrkur og dama i svörtum kjól meö hvit- um blúnduuppslögum. Þegar Caddie. kom aftur inn i salinn, var hún hrein og henni leið miklu betur. Hún hafði verift smeyk um að Rob og prinsinn færu á undan henni, en þeir voru enn að tala saman. Að lokum var komiö með reikninginn, og þau stóðu upp. Vingjarnlegi þjónninn kom með pjönkur hennar. Hún hafði varla tima til að tina þær saman og hún þóttist viss, um, að hún mundi hafa gleymt einhverju, ef þjónninn hefði ekki fylgt henni fram að dyrunum. Förunautar hennar voru lagðir af stað. Þeir voru enn i fjörugum samræðum, en hún hljóp á eftir þeim með kápuna og pokann dinglandi á handleggnum. Hún fór gegnum marmara- salinn og anddyrið, fram hjá öllu fólkinu og út i umferðarysinn á dimmum Milanóstrætunum. Á gagnstéttunum var krökkt af fólki, og sporvagnar fóru skröltandi fram hjá. En Caddie flýtti sér á eftir Rob og prinsinum, rakst á fólk og var næstum skollin á ljósastaur, Þegar maður nokkur teygði fram handlegginn og stöðvaði hana. Hún hljóp af stað aftur til þess að reyna að ná þeim, og innan skamms voru þau komin inn i rjómagul bogagöng með leikhús- myndum á veggjunum. Það var aðeins ein nótt liðin, siðan hún kom úr ferðalaginu og þangað til þetta gerðist, einungis tveir dagar, sem höfðu ekki fært henni annað en angist og kviða, en nú var Caddie svo södd af krásum og sljó af þreytu að hún var eins og i draumi. — Umhverfis hana var ýmist allt nærri eða eins og I fjarlægð, stundum varð allt stórt og skýrt, en i næstu andrá varð það ógreinilegt og þess á milli hvarf allt. Hún mundi, að hún hafði staðið einhvers staðar i ljósi með þykka gólfábreiðu undir fótunum og rauðviður, látún og kristall allt i kring. Rob og prinsinn voru að tala við mann i samkvæmis fötum Hann virtist heita Guidó, „Enda öll itölsk karlmannsnöfn á ó!? flaug gegnum þreyttan huga Caddiar —” Aldó, Renató, Giacominó, Marió? Og kven- manns nöfnin á ,,a” Celestina Giulietta og þessi Bianca, sem virtistvera á hvers manns vörum — Eða var það ekki kona? Siðan komu þau inn i langan gang með gulum veggjum og mörgum, gulum smáhurðum með gylltum stöfum. A undan þeim gekk annar svartklæddur maður með þunga silfurkeðju um hálsinn. „Tuttugu og fjórar mýs með festi um hálsinn”.,.. en þetta var maður, ekki mús. Var þetta satt, hugsaði Caddie, eða var hana að dreyma? — og einhver hvislaði: „Silenzio. Fate Silenzio. Þögn! Alger þögn.” Það var farið með hana einhvers staðar inn. 1 fyrstu sá hún ekkert nema rautt rökkur, og kliður barst að eyrum hennar. Hún fann eitthvað hart þakið rauðu flosi við hendurnar á sér. Það var brikin á stúkunni og við fótleggi hennar straukst einnig flos. Það var stóll sem hún lét fallast niður i. Siðan opnaðist bjart svið fyrir augum hennar. Ljósið var svo skært, að hún fékk glýju i augun, fyrir neðan grillti hún i eitthvað, sem liktist iðandi kös. Eftir stundarkorn sá hún, að þetta voru hendur á hreyfingu, hendur sem héldu á fiðluboga, léku á lúðra, struku hörpustrengi og börðu bumbur. Þetta var stór hljómsveit — Þú varst i Skala, sagði Fanney við hana seinna. — Hvað er Skala? — Það er frægasta ópera i heiminum. En Caddie var svo fáfróð, að hún vissi i rauninni ekki, hvað ópera var. — Bjánalegt leikrit, þar sem flest orðin eru sungin, sagði Hugh. — Af hverju? spurði Caddie og hún hefftialveg eins getað sagt: — Við fórum ekki á leikrit. Við fórum til þess að sjá Bianca Letti og heyra hana syngja. Caddie hafði þó skilið Þaft. Rob var að horfaá Bianca Letti og hlusta á hana vegna hlutverks Berengariu 1352 Lárétt 1) Konunafn,- 6) Þorri,- 10) FélL- 11) Hasar,- 12) Landsvæði.- 15) 15) Fugls.- Lóðrétt 2) Læsing.- 3) Eins.- 4) Sleipa.- 5) Faröað.- 7) Slár.- 8) Spil.- 9) Mánuður.- 13) Vonarbæn.- 14) Auð.- Ráðning á gátu nr. 1351 Lárétt 1) Æfing.- 6) Hrærður,- 10) AA.- 11) Ræ.- 12) Naumari.- 15) Ödámi.- Lóðrétt 2) Fræ.-3) Náð.- 4) Ghana.- 5) Fræið.- 7) Ráa.- 8) Rám,- 9) Urr.- 13) Und,- 14) Arm.- við okkur MIÐVIKUDAGUR 7. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna. kl. 8.45: Geir Christensen held- ur áfram lestri sögunnar „Bergnuminn i Risahelli” eftir Björn Folden. (4) Til kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liöa. Ritningarlestur kl. 10.25: Séra Kristján Róbertsson les úr bréfum Páls postula (20). Passiu- sálmalög kl. 10.40. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Filharmóniusveit Vinar- borgar leikur forleiki að „Rómeo og Júliu” og „H a m 1 e t ” e f t i r Tsjaikovsky. Fritz Wunderlich o.fl. syngja þekkt lög úr óperum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáftu mér eyra Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda 14.30 Siftdegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson Sigriður Schiöth les (28). 15.00 Miftdegistónleikar 16.00 Fréttir 16.15 yeðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornift 17.10 Tóniistarsaga Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminnÞórdis Ásgeirsdóttir og Gróa Jóns- dóttir sjá um timann. 18.00 Eyjapistill. Bænarorft Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.20 Bein lina 1 þættinum svarar Hannibal Valdi- marsson samgöngumála- ráðherra spurningum hlust- enda um ferðamál á tslandi 2000 Kvöldvaka 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (14) 22.25 (Jtvarpssagan: „Ofvitinn” eftir Þórberg Þórftarson Þorsteinn Hannesson les (13). 22.55 Djassþáttur I umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 7. marz 18.00 Jakuxinn. Myndasaga fyrir börn. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Þulur Andrés Indriðason. 18.10 Maggi nærsýni. Teikni- myndir Þýðandi Garöar Cortes. 18.25 Einu sinni var... Gömul ævintýri færö I leikbúning. Þulur Borgar Garðarsson. 18.45 Hié. 20.00 Fréttir. 20.25 Veftur og auglýsingar. Sgí.í 20.30 Nýjasta tækni og visindi: Vistfræftirannsókn á hafsbotni. Loftmengun. Sojabaunir. Umsjónar- Íjijijl maður örnólfur Thorlacius. jgg 21.00 Leikreglur (La régle du i;j!j;j;j; jeu.) Frönsk biomynd frá jjjjjjjjjj árinu 1939. Leikstjóri Jean j;j;jjj;jj Renoir. Aðalhlutverk: Marcel Dalio, Roland Tout- j;j;j;j;j; ain, Julien Carette og Jean Renoir. Þýðandi óskar jjjjjjjjjj Ingimarsson. Frægur flug- jjjjjjjjjj maður veröur ástfanginn af jjjjjjjjj hefðarkonu nokkurri, en jjjjjjjjjj eiginmaður hennar, mark- W greifinn, er heldur ekki við ?;j;j;j;: eina fjölina felldur I ásta- jjjjjjjjj; málum. Dag nokkurn býður £j;j; greifinn fjölda fólks til mik- jjjjjjjjjj illa og veglegrar veizlu á !j!j!j:j:j sveitasetri sinu, og meðal jjjjjjjjjj gesta er fyrrnefndur flug- jjjjjíjj maður. ;!;!;!;!;! 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.