Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 20
1 Gistió á góöum kjörum SGOÐI ^ ^fyrir tjóóan mut $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS BÁÐU LEIGUBÍLSTJÓRANN r r Þíðan hefur ekki Verkfalli undirmanna er lokið En verður hægt að manna togarana, þegar verkfalli yfirmanna lýkur? Klp-Rcykjavlk. Undirmenn á togaraflotanum samþykktu með yfir- gnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu um helgina samningsuppkastið, sem náðist á fundi deiluaðila með sáttasemjara, s.l. föstudagsnótt. úr- slit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að 96 voru með en 16 á móti og 2 seðlar voru auðir. 1 samkomulaginu er gert ráð fyrir, að aflaprósentan til háseta á siðutogurum hækki úr 13,25% i 14,82% og er þá miðað við að 19 undirmenn verði um borð i hverj- um togara, en samkvæmt eldri samningnum voru þeir 23. Þá er gert ráð fyrir, að aflaprósentan til undirmanna á skuttogurunum verði 13,26% og miðist hún við 17 menn. Er þetta sama hlutfalls- tala og á siðutogurunum. Þá mun grunnkaup undir- manna á togurunum hækka um 27% frá fyrri samningum, og einnig var samið um ýmsar veigamiklar breytingar á vinnu- tilhögun og vinnuskilyrðum um borð i skipunum ásamt fleira. Þegar kunnugt var um úrslitin i atkvæðagreiðslunni, aflýsti Sjó- mannasamband Islands þegar vinnustöðvun undirmanna. Það vakti athygli, þegar tölurnar voru birtar, að ekki höfðu kosið nema 114 menn i þessari atkvæða- greiðslu, en það er mun minna en i atkvæðagreiðslunni þar á und- an, sem felld var. Er það álit manna, að ástæðan fyrir þessu sé, að flest allir togarasjómenn séu komnir eitthvað annað til starfa, eins og t.d. á bátana eða fengið sér vinnu i landi. Hafa menn spáð þvi, að erfiðlega muni ganga að manna togarana þegar verkfalli yfirmanna ljúki, en siðustu fréttir af þvi voru að sáttarsemjari bauð deiluaðila til fundar i gærkveldi. Höfðu fréttir af þeim fundi ekki borizt þegar blaðið fór i prentun. sftíS HSTTVMSTI KAUPFÉLACINU Biðjð um Robin Hood uppskriftabækling FYRIR 300 ÞUSUND I VEST- AAANNAEYJASÖFNUNINA KJ-Reykjavik — Ég var alveg steinhissa þegar ég opnaði bréfið, og sá 500 dollara ávfsunina, og ekki varð ég siður hissa þegar seinna bréfið með 2.500 dollara ávisuninni kom, sagði Bjarni Gottskáiksson, bifreiðarstjóri á B.S.R. Lyngbrekku 3 i Kópavogi, þegar blaðamaður Timans ræddi við hann i gær. Bjarni hafði sem sé fengið þrjú þúsund dollara frá eldri hjónum, sem hann ók i sumar, og bað fólk- iö hann um aö láta peningana ganga til fólks, sem hafði misst heimili sin vegna eldgossins i Vestmannaeyjum. — Mig minnir að það hafi veriö i ágúst, sem ég ók þeim G. Skrud- land og frú frá Hótel Loftleiðum o^niöur i bæ, og beið þar meðan þau verzluðu. Siðan ók ég þeim eitthvað um miðborgina og aftur út á hótel. Þetta var eitthvað fjög- ur hundruð króna túr, og þau báðu um nafnið mitt þegar viö skildum. Ég lét þau hafa nafn- spjaldið mitt, og um jólin fékk ég smágjöf frá þeim ásamt jóla- korti. DOLLARINN FELLUR ENN NTB-Briissel og London.Eftir tólf klukkustunda þrotlausar fundar- setur tókst fjármálaráðherrum Efnahagsbandalagslandanna loks að ná samkomuiagi um lausn gjaldeyriskreppunnar. Á föstu- dag hefjast nýir fundir með full- trúum annarra verzlunarþjóða i þvi skyni að stöðva braskið með bandarikjadali. Fjármálaráðherrar Efnahags- bandalagslandanna eiga að hitta fulltrúa Bandarikjanna, Japan, Kanada, Sviss og Sviþjóðar i Paris. Ætlunin er að fá yfirvöld i Bandarikjunum til að vernda gengi dollarsins, en fréttaskýr- endur i Briissel draga i efa að það takist i nægilega rikum mæli. Umræður um mál þetta hófust i Briissel i gær á undirbúningsfundi staðgengla fjármálaráðherranna fyrir Parisarfundinn á föstudag. Vonbrigði riktu i stofnunum Efnahagsbandalagsins I Brússel i gær vegna þess, hve takmarkað- ur árangur náðist aðfararnótt mánudags. Vestur-þýzka markið, danska krónan, franski og bel- giski frankinn, lúxembúrgar frankinn og hollenzka gyliinið eiga að hafa fljótandi gengi sam- eiginlega gagnvart dollar, og má mismunur á gengi þeirra inn- byrðis ekki vera meiri en 2.25%. Gengi itölsku lirunnar, brezka og irska pundsins verður einnig fljótandi, en óháð gengi gjald- miðla annarra efnahagsbanda- lagslanda. Aðalbankar aðildarlanda EBE eru ekki lengur skyldugir til að styðja dollarann. Hið sameigin- lega fljótandi gengi verður styrkt með aðstoö úr sjóði, sem nemur 1,4 milljörðum reikningseininga (hver þeirra jafngildir einum dollar á gamla verögildinu). Gengi dollarans féll I gær á gjaldeyrismarkaði i Evrópu i hlutfalli við gengi gjaldmiðla flestra Vestur Evrópulanda. Gengi frankans hækkaði mjög, eftir að ljóst var að Gaullistar báru sigur úr býtum i kosningun- um I Frakklandi á sunnudag. Samkvæmt gjaldeyrissamkomu- lagi fjármálaráðherra EBE verð- ur gengi þýzka marksins hækkað um 3%. Svo fékk ég bréf frá þeim i febrúar og var það dagsett i Illi- nois 7. febrúar. 1 bréfinu var ávis- un upp á 500 dollara, sem var stil- uð á mig. Ég fór með hana til Rauða krossins, og þeir sendu þeim kvittun fyrir framlaginu. Aftur fékk ég bréf frá þeim, og enn var ávfsun i umslaginu, og að þessu sinni upp á 2.500 dollara. Eftir bréfsefni Skrudland-hjón- anna að dæma, þá reka þau myndavéla og filmuverzlun i Hebron i Illinois, og i merki fyrir- tækisins er bandariski og norski fáninn. Eru þau þvi liklega af norsku bergi brotin, og hafa sýnt mikla höföingslund i garð Vest- mannaeyinga, með þvi að senda hvorki meira né minna en tæp- lega þrjú hundruð þúsund krónur i Vestmannaeyjasöfnunina. Þau sendu Bjarna ávisanirnar, og hann kom þeim strax til skila. Þannig geta stutt en góð kynni, eflt tengsl milli þjóða, og orðið til hjálpar þegar eitthvað bjátar á. skaðað vegina KJ-Reykjavik — Þiðan hefur ekki skaðað vegina að neinu ráði, sagði Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlitsmaður hjá Vega- gerðinni, er Timinn hafði samband við Vegagerðina I gær. A sunnudaginn var farið að hækka iskyggilega mikið i Bjarnardalsá við brýrnar i Norðurárdal I Borgarfirði, en áin ruddi sig áður en fór að flæða yfir veginn. A sunnu- daginn hækkaði mjög i ám i Borgarfirði, og viða voru veg- ir i hættu, en i fyrrinótt sjatn- aði i ánum, og kom þvi hvergi til neinna verulegra vega- skemmda i Borgarfirði. Fært er nú frá Reykjavík um Snæfellsnes, vestur i Reykhólasveit, norður á Hólmavfk, til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og alla leið norð- ur á Raufarhöfn. Þá er fært frá Patreksfirði til Bildudals og suður á Rauðasand, og frá tsafirði er fært til Súðavikur og Bolungavikur. Frá Egils- stöðum er fært til Reyðar- fjarðar, og þaðan suður til Hornafjarðar, en fjallvegir á Austuriandi eru flestir ófærir. Viöa eru mikil svellalög á vegum, og þvi ekki eins greið- fært og ella. Peronisti forsetiArgentínu ? NTB-Buenos Aires. Frambjóð- andi Peronista til forsetakjörs I Argentinu, Hector Campora, hafði 'fengið 48.7 af hundraði atkvæða i kosningunum á sunnu- dag, er eftir var að telja 2% greiddra atkvæða. Þar með var útséð um, að.Campora hlyti þau 51% atkvæða, sem hann þurfti, til að ná kjöri án endurkosninga. Aretbanlega BEZTA HVEITIÐ Robín Hood öruggt drjúgt vítamínbætt ALL PURPOSE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.