Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. marz 1973 TÍMINN 7 Jón Konróðsson: Um refaveiðar Ég las í blaði nýlega: „Sex tófur skotnar úr skot- byrgi — met". Það var svo sem af nógu að taka, — og ég spyr: Ætlar ekki sá góði skotmaður að fella fleiri tófur? Það er nánast hlægilegt að heyra, að til séu menn á íslandi, sem halda að tófunni hér verði út- rýmt fyrir fullt og allt. Fyrr verður manninum útrýmt af Islandi en refnum. Hann er það slóttugur, svo kemur hann hingað til lands frá Grænlandi með haf- isnum af og til. Eins er það með minkinn, honum verður aldrei útrýmt, þvi miður. Það voru slæm mannaverk að flytja hann til landsins. Fuglinn hvarf, var uppétinn af grimmu rándýri, sem lifir i skúmaskotum. „Raddir vorsins” þögnuðu. Islendingar geta aldrei bætt fyrir þennan glæp gegn náttúru landsins. Þegar fuglinn er búinn, þá kemur röðin að unglömbunum, um það eru dæmi. Nú er villiminkurinn orðinn stærri og þróttmeiri en hann var, þegar hann slapp fyrst úr búrunum. Náttúran er farin að kynbæta minkinn. Það verður ekki langt að biða þess, að hann leggist á unglömbin eins og tófan. Svo eru dæmi um stökkbreytingu á dýrum. Náttúran lætur ekki að sér hæða. Hreindýrin hafa stækkað siðan þau voru flutt tii landsins, Það var sem sagt ekki nóg að drepa búfénaðinn úr hor i hörðu árunum, það varð að fá eina dýrategund i viðbót. Hreindýr áttu ekkert erindi til landsins og sauðnautin þvi siður. Islendingar eru skyldugir til að leggja kapp á að fækka minkinum eins og mögulegt er, þá munu „raddir vorsins” aftur hljóma i eyrum fjármannsins, sem fer að huga að sauðburðinum seinni hluta nætur. En með sólarupp- komu er fuglasöngurinn hvað unaðslegastur og i þann mund er hreinleiki landsins okkar mestur. Hvað heldur þú, lesari góður, að þessar 6 tófur hefðu drepið mörg lömb sér og sinum til viður- væris, ef þær hefðu fengið að lifa? Þvi getur enginn svarað. Þau hefðu orðið mörg. Fyrst er það fuglinn meðan til er, og ein og ein kind svona til bragðbætis. Hvað svo, þegar enginn er fuglinn? Þegar litið er á það, hvað sumum tekst vel við refinn, þá er það augljóst, að það er hreinn slóðaskapur og kæruleysi hvað mikið er af þessum rándýrum, sem eru öllum dýravinum til hugarangurs. Ég er hérna með fyrir framan mig töflu yfir gren, sem legiö var á 1965-1970. Nýrra hef ég ekki séð. I hverju greni eru tvö fullorðin dýr og vanalega 4 yrðlingar. Árið 1965 voru grenin.sem fundust,284. Það ár sluppu 111 grendýr full- orðin, sem grenjaskyttum tókst ekki að vinna. Þetta ár voru alls unnin á landinu 1879 refir, þegar allt er talið, yrðlingar og hlaupa- dýr. Árið 1970 voru þessar tölur þannig: Gren 237, 131 fullorðið dýr slapp. Alls unnin þetta ár 1493 refir, þegar allt er talið. Það er nokkuð breytilegt, hvernig þetta tekst frá ári til árs. Vorið 1966 sluppu hjá grenja- skyttum 178 dýr fullorðin. Auk þeirra grenja, sem finnast, er fjöldi grenja sem-ekki finnst, en refirnir koma upp öllum yrð- lingunum, sem vel geta verið 5 að tölu. Það munar um minna fyrir sauðféð og fuglalifið. Þó tófan sé vanaföst með að leggja helzt í gömul greni, þá breyta sumar þær slóttugustu út af þeirri reglu og fá sér nýjar holur. Svo vill alltof oft til,að gren týnast, af þvi að alltof fáir vita um þau, og byggðir fara i eyði. Er ekki gerlegt að merkja þau inn á kort? Það er ef til vill búið að þvi þótt ég viti það ekki. Já, það hlýtur að vera búið að gera þetta. Það er áreiðanlega stór hópur refa, já svo hundruðum skiptir, sem „óhreinka” landið okkar vetur, sumar, vor og haust. Þessum hópi getur stórfækkað, ef vel er staöið að vetrarveiðunum ásamt grenjavinnslunni. Fljótt á litiö geta skothúsin gefið mestan árangur, en þar þarf þolinmæöi til. Auðvitað eru þessi skothús i öllum sýslum landsins? Sumir veiðimenn setjast á vélsleða við refaveiðar. Slikt er ekki hægt nema á sléttlendi. Svo eru það slyngir og slóttugir göngugarpar, sem talsvert drepa af hlaupadýrum ár hvert, Hér þarf þrek til. Allt er þetta þakkarvert. En betur má ef duga skal. A hverju lifir svo allur þessi refafans? Auðvitað á einhverju lifandi. Fugli meðan hann er til. Þegar hann er búinn, þá er það auðvitað sauðkindin, á vorin ung- lömbin frá bóndanum og þeim sem kind eiga. Nú er það sjaldnast að hrein- lega sé drepið hjá tófu. Verst er þó, þegar rebbi bitur utan um hrygginn á lambinu og klippir það þannig I sundur, en skerandi vein lambsins heyrist langar leiðir i vornæturkyrrðinni meðan mænan er að merjast sundur. Hvernig liður svo vesalings móður litla lambsins, sem dó I kjafti tófunnar? Hún veit vel hvað er að gerast. Hvernig heldur þú að henni liði i júgrinu sinu, þegar ekkert lambið er lengur til að sjúga mjólkina? Góðar mjólkur- ær mjólka yfir sólarhringinn meira en litra af mjólk, þykkri og kostmikilli mjólk, þvi fjallagróð- urinn er kjarnmikill. Nú safnast mjólkin fyrir I júgrinu, það verður grjóthart. Ærin liður miklar þjáningar. Stundum grefur i júgrinu. Það er ekki vanzalaust fyrir bændurna, hvernig aö þessum málum er staðiö. Veiðistjóri á sina sök og ráðamenn i Reykjavík og hvar sem er á landinu. Það er enginn vafi á þvi að tófu og mink væri hægt að stórfækka, ef manndómur, og dugnaður væri svolitið á hærra stigi en nú er. Selfossi 3. marz 1973 Rúmteppi með afborgun. Divanteppi Veggteppi Antik-borðdúkar Antik-borðdreglar Matardúkar Kaffidúkar LITLISKÓGUR Snorrabraut 22, simi 25644. |H ÚTBOÐ U) Tilboð óskast um sölu á 15.000 stk. af steyptum gagnstéttarhellum fyrir Bygg- ingadeild borgarverkfræðinga Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. marz, n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Hóseta vantar Háseta vantar á 105 torina bát til neta- veiða. Upplýsingar i sima 92-8086, Grindavik. Okkar vinsæla — ítalska PIZZA slær í gegn — Margar tegundir Opiö frá kl. 08-21.30. Laugavegi 178 Simi 3-47-80 Stuðningsmenn séra Haildórs S. Gröndal hafa opnað skrifstofu i Miðbæjar- markaðnum, Aðalstræti. Hafið samband við skrifstofuna. Stuðlum að sigri séra Halldórs S. Gröndal i prestskosningu Dómkirkjusafnaðarins hinn 18. marz nk. Simar: 22448 — 22420. Stuðningsmenn. Enner tœkifœri... til að eignast hlut í banka. Nú eru aðeins um 15 milljónir óseldar af hlutafjáraukningu Samvinnubankans úr 16 í 100 millj. kr. Ollum samvinnumönnum er boðió að eignast hlut. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN ÞM Atvinna Tveir menn óskast til starfa við saltfisk- verkun i Grindavik. Fæði og húsnæði á staðnum. Simi 92-8086, Grindavik. ■tír >4». ?4.s ¥ h i'r- Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við lyflækninga- deild Borgarspitalans er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. júni 1973 til 6mánaða. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinn- ar. Laun samkvæmt samningi milli Læknafélags Reykjavikur og Reykjavikurborgar. Umsóknir, ásamt uppíýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 15. april n.k. u Reykjavik, 9. marz 1973. •V v *■> Ileilbrigðismálaráð Revkjavikurborgar. ¥ ,\V 'f u' n Styrkir á sviði umhverfismóla Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á árinu 1973 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum varð- andi stefnumótun i umhverfismálum. Gert er ráð fyrir.að umsækjendur hafi lokið háskóla- prófi. Styrkirnir miðast við 6 mánaða til 12 mánaða fræði- störf. Fjárhæð hvers styrks getur numið allt að 200.000.00 belgiskum frönkum. Nánari upplýsingar veitir utanrikisráðuneytið. Umsóknum skal skilað i utanrikisráðuneytið fyrir 31. marz n.k. ■<y> >:ú • ú' Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 9. marz 1973. 12. marz 1973. TILKYNNING TIL söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15. marz. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.