Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 11
Þribjudagur 13. marz 1973 TÍMINN n Úr Garöakirkju. Altaristöfluna gáfu ættingjar Óttars Proppé fyrrum sóknarnefndarmanns. Predikunarstólinn skar Rikarður Jónsson, og er hann gjöf frá kvenfélaginu og fleiri aöilum. Gólfiö er úr Drápu- hlföargrjóti. Þaö lagöi Sigurlinni Sigurlinnason. Úlfhildur Kristjánsdóttir úti fyrir Garöakirkju. HALLGRÍMUR TH. BJÖRNSSON: FL ÝTUM OKKUR HÆGT Grunnskólafrumvarpiö, sem fyrrverandi menntamálaráö- herra, Gylfi Þ. Gislason, lét semja og vildi drifa i gegn um þingið, síöast á valdaferli ,,Viö- reisnar”, varö ekki aö lögum þá, en fór i nefnd til athugunar og endurbóta. Eftir tveggja ára endurskoöun er nú þetta frum- varp aftur á dagskrá Alþingis. Heföi svc langur umþóttunar- timi átt aö nægja til aö losa frumvarpiö viö helztu vankant- ana og færa það nær þörfum þjóö- félagsins og nútimans, en raun ber vitni, enda aö sjálfsögöu til þess ætlazt. Þrátt fyrir áberandi mistök i störfum hinnar þing- kjörnu nefndar, er nú ólikt betur aö þessum málum unniö, þvi aö á sama tima og þingmenn sitja á rökstólum um frumvarpiö, er þaö kynnt meö fundarhöldum vitt og breitt um landið, þar sem mönn- um gefst kostur á aö kynnast þvi og mynda sér um það skoöanir, kosti þess og galla. Ætti þing- mönnum aö vera mikill styrkur, aö heyra álit fólks á þessum ör- lagariku málum, áöur en þeir endanlega afgreiöa frumvarpið, sem lög frá Alþingi. Auk framangreindra funda- halda hafa fjölmargir einstak- lingar fengiö þetta frumvarp sent til athugunar og umsagnar og er ég einn af þeim. Hljóta þetta aö teljast viturleg vinnubrögö, og hreint nýmæli i þingsögunni, enda gjörólikt þvi, sem áöur hefir þekkzt. Isienzk skólalög eru komin hátt á þriöja áratuginn og þvi tima- bært aö endurskoöa þau og aölaga nýjum, gjörbreyttum þjóðfélags- háttum. Sannast sagan hefir þeim aldrei verið framfylgt aö fullu t.d. þvi, er aö verklegu námi snýr. Þar hafa verið drýgöar tvær höfuösyndir hvor annarri skelfi- legri. Sú fyrri, aö i lögunum er verklegu námi ætlaöur mun rýrari hlutur en bóknáminu. Er æsku landsins þannig mismunaö á hróplegan hátt. Siöari syndin gengur þó mun lengra I átt til óréttlætis, þvi tilskipan um hiö naumt skammtaöa verknám, komst aldrei aö fullu til fram- kvæmda. Þar með var biliö milli verklegrar- og bóklegrar kennslu orðiö þaö breitt, aö skyldunámiö i reynd varö einn heljar óskapnaður. Þar var öllum ung- mennum þröngvaö til skólasetu, án minnsta tillits til langana þeirra né hæfileika. 1 gömlu fræöslulögunum, sem giltu frá 1907-1946 var óllkt skyn- samlegar á málum haldiö. Þar var lögö á þaö rik áherzla aö kenna börnum helztu undirstööu- atriöi almennrar fræöslu og þá fyrst og fremst aö gera þau læs og skrifandi og fær i fjórum höfuö- reglum reikningskonstarinnar. Viö fullnaöarpróf átti þessu markmiöi að vera náö. Eftir þaö spilaöi svo hvert ungmenni á eigin spil og mannlifiö steymdi fram eftir þrem megin farvegum. Þeir, sem vildu menntast, eins og þaö var kallað, leituöu af sjálfs dáöum, eöa meö tilstyrk vina og vandamanna, uppi þá fáu skóla landsins, er bjuggu fólk undir framhaldsnám, annar hópurinn reyndi aö komast i eitthvert iön- nám. En þar hafa dyrnar verið ærið þröngar, þrátt fyrir mikinn iönaöarmannaskort. Þriöja fylkingin og sú lang fjöl- mennasta, hvarf strax aö hinum ýmsu óbreyttu störfum til lands og sjávar. Oftast mun þaö hafa verið efnahagurinn, sem réö úr- slitum um ævistarfiö, þótt löngun og þrá ungmennis yröi þar stundum þung á metum. Þannig skar lifiö þeim efnaminni oft naumt viö nögl. Úr þeim misrétti áttu núgildandi fræöslulög, er sett voru 1946 aö bæta. Þaö geröu þau lika á ýmsan hátt, þótt fyrrgreind mistök settu þar stórt strik I reikninginn. Meö tilurö þessara laga, voru allir skyldaöir til setu á skólabekk til 15 ára aldurs, jafnt þeir nám- fúsu sem hinir, er hvorki höföu til þess löngun né hæfileika. Þeim siöarnefndu var skólavistin hreint kvalræði, sem brauzt úr I andúö til skólans og uppreisnar gegn þjóöfélaginu og skipulagi þess. Þannig ómeövitaö rótsleit skólinn þetta æskufólk og hrakti þaö út á kaldan klaka mann- lifsins. Heföi nú fræöslulögin hins vegar ætlaö fjölbættu verknámi meira og virtara rúm innan veggja skólanna, mundu mjög mörg ungmenni hafafundiö þar eitthvaö viö sitt hæfi, og oröiö betri þjóöfélagsþegnar. Hallgrimur Th. Björnsson. Núgildandi fræðslulög voru vel meint, enda sett i þeim fróma og lýöræöislega tilgangi, aö jafna metin milli rikra og snauöra, en þau voru vanhugsuö að þvi leyti, aö þau tóku hvorki nægjanlegt til- lit til brýnna þarfa þjóðfélagsins á stóraukinni verkmenntun, né til hæfileika ófárra æskumanna. Slik mistök hljóta aö leiöa til áfalla i einhverri mynd, þaö hefir reynslutimi núgildandi skólalög- gjafar sannað okkur áþreifan- lega. Ég hefi hér að framan bent á hrapalleg mistök, sem ekki mega endurtakast viö samningu nýrra skólalaga. „Brennt barn foröast eldinn” og þaö eigum viö hinir fullorönu lika að gera. Ættum viö þá ekki fyrst aö losa okkur viö öll mannalæti og menntaprjál, — láta átta ára skólaskylduna nægja okkur enn um sinn, án þess aö lengja skólaáriö. Þess I staö ber nú aö einbeita kröftum þjóðarinnar aö þvi aö bæta fyrir gömlu syndirnar, meö þvi t.d. aö stórauka allt verklegt nám á skyldustigum skólanna. Væri myndarlega og heilshugar aö þessum málum staöiö I þeim fræöslulagafrumvörpum, sem liggja fyrir Alþingi, mætti svo fara, aö stór breyting yröi til batnaöar I öllum skólamálum landsins. Ef viö berum gæfu til að hefja verknámið úr þeirri lágkúrusem þaö lengst af hefir I verið, til sömu reisnar og bóknámiö, og höfum hvort um sig opiö og frjálst öllum landsins börnum, mun hiö hvimleiöa aga- leysi og svokallaöi skólaleiði fljótlega hverfa. Þrjózka og uppreisnarandi æskufólks færi sömu leiðina og menn hættu lik- lega alveg aö þrástagast á æsku- lýösvandamálum og kynslóöa- skiptum. Hér viö gagnfræðaskólann I Keflavik starfar óvenju listhagur handavinnukennari, Erlingur Jónsson, sem er athyglisverður hugsjónamaöur og hefir auk þess geysimikinn áhuga á aukinni verkmenntun. A undanförnum árum hefir Erlingur ritaö talsvert um þessi mál og flutt um þau erindi. Hafa hugmyndir hans vakiö marga til umhugsunar um slik efni, þar á meðan núv. menntamálaráö- herra, Magnús Torfa Olafsson, er á s.l. ári hlýddi á eitt þessara erinda Erlings, hér I Keflavik og fékk afrit af þvl með sér til nánari yfirvegunar. Eriingur hefir gert meira en aö ræöa þessi málefni Um árabil hefir hann meö leyfi skólastjóra starfrækt kvöldnám- skeiö I handavinnustofum skólans, þar sem öllum var heimill ókeypis aðgangur. Attu menn þar völ á aö sinna hvers konar áhugamálum á verklegu sviöi, undir handleiöslu þessa sérstæöa kennara. Var aösókn geysimikil, jafnt karla sem kvenna, ungra og gamalla. Rikti þar mikil og sönn vinnugleöi, enda verkefni viö allra hæfi og hvergi sjáanlegt neitt kynslóöabil, frekar en i gömlu sveitabaöstofunum hér áöur fyrr. Ég nefni þetta hér, sem ljóst og lifandi dæmi um áhuga fólks á aukinni verkmenntun, er hefjist strax I barnaskólum. Undir þá skoöun renna margar, gildar stoöir. Viö erum n6 sem óöast aö byggja upp i landinu samkeppnis- færan iðnaö, og segir sig þvi sjálft, aö þörfin fyrir vel iönlærða menn er brýn og fer ört vaxandi, bæði vegna iönaöarins sjálfs og þó kannski ekki siður vegna þess skara ungs fólks, sem ekki er sniöiö fyrir bóknámskerfi skólanna eins og það er i dag, en er liklegt til manndóms og dáöa, sé þvi fengiö verk I hönd. 1 sam- bandi viö sivaxandi ferðamanna- straum hér á landi, má benda á ýmiskonar heimilisiönaö, sem heppilega tónstundavinnu ungra og gamalla sem gæti oröið um- talsveröur söluvarningur til hinna erlendu gesta. Slik tóm- stundaiöja mundi jafnframt veröa holl afþreying, er beindi hugum margra aö ánægjulegum heimastörfum, sem raunar væru gullinu dýrmætaraog mundi ótvi- rætt stuðla aö aukinni sálarheill. Til þess aö veruleg aukning veröi á þeirri verkmenntun, sem ég hefi gert hér aö umtalsefni, þarf m.a. aö byggja nýja og hag- kvæma verknámsskóla, búa þá nauösynlegum tækjum og fá til þeirra vel hæfa kennara. Þar þyrfti lika aö vera opiö hús og griöastaöur öllu utanskólafólki, sem i tómstundum sinum vill hafa eitthvað þarflegt milli handanna.likt ogá fyrrgreindum baöstofukvöldum hjá Erlingi Jónssyni. Vist er, aö slikar stofnanir kostuöu mikiö, en þeir fjármunir mundu skila sér aftur i auknum þjóðarþroska og bættu mannlifi. Ef nú yröi horfiö aö þvi ráöi, aö fresta um sinn aö sam- þykkja þessi skólafrumvörp, sem ég vona aö verði, mundi sparast mikiö fé, jafnvel nokkur hundruö áöurnefndra verknáms- eöa verk- menntaskóla, en slikt heiti mundi hæfa betur hugmyndinni, sem aö baki býr. Til þessara fram- kvæmda ætti einnig aö renna allt þaö fé, sem nú er fyrirhugaö að hafa fyrir eyöslueyri á Þingvöll- um 1974. Ætli þeim fjármunum sé ekki betur variö til aö verk- mennta þegnana, heldur en að efna til tildurslegrar svallveizlu á helgasta sögustaö þjóöarinnar? Enda á landnám íslands ekkert skylt viö þann staö. Annars ræöi ég þaö ekki frekar hér, svo marg- ir, bæöi einstaklingar og félög, hafa látið máliö til sin taka og mótmælt kröftuglega fram- kvæmd þess. Vænti ég, aö sá mikli og þjóðlegi talkór hafi náö hlustum valdhafanna, svo stýrt veröi hjá óhöppum. Að lokum skora ég á fræöslu- málastjórn landsins og þingheim allan, að „flýta sér hægt” viö aö setja þjóöinni ný fræöslulög. Um þessi skólafrumvörp, sem nú eru I deiglunni, má aö visu margt gott segja, ýmsir þættir þeirra eru spor i rétta átt, þótt þeir vegi ekki upp á móti göllunum. Enn er þvi nauösynlegt, aö staldra við og rannsaka hlutina frá grunni, minnugir þess, að: „Það skal vanda, sem vel á aö standa”. Hér rekur svo sannarlega ekkert á eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.