Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þribjudagur 13. marz 1973 MARGAR lw™.< Garöarkirkja. Á fimmtudaginn (8. marz) átti Kvenfélag Garðahrepps 20 ára afmæli. Konur i félaginu hafa eins og fjölmargar aðrar kvenfélagskonur á landinu unnið mikið og gott starf i þágu sins byggðarlags og jafnvel alþjóðar. Eitt er þó, sem aðrir hafa ekki leikið eftir þeim. Þær endurreistu hina fornu Garða- krikju, sem sr. Þórarinn i Görðum lét byggja á ofanverðri 19. öld, en kirkja hafði verið að Görðum ekki skemur en frá þvi á 13. öld. Garðakirkja var lögð niður 1914. Sjálf kirkjubyggingin fauk að nokkru eftir 1920 og var siðar rifin. Stafnarnir stóðu þó eftir, og þótti mörgum rústirnar ömurleg sjón, þ.á.m. konunum i nýstofnuðu kvenfélagi Garðahrepps, sem skirrðust ekki við að vinna sjálfar i steypuvinnu og hættu ekki fyrr en kirkjan var risin að nýju. Sóknarnefnd var kosin i Garðahreppi 1960, og 1966 var endurreist Garðakirkja vigð. 1 tilefni af afmæli Kvenfélags Garöahrepps áttum viö samtal viö Úlfhildi Kristjánsdóttur, hús- freyju aö Dysjum i Garöahverfi. Kvenfélagiö er hennar óskabarn, og hefur hún tvivegis veriö for- maöur þess um árabil Úlfhildur er gift Guömanni Magnússyni bónda og hrepp- stjóra, sem er fæddur og uppalinn aö Dysjum. Sjálf er úlfhildur ættuö úr Biskupstungum og alin upp hjá móöursystur sinni aö Kjarnholti. Ung stúlka var hún tvö ár i Hafnarfiröi, en fólk hennar flutti aö Króki I Garöa- hverfi. Þau Guömann eiga sex börn, sem öll eru uppkomin og farin aö heiman nema ein dóttir 18 ára, sem er i menntaskóla. — Ég kom hingaö 1937 um haustiö, segir Úlfhildur, og hef kunnaö vel viö mig alla tiö siöan. Þaö er fjölbreytilegt aö búa viö sjóinn. Fyrst skildi ég ekki hvaö væri hægt aö hafa aö gera hér á þessum litlu jöröum. En þaö reyndist vera furöumargt. Sam- hliöa landbúskap var róiö vestur á fjöröinn og stundaöar neta- veiöar og svo voru hrognkelsin. Nú veiöist þar enginn þorskur, en undanfarin tvö ár hefur veiözt töluvert aö hrognkelsum. Nú eru þaö eiginlega aöeins tveir menn hér, sem stunda hrognkelsa- veiöar. — Hér I Garöahverfinu hefur ekki veriö nein uppgripaafkoma, segir Úlfhildur. En fólkiö hefur látiö sér þaö nægja og öllum viröist liöa vel hér. Og svo mikiö er vist, aö margir vilja flytja hingaö. Þaö eru tugir fyrir einn um aö komast hingaö, þegar eitt- hvert kotiö losnar. Eftirtektar- vert er, aö Ibúum I Garöahverfinu hefur fækkaö i tiö Úlfhildar, þótt Ibúar alls Garöahrepps hafi margfaldazt. — Þegar ég kom hingaö, voru hátt I 100 ibúar 1 Garöahverfi. Nú eru 40 manns hér, mest allt gamalt fólk, og á þrem býlum er aöeins ein manneskja á koti. 1 Garöahreppi öllum var fámennt fram undir 1940. Um 1942 voru fbúar þó orönir tæplega 600, en siöan hefur oröiö stökkbreyting, nú er ibúa- talan aö ég held komin á fjóröa þúsund. Bústofn Dysjafólksins er nú 50 kindur og hænsni. Viö komumst aö þvi, aö Úlfhildur á tvo hesta. Hryssu ásamt þriggja vetra fola, sem hún átti I febrúar aö vetri 1970. Þaö eru um átta ár siöan Úlfhildur eignaöist hest, en þaö haföi alltaf veriö hennar draum- ur, sem hún var ákveöin i aö láta rætast, þegar hún heföi ástæöur til og tima aflögu til aö stunda hestamennsku. En vlkjum nú aö þvi, sem Úlf- hildi er meira hugaöarefni en aö tala um sjálfa sig og sina, — kvenfélaginu: — Kvenfélag Garöahrepps var stofnaö 8. marz 1953, sagöi Úlfhildur. — Okkur stofnfélögunum 45 fannst vera þörf á félagsskap I hreppnum, HENDUR VINNA LÉTT VERK sem var mjög dreiföur. Hann lá hér allt I kringum Hafnarfjör& allt suöur I Straumsvik. Fljótt vaknaöi ákaflega mikill áhugi meöal félagskvenna fyrir kirkjubyggingu. En þá voru stafnar gömlu kirkjunnar búnir aö standa hér siöan 1938. Garöa- kirkja var lögö niöur 1914 og kirkjusókn okkar flutt til Hafnar- fjaröar. Kirkjan var þó ekki rifin strax. Hún fauk einhvern tlma eftir 1920, og ég held þaö hafi veriö 1938, sem hún var rifin og stafnarnlr stóöu einir eftir á Garöaholtinu — þaö var ömurleg sjón! Okkur fannstaö þarna væri til- valiö verkefni fyrir kvenfélagiö. Og sáum, aö ekki mátti blöa lengi ef veggirnir áttu ekki aö skemmast alveg. Kosin var þriggja manna nefnd, og fyrsta verkefni hennar var aö ræöa viö sóknarnefnd Hafnarfjaröarkirkju og fá umráöarétt yfir kikju- rústunum. Þaö var auösótt. Og 1954 um haustiö hófzt endur- byggingin. Samkvæmt ráöi Björns Rögn- valdssonar byggingafulltrúa rlkisins byrjuöum viö á þvl aö styrkja alla sökkla gömlu kirkjunnar, og steyptum slöan 15 cm lag innan á alla veggi. Þessu unnum viö mjög mikiö aö sjálfar og okkar menn og fjölskyldur, eins og alltaf er þegar konur vilja einhverju koma áfram — sem betur fer. Siöan var þaki komiö yfir kirkjuna. Um þetta leyti var vaknaöur áhugi hjá hreppsbúum aö eignast sina eigin kirkju, og 1960 var kosin sóknarnefnd. Tók hún viö framkvæmd byggingarinnar, þegar hér var komiö sögu, og haföi kvenfélagiö þá lagt 110 þúsund krónur til byggingarinnar fyrir utan sjálf- boöavinnu. Gömlu hreppsbúarnir höföu yfirleitt mikinn áhuga á aö koma kirkjunni upp. Kvenfélagiö stofnaö Garöakirkjusóö og bárust honum margar gjafir og áheit. Einnig var stofnaöur minningar- sjóöur um Ellsabetu Guömundsdóttur, sem lézt I nóvember 1958, en tekjur af hon- um skyldu renna til kirkjunnar. Slöan fórum viö aö hugsa fyrir þvi, aö hljóöfæri þyrfti I kirkjuna. Þórunn Reykdal á Ásbergi gaf 33.000 kr. til minningar um mann sinn Jóhannes Reykdal, Setbergi. Sigurlaug Jakobsdóttir á Hrauns- holti og systkini hennar gáfu 10.000 kr. til minningar um for- eldra slna. Og Sigfús Blöndal gaf málverk eftir Kjarval, sem efnt var til happdrættis um. Drjúgar tekjur uröu af happdrættinu. Og nú var keypt orgel, sem notaö var I nokkur ár og m.a. leikiö á viö vlgsluna I marz 1966. Þaö þótti slöan of lltiö og keypt var nýtt hljóöfæri. ViÖ gáfum seinna hökul og fermingarkyrtla, ennfremur 90 silfurbikara til notkunar viö altarisgöngur, en Jóhanna Rok- stad,Marklandi,gaf 10 til viöbótar til minningar um mann sinn Emil Rokstad. Félagiö hefur alltaf séö kirkjunni fyrir fermingarkyrtl- um, og þarf nokkurs viö, þvl aö alltaf fjölgar fermingarbörnun- um. Nú er fermt þrisvar sinnum, en fyrsta áriö var aöeins fermt einn dag. Kvenfélagskonunum hefur fjölgaö eins og hrepps- búum, og eru þær nú yfir 160. Ný- kjörinn formaöur er Auöbjörg Helgadóttir, en á undan henni var Sigurlaug Jakobsdóttir formaöur félagsins. Sóknarprestur Garöakirkju frá upphafi er sr. Bragi Friöriksson, sem einnig þjónar Kálfatjarnar- kirkju. Samstarf kvenfélags- kvenna og hans hefur veriö meö ágætum. — Hvaö um önnur verkefni félagsins, Úlfhildur? — Viö stækkuöum gamla þing- húsiö hér I Garöahverfinu, og er þaö nú aöeins litill hluti sam- komuhússins I núverandi mynd. 1954 var fyrsta skóflustungan I þvl verki tekin. En áriö eftir hófumst viö halda af fullum krafti. Viö konurnar unnum mikiö sjálfar viö uppfyllingu á grunni og I steypuvinnu, og margir aörir lögöu sjálfboöavinnu af mörkum. Vlgsluhóf var slöan haldiö 1956. Kvenfélagiö sá um vinnuna viö stækkun hússins, en hreppurinn lagöi til efni. Fyrir þetta megum viö starfa I húsinu endurgjalds- laust. Um svipaö leyti og viö stóöum I báöum þessum byggingarfram- kvæmdum eignuöumst viö smágróöurreit I Engidal. Þar gróöursettum viö trjáplöntur, sem nú eru komnar vel á veg, og er staöurinn mjög hlýlegur. Kvenfélagsbasar er haldinn ár- lega á vixl til ágóöa fyrir Garöa- kirkju og leikvallasjóö. Sigurlaug Jakobsdóttir I Hraunsholti og Valdimar Pétursson maöur hennar gáfu lóö undir fyrsta leikvöllinn, en kven- félagiö lagöi til öll leiktækin og bráöabirgöaskýli. Slöan höfum viö alltaf lagt eitthvaö til leik- vallanna I hreppnum. Aöalstarfiö hjá okkur er aö reyna aö leggja eitthvaö af mörk- um, sérstaklega til kirkjunnar og leikvallanna. Og nóg eru verkefnin. Nú er áhugi á aö byggja sundlaug I hreppnum, og Framhald á bls. 19 | / iii Garðahverfið. Efst til hægri er samkomuhúsið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.