Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Mibvikudagur 7. marz 1973. Umsjón: fllfreð Þorsteinssonj FH-ingar eiga erfiöan leik fyrir höndum í kvöld. Hér sést Jón Gestur Viggósson skora gegn Viking. ERFIÐUR LEIKUR HJÁ FH-INGUM í FIRÐINUM í KVÖLD í KVÖLD heldur keppni áfram I 1. deild karla i handknattleik i Hafnar- firði. Þar leika FH og Valur og hefst leikurinn klukkan 20.15, en strax á eftir leika Haukar og Ármann og má búast við miklum baráttu- leikjum. Fyrst keppa FH og Valur og verður það vafalaust skemmti- legur leikur. Ef FH vinnur verður erfitt fyrir Val eða Fram að vinna mótið. FH hefur 17 stig eftir 10 leiki, en Fram er með 13 stig eftir 9 leiki og Valur hefur 12 stig ef eftir 8 leiki. Þetta verður örugglega einn af úrslitaleikjum mótsins. Isiðasta leik ValsogFH sigraði Valur með 20 mörkum gegn 15 i Laugardalshöllinni, og Valur er eina liðið sem hefur unnið FH i vetur. Seinni leikurinn, sem hefst strax á eftir leik FH og Vals, er á milli Hauka og Armanns og verður það einnig mikill baráttu- leikur, þvi að Ármann er i næst- neðsta sætimeð5stigeftir9leiki, en Haukar eru með 6 stig eftir 10 leiki. Ef Ármann vinnur, er liðið nærri öruggt með að halda sæti sinu i 1. deild, og eins ef Haukar vinna. KR er nú svo til fallið i 2. deild. Það hefur aðeins 1 stig eftir 10 leiki. Vikingur verður sennilega ekki meira með i baráttunni um fyrsta sætið i deildinni eftir tapið við 1R. Sem sagt, það verða baráttu- leikir I Firðinum, og má búast við að húsið fyllist jafnvel nokkru fyrir leikina. GKK Handknattleiks ráðið svarar formanni móta- nefndar HSI EINS og kunnugt er, gerði Stefán Ágústs- son, formaður móta- nefndar HSÍ athuga- semd við skrif hand- knattleiksstúlknanna, sem kvörtuðu undan lélegu mótaskipulagi. í svari sinu taldi Stefán, að sökin lægi hjá Handknattleiks- ráðinu. Nú hefur borizt svarbréf frá HKRR undirritað af Jóni Magnússyni, for- manni ráðsins, svo- hljóðandi: „ÞAÐ fyrstsem HKRR fréttir af óánægju leikkvenna i 1. deild er af síðum dag- blaðanna. Hörmum við það, þar sem þess er réttilega getið i grein Stefáns, aö öll Reykja- vikurfélögin eiga fulltrúa i stjórn HKRR og væri eðli- legast að konurnar kæmu kvörtun sinni á framfæri við stjórn deildar sinnar, sem siðan kæmi henni á framfæri við stjórn HKRR. Vegna skrifa Stefáns þykir okkur rétt að benda á eftir- farandi ákvæði, sem eru i 1. og 2. mgr. reglugerðar um hand- knattleiksmót: „Yfirstjórn Islandsmóta skal vera i höndum móta- nefndar, er stjórn H.S.l. skipar. Skal hún skipuð 3 mönnum og formaður hennar vera meðlimur stjórnar H.S.l. Sambandsaðilar annast fram- kvæmd leikja hver i sinu héraði i samráöi við móta- nefnd H.S.l. Verkefni mótanefndar H.S.I. er að hafa yfirumsjón og eftirlit meö framkvæmd tslandsmóta. Skal nefndin annast niðurröðun leikja, drátt i riðla o.þ.h. að viðhöfðu samráði við framkvæmda- aðila i héraði. Stjórn H.S.I. skal setja mótanefnd starfs- reglur”. Þykir okkur ofangreind ákvæði skýra nokkuð hvert er hlutverk mótanefndar HSI, en annað virðist koma fram I grein Stefáns. Mótanefnd óskaði eftir þvi, aö HKRR raðaði niður leikjum þeirra flokka, sem leika i Reykjavik, sem og var gert. Siöan er þessari niðurrööun skilað til mótanefndar HSl, sem ber að samræma leik- daga á hinum ýmsu stöðum, sem leikið er á. Mótanefnd HSI sá sföan um útgáfu leikskrár tslandsmóts- ins, en, þar láðist að geta þess, hverjir væru dómarar á hverjum leik, sem yfirleitt hefur verið getið i leikskránni. Af þessum sökum varð HKRR af gefa út sérstaka skrá, þar sem dómarar voru skráðir á leiki sina. Þetta er tviverkn- aöur, , sem hægt heföi verið að komast hjá. Okkur finnst það út i hött aö bera saman skipulagningu knattspyrnumóts og hand- knattleiksmóts, þar sem að- stæður eru gjörólikar. I Reykjavik eru 12 knattspyrnu- vellir, en eitt keppnishús fyrir allar innanhússiþróttir og hlýtur þvi að vera nokkuð örðugra að koma handknatt- leiksmóti fyrir. Framangreint er ekki ritað til þess að firra HKRR ábyrgð á einhverju þvi, sem miður kann að fara við niðurröðun og framkvæmd handknattleiks- móta í Reykjavík, heldur til þess að varpa örlitlu ljósi á þann vanda sem viö er að etja við niðurrööun og þó sér- staklega vegna húsnæöis- skorts. Er orðin brýn nauðsyn á þvi að bæta nýju keppnishúsi við I Reykjavik. f.h.stjórnarHKRR Jón H. Magnússon, formaður” Jóhannes Sæmundsson: Frjálsíþróttaþjálfun Þolþjálfun fyrir börn og unglinga OFT ERU þjálfarar spurðir af áhugasömum unglingum 13-16 ára, eða eldri byrjendum, hvaða „pró- grammi” þeir ættu að fara eftir til þess að verða góðir millivegalengdahlauparar. Almennt séð er erfitt að ráð- leggja byrjendum hvaða vegalengd þeir ættu að keppa i eða undirbúa sig fyrir. Að öllu jöfnu er heppilegast að byrj- endur keppi i sem flestum greinum og byrji ekki að sér- hæfa sig fyrr en þeir hafa skapað sér góðan grunn til að byggja sérhæfinguna á. Á hinn bóginn vitum við af reynslunni, að þeir, sem skara fram úr, skera sig oft mjög snemma úr jafnöldrum sinum bæði hvað hæfileika og / eða áhuga snertir. Það er þvi sjálfsagt, að þeir, sem hafa mikinn áhuga (og einhverja hæfileika) strax á unga aldri, fái tækifæri og séu hvattir til markvissrar, sérhæfðrar þjálfunar. Fjöldi vísindalegra rann- sókna hefur farið fram á áhrifum hinna ýmsu þjálfunaraðferða á börn og unglinga. Allt bendir til þess að hin jákvæðu áhrif þol- þjálfunar á unga aldri og á kynþroska-árunum náist ekki, ef einstaklingurinn byrjar ekki þolþjálfun fyrr en hann hefur tekið út likam- legan þroska. Það er almennt álitið, að skynsamleg þol- þjálfun linea sé _____ allra barna og ung- inga sé ekki einungis æskileg heldur nauðsynleg, og þá ein- göngu frá heilsufræðilegu sjónarmiði. A aldrinum 12-18 ára, þegar drengir breytast úr börnum i fullorðnai er auðvelt að fylgjast með hinum ytri breyt- ingum. Fyrst i stað vaxa beinin mjög hratt, en vöðv- arnir hægar. Það veldur þvi, að hreyfingar unglinga eru oftast illa samhæfðar. Vöðva- þroskinn kemur seinna og unglingarnir þrekna og styrkjast smátt og smátt og samræming kemst á hreyf- ingar þeirra. .Rúmmál hjartans er tiltölu- lega litið hjá 12-13 ára gömlum unglingum, og það tvöfaldast næstum þvi á næstu tveim árum. Þrátt fyrir þessa stækkun hjartans hafa venju- legir unglingar á þessum aldri minna þol en fullorðnir, m.a. vegna þess að hjartaö og æða- og taugakerfið hefur ekki tekið út fullan þroska. Hjartað bregzt við auknu likamlegu álagi á þann hátt að það slær örar. Það er þvi eðlilegt, að hjartslátturinn sé tiltölulega ör, þegar unglingar reyna á sig og að það taki lengri tima fyrir unglinga að jafna sig eftir áreynslu heldur en full- orðna. Samkvæmt þessu þá þurfa unglingar lengri hvild eftir áreynslu heldur en full- orðnir. Það þýðir þvi ekki að ætla barni eða unglingi sama álag og 25 ára gömlum manni og heldur ekki 12-13 ára ung- lingi það sama og 17-18 ára manni. Hvildarpúlsinn lækkar eftir þvi sem unglingurinn tekur út meiri þroska og eldist og um leið lækkar púlsinn við þjálfun. Það er eitt af jákvæðum áhrifum þol- þjálfunar, að hjartað slær færri slög, eða reynir minna á sig eftir þvi sem þjálfunin eykst. Þaö má segja um þjálfun barna og unglinga, að sama eigi við um þeirra þjálfun og fullorðinna, nema hvað við- vikur þjálfun, þar sem súr- efnisskuldin verður mjög mikiL þ.e vinna (hlaup) þar sem súrefnisupptaka og súr- efnisnotkun er ekki i jafn- vægi. Dæmi um það eru t.d. 100-400 m sprettir 80-100% hraði fleiri en einn sprettur hlaupinn á æfingu með stuttum hvildum á milli spretta. Slika þjálfun ættu unglingar ekki aö leggja á sig fyrr en þeir eru orðnir 15-17 ára og þá eftir að hafa þjálfað upp góða undirstöðu með hlaupum á tiltölulega löngum vegalengdum og litlum hraða. Ekki má gleyma þvi, að á vaxtarárunum þarfnast líkaminn orku, sem hann fær úr næringarefnum, vita- minum og söltum, þannig að oft er litið eftir til þess að full- nægja þörfum likamans þegar þjálfað er. Það þýðir þó ekki, að unglingar ættu ekki að þjálfa sig, heldur þvert á móti, þvl vitað er að skynsam- leg þjálfun hefur jákvæð áhrif á vaxtarhormónana. Samt sem áður ættu unglingar, sem þjálfa, að gæta þess sérstak- lega að þeir fái öll þau nær- ingarefni sem þeir þarfnast. Stöðnun i likamsþroska og þjálfun má oft rekja til rangs eða lélegs mataræðis og á það jafnt við um alla iþróttamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.