Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 9
Miövikudagur 7. marz 1973. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aörar skrifstofur: simi 18300. Áskriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, í lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Lífskjörin hafa aldrei verið betri Það gleymist mörgum, sem kvarta undan verðhækkunum um þessar mundir, að efna- hagslega hefur þjóðin aldrei haft það betra en nú. Ólafur Hóhannesson forsætisráðherra vék að þessu i ræðu sinni i vantraustsumræðunum. Forsætisráðherrann sagði m.a.: — Ef við litum fyrst á lifskjörin i dag, þá blasir sú staðreynd við, að Islendingar hafa aldrei haft það betra efnahagslega heldur en um þessar mundir. Þetta sanna ótvirætt út- reikningar Hagrannsóknadeildar Fram- kvæmdastofnunarinnar, sem sýna m.a. að einkaneyzla á mann árið 1972 var um 202 þús- und krónur. Fyrra hámark einkaneyzlu á mann var árið 1967 og var þá 168 þúsund krónur umreiknað á verðlagi ársins 1972. Almenn vel- megun, mæld á grundvelli einkaneyzlu á mann, hefur þvi aldrei verið meiri á íslandi en árið 1972 og hefur hækkað um 20.2% frá fyrra hámarki ársins 1967. Það er lika vert að hafa það i huga i sam- bandi við þennan mælikvarða á lifskjörin, að einkaneyzla á mann er eins há á Islandi eða hærri en i flestum öðrum Vestur- og Norð- ur-Evrópurikjum, nema þá i Sviþjóð — Forsætisráðherra vék þessu næst að atvinnu- örygginu og sagði: — Staðreyndin, sem við okkur blasir er sú, að atvinnuöryggi hefur aldrei verið meira á íslandi en það er i dag, þó að tima- og staðbundið atvinnuleysi á einstaka stað geti átt sér stað. En hvað þá, sagði forsætisráðherra, um þriðja meginatriðið, sem er enn mikilvægasti mælikvarði á stjórn efnahagsmála — kaup- mátt launa? — Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, lagði fram skýrslu á þingi Alþýðusam- bandsins i nóvembermánuði s.l., þar sem greinilega kom fram, að kaupmáttur launa verkafólks fyrir hverja greidda vinnustund i almennri vinnu i Reykjavik hafði hækkað i valdatið núverandi rikisstjórnar um rúm 28% á einu og hálfu ári og farið úr 107.2 stigum á öðrum ársf jórðungi 1971 upp i 137.6 stig á fjórða ársfjórðungi 1972. í báðum tilvikunum var miðað við grunntöluna 100 á fyrsta ársfjórð- ungi 1968 og visitölu framfærslukostnaðar. Þetta eru að ég hygg meiri hækkanir á kaup- mætti launa verkafólks á stuttum tima en dæmi eru til um i allri sögu verkalýðshreyfing- arinnar á fslandi. — Forsætisráðherra sagði siðan: — Þegar þessar staðreyndir eru hafðar i huga sést, að sleggjudómar um almennt óstand i efnahagsmálum i viðtækustu merkingu eru fjarri sanni. Fólki liður i efnahagslegu tilliti al- mennt betur en nokkru sinni áður. Fólk býr við meira öryggi i atvinnu- og félagsmálum en áður. Framfarir og framkvæmdir hafa aldrei verið meiri en einmitt nú. Hvarvetna blasir við bjartsýni, stórhugur og trú á framtiðina i þessu landi, — sagð i forsætisráðherra og bar þetta saman við efnahagsstefnu viðreisnar-stjórnar- innar, sem einkenndist af gengisfellingum og kjararýrnun, atvinnuleysi og landflótta fólki til útlanda i atvinnuleit, ófriði og verkföllum á vinnumarkaðinum. —Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fylgi miðstefnu fer vaxandi í Bretlandi Aðalflokkarnir tapa fylgi í aukakosningum SÍÐASTLIÐINN fimmtudag fóru fram aukakosningar i bremur kjördæmum i Bret- landi. Vegna nýlokinna þing- kosninga á Irlandi og væntan- legra þingkosninga I Frakk- landi og i Chile, hurfu úrslit þeirra nokkuð i skuggann á siðum heimsblaðanna og i fréttum annarra fjölmiðla. Úrslit þeirra þykja eigi að sið- ur athyglisverð. Niðurstaða þeirra varð hin sama og ann- arra aukakosninga, sem hafa farið fram i Bretlandi siðustu mánuðina. Báðir aðal- flokkarnir urðu fyrir miklu áfalli, en frambjóðendur, sem fylgdu eins konar miðstefnu, hlutu mikið fylgi. Einkum varð Ihaldsflokkurinn fyrir miklu áfalli i öllum auka- kosningunum og þykir þvi óliklegt, að Heath forsætisráð- herra rjúfi þingið, eins og hann hefur haft á orði, ef hann kæmi ekki fram fyrirætlunum sinum um viðnám gegn verð- bólgunni. Það er ekki heldur talið liklegt, að Verkamanna- flokkurinn telji heppilegt að tefla þannig á næstunni, t.d. með verkföllum, að Heath neyðisttilað efna til kosninga. Horfur eru þær að sinni, að Verkamannaflokkurinn yröi ekki sigurvegari I þeim kosn- ingum, heldur myndi Frjáls- lyndi flokkurinn og óháðir frambjóðendur fá mikið fylgi á kostnað beggja stóru flokk- anna. EINNA mest athygli beind- ist aö aukakosningunni I Lin- colnkjördæmi. Tildrög hennar voru þau, að flokkssamtök Verkamannaflokksins í kjör- dæminu höfðu ákveðið að bjóða þingmann þess, Dick Taverne, ekki aftur fram fyrir flokkinn, þar sem hann hafði greitt atkvæði með inngöngu Bretlands I Efnahagsbanda- lagiö. Taverne hafði einnig farið ódult með andstöðu sina gegn vinstra armi Verka- mannaflokksins, en hann réði hins vegar yfir flokkssamtök- unum I Lincolnkjördæmi. Taverne brá hins vegar hart við eftir að kjördæmasamtök- in höfðu hafnað honum sem frambjóðanda í næstu kosn- ingum. Hann sagði af sér þingmennsku og knúði þannig fram aukakosningu. Hann bauð sig siðan fram sem óháð- an og lýðræðissinnaðan verka- lýðssinna. 1 síðustu kosning- um hafði Taverne fengið rétt 20 þús. atkvæði, en frambjóö- andi Ihaldsflokksins 15.340 at- kvæði. Taverne var þvi I veru- legri hættu, ef Verkamanna- flokkurinn einbeitti sér harð lega gegn honum, þar sem frambjóðandi Ihaldsflokksins gat haft verulega sigurmögu- leika, ef fylgi Verkamanna- flokksins klofnaði. Taverne lét þetta þó ekki aftra sér. For- ustumenn Verkamanna- flokksins reyndu allt sem þeir gátu til aö fella hann og varð kosningabaráttan i Lincoln bæði hörð og löng. Meðal ann- ars var teflt fram ýmsum af hinum hægri sinnuðu foringj- um flokksins eins og Denis Healy og Anthony Crossland, þvi að þeir þóttu vænlegastir til að ná fylgi frá Taverne. Vinstri leiötogar flokksins gerðu að sjálfsögðu sitt ýtrasta til að fella hann. Flokksstjórninni þótti lika mikið við liggja að fella hann, þar sem fordæmi hans gæti ýtt undir almenna uppreisn I flokknum. íhaldsflokkurinn lagði einnig mikla áherzlu á að reyna að vinna kjördæmið og Wilson tókst ekki að fella sendi ýmsa af helztu forustu- mönnum slnum til stuðnings frambjóðanda flokksins. Úrslit kosninganna urðu þau,aðTaverne náði kosningu með 21.967 atkvæðum og fékk þvi nær tvö þúsund atkvæðum meira en í þingkosningunum 1970. Frambjóðandi Verka- mannaflokksins fékk 8.776 at- kvæði, en frambjóðandi thaldsflokksins 6.616 atkvæði. Báðir aðalflokkarnir höfðu þannig beöið stórfelldan ósig- ur og Ihaldsflokkurinn sizt minni. Frjálslyndi flokkurinn hafði engan frambjóðanda, enda studdi hann Taverne óbeint. Taverne sagði eftir að úr- slitin voru kunn, að þau væru mikill ósigur fyrir vinstri arm Verkamannaflokksins. Úrslit- in bentu til þess, að annað- hvort yrði Verkamanna- flokkurinn að hverfa að hóf- samari umbótastefnu eða að til sögunnar kæmi nýr, frjáls- lyndur umbótaflokkur, sem gæti hlotið mikið fylgi. AUKAKOSNINGIN, sem fór fram I Chester-le-Street-kjör dæminu, vakti lengi vel litla athygli, enda hefur þaö lengi verið eitt af öruggustu kjör- dæmum Verkamannaflokks- ins. 1 siðustu þingkosningun- um fékk frambjóðandi Verka- mannaflokksins þar 33.694 at- kvæði, en frambjóðandi thaldsflokksins 13.363 at- kvæði. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki boðið fram I kjör- dæminu i 67 ár. Flokkurinn ákvað hins vegar að bjóða fram nú og varð þess brátt vart, að frambjóðandi hans myndi fá verulegt fylgi og fór það vaxandi, er nær dró kosningunum. Um skeið var jafnvel gizkað á, aö hann myndi ná kosningu. Veruleg athygli fór þá að beinast að kosningabaráttunni og taldi Verkamannaflokkurinn ekki annað ráðlegt en að senda marga helztu foringja sina frambjóðanda flokksins til haldsog trausts. Úrslitin urðu þau, að Verkamannaflokkur- inn fékk 25.874 atkvæöi, frám- bjóðandi Frjálslynda flokks- ins fékk 18.808 og frambjóð- andi íhaldsflokksins fékk 4.092 atkvæði. Úrslit þessi eru talin mikill sigur fyrir Frjálslynda flokkinn, en mikill ósigur fyrir aðalflokkana, einkum þó Ihaldsflokkinn. Taverne ÞRIÐJA aukakosningin fór fram i Dundeekjördæmi i Skotlandi. Þingmaður þess, G.M. Thomson, hafði sagt af sér þingmennsku sökum þess, að hann haföi verið skipaður annar af fulltrúum Breta i framkvæmdanefnd Efnahags- bandalags Evrópu. Hann var einn af þeim leiðtogum Verka- mannaflokksins, er hafði greitt atkvæði með inngöngu Bretlands i Efnahagsbanda- lagið. I siöustu þingkosningum haföi hann fengið 22.630 at- kvæöi, frambjóðandi íhalds- flokksins 19.832 og frambjóð- andi skozkra þjóöernissinna 4.181. 1 aukakosningunum nú urðu úrslitin þau, að fram- bjóðandi Verkamannaflokks- ins fékk 14.411 atkvæði, fram- bjóðandi skozkra þjóðernis- sinna 13.270, frambjóðandi Ihaldsflokksins 11.089, fram- bjóðandi Frjálslynda flokks- ins 3.653 og frambjóðandi skozka Verkamannaflokks ins 1.409. Sést á þessu, að minnstu hefur munað aö frambjóðandi skozkra þjóð- ernissinna næði kosningu, en hann bætti við sig 9 þús. at- kvæðum. Sennilega heföi hann náð kosningu, ef Frjálslyndi flokkurinn hefði ekki boöiö fram, en hann bauð ekki fram i almennu þingkosningunum 1970. Úrslitin eru talin veru- legt áfall fyrir báöa aöalflokk- ana. DCMAR brezkra blaöa um úrslit aukakosninganna er yfirleitt á þá leið, að þau sýni mikla óánægju i garð beggja aðalflokkanna og óvenjulega góðan jarðveg fyrir eins konar miðstefnu. Augljóst sé, að rikisstjórn Heaths sé mjög óvir.sæl. Fyrir Verkamanna- flokkinn hljóti það hins vegar að vera áhyggjuefni, að hann skuli ekki fá uppskeru af óvin- sældum rikisstjórnarinnar, heldur stórtapi hann einnig. „The Times” segir, að þetta stafi m.a. af stefnuleysi og hringlandahætti flokksins, en hann sé nú oft á móti þvi, sem hann beitti sér fyrir meðan hann fór með rikisstjórnina. Þ.Þ. Greinin um stefnu Brandts, sem birtist hér i bíaðinu i gær, var forustur-grein úr The Times

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.