Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.03.1973, Blaðsíða 9
Þri&judagur 13. marz 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón llelgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiösiusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aörar skrifstofur: sími 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. - Verðbólgan Sú verðbólguþróun, sem nú á sér stað er vissulega mikið áhyggjuefni. Þær kauphækk- anir, sem urðu 1. marz sl. eru ekki raunhæfar kjarabætur. Eftir að náttúruhamfarirnar hóf- ust i Heimaey var ljóst, að efnhagslegar for- sendur skorti til þess að þessar kauphækkanir gætu orðið raunhæfar kjarabætur, þ.e. hefðu i för með sér aukningu á kaupmætti launþega. Þegar kaup hækkar meira en nemur raun- verulegri verðbætisaukningu framleiðslunnar hefst mikið kapphlaup upp á við milli verðlags og kauplags. Þegar slikt ástand skapast i efn- hagskerfinu eru það mikilvægustu aðilarnir i þjóðfélaginu sem tapa: Framleiðslufyrirtækin og launþegar. Sparifjáreigendur tapa, en skuldakóngar og verðbólgubraskarar græða. Þetta eru ekki nein ný sannindi. Verðbólgan hefur settmót sittá islenzkt efna- hagslif á undanförnum áratugum og íslendingar ættu að þekkja vel af langri reynslu hver eru áhrif hennar og afleiðingar. Launþegar tapa þegar verðbólguþróun er ör þótt fullar visitölubætur séu greiddar á laun vegna þess að verðbæturnar á kaupið koma alltaf á eftir verðlagshækkununum, sem jafnan taka ný og sifellt stærri stökk við hverja kaup- hækkun. Útflutningsatvinnuvegirnir, sem eru horn- steinar islenzks atvinnu- og efnahagslifs, verða sifellt að taka á sig meiri og meiri innlendan kostnað við kaup á vinnu og þjónustu, en verð framleiðslunnar helzt óbreytt i erlendum gjaldeyri. Mikil verðbólguþróun i helztu viðskiptalönd- um okkar getur að visu jafnað hér nokkuð metin, en til þess að verðþenslan innanlands stöðvi ekki hjólin þarf hún að vera enn meiri i viðskiptaiöndunum en hún er hjá okkur. Þegar svo er komið, að framleiðslu- fyrirtækin fá ekki lengur undir kostnaði risið, endar hvert slikt verðbólguskeið með koll- steypu i efnahagsmálum, gengislækkun eða hliðstæðum aðgerðum, sem færa fjármuni frá launþegum til framleiðslufyrirtækjanna. Ef ekki tekst að semja um viðhlitandi hliðarráð- stafanir þar sem tekið er langtimamið, sem á að tryggja sem mesta og jafnasta aukningu kaupmáttar launa ásamt verðbólgu i lágmarki, hefst nýtt verðbólguskeið, sem endar á sama hátt og hið næsta á undan og siðan koll af kolli. Núverandi rikisstjórn gerir sér fulla grein fyrir þessum staðreyndum. Hún hefur ekki lokað augunum fyrir þessari þróun og hún er ekkert að reyna að fela i þessum efnum. Hún hefur gert margvislegar tillögur um ráð til að koma i veg fyrir að efnt verði i enn eina koll- steypu sem kemur þyngst niður á launþegum eins og dæmin og reynslan sannar. Þessi rikisstjórn hefur lýst sig stjórn hinna vinnandi stétta. Hún telur það skyldu sina sem slik stjórn að reyna að verja launþega nýjum áföllum vegna nýrrar verðbólgu-kollsteypu. En sannleikurinn er sá, að fulltrúar hinna vinnandi stétta i æðstu stjórn verkalýðs- hreyfingarinnar hafa ekki verið til viðtals um neinar raunhæfar aðgerðir til að hamla gegn verðbólgunni og það er á atkvæðum þessara manna á Alþingi, sem allar verðbólguhömlur stranda. — TK Linda Christmas, The Guardian: Kjör Indíána eru bág Barátta hinna herskáu má heita ný af nálinni Kirkjan aö ,,ÉG geröi mér ekki þá þegar ljóst, hve mikiö var glataö. Þegar ég lit um öxl frá tindi mins háa aldurs sé ég fyrir mér lemstruö lik kvenna og barna hvarvetna um krókótt giliö, eins skýrt og ég sá þau þá meö minum ungu augum. Nú sé ég ennfremur, aö fleira lét lifiö þarna I blóöugu svaöinu og grófst i bylnum, sem siöar kom. Þarna dó draumur heillar þjóöar”. Þannig lýsir Svarti Eigur minningu sinni um orrustu- völlinn viö Sært hné. Þannig endar bók Dee Brown, en hún hefir selzt betur en nokkur önnur bók um sögur Indiána i Vesturheimi. Bókin nefnist „Grafiö hjarta mitt aö Særöu hné”, og þegar hún kom út fyrir tveimur árum varpaöi hún svo skæru ljósi á málefni Indiána i Bandarikjunum, aö þau hverfa varla I skuggann aö nýju i næstu framtlö Herskáir hópar Indiána fóru á stúfana, þegar bókin var farin aö útbreiöa sögu sina og almenningsálitiö var á þeirra bandi. Indiánar hófust handa meö þvi aö skýra frá afkomu og ástandi þeirra 800 þús. Indiána, sem enn búa I Bandarikjunum, en 488 þús. þeirra búa á afmörkuöum svæöum, hinir hafa ofan af fyrir sér annars staöar, ýmist i borgum eöa sveitum. BARATTUHREYFING Indiána hefir eflzt þessi tvö ár. Hópunum hefir ekki öllum lánazt aö leggja undir sig aöalfyrirsagnir á forsiöum dagblaöanna jafn fyrirhafnar- litiö og deildinni Baráttu- hreyfing bandariskra Indiána, sem Russell Means veitir for- ustu. Hreyfing hans stóö i nó- vember aö hertöku skrifstofu þeirrar, sem sér um opinber afskipti af málefnum Indiána. Árásarmennirnir ullu skemmdum, sem metnar voru á milljón dollara, en fengu þvi til leiöar komiö, aö hafin var opinber rannsókn á kröfum og kvörtunum Indiána. Aliti hefir rann- sóknarnefndin ekki skilaö enn. Þessi sama hreyfing stóö aö baki uppþots, sem gert var i Custer i Suöur-Dakota fyrr i febrúar, þegar hvitur maöur, sem drap Indiána i áflogum á krá, var ákæröur fyrir mann- dráp en ekki morö og sleppt gegn tryggingu. Og hreyf- ingin stóö enn aö uppþotinu, sem alllegni stóö aö Særöu hné. IDNÍANARNIR hafa sannarlega undan nógu aö kvarta. Þeir eru fátækasta og réttminnsta þjóöarbrotiö, meöal þeirra eru fæöingar margar, barnadauöi afar tiöur, meöalaldur lágur, sjálfs morö mörg og tekjur á mann miklu lægri en hjá öörum Bandarikjamönnum. Atvinnu- leysi nemur 39 af hundraöi og aö auki eru 19 af hundraöi 1 lausavinnu eöa árstiöa- bundinni vinnu. Þetta vita allir, meira aö segja for- setinn. „Fyrstu Amerikumennirnir eru snauöasti og einangraö- asti þjóöernisminnihlutinn I landinu. Astand Indiána er verra en hjá nokkrum öörum hvernig sem mælt er, hvort heldur er I atvinnu, tekjum, menntun, heilsufari eöa ein- hverju ööru”, sagöi Nixon for- seti áriö 1970. Hann lagöi fram tillögu aö eftirliti Indiánanna sjálfra meö menntuninni og fram- kvæmdum þeim, sem rikiö kostar. Hann breytti skrif- stofunni sem meö málefni Indiána fer, á þann veg, aö starfsmennirnir geta taliö sig þjóna Indiánunum i staö þess I aö stjórna málunum, sem þá varöa. Starfsmenn skrifstof- unnar geta þvi sagzt vinna aö þvi aö gera Indiánunum fært meö menntun og framförum aö'sjá sér'farboröa efnalega innan hinna afmörkuöu svæöa. (Aöur var reynt aö auka hæfni þeirra til þess aö gera þá færa um aö hverfa á burt af svæöi sinu og sam- lagast samfélaginu annars staöar.) INDIANARNIR herskáu eru ekki reiöubúnir aö binda allar vonir sinar viö orö forsetans og ofurlitla endurskipun skrif- stofustjórnar. Loforö hafa þeir hlýtt á slöan áriö 1789 aö George Washington skipaöi Henry Knox fyrsta stjórnanda málefna Indiána um allt rikiö. Félagslegra réttinda hafa þeir beiöst siöan fyrir aldamót aö nokkrir framfarasinnaöir höfundar bentu á, aö Indiánar væru ekki taldir fullgildir borgarar. — Nú er öll mótun rikisins byggö á þeirri grunn- kenningu, aö allir menn séu jafnir. Dee Brown hefir fengiö þvi áorkaö meö bók sinni, aö Indiánarnir eru hættir aö láta sér nægja aö hlusta og beiöast meö hægt. Samn- ingar hafa veriö geröir viö þá, meira aö segja þúsundum saman, og hundruö samninga hafa heitiö menntun Indiána. En nú segja hinir herskáu, aö þetta nægi ekki. Börn Indiána ganga 1 skóla en kunna ekki ensku, sárafáir Indiánar eru kennarar. AF þessum sökum er ekki um neina indiánska menntun aö ræöa. Menntunin er banda- rlsk, byggö á samkeppni sem er andstæö hugsunarhætti Indiána. Engum þarf þvi aö koma á óvart þó aö mjög margir Indlánar hverfi frá námi, enda ljúka ékki nema tvö börn af fimm námi frá unglingaskóla. Hvernig eiga Indiánar aö geta gert sér vonir um aö brjótast út úr eymdinni ef þeir fá ekki jöfn tækifæri til menntunar og aörir? Viöfangsefni hinna herskáu er ekki auövelt. Fjarri fer aö þeir njóti stuönings allra Indiána. Gamlir Indiánar taka flestir þann kost aö reyna fremur aö hanga á þvi, sem þeim hefir hlotnazt, en aö hefja erfiöa og vonlitla baráttu, enda hafa margir hinna gömlu manna nokkur völd i ættbálkunum. Erfitt getur meira aö segja veriö aö sameina krafta þeirra, sem vilja berjast fyrir breyt- ingum. Hin sérstöku dvalar- svæöi Indiánanna eru 247 aö tölu. Þau eru ákaflega misilla Seröu hné. á vegi stödd um alla fram- vindu, hvert um sig á viö sin sérstöku vandamál aö striöa og lýtur stolti ættbaknsins.En baráttan er aö hefjast. Anthony Pearson: ÞORPIÐ Sært hné er sam- safn timburskúra umhverfis minnismerki úr steini, en þaö stendur fyrir framan kirkju, sem byggö var yfir gröf 300 Sioux-Indiána, er létu lif sitt I haröri orustu viö herdeild 28. desember áriö 1890. Staöurinn er I senn tákn kúgunar og óánægju. Þorpiö er öllum bandariskum Indiánum heilagt tákn um rás framvindunnar, þaö er land- rán hvita mannsins og strá- felling hinna innfæddu Furubrún er rétt hjá Særöu hné. Þaö er dapurlegur staöur og óhreinn, Ibúöarskúrarnir jafnvel enn lélegri en land- búnaöarverkam. i Alabama veröa aö sætta sig viö. Sioux- Indiánarnir búa viö sumarhita 1 fjóra mánuöi, en þjást af kulda frá hausti til vors. Beztu húsin eru bjálkakofar, þéttir meö leir og eiga aö veita skjól I vetrarveöráttu Dakota. Onnur hlbýli eru enn lélegri og allt niöur I tjöld, sem fengizt hafa keypt notuö frá hernum. Rafmagn er ekki nema I niu húsum af hundraö og rennandi vatn aöeins I tuttugasta hverju húsi. Flestir veröa aö sækja brunnvatn um alllangan veg. Ogala-Sioux er stoitur maöur, en mikla hreysti þarf til aö halda stolti sinu i Furubrún. Þaö veröur ekki gert nema aö loka augunum fyrir eymdinni ogsættasig viömathins hvita manns, sem telur Indiána annars flokks þegna. ÉG bjó meginhluta vors og sumars viö Tunguá og aö Furubrún. Ómögulegt má heita aö skilja tilveru Indiána á úthlutuöu svæöi þeirra, en ég geröi hvaö ég gat. Ég vissi hvaö þaö var aö vera fátækur i þvi landi, þar sem fátæktin er smán. Ég hlustaöi klukku- stundum saman á gamla fólkiö og vissi áöur hvaö þaö var aö vera stoltur af þvi aö vera Sioux-Indiáni. Þeir nefna sig Tsisitas, sem þýöir maöur, eins og frændur þeirra Cheyenne-Indiánar. Þeir vilja ekki vera hvitir og óska jafn- vel ekki eftir jafnrétti. Þeir vilja aöeins vera viöur- kenndir eins og þeir eru. IIccc Ogala-Sioux Indiánar búa I Furubrún. 200 fjöl- skyldur hafa viöunandi af- komu. Ibúarnir lifa af land- búnaöi i smáum stfl. Arstekjur Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.