Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þri&judagur 25. júnl 1974. Þriðjudagur 25. júní 1974 ■ Vatnsberinn: (20. janrl8. febr) Þú verður að gera þér það ljóst, að þú verður að leggja á þig til að ná góðum árangri. En fyrir- ætlanir þinar eru langt framundan. 1 dag skaltu gæta þess alveg sérstaklega, hvernig þú hagar orðum þinum. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Eitthvert mál, sem þú hefur verið að glima við, var komið á góöan rekspöl, og ekkert eftir nema reka endahnútinn á það. Þú varst meira að segja farinn að gera þér ýmsar vonir, en farðu varlega i dag, svo allt fari ekki út um þúfur. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það skyldi þó ekki hafa hvarflað að þér, að lifið væri dans á rósum og ekkert annað? Ef svo var ekki, veröur þú ekki fyrir eins miklum vonbrigð- um vegna smávægilegs atburöar, sem verður i dag og sannar hið gagnstæða. Nautið: (20. april-20. mai) Þetta er enginn sérstakur átakadagur, og þú ættir ekki að hafa neitt umleikis i dag, alls ekki neitt brambolt eða æsing. Það mælir ekkert á móti þvi að lyfta sér eitthvað smávegis upp i kvöld. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Ef þér hefur orðið eitthváð á um helgina, er þetta rétti dagurinn til þess að koma þvi i lag. Þú skalt alls ekki draga þetta á langinn, og alls ekki gera of lltið úr þessu, þvi að hér er alls ekki um smámál að ræða. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þessi dagur er heppilegur til alvarlegra ihug- ana, sérstaklega kvöldiö. Þaö er ýmislegt, sem hefur verið að vefjast fyrir þér upp á siðkastið. Þú átt ekki aö vera i neinum vandræöum meö að taka ákvörðun eftir ihugun. Ljónið: (23. júlí-23. ágúst) Það er ýmislegt spennandi á seyði hjá Ljónun- um, ýmis mál á döfinni, og ýmislegt, sem liggur i loftinu. Þú skalt hafa augun opin og fylgjast með því, sem er að gerast I kringum þig. Það skiptir máli. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Það er að öllum likindum i dag sem ýmsar breytingar, sem þú hefur verið að búast við, komast I kring. Arangurinn af erfiði þinu er að koma I ljós. Eitt enn: vertu vandlátur, þú hefur nefnilega ráö á þvi aö vera þaö. Voein: (23. sent-22. oktj Þú færð að likindum eitthvert verkefni i dag, og það skiptir verulegu máli, hvernig það er af hendi leyst. Stattu þig nú með sóma, og gakktu ekki framhjá samstarfsfólkinu, þvi að það hefur sannarlega sinar skoðanir. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur út af, og að kalla svona smámuni mótlæti, er alveg út i hött. Þú skalt hins vegar búa þig undir það að fá meira út úr ákveðnu máli, sem skiptir þig mjög miklu, en þig óraði fyrir. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það er eins og vinir og kunningjar komi talsvert við sögu I dag, og þú skalt taka afskiptasemi þeirra i ákveðnu máli með hæfilegri tortryggni, þvi að það býr meira ímdir en þig grunar i fyrstu. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Þaö er ekkert nema þolinmæði og ákveðnin sem gildir núna en hins vegar hefurðu góða mögu- leika á að ná góðum árangri i ákveðnu máli, sem þú hefur lagt mikið kapp á, en hefur vægast sagt gengið á afturfótunum. 1 14444 ? \mtm “ST 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAl BORGARTUN Nýstárleg messa undir berum himni í skipi Hallgrímskirkju Kórar á vinnupöllunum Miðvikudaginn 26. þ.m. verður sr. Hallgrims Péturs- sonar minnzt við hátíðarguðs- þjónustu, er hefst kl. 6 sfðdegis i Hallgrimskirkju á Skólavörðu- hæð. — Athöfnin fer fram inni I hinu hálfbyggða skipi kirkjunnar. A miðju gólfi verður teningsmyndað aítari úr venju- legu mótatimbri. Fjórir prestar verða við altarið, hver við sina hlið. A söngsvölunum i turn- inum verða hljóðfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveit íslands og á vinnupöllum kirkjuskipsins verður söngfólk úr kirkjukórum Heykjavikurprófastsdæmis. Lesarar við athöfnina verða Jón Sigurbjörnsson leikari og ung stúlka, Regina Asvaldsdóttir, er fermdist i kirkjunni i vor. Höfundur texta er sr. Jakob Jónsson og tónlistar Þorkell Sigurbjörnsson. — Klukkum Hallgrimskirkju verður sam- hringt fyrir athöfnina, sem hefst með forspili kl. 6 siðdegis, eins og fyrr segir. Til þessarar Hall- grimsminningar er öllum boðið, en gert er ráð fyrir fjölda presta við hátiðarguðs- þjónustuna, sem er einnig liður I hinni árlegu stefnu presta, sem að þessu sinni veröur i fundarsal og i hinni nýju kapellu á 1. hæð i turni Hallgrlmskirkju. Kirkjugestir munu fá i hendur 8 bls. skrá með prentuðum texta athafnarinnar. Gestum er bent á að búa sig vel, þvi athöfn þessi fer fram undir berum himni innan múra kirkjuskipsins. — t nóv. 1973 skipaði biskup þrjá menn i nefnd ,,til þess að undir- búa viðeigandi hátiðahald hér I Reykjavik á næsta ári I minn- ingu sr. Hallgrims Péturs- sonar”. — Guðsþjónustan I Hallgrimskirkju n.k. miöviku- dag, verður fyrri aðalathöfn þeirrar minningar, en hin siðari veröur svo á sjálfum dánardegi sr. Hallgrims, 27. okt. n.k. — Þaö er sunnudagur og verður þá Passiusálmaskáldsins væntanlega minnzt við allar guðsþjónustur i kirkjum lands- ins þann dag og eflaust einnig i fjölmiölum og með öðrum við- eigandi hætti. Auk þessa eru I undirbúningi útgáfur a' ritverkum sr. Hall- grims. Vonir standa til að siðar á þessu ári komi Passiusálmar- nir út bæöi I þýzkri og ung- verskri þýðingu á vegum Hall- grimssafnaðar I Reykjavik, en áriö 1966 ( gaf söfnuðurinn sálmana^ ut i enskri þýðingu meö formála biskupsins og hefur sú útgáfa dreifzt viða um lönd i talsveröu upplagi — Siöast en ekki sizt má geta þess, að Stofnun Arna Magnús- sonar, Arnagarði, undirbýr visindalega heildarútgáfu á rit- verkum Hallgrims Péturssonar, og hefur Hallgrimssöfnuður i Reykjavik stutt þaö verk meö nokkru fjárframlagi undanfarin ár. Þar sem hér er um mjög vandasamt viðfangsefni aö ræöa, sem menn hafa ritaö, talað og dreymt um siðan 1914 — er Hallgrims var þá sérstaklega minnzt, er 300 ár voru liðin frá fæðingu hans — þá verður, vegna tímafrekra rannsókna og undirbúningsvinnu, það sjónar- mið látið ráða, að allt verði sem bezt vandað, frekar en reynt verði að flýta verkinu á kostnað gæða þess, þótt það hefði verið freistandi i tilefni af 300. ártið sr. Hallgrims á þessu ári. Er Hallgrimssöfnuður I Reykjavík hlaut nafn sitt 1940, þá var honum gert að hugfesta þá köllun, sem hann hafði þegið: Að hafa forgöngu um að rækja minningu mesta og ást- sælasta kenniföður islendinga og ávaxta arfleifð hans. Minningarkirkjan, sem reisa skyldi i hjarta borgarinnar, var og er ták þeirra köllunar og liður i henni. — Hallgrims- kirkja á Skólavörðuhæð verður þvi miður ekki fullgerð 1974, eins og lengi hefur verið keppt aö. Astæða er þó til að gleðjast yfir þeim mikilsverða áfanga, sem þegar hefur náðst og loka- átakiö við kirkjubygginguna er hafið. Hjálpumst þvi enn að Islendingar við að fullgera þjóöarhélgidóminn i höfuð- borginni og heiðrum þannig minningu sálmaskáldsins góða, sr. Hallgrims Péturssonar. Veiðileyfi LAXVEIÐI — SILUNGSVEIÐI Skjálfandafljót Vatnsholtsvötn Snæfellsnesi Rimhúsaáll undir Eyjafjöllum 8PORT&4L cHEEMMTORGi Sími 14390 Byggingartækni- fræðingur Ólafsvíkurhreppur óskar að ráða byggingatæknifræðing til starfa nú þegar. Umsóknir um starfið sendist til oddvita Ólafsvikurhrepps Alexanders Stefáns- sonar fyrir 4. júli nk., sem veitir allar upplýsingar um starfið. Ólafsvik, 20. júni 1974. Oddviti Ólafsvíkurhrepps. ’*rubifreida stjórar , Afturmunstur SOLUM; Frammunstur Snjómunstur BARÐINNHF. ARMULA 7*30501 & 84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.