Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 13. marz 1973 B Klám i farþegaflugi? Reiöur faöir hefur gert fjár- kröfur á hendur Air France, fyrir aö sýna þaö, sem hann kallaö ósiölega mynd I einni flugvél sinni á leiö yfir Atlantshaf, en meö þeirri vél feröaöist hann ásamt 11 ára gamalli dóttur sinni. Myndin, sem um er aö ræöa, heitir „Benjamln, eöa minningar hreins sveins,” skemmtileg frá- sögn af frjálsum og ánægjuleg- um 19. aldar ástum, sem á engan hátt er hægt aö telja til kláms. Samt sem áöur var hún skráö svo, aö hún væri bönnuö yngri en 18 ára, þegar hún var sýnd i kvikmyndahúsum i Frakklandi fyrir 1960. Faöirnn flaug frá Chicago um Montreal til Parlsar I ágúst 1968 og þaö hefur tekiö hann þrjú og hálft ár aö reka mál sin fyrir dóm- stólunum. Hann skýröi svo frá, aö vélin heföi veriö komin út yfir haf, er myndin byrjaöi, og um þaö átti máliö eftir aö hverfast. Hvorugt þeirra feögina notaöi hlustunartæki, sem tengd voru myndinni, en fyrir þaö veröur aö borga auka- gjald, en engu aö slöur taldi hann myndina stórskaölega. Hann bar fram mótmæli viö flugfreyju, sem lagöi til, aö dóttir hans fengi ábreiöu og skerm, sem notaöur er af þeim farþegum, sem vilja fá aö sofa á meöan á blósýningum stendur. Faöirinn neitaöi þessari uppástungu og karföist þess af flugstjóranum, aö hann stöövaöi sýningu myndarinnar, ekkert meö þaö. Þegar vélin var len't, haföi faöirinn snör handtök meö aö stefna flugfélaginu, og kraföist 5.000 franka, eöa um 100.000 ísl. krónur I miskabætur dóttur sinni til handa, vegna skaöa á sálarlifshugmyndum Aennar.” 1 réttinum bar lögr. Air France þvl viö, aö siöferöis- matiö heföi breytzt á slöustu árum, og Benjamln myndi ekki vera bönnuö yngri en 18 ára, ef hún væri sýnd I blóum i dag. Samt sem áöur byggöi lög- fræöingurinn vörn slna á forms- atriöum fyrst og fremst. Hann vakti athygli á, aö vélin heföi veriö yfir opnu hafi, svo aö enginn franskur réttur heföi lög sögu I málinu. í júlimánuöi var frönskum dómstólum hins vegar veitt lögsaga I málum, sem upp kynnu aö koma I frönskum málum, hvar sem væri I heiminum Þvi var einkum beint gegn flug- vélaræningjum, en enn hefur ekki þurft aö beita þvl þannig. Hins vegar hefur þessu máli veriö vlsaö frá dómi á einhverj- um hæpnum forsendum varö- andi málatilbúnaö. Ný aðferð til þess að finna kannabis í Svlþjóö hefur veriö fundin upp ný aöferö. sem notuö er viö rannsóknir á fólki, sem grunur leikur á, aö hafi reykt kannabis. Tekin er blóöprufa úr hinum grunaöa, og hún slöan rann- sökuö á ákveöinn hátt. Væri meö þessari aöferö hægt aö komast aö þvl á fljótvirkan hátt, hvort fólk heföi til dæmis reykt hass og þá fyrir hvaö löngu. Þaö er hópur sænskra vlsindamanna, sem starfa á vegum hersins, sem hefur fundiö upp þessa nýju aöferö, og vænta menn mikils af henni I framtlöinni. Hætti við Gabor af peningaástæðum Margt bendir til þess, að það hafi.þegar allt kom til alls.verið ástæöa til þess,að Onassis gamli sparkaöi út tengdasyni slnum, Joe Bolker, sem Christina Onassis giftist, en hefur nú skil- iö við. Onassis lét hafa þaö eftir sér, að Bolker hefði ekki hugsað um annaö en peningana, og fyr- ir þá sök heföi hann gifzt dóttur sinni. Nú fréttist nýlega, aö Bolker ætlaði aö giftast Zsa Zsa Gabor leikkonu, en hún hefur verið gift fimm sinnum áöur. En það stóð ekki á herranum að hætta við giftinguna, þegar dómarar i New York kváöu upp þann dóm, að leikkonan skyldi greiða 200 milljónir króna, eða Annað barn gæti bjargað hjónabandinu Þótt undarlegt megi viröast, þá er það einkabarnið Karim, son- ur Karim Aga Khan og konu hans Salima, sem er þess vald- andi, að hjónaband foreldranna er I þann veginn að fara út um þúfur. Þessum Múhameös- trúarleiötoga hefur verið stranglega bannað að ferðast rúmlega þaö, sem hún skuldar hér og þar i Bandarikjunum. Á þeirri stundu, sem dómurinn var upp kveðinn, hvarf Bolker á brott, og hefur ekki sézt meö leikkonunni siöan. Bolker er tvl- kvæntur, og hefur haft dálag- lega upphæð upp úr þessum hjónaböndum sinum. En Bolker hefur liklega ekki haft hug- myndum, að Zsa Zsa á 2 mill- jónir dollara umfram skuldir, svo hún er ekki neinn fátækling- ur, hvaösem öðru líður. Zsa Zsa er nú 53 ára gömul, en falleg þrátt fyrir aldurinn. Nú er Joe Bolker farinn aö skemmta sér meö ungri dómaradóttur frá Texas, og llklega er dómarinn faöir hennar sæmilega vel stæö- ur, annars hefði Bolker ekki leitað á þessi nýju mið. ☆ með konu sinni og barni, eða vera allt of mikið samvistum viö þau, þvi ef eitthvaö kæmi fyrir, þegar sonur og faðir væru saman, og báðir létu lifið, stæöi fólk uppi leiötogalaust. Nú er ekki um annað hugsað, en aö Salima verði að eignast annan son, til þess að þessari hættu sé þar með bægt frá, þvi þá gæti hann þó tekið viö, ef eitthvaö kæmi fyrir annan hvorn feðg- anna, eöa að likindum yröi allt- af einn þeirra þriggja eftir, þótt tilraun væri gerö til þess aö ráða þá af dögum. 6ÍOBERí> „Afsakið, en hafið þér ekki v9tn á milli liða?” „Ekki láta hann æsa þig upp Siggi” „Það er til þin Valdimar” DENNI DÆMALAUSI Hvað heldurðu að Jói hafi sagt. Hann þakkar sinum sæla fyrir að hafa ekki skipt á Snata og litlu systur sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.