Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 5
Þri&judagur 13. marz 1973 TÍMINN 5 BRETAR SUÐUR AF EYJUM EYJÖLFUR Pétursson, skip- stjóri á skuttogaranum Vest- mannaey, hringdi til blaösins i gær og tjáöi þvi, að brezkur togari heföi fyrir tveim dögum komiö á miöin út af Surtsey, og siöan heföu togararnir komið hver af öörum, tveir og tveir saman, upp að tólf milna mörkunum á þess- um slóöum. — Þeir fylgja sýnilega eftir fiskinum, sem nú er að skriða á grunnið, og við höfum ekki orðið þess varir, að neitt hafi verið stuggað við þeim, sagði Eyjólfur, er kvaðst ætla að Bretarnir yrðu ekki betri viðfangs, þegar heill floti yrði kominn á þetta svæði, heldur en meðan skipin væru fá. Olíu eytt úrhöfninni Alaugardagsmorgun s.l.veittu menn þvi athygli i Keflavik, að talsvert magn af svartoliu var þar i höfninni. Var gizkað á, að um sex lestir af oliu hafi runnið i höfnina úr oliuleiðslu, sem lá milli geyma, og var verið að dæla á milli, en eitthvað fór þar úrskeiðis og rann olian i sjóinn, án þess að eftir væri tekið. Viðkomandi oliufélag eyddi oliunni úr höfninni og sér nú ekki tangur né tetur af henni, hvorki á sjónum né bryggjum eða i fjöru. Var þar til gerðu efni dreift yfir oliubrákina og eyddizt olian, svo að enginn skaði varð af þessu. — Oó. Staurarnir stóðu en bíllinn ónýtur Bilstjóri, sem ók bil sinum austur Miklubraut I gær, missti vald á ökutækinu og fór upp á um- ferðareyju. Þar varð fyrir honum staur, sem billinn slóst utan i, en stöðvaðist ekki fyrr en á næsta staur, sem bognaði mikið. Billinn, sem var af Ford Capri gerð, gjöreyðilagðist og ökumað- urinn slasaðist. Auk annarra meiðsla var hann handleggsbrot- inn. Var hann einn i bilnum. — OÓ. Finnar semja við Comecon NTB-Moskvu. í gær hófust umræður Finna og fulltrúa austurevrópska efnahags- bandalagsins Comecon I þvi skyniað koma á samningi um efnahags- tækni- og visinda- lega samvinnu þessara aðila. Finnar eru fyrsta vestræna þjóðin, sem leitar sliks samnings. Finnska sendi- nefndin vonast í byrjun til að ná samkomulagi um ramma- samning um samvinnu. Seinna verður reynt að ná sér- samningum á grundvelli hans Til greina kemur ekki að Finnar gangi i Comecon, né öðlist aukaaðild, svipað og Júgóslavar. Samningaumræðurnar hófust i gær i aðalstöðvum Comecon i Moskvu. Kona slasaðist i bilaárekstri á Skúlagötu siðari hluta dags I gær. BIll á leið austur beygði þvert yfir akbraut við bensinstöðina á Klöpp og I veg fyrir bil, sem kom úr gagnstæöri átt. Báöir bilarnir skemmdust nokkuð og kona f öðrum þcirra meiddist á höfði og var flutt á sjúkra- hús. Tlmamynd Róbert. Húsavík: PÖKKUN KJÖTS Á AME- RÍKUMARKAÐ AÐ HEFJAST Gosmynd á samkomu í New Nork ÞJ—Húsavik. — 1 þessari viku er ráögert aö hefja pökkun kjöts i neytendaumbúöir fyrir Ameríku- markað f hinu nýja sláturhúsi Kaupfélagsins. Ætiunin er að fyrst verði pakkað 50 tonnum og þaö sent vestur til tilrauna. Von- andi ber sú sending þann árang- ur, að áframhald verði á þessari starfsemi, en þaö er Pylsugerð KÞ, sem hana annast á vegum SÍS og KÞ. Pylsugerðin hefur annars búið við mjög þröngan húsakost I kjallara aðalverzlunar- og skrif- stofuhússins. Siðar á þessu ári er i ráði að flytja hana suður I slátur- húsið, þar sem hún fær mjög auk- ið svigrúm, en hún hefur að undanförnu stöðugt verið að auka starfsemi sina og verður það-enn frekar við þau nýju verkefni, sem hún hefur nú fengið I hendur. Þá kemur það og til að með þvi fæst mun betri nýting á sláturhúss- bygginguna, en það er að sjálf- sögöu mikils viröi, þegar búið er að byggja stórt og dýrt, að meiri nýting verði á húsinu. Það er dýrt að láta bygginguna standa ónot- aða, nema rétt smátima á haustin og þvi hefur m.a. fjárréttin verið tekin undir áburðargeymslu á vorin. KJ—Reykjavik. — A föstu- daginn veröur haidin mikii samkoma i New York á veg- um Scandinavian Foundati- on til ágóöa fyrir Vest- mannaeyja söfnunina. A þessari samkomu mun m.a. Rió trfóiö skemmta, og sýnd veröur kvikmynd um gosiö i Vestmannaeyjum, sem feng- in var frá islenzka sjónvarp- inu. Sovézkur róðherra d Kefla- víkur- flugvelii Aðstoðarvarnarmálaráðherra Sovétrikjanna, Zak'arov, hafði tveggja klukkustunda viðdvöl á Keflavikurflugvelli i gærmorgun. Ráðherrann var á leið til Lima i Perú, en flugvél hans kom við i Keflavik til að taka eldsneyti. Ráðherrann ásamt fylgdarliði, var i Iljúsin IL-18 skrúfuþotu. Lenti flugvélin kl. rúmlega 9, en hingað var henni flogið beint frá Moskvu. 10 manna fylgdarlið var með ráðherranum. A móti honum tóku Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri og Þorgeir Þor- steinsson, settur lögreglustjóri. Var Sovétmönnum boðið upp á hressingu i hótelinu meðan þeir stóðu við. Bifreiða- viðgerðir Flfóttog vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bifreiðastillingin Síðumúla 23, sími 81330. LYFSALAR UM LYFJA- STOFNUNARFRUAAVARPIÐ Greinargerð lyfjamálanefndar Apótekarafélagsins FYRIR Alþingi liggja tvö frum- vörp, frumvarp til laga um Lyfja- stofnun rikisins og frumvarp til laga um lyfjaframleiðslu. Það fyrrnefnda fjallar um stofnun rikiseinkasölu á innflutningi og heildsölu lyfja og hið siðara um lyfjaframleiöslufyrirtæki, sem rikið eigi að helmingi, en sem að öðrum kosti sé deild i einkasöl- unni. Bæði eru þau lögð fram af heilbrigðismálaráðherra. Komi til þessara framkvæmda þarf rikissjóður að leggja fram eða ábyrgjast allt að 125 milljónir króna að mati frumvarpshöfund- anna, en i rauninni mun sú upp- hæð veröa hærri. Hér er þvi um kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða og þvi mikilvægt, að menn geri sér grein fyrir, hvort nauðsyn liggi til þeirra. Höfuðverkefni þessara fyrir- tækja á að verða það, að yfirtaka þá skyldu, sem nú hvilir á lyfsöl- um, — þá að útvega þjóöinni þau lyf, sem læknar vilja fá sjúkling- um sinum og leyfilegt er aö nota hérlendis, ennfremur að yfirtaka starf lyfjaheildsala við dreifingu lyfja innanlands til lyfjabúða, sjúkrahúsa, héraðslækna og dýralækna, en sjálfir eiga þeir þó að halda heimild áfram til sjálfs lyfjainnflutningsins að þvi marki, sem hann fellur undir einkaum- boð þeirra og spara þannig einka- sölunni þann birgðakostnaö. Meginmáli skiptir þvi, hvort raunin sé sú, að lyfsalar og lyfja- heildsalar hafi sinnt verkefnum sinum svo slælega, að nauðsyn beri nú til kostnaðarsamrar ihlutunar rlkisins, sem jafnframt leiðir til nokkurs skattteknamiss- is þess, auk skaðabótaskyldu. Engin kvörtun um lélegt ástand lyfjaverzlunarinnar hefur borizt frá landlækni né öðrum heil- brigðisyfirvöldum. Það sem frumvarpshöfundar færa fram i greinargeröum, er smávægilegt og stendur til bóta, rikinu að kostnaðarlausu. Þar á meöal taka þeir dæmi I greinargerð af tveim islenzkum lyfjum, sem lyfjaeftir- litið hefur orðið vart, að stæðist ekki styrkleikakröfur. I rauninni er furðulegt, aö sliks dæmis sé getið i greinargerð með frum- varpi til laga, þvi hér er ekki um annað að ræða en atriði, sem hugsanlega getur hent hjá öllum lyfjaframleiðendum og er m.a. verkefni lyfjaeftirlitsins að fylgj- ast með og gera hlutaöeigendum aövart um til lagfæringar. Má I þessu sambandi geta, að lyfsalar hafa ávallt verið hvatamenn þess að hafa gott og óhlutdrægt lyfja- eftirlit til aðhalds framleiöend- um. Engin rök hafa þvi komið fram, sem bendi til þess, að ástand lyf- sölumála sé slæmt, og sizt svo, að rikissjóður þurfi að leggja fé til fjárfrekrar verzlunarstofnunar til úrbóta. Þvert á móti hefur is- lenzk lyfjaverzlun fylgzt mjög vel með nýjungum og framförum i lyfjaiðnaðinum og hafa ís- lendingar notið góðs af þvi og fengiö til ráðstöfunar ný lyf, sem nágrannalönd okkar og önnur vestræn riki hafa taliö til bóta og leyft not á I sinum löndum jafn- harðan og heilbrigðisyfirvöld við- komandi landa hafa talið þau tryggilega reynd. Leita þarf þvi annarrar orsakar en slælegrar frammistööu Is- lenzkrar lyfjaverzlunar fyrir framkomnum frumvörpum, og i upphafi greinargerða þeirra er hennar getið. Þar segir svo: I meginatriðum er frumvarp þetta samið af nefnd til aö gera tillögur á grundvelli stefnumarks rikis- stjórnarinnar um ,,að endur- skipuleggja lyfjaverzlunina með þvi að tengja hana við heil- brigöisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn.” Ekki er gerö grein fyrir þvi, hvaö átt er við með þessari setn- ingu, né hvað þeim, sem sömdu stefnuskrá rikisstjórnarinnar, þykir áfátt I þessum efnum. Islenzk lyfjaverzlun undir nú- gildandi lögum er einmitt I mjög nánum tengslum við heilbrigöis- stjórnina. Lyfsalarnir hafa er- indisbréf frá forseta tslands og heilbrigðismálaráðherra, auk þess fá þeir náin fyrirmæli heil- brigöisstjórnarinnar i reglugjörð- um um hvað eina I starfi slnu og eftirlitsmaður heilbrigðis- stjórnarinnar fylgist með þvi eftir föngum, að allra réttra starfs- hátta sé gætt, auk þess að lyfsalar gefa heilbrigðisyfirvöldum mán- aðarlega skýrslur um ávana- og fiknilyf og áfengislyfjanotkun. Lyfjaheildsalar fá einnig sér- stakt leyfi heilbrigðismálaráðu- neytisins til starfs sins og fylgja settum reglum þess undir eftir- liti. Hvorki þeir né lyfsalar mega flytja inn til sölu önnur sérlyf en þau, sem nefnd skipuð af heil- brigðismálaráðherra, lyfjaskrár- nefnd, leyfir, og lyfsalar mega hvorki selja þau né heimagerö lyf á öðru verði en þvi, sem önnur nefnd, skipuö af heilbrigöismála- ráöherra, lyfjaverðlagsnefnd, ákveður. Af þessu má ljóst vera, að ekki skortir tengsl milli lyfja- verzlunarinnar og heilbrigðis- stjórnarinnar. Er þá aðeins eftir að gera sér grein fyrir þvi, ef unnt Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.