Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 7. marz 1973. Ánægður með vinninginn Hann er hress I bragöi hann James Wood, sem er hér að taka við ávisun um 542.252 pund, sem hann vann i ensku getraunun- ☆ um. Það er leikkonan Judy Geeston, sem afhendir James vinning. James Wood er 56 ára gamall, verkstjóri frá Bradford I Yorkshire i Englandi. Hann er & ekki sagöur hafa vaðið i pening- um þar til hann fékk þennan vinning I getraununum, en von- andi batnar fjárhagur hans við þennan glaðning. Þarf bara að vera sætur á svipinn Vandræðin um garð gengin Nú eru hjúskaparvandræði þeirra önnu Mariu og Konstan- tins konungs liöin hjá, og þau óska einskis fremur, en þau megi eignast fjórða barniö. Lengi vel eyddi Konstantin öll- um tima sinum meö einhverri ljóshærðri vinkonu, en nú er hann hættur að skipta sér af henni, og hefur snúið sér aftur að f jölskyldunni. Vinkonur önnu Mariu segja, aö nú óski hún bara aö eignast fjórða barn- iö. Börn þeirra hjóna, Alexia, Paul og Nicolaus eru mjög myndarleg, eins og reyndar for- eldrarnir lika. Mark Spitz, „heimsins yngsti eftirlaunamaður” eins og hann * Hótelherbergjum fjölgar Ferðamönnum, sem koma til Parisar, fjölgar stöðugt, og þess vegna veitir ekki af aö reisa þar ný hótel og bæta við hótelher- bergjum. Á næstu fimm árum er áætlað, að hótelherbergjum fjölgi um 15 þúsund, ef lokiö verður við byggingu allra þeirra hótela, sem eru I undirbúningi nú, og byrjað er aö byggja. Nú sem stendur eru hótelherbergi i Paris 100 þúsund talsins, en af þeim eru um 10 þúsund i lúxus- kiassa, en önnur upp og ofan bæði góð og slæm. er kallaður af sumum, gat setzt I helgan stein, eftir að hafa unn- ið til sjö gullverðlauna á Olympiuleikunum I Munchen. Eftir að Mark settist I helgan stein, hefur hann verið aö dunda við hitt og þetta. Hann er til dæmis búinn að opinbera trúlof- un sina með ungri milljóna- mæringsdóttur, Susan Weiner. Nú rúlla milljónirnar til Mark Spitz, og hann þarf ekkert aö gera, þvi hann fær m.a. peninga fyrir kvikmyndir, sem hann hefur komið fram I og eru stöö- ugt sýndar i sjónvarpi um allan heim. Það eina, sem hann þarf að gera er að ganga um og safna peningunum, og reyna að vera svolitið sætur á svipinn. „Þetta er söluhöggið hans. Hann notar það aðeins þegar hann er að leika við einhvern góðan kaup- anda”. „Mér skilst helst, að þeir vilji fá 260 krónur I lendingargjald" DENNI DÆMALAUSI Ilerra Wilson er að velta þvi fyrir sér, hvers vegna ég skyldi ekki liafa orðið stúlka. Hefði ég getað orðið stúlka?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.