Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 13. marz 1973 ALÞINGI Umsjón: Elías Snæland Jónsson Iðnaðarráðherra: Sjö iðnfyrirtæki hyggjast auka útflutning um 800 milljónir Iðnaðarráðherra leitaði til forystumanna helztu iðnaðarfyrirtækja landsins eftir gosið i Vestmanna- eyjum, og lagði áherzlu á næuðsyn þess, að auka út- fíutning á iðnaðarvörum á þessu ári til að vega upp á móti útflutningstapi vegna eldgossins. Ráðherra hefur þegar fengið svör og áætlanir sjö stærstu iðn- fyrirtækjanna, sem telja sig samtals geta aukið út- fíutning sinn úr 1000 milljónum i fyrra i 1800 milljónir i ár, ef til kemur samtals um 120 milljón króna aðstoð, hvað rekstrarfé og fjárfestingarfé viðvikur, og um 120-140 starfsmenn til viðbótar við það, sem nú er. Þetta kom fram i ræðu Magnúsar K jartanssonar, iðnaðarráðherra, i efri deild Al- þingis i gær, er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Iðn- rekstrarsjóð — en það frumvarp var skýrt itarlega hér i blaðinu fyrir helgina. Kom fram hjá ráð- herranum, að vonir standa til að þessi sjóður hefði á annað hundr- að milljóna til ráðstöfunar strax á fyrsta ári. Fram kom hjá ráðherranum, að sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna telja, að hægt eigi að vera að auka útflutning iðnaðarvara úr 1200 milljónum i fyrra i um 2500 milljónir á þessu ári. Rakti hann siðan áætlanir sjö stærstu útflutn- ingsaðilanna um útflutning á þessu ári, og þá fyrirgreiðslu, sem fyrirtækin teldu nauðsynlegt að fá, til þess að þeim markmið- um yrði náð. Alafoss flutti i fyrra út fyrir 200 milljónir en telur sig geta aukið útflutninginn i 400 milljónir i ár, ef til kemur aukið rekstrarfé um 50 milljónir og fjárfestingafé um 30 milljónir. Þá þarf um 20 nýja starfsmenn. SlS-verksmiðjurnar fluttu út fyrir 340 milljónir i fyrra, og áætla 500 milljón króna útflutning i ár, en þá þarf 8 milljónir i rekstrarfé, 15-20 millj. i fjárfest- ingarfé og 40-60 starfsmenn til viðbótar. Sölumiðstöð lagmetisiðnaðar- ins flutti út fyrir 200 millj. í fyrra, og áætla 400 millj. króna útflutn- ing i ár, ef til koma 60 nýir starfs- menn. Kisiliðjan áætlar að auka út- flutning úr 195 milljónum i fyrra i 300 milljónir i ár án fyrirgreiðslu. Sláturfélag Suðurlands áætlar aukningu á útflutningi úr 55 milljónum i 100 milljónir án sér- stakrar fyrirgreiðslu. Hekluvikur flutti út fyrir 20 milljónir i fyrra, en áætlar nú 80 milljón kr. útfiutning, ef til kemur 10 milljón króna rekstrarfé og 2 nýir starfsmenn. Glit flutti út fyrir 3 milljónir i fyrra, en áætlar 30 milljón króna útflutning i ár, ef til kemur 10 millj. króna rekstrarfé. Samtals er þvi hér um að ræða aukningu útflutnings úr 1013 milljónum i 1810 milljónir hjá sjö fyrirtækjum, en til þess þarf um 120milljónir króna og 120-140 nýir starfsmenn. Einnig tóku til máls Geir Hallgrimsson (S), og Jón Arnason (S), en siðan var frum- varpinu visað til 2. umræðu. ÓSKA EFTIR AÐ kaupa jörð til ábúðar eða uppbyggingar á vori komandi. Upplýsingar leggist inn á af- greiðslu blaðsins, merkt 1397. Hjúkrunarkonur pU: !/ V:'\ Hjúkrunarkonur óskast á næturvakt á Gjörgæzludeild Borgarspitalans. Fullt starf eða hluti úr starfi kemur til greina. (Avallt 2 hjúkrunarkonur á vakt). Fyrirlestrar fyrir hjúkrunarkonur, sem starfa á gjör- gæzludeild standa nú yfir. Barnagæzla á staðnum. Upplýsingar gefur forstöðukonan i sima 81200. Reykjavik, 12. marz 1973. 535 Borgarspítalinn. Aðstoðarmaður óskast Staða aðstoðarmanns i 3/4 hluta starfs i Rannsóknarstofu Háskólans er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veittar á Rannsóknarstofu Háskólans, simi 19506. Reykjavik, 12. marz 1973. Skrifstofa rikisspitalanna. Lækkið kostnaðinn Drýgið og bætið kaffið með Ludvig David kaffibæti. Aðstoðarstúlka óskast Staða aðstoðarstúlku i 3/4 hluta starfs i Rannsóknarstofu Háskólans er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veittar á Rannsóknarstofu Háskólans, simi 19506. Reykjavik, 12. marz 1973. Skrifstofa rikisspitalanna. Bændur Er kaupandi að góðri kúajörð norðanlands á komandi vori, helzt með góðu ibúðarhúsi eða útihúsum. Harald Jespersen, Miðhvammi, Aðaldal, simi um Staöarhól. Jörp hryssa 3ja vetra, mark sneitt aftan hægra, biti aftan vinstra, tapaðist úr Kópavogi s.l. vor. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar, vinsamlega hringið i sima 40979. Iðnaðarbanki Islands hf. tilkynnir: Nýir arðmiðastofnar með hlutabréfum bankans útg. árið 1953, eru nú til afgreiðslu i bankanum hjá Guðrúnu Björnsdóttur, gegn framvisun eldri stofna og upplýsing- um um nafnnúmer og heimilisfang. Iðnaðarbanki íslands hf. Fundir voru i báðum deildum Alþingis i gær. í neðri deild voru eftirtalin mál tekin fyrir: Stjórnarfrumvarp um fram- kvæmd eignarnáms var samþykkt til 3. umræðu, og sömuíeiðis stjórnarfrumvarp um Fósturskóla íslands. Þing- mannafrumvarpið um fyrir- hleðslur var samþykkt til 2. umræðu. Stefán Gunnlaugsson (A) mælti fyrir frumvarpi, er hann flytur, um Fræðslu stofnun alþýðu. Ingvar Gísla- son (F)taidi, að málið þyrfti Itarlegri athugunar við. Var frumvarpinu visað til 2. um- ræðu. Gisli Guðmundsson (F) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt fjórum þingmönnum úr jafn mörgum flokkum um að gerð verði yfirlitsáætlun um fullnaðar- uppbyggingu þjóðvega- kerfisins samkvæmt vega- lögum. Segir þar, að gera skuli þegsa áætlun á árinu 1973. Var frumvarpinu visað til 2. umræðu. Ingvar Gíslason (F) mælti fyriráliti menntamálanefndar Framhald á bls. 19 Stjórnar- frumvörpin og deildirnar: 28 i efri og 34 í neðri deild Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár I efri deild i gær og flutti þar skýrslu um framlögð stjórnarfrum- vörp ideildum þingsins frá þvi á siðasta hausti. Kom I Ijós, að I efri deild höfðu 28 stjórnar- frumvörp verið lögð fram, en 34 i neðri deild á þessu tima- bili. Forsætisráðherra upplýsti þetta I framhaldi af um- ræðum, sem urðu utan dag- skrár i siðustu viku um málið er Þorvaldur G. Kristjánsson (S) hóf máls á þessu. Sagði ráðherrann, að augljóst væri, að þótt nokkur munur væri á fjölda frumvarpa I deildunum, þá væri hann alls ekki svo mikill, sem ráða hefði mátt af máli Þorvalds fyrir helgina. Hins vegar væri það rétt, að nokkur tilhneiging væri til að leggja þau frumvörp fyrir i neðri deild, sem mestar deilur yrðu um. Hins vegar hefðu ýmis veigamikil frum- vörp verið lögð fram I efri deild, og nefndi hann allmörg dæmi þar um. Ráðherra sagði að lokum, að það væri sér kappsmál, að ekki yrði gert upp á milli deildanna i þessu efni. Þorvaldur G. Kristjánsson (S) þakkaði ráðherra skýrsluna en taldi, að ástandið, eftir að þing hóf störf að nýju eftir jól, væri ná- kvæmlega eins og hann hefði lýst þvi fyrir helgina. Flutti hann um þetta langt mál. -EJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.