Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. marz 1973 TÍMINN 15 NÚ KÖNNUÐUST MENN VIÐ var maðurinn d bak við stórsigur Fram gegn Víking 27 : 20 INGÓLFUR ÓSKARSSON, fyrir- liði Fram í handknattleik, virðist vera að komast f sitt gamla landsliðsform. Hann leikur nú hvern stórleikinn á fætur öðrum i 1. deildinni. Það er greinilegt, að hann er nú að ná sér eftir nieiðsli, sem hefur háð honum undanfarin ár. 1 leiknum gegn Vikingi á sunnudagskvöldið skoraði hann mjög falleg mörk með langskot- um, sem hann var frægur fyrir hér á árunum. Hann stjórnaði Framliðinu gegn Viking, þar sem leikmenn Fram höfðu mikla yfir- burði yfir Viking. Vikingsliðið er nú greinilega komið i öldudal, lcikmennirnir eru ekki eins frisk- ir og i byrjun mótsins og þeir virðast áhugalausir. Vörnin hjá þeim er ekki sterk, það sést á þvi, hvað liðið fær mikið af mörkum á sig i leikjum. Framliðið sendi knöttinn 27 sinnum i netið hjá Vikingi fengu á sig tuttugu mörk. Leikurinn var jafn fyrstu 15 min. en þá tóku Framarar leikinn i sinar hendur og staðan i hálfleik var orðin 13:8 fyrir Fram. Á 18. min. siðari hálfleiksins tókst Vikingum að minnka muninn i STEFAN GUNNARSSON....sést hér skora fjórtánda mark Vals gegn KR á sunnudagskvöldið, eftir hraðupphlaup. Aðrir á myndinni eru Gunnsteinn Skúlason, Ivar Gissurarson, markvörður KR og Bjarni Kristinsson. (Timamynd Róbert). Framliðið — meö Ingólf, Sigurð Einarsson, sem lék mjög vel, Björgvin Björgvinsson og Axel Axelsson, sem aðal menn, — lék Vikinga oft grátt. Þorsteinn Björnsson, átti góðan dag i mark- inu hjá Fram. Mörkin skoruðu: Ingólfur óskarsson 8 (4 viti), Sigurður 5, Axel 6, Björgvin 4, leysur, en það er ekki fyrirgefan- legt að hafa ósamræmi I vitleys- upum. Þeir Magnús og Valur dæmdu viti á sum brot, sem þeir dæmdu svo frikast á, hinum megin á vellinum. Þá má benda Vali á, að flauturnar eru til þess að blása i. — sos. INGÓLF Sigurbergur 2, Andrés og Pétur eitt hvor. Mörk Vikings, skoruðu: Einar 10 (7 viti), Guðjón 5, Jón 3og Páll 2. Dómarar leiksins, þeir Magnús Pétursson og Valur Benediktsson, dæmdu leikinn mjög illa. Það er fyrirgefanlegt, að menn geri vit- — hann er greinilega kominn í sitt gamla landsliðsform. Hann 19:16. Þá komu fjögur mörk frá leikmönnum Fram 23:16, og leiknum lauk 27:20. 4 heims- met á EM KR-LIÐIÐ STOÐ I VAL TIL AÐ BYRJA AAEÐ... — en í síðari hálfleik fór Valsliðið í gang og þá var ekki sökum að spyrja VALSMENN áttu ekki I erfiðleikum með KR á sunnu- dagskvöldið, þegar liöin mættust i 1. deildarkeppninni i handknatt- leik. KR stóö I Val til að byrja meö, en i siðari hálfleik fóru yfir- burðir Vals að koma I ljós. Vals- menn skoruöu þrjú fyrstu mörkin i leiknum, það var ekki fyrr en á 15. min. að KR-ingar gátu svarað fyrir sig og á 21. min tókst þeim að jafna 4:4 og halda i við Vals- liöiö. Þegar staðan var 6:5 fyrir Val og stutt i leikshlé, skoruðu Valsmenn þrjú mörk og breyttu stöðunni i 9:5. lvar Gissurason var I KR-markinu og varði hann oft mjög vel. Hann er mark- vörður, sem vekur athygli. Ef hann hefði sterka vörn fyrir framan sig, mundi hann verja meira og væri þá kominn i hóp okkar beztu markvarða. Valsliðiö lék ekki sannfærandi handknattleik i byrjun. Leikmennirnir ætluðu að gera stóra hluti, og sóknir liðsins stóðu yfir i stuttan tíma. Það var ekki fyrr en i siðari hálfleik, að leik- menn liðsins fóru aö átta sig á hlutunum og þá var ekki að sökum að spyrja. Leiknum lauk með yfirburðasigri Vals 21:13. Það vakti athygli I leiknum, að Gunnsteini Skúlasyni, tókst ekki að skora mark úr hornum, eins og hann hefur veriö þekktur fyrir. Fjórum sinnum reyndi hann að skora. 1 öll skiptin varði ívar markvöröur KR. Gisli Blöndal var markhæstur hjá Val, hann skoraði sex mörk með lang- skotum og gegnumbrotum. Aðrir, sem skoruðu fyrir Val, voru: Bergur 4( 1 viti 1 ólafur 4, Jón J. 2, Agúst 2, Stefán 2, og Jón K. eitt. Bjarni Blöndal var drýgstur hjá KR, hann sendi knöttinn fimm sinnum i netiðhjá Val, öll mörkin skoraði hann með langskotum. Haukur skoraði 4 mörk, Björn P. Þorvarður og Bogi, eitt hver. Björn Pétursson var daufur i leiknum, fann ekki leiðina að marki Vals. Sigurður, Johnny og Þjóðverjinn Jurgan Benel, léku nú I fyrsta sinn með KR-liöinu I vetur. Ekki styrktu þeir KR-liðið, sem er nú komið i alvarlega fall- hættu. — Bjarni stóð sig vel í 400 m. hlaupi 4 heimsmet voru sett I frjálsum Iþróttum kvenna á EM, sem fór fram i Rotterdam I Hollandi um helgina. Erhardt, A-Þýzkalandi hljóp 60 m. grindahlaup á 8,02. Blago- jeva, Bulgariu bætti heimsmetiö i hástökki, hún stökk 1.92 m. Bernand, Bretlandi setti heims- met I 400 m. hlaupi. Hljóp á 53,04. Þá setti Jordanova, Bulgariu heimsmet I 800 m. hlaupi, hljóp á 2:02,65 min. Bjarni Stefánsson var eini þátt- takandinn frá Islandi. Hann stóð sig vel, þó að hann kæmist ekki I úrslit. Bjarni hljóp 400 m. á 48,73 sem er mjög góður árangur á 180 m. hringbraut. Þessi timi er að- eins lakari en íslandsmet Bjarna 48,05. — ÖE. LeikurVals og Fram á sunnudag inn verður úrslitaleikur mótsins Fram, Valur eða FH? Hvert þessara liða verður Islands- meistari I ár? Að vonum velta handknattleiksunnendur þessari spurningu fyrir sér, en á þessu stigi málsins er mjög hæpið aö spá fyrir um endan- leg úrslit. Vissulega höfðu FH- ingar beztu möguleikana, en eftir ósigurinn gegn Val á dög- unum, dvinuðu þeir. Og I dag er óhætt að segja, að mögu- leikar Vals séu mestir, þvi að Valur hefur tapað fæstum stigum, einu stigi færra en Fram og FH. Raunverulegur úrslitaleikur mótsins verður n.k. sunnudag, þegar Fram og Valur mætast. Takist Val aö sigra Fram i þeirri viðureign, verða þeir svo nálægt Islandsmeistara- titlinum, að það væri einber klaufaskapur af þeirra hendi að hljóta ekki sigur I mótinu. Sennilega hefur Valsliöið sjaldan verið betra en það er nú, en á það má minna, að Valsmenn hafa fyrr verið i snertingu viö Islands- meistaratitilinn, en gloprað sigri niöur á elleftu stundu. Þá brugðust taugar hinna ungu liösmanna. En vissulega eru þeir reyndari i dag og óliklegt, að þeir láti slikt henda sig aft- ur. Þess má geta, að auk leiks- ins við Fram, eiga Valsmenn eftir að leika gegn 1R, Hauk- um, og Armanni. FH-liðið á eftir að leika gegn Fram, IR og Haukum. Af þessum leikjum veröur leikur- inn gegn Fram án efa erfiðastur. FH-liðið hefur að sumu leyti brugðizt vonum á- hangenda sinna I vetur, þótt liöið hafi lengstum haft for- ustu I mótinu. Astæðan er sú, að sigrar liðsins hafa hangið á bláþræði nokkrum sinnum, en auk þess hefur liöið sýnt mis- jafna leiki. Það gagnar FH ekki aö vinna alla sina leiki, sem eftir eru, ef Valur sigrar i sinum leikjum. Þess vegna verður FH aö treysta á Fram n.k. sunnudag. Ferill Fram, Islands- meistaranna frá siöasta ári, hefur satt að segja veriö skrykkjóttur, sbr. jafntefli liðsins gegn botnliöinu KR. Hins vegar hefur liðið sýnt góða leiki upp á siökastið — og er fullgildur fulltrúi i loka- baráttunni. En sigur gegn Val á sunnudaginn, er alger for- senda fyrir möguleikum liös- ins til að hljóta tslands- meistaratitil. Og það veröur erfið raun fyrir Fram. Og jafnvel þótt Fram tækist aö sigra Val, þá er FH eftir. Sem sagt, erfitt prógramm hjá hFram. En litum þá á stöðuna eins og hún er eftir helgarleikina: FH 11 8 1 2 217-196 17 Valur 10 8 0 2 207-156 16 Fram 10 7 1 2 198-176 15 IR 10 6 0 4 198-175 12 Vlkingur 13 5 2 6 278-278 12 Haukar 11 3 2 6 182-199 8 Armann 10 2 1 7 171-204 5 KR 11 0 1 10 184-251 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.