Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1973, Blaðsíða 6
6 ALÞINGI TÍMINN Miövikudagur 7. marz 1973. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Langar umræður um vantrauststillöguna í gær-atkvæðagreiðsla í dag: Ábyrgðarlausasta stjórnar- andstaða, er hér hefur veríð LANGAR OG miklar umræður héldu áfram i gær um tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á rikisstjórnina en sú umræða hófst, sem kunnugt er, með útstjórnina, en sú umræða hófst, sem kunnugt er, með útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer væntanalega fram i dag, en ljóst er, að allir þingmenn stjórnar- flokkanna, nema Bjarni Guðnason, munu greiða at- kvæði gegn tillögunni. Bjarni mun sitja hjá, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins munu greiða atkvæði með tillögunni. Er þessi til- laga þvi, eins og forsætisráðherra sagði i útvarps- umræðunum, einber sýndarmennska. Otvarpsumræður fóru fram um tillöguna á mánudagskvöldið, og var umræöunum siðan framhald- ið á Alþingi i gær. t útvarpsum- ræðunum töluðu fyrir hönd Framsóknarflokksins þeir Ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra, og Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra. Ræöa forsætisráð- herra var að mestu birt hér i blaðinu I gær, en helztu kaflar úr ræöu fjármálaráðherra birtast hér á næstu slöu. En hér á eftir fer nánari frásögn af helztu atriðum i ræðum fulltrúa hinna flokkanna i umræðunum. Jóhann Ilaf- stcin (S) hóf umræðurnar og r æ d d i u m ástandið I efna- hagsmálum, landhelgismál- inu og hermál- inu og taldi, að allt heföi fariö á hinn versta veg . Stjórnin væri sjálfri sér sundurþykk qg léti reka á reiöanum. Atvinnuvegirn- ir væru reknir meö tapi þrátt fyr- ir þrjár gengislækkanir á stjórnartimabilinu. Hafi verið Á mánudaginn fór fram fram- haldsumræða, um stjórnarfrum- varp um skipulag ferðamála, en að umræðunni lokinni var frum- varpinu visað til 2. umræöu og nefndar. Ræðumenn lýstu yfir stuðningi sinum við meginefni frumvarpsins, en bent var á nokkur atriði, sem betur mættu fara. Eysteinn Jónsson (F) sagði að leggja yröi mikla áherzlu á að greiða fyrir ferðalögum ts- lendinga um landið. Það hefði mikla þýðingu, að ástæða til vantrausts fyrir jól, þá væri það ekki sföur nú. Hannibal Vaidimarsson, félagsmálaráð- herra, kvaðst fagna því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði loks mannað sig upp I að flytja vantrauststil- lögu — annars gætu menn far- ið að halda að Ihaldið bæri traust til rikis- stjórnarinnar, og þaö vildi hann sizt af öllu. Siðan rakti hann fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um eymdarástand I landinu og stjórnleysi. Fram væru settir órökstuddir sleggjudómar og for- dæmingar. Slik ummæli væru öllu lofi betri úr þessari átt. Hann sagði, að stjórnarand- stööuna einkenndi ofstækisfullur og ofsalegur hávaði frá degi til dags. Allt væri aö fara til fjand- ans að hennar áliti. Nefndi hann nokkur dæmi um slikar for- treysta þannig á tengsl lands- manna við landiö, ekki sizt nú, þegar meirihluti landsmanna ætti heima I þéttbýli og starfaöi innan dyra. Jafnframt yrði aö vinna aö þvi, að fá útlendinga til landsins, og þá I þeim mæli, sem hægt væri að taka á móti. Yrði að gera skipu- iegar ráöstafanir til þess aö geta tekið á móti ferðamönnunum, þótt feröir landsmanna sjálfra um land sitt væri aöalatriðið. Hins vegar mætti ekki keppa að þvi, aö fá fleiri erlenda ferða- menn hingað en hægt væri að taka á móti og landið þolir. Tengja yrði ferðamálin saman við landnýt- ingarsjónarmið og umhverfis- mál. Þaö væri sér gleðiefni, aö i þessu frumvarpi væri i fyrsta sinn mörkuö slfk stefna. dæmingar stjórnarandstöðunnar og þær staðreyndir málsins, sem siðar hefðu komið fram og af- sönnuðu orðagjálfur stjórnarand- stæðinga. Loks ræddi hann um efnahags- og kjaramálin, og þar á meðal um togaraverkfallið, sem hann sagði, að leysa yrði annaö hvort með lögum eða geröardómi, þvi nú væri ekki timi til verkfalla. Þá taldi hann, að þjóðin væri yfir- gnæfandi þeirrar skoðunar, að ekki væri hægt að velja óheppi- legri tima til að skapa erfiða stjórnarkreppu. Það væri þvi vilji yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar, að þessi tillaga yrði kol- felld. Magnús Kjartansson, iðnaðarráð- herra, ræddi um náttúru- hamfarirnar á Heimaey og af- stöðu stjórnar- andstöðunnar til þeirra. Hún hafi strax gert allt, sem hún gæti til þess að nota náttúruham- farirnar pólitiskt. Rakti hann þróun málsins i viðræðum milli stjórnmálaflokkanna, og sagði, að hann hefði aldrei misst eins álit á Alþingi og einmitt þá, þegar forystumenn stjórnarandstöð- unnar heföu, þrátt fyrir samstöðu allrar þjóðarinnar, reynt að nota þetta mál I flokkspólitiskum til- gangi. Ráðherrann ræddi i framhaldi af þessu hið mikla bil, sem væri milli þings og þjóðar. Ef það bil héldi áfram að aukast væri lýð- ræðinu hætt. Hann skýröi frá þvi, að Náttúruverndarráð hefði lengi haft áhyggjur af þvi, hvernig ástatt væri á helztu útivistar- stöðum landsins svo sem Land- mannalaugum, Hveravöllum, Þórsmörk og Herðubreiðarlind- um, þar sem ljóst væri, að þessir staðir geta oröið fyrir varanlegu tjóni, ef ekki eru gerðar ráð- stafanir til þess að bæta aðstööu þar. Sett hefði verið á fót sam- starfsnefnd ýmissa aöila til að gera sér grein fyrir þvi hvernig ástandið væri, og hefði nefndin ákveðið að kanna samtals 15 staði en ekki aöeins þá fjóra, sem áður voru nefndir. Hann kvaðst ekki ætla, aö ræða þær einstöku aðgeröir sem nauö- synlegar væru. Aðalatriðið væri, að viöa vantaöi mjög mikið á aö hægt væri að taka á móti ferða- mannastraumnum, sem þangað rennur, á þann hátt, að ekki valdi stórtjóni. Þar þyrfti bæði aö koma til bilastæði, hreinlætisaöstaða, tjaldstæði og gæzla svo dæmi væru nefnd. Þessi nefnd myndi benda á hvaö gera þyrfti. Hins vegar yrðu vafalaust við ramman G y 1 f i Þ. Gislason (A) sagði, að þing- menn Alþýðu- flokksins myndu greiða atkvæði með vantrauststil- lögunni, enda hefði aldrei set- ið að völdum rikisstjórn, sem svo gjörsamlega hefði brugðizt vonum stuðningsmanna sinna og skaöað hagsmuni þjóðarinnar og rýrt álit hennar. Ræddi hann landhelgismálið i þvi sambandi, og sagði, að rikis- stjórnin hefði haldið illa á þvi máli. Fiskveiðilögsagan hefði i raun ekki stækkað neitt. Bretar veiddu nú meira en fyrir útfærsl- una. Hann ræddi siðan um varnar- málin og efnahagsmálin, en I þeim taldi hann algjört stjórn- leysi rikja. Siðan ræddi hann rekstargrundvöll atvinnuveg- anna, veröbólguna og kaupmátt launa, og taldi þróun þeirra mála alla i andstöðu við loforðin I mál- efnasamningnum. Enda væri það von, þvi að I rikisstjórn væru flokkar, sem kynnu ekki, gætu ekki og jafnvel vildu ekki vinna saman. Rikisstjórnin væri i raun hætt að stjórna landinu. Bjarni Guönason fékk 15 minútna ræðutima I út- varpsumræðun- um' i- samræmi við ákvæði þingskapa um utan-þing- flokksmenn, og lýsti þvi þar yfir, aö hann myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um van- trauststillögu Sjálfstæðis- reip aö draga hvað framkvæmdir snertir, þvi viða væri um kostnaöarsamar framkvæmdir að ræða. En ljóst væri, að ef forða ætti stórtjóni, þá yrði að gera ráð- stafanir viöa þegar fyrir næsta sumar. Einnig taldi Eysteinn nauðsyn- legt að opna nýja staði, vekja at- hygli á þeim og skapa þar aðstöðu til þess að taka á móti fólki. Nefndi hann sem dæmi um slika nýja staði bæði Bláfjallasvæðið og svæðið umhverfis Snæfellsjök- ul frá Búðum aö Sandi. Einnig tóku til máls Ingólfur Jónsson (S),sem taldi sum atriöi i frumvarpinu hæpin, Svava Jakobsdóttir (AB),sem taldi eöli- legt, að Náttúruverndarráð ætti fulltrúa i stjórn Ferðamála- stofnunarinnar, Friðjón Þórðar- son (S), og Hannibal Valdimars- son, samgöngumálaráðherra, sem fjallaöi um það, sem fram haföi komið, og'lýsti sig sammála Eysteini Jónssyni, um nauösyn þess aö opna stór útivistarsvæði til þess að dreifa ferðafólkinu meira um landið. — EJ. flokksins. Jafmframt myndi hann styöja þau mál rikisstjórnar- innar, sem væru i samræmi við málefnasamninginn og stefnu SFV, en greiða atkvæði á móti þeim málum, sem væru i and- stöðu við þessar stefnuyfir- lýsingar. Þingmaðurinn fjallaði um tvö málefni i ræðu sinni. Fyrst ræddi hann átökin innan Samtaka frjáls lyndra i Reykjavik og það ,,tilræði 40 manna”, sem gert hefði verið á félagsfundi i félaginu fyrir skömmu. Þar hefði verið reynt með einfaldri fundar- samþykkt að visa formanni fé lagsins úr félaginu og ógilda þannig niðurstöðu allsherjarat- kvæðagreiðslu um formann félagsins, sem fram hafði áður farið. Væri þetta tóm lögleysa, og teldi hann sig þvi enn bæði i félaginu og formann þess. Siðan fjallaði þingmaðurinn um störf rikisstjórnarinnar, sem meta yröi á grundvelli málefna- samningsins, sem boðað hefði stórstigar umbætur. I sumum greinum hefði þegar verið náð settu marki, og unnið væri að ýmsum öðrum merkum málum. Stórmál eins og landhelgismálið og herstöðvarmálið væru ekki enn útkljáð, og hið siöara vissu- lega komið skammt á veg. Hins vegar hefði mjög sigið á ógæfuhliðina i efnahags- málunum, og rlkisstjórnin þar lent á villigötum, miðað við þær yfirlýsingar, sem gefnar voru i málefnasamningnum. Skort hefði sparnað og ráðdeild, og gengis- fellingin i desember I fyrra hefði verið ófyrirgefanlegt glapræði, sem klippt heföi á streng trúnaðar milli stjórnarinnar og vinstri manna. Rikisstjórnin hefði i raun gefizt upp við að vera vinstri stjórn og orðið gengis- fellingarstjórn. Að lokum sagði þingmaðurinn, að félagsleg vinnubrögð ráðherra SFV I rikisstjórninni væru meö þeim hætti, að ábyrgðarhluti væri að styðja þá. Þeir væru of lélegir ráðherrar. Hann mundi einungis styðja rikisstjórnina i þeim málum, sem byggja á málefna- samningi stjórnarflokkanna og stefnu samtakanna, en ekki i öðrum málum. Hann stæði á þeim yfirlýsingum, sem hann hefði gefið fyrir kosningar. Þá sagöi hann, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði engin jákvæð úrræði. Vantrauststillagan væri tóm sýndarmennska, enda væri tillagan flutt vegna sömu vinnu- bragða og Sjálfstæðisflokkurinn stundaði i stjórnaraöstöðu Hann myndi þessvegan sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna. Oddur Ólafsson (S) fjallaði fyrst um hermálið, og sagði er- lendan her vera enn á tslandi af þvi aö vinstri stjórnin vildi hafa hann hér. Siöan ræddi hann um efnahagsstjórn þeirra rikis- stjórna, sem kommúnistar hefðu átt aðild að, og taldi hana slæma. Pálmi Jónsson (S) ræddi ástand efnahagsmála, sem væri mjög slæmt og ráðleysi þar rikjandi. Ástandið i flestum málum væri reyndar öfugt við það, sem boöað var i málefna- samningnum. Núverandi efna- hagsstefna leiddi beint út i ófæru. Taldi hann, að endurskoða þyrfti visitölukerfið og draga saman seglin i rikisbúskapnum. Ljóst væri, aö rikisstjórnin heföi brugð- izt fjölmörgum fyrirheitum, og væru forsendur þær, sem voru fyrir valdatöku stjórnarflokk- anna, brostnar. Eysteinn Jónsson: Helztu útivistarstaðir landsins eru í stórhættu — nema ráðstafanir verði gerðar nú þegar fyrir næsta sumar Eysteinn Jónsson formaður Náttúruverndarráðs, sagði i umræðum um ferðamál i neðri deild Alþingis á mánudaginn, að ýmsir helztu ferðastaðir landsins væru i mikilli hættu, ef ekkert væri að gert til þess að bæta aðstöðu til að taka þar á móti hinum mikla ferðamannastraumi. Væri nauðsynlegt að gera slikar ráðstafanir jafnframt þvi, sem opna þyrfti nýja staði fyrir fólk að fara á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.