Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 7. marz 1973 r Omar Valdimarsson skrifar frá Svíþjóð: „VIÐ SIGRUM MEÐ KÆRLEIKA" ÓHUGNANLEGT morð var framið i Sviþjóð föstudaginn 16. febrúar. Tveir 13 ára piltar stungu sextán ára gamla stúlku 9 stungur i bakið, svo hún beið bana af. Þegar komið var að stúlkunni á skógarstig i Borás, ekki langt frá Gautaborg, var hún enn með lifsmarki, en lézt á leiðinni i sjúkrahús. Piltarnir tveir viður- kenndu verknaðinn strax morguninn eftir og kom þá i ljós, að þeir höfðu verið undir áfengisáhrifum og höfðu fengið hugmyndina úr bandariskri bók um af- brot unglinga — og hinn kaldhæðnislegi titill bókarinnar var: ,,Við sigrum með kærleika”. Mál þetta hefur vakið mikinn óhug hér i Sviþjóð og hafa al- þingismenn og aðrir opinberir starfsmenn þegar rokið upp til handa og fóta til að reyna að spyrna við sölu á sterkum bjór (milliöli) i matvöruverzlunum — og sumir hafa jafnvel lýst þvi yfir, aö þeir komi til með að krefjast þess, að sala á bjór verði alveg bönnuð „eöa að minnsta kosti takmörkuð við áfengissölur rikisins”, eins og einn lét hafa eftir sér i sjónvarpsviðtali. Piltarnir tveir höfðu keypt i mat- vöruverzlun 6 flöskur af létt- sterkum bjór (milliöl er um 3.6%) og að auki stolið úr mannlausri ibúð einhverju magni af sterku áfengi. Megnið af þessu höfðu þeir svo innbyrt eftir hádegi á föstudeginum þann 16. febrúar þegar þeir voru að byggja sér snjóhús á skógi vöxnu svæði i BorSs, á milli borgarhlutanna Trandared óg Hedvigsborg. Morð skemmtilegra en snjóhússbyggingar Fljótlega fengu þeir þó leið á byggingarstarfseminni og þá fengu þeir sér meiri bjór og hófu að ræða efni bókarinnar, sem þeir höfðu keypt i upphafi vetrar- frisins i skólanum, en það hófst á mánudeginum áður. Svo virðist sem þeim hafi sérstaklega verið hugleikin frásögn um 14 ára gamlan pilt, sem myrti jafnöldru sina með hnifsstungu i bakið. Piltarnir tveir voru báðir með hnifa, sem þeir höfðu ætlað að nota til að skera snjókögglana til með og þarna á þessum stað og stundu ákváðu þeir einfaldlega að ræna og stinga þann næsta, sem á vegi þeirra yðri. Þó komu þeir sér saman um, að fórnarlambið mætti hvorki vera stærra né sterkara en þeir. Félaginn trúði ekki sögunni Ulrica Karlsson var 16 ára gömul, einnig i vetrarfrii, og var á leið til vinkonu sinnar, sem bjó i öðrum bæjarhluta. Hún gekk þrönga skógarstiginn og var sú fyrsta, sem drengirnir komu áuga á. Annar stökk aftan að henni og stakk hana með hnifnum i bakið á meðan hinn kom framan að henni og hrifsaði af henni veskið. Ulrica barðist við þá, en piltarnir héldu áfram að keyra i hana hnifana og loks eftir 9 hol- stungur hné hún niður. Þeir veltu henni niður bakkann og hlupu af stað. A leiðinni tóku þeir um þaö bil 40 krónur sænskar - • . úr veski hennar og fleygðu þvi siðan á stiginn. Svo hlupu þeir rakleitt heim til eins jafnaldra sins og sögðu honum frá, en hann trúði ekki orði af frásögn þeirra. Siðan fóru þeir hvor heim til sin. Vinkona Ulricu varð aftur á móti fljótlega óróleg og hafði samband við lögregluna — sem þá þegar hafði verið tilkynnt, að stúlkan hefði fundizt á skógar- stignum af manni, sem var i gönguferð með dóttur sinni. Þegar þau feðginin komu að Krossinn sýnir hvar Uirica Karlsson fannst meö 9 hnifstuneur f Ifkama sinum. Með þvi að beita hinni „dedúktivu metóöu” sinni taldi Comtes, að sér heföi tekizt að uppgötva nýtt lögmál, sem væri algilt og ætti jafnt við um þróun einstaklinga, þjoðfélaga, menningarskeiða og visinda- greina. Þetta lögmál taldi Comtes og lærisveinar hans svo mikil- vægt, að þaö mundi hefja mann- kyn allt upp á hærra stig og ganga af trú og háspeki dauðri, eins og fyrr segir. Samkvæmt þessu lögmáli er öll mannleg þróun i þremur áföngum. Fyrst stendur maðurinn og fræöi hans á hinu guðfræðilega stigi, þar nfest á hinu heimspekilega og loks á hinu visindalega. Fyrsta stigið einkennist af litilli þekkingu og mjög takmarkaðri reynslu. öll fyrirbæri náttúrunnar eru þar skýrð með goðsögnum. Maðurinn tekur trúarlega afstöðu til allra hluta. Þar er stjórn yfirvalda heillög, þar sem yfirvöldin hafa þegið vald sitt af æðri forsjón. Siöa- kröfur eru þar afdráttarlausar, þar sem þær eru boðorð guðs eða guða. A þessu stigi heldur maðurinn, að allir hlutir i náttúrinni hafi sál og dularfullan mátt. Andar og guðir taka sér bólstað i allri náttúrunni. Maðurinn gripur alltaf til guðfræðilegra eða yfir- skilvitlegra skýringa. Allt, sem gerist I umhverfi hans, er fram- kvæmt af náttúruöndum, guðum og gyðjum, sem geta að vild sinni stjórnað öllu á himni og jörðu. Þegar menn horfa á hamfarir náttúrunnar eða þola illt árferði, spyrja menn um orsökina, og svarið er jafnan á einn veg. Reiði guðs. A sama hátt er góðæri skýrt sem velþóknun guðs eða náttúruanda. Þessi lifsafstaða þróast smátt saman. I fyrstu hafa allir hlutir sál og dularfullan mátt, þar næst er þessi máttur eignaður hinum mörgu guðum en i lok þessa frumstigs kemur fram hug- myndin um einn guðdóm, einn als-herjar anda lifsins, sem er yfirskilvitlegörsök og forsjón heimsins. A þessu stigi er ekki um eiginlega þekkingu að ræða, þvi að sönn þekking verður að byggjast á staðreyndum. En þetta stig er samt nauðsynlegur áfangi þróunarinnar. Engin visindi geta eingöngu byggzt á rannsóknum. Menn verða að hafa einhverja vinnu- kenningu, áður en þeir hefja rannsókn sina. Það er manns- huganum eiginlegt að byrja alltaf að glima við hið óþekkjan- lega. Sú glima er ekki með öllu fánýt. Hún kennir manninum að Þekkja- takmörk sin. Fyrst, þegar r.ann gerir sér grein fyrir takmörkunum sinum, snýr hann sér að verkefnum, sem hann getur leyst. Hann byrjar að afla sér þeirrar þekkingar, sem honum er unnt að höndla. Af þessu er ljðst, að Comtes og lærisveinar hans lita á trúarbrögð eins og gamalt fat, sem maðurinn á að vera vaxinn upp úr. Sannur „postivisti” er hvorki trúmaður né guðleysingi. „Jákvæð heim- speki aðhyllist ekki guðleysi (aþeisma) þvi að guðleysingjnn er ekki raunverulega laus ur fjötrum. Hann er á sinn sérstaka hátt ennþá guðfræðingur.” (Littré) Samkvæmt þessu á „positivisti” ekki að taka neina afstöðu til trúar á guð eða æðri máttarvöld, — sem i framkvæmd reyndist sama og að hafna henni i ] hvaða mynd sem hún birtist. Annað stigið i þróun mannsins, segir Comte, er stig heim- • spekinnar. Goðsagnir missa gildi ] sitt sem skýringar á tilverunni . Fyrirmæli guða eða náttúruanda i er ekki lengur orsök allra hluta. ] Samt leita menn enn hins yfirskil- vitlega. Persónulegir guðir og andar náttúrunnar breytast i há spekilegar hugmyndir og andleg öfl að baki hlutanna. Þetta er stig hinna langsóttu hugmynda. í sinni æðstu mynd birtist hin heimspekilega lifsafstaða, þegar hin ýmsu öfl eru gerð að einu al- heimslegu afli, sem nefnt er náttúra eða lif. — Hér er þó ekki um neina skýra og augljósa þekkingu að ræða og Comte neitar að hafa nokkur afskipti af þvi, sem er i hans augum þoku- kennt. Ekki heldur af þvi, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.