Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 25. júni 1974. Gulu strikin verða hvít Fyrir sex mánuöum tilkynnti Oliver Guichard, sem þá var ráöherra i frönsku stjórninni, að ákveöiö heföi veriö, að gul strik, sem máluö eru á götur i Frakklandi og skipta götum og vegum i akreinar, skyldu veröa hvit, og átti þetta að gerast i samræmi viö götumerkingar i öörum löndum Efnahagsbanda- lagsins. Viða hefur þessi breyt- ing þegar farið fram i Frakk- landi, en annars staðar hefur þaö þó ekki orðið. Astæðan er sú, aö breytingin reyndist miklu dýrari þegar til átti að taka, heldur en talið haföi verið. Það er reyndar ekkert vandamál aö mála hvitu strikin, en ekki eins auðvelt að hreinsa gula litinn af götunum. Guli liturinn er blandaöur endurskinsefnum og er einhvers konar plasthúð, sem var sérstaklega ætlað að standast núning bflhjóla og þolir þvi töluvert, eins og gera má ráö fyrir. Þetta er þvi heldur seinlegt verk Sartre hættur störfum Hinn vinstrisinnaði heimspek- ingur Jean-Paul Satre, sem nú er 68 ára gamall hefur hætt rit- stjórn tveggja timarita og for- stööu þriggja bókaútgáfufyrir- tækja og einnig fréttamiðstöð, af heilsufarsástæðum. I raun- inni voru þessi störf hans að mestu til málamynda , þar sem frönsk lög mæla svo fyrir, að hjá hverju blaði og útgáfufyrirtæki sé ritstjóri, sem beri ábyrgð á þvl, sem í blaðinu stendur og megi lögsækja hann fyrir það, sem i þvi birtist, og kann að teljast ólöglegt. Sartre hafði þvi tekiö að sér áðurnefnd störf til þess aðallega að verja unga vinstrisinnaða útgefendur og ritstjóra fyrir þvi að verða fyrir baröinu á lagalegum ofsóknum, sem Sartre taldi óréttlátar. V.V.V.V.V.V.V.V.’.VAV.1 Annars hefur litið verið gert að þvi, að lögsækja Sartre að undanförnu, og telja menn, að það sé aðallega vegna þess, að hann er mjög vel þekktur um allan heim, og yfirvöld i Frakk- landi hafa óttazt skrif um málin erlendis, ef þau virtust vera að leggja Sartre I einelti. Sovétríkin birg að hagnýtum jarðefnum Arið 1975 verða unnin 500 milljónir tonna af oliu og 320 milljarðar rúmmetra af jarð- gasi I Sovétrikjunum. Forði landsins af hagnýtum jarð- efnum fullnægir alveg þjóðar- búskapnum. Auk oliu og jarð- gass, eiga Sovétrikin geysimiklar steinkola og brúnkolanámur, um það bil hel- ming þess magns, sem til er i heiminum. Hvað járn- og mangannámi viðvikur eru Sovétrikin i 1. sæti. Svo til öll steinefni jarðar eru til I Sovét- rikjunum, og vinnsla hagnýtra jaröefna fer fram á rúmlega 5000 stöðum I landinu. Yfir 400.000 manns með æðri menntun eöa iðnskólamenntun vinna á vegum jarðfræðiráðu- neytis Sovétrikjanna, og þau veita mörgum þjóðum heims tæknilega aðstoð við leit að málmum og vinnslu þeirra. Sovézkir jarðfræðingar eru nú starfandi i 29 ríkjum utan Sovét- rlkjanna. Verzlunarviðskipti Sovétríkjanna og Indlands aukast um 35% 1 viðskiptasamningi þeim fyrir árið I ár, sem stjórnir Sovét- rikjanna og Indlands hafa undirritað, er gert ráð fyrir, að viðskiptin aukist um 35% frá siðastliðnu ári. Samkvæmt samningnum munu Sovétrikin selja Indverjum ýmsar tegundir véla og tækja, mun meira af oliuafurðum en áður, tilbúinn áburð, m.a. karbamid o.fl. A listanum yfir vörur sem Ind- verjar selja Sovétmönnum eru ýmsar iðnaðarvörur, te, krydd-' vörur, júta,. kaffi, prjónles og fatnaöur. Neðanjarðar- saltfjall Jarðfræðingar hafa fundið I grennd við Kujbytsjev við Volgu viðáttumikið saltsteinslag. Hefur komið I ljós við rann- sóknir, að það nær yfir miklu stærra svæði en menn héldu i fyrstu eða frá Volgusvæðinu alla leið til Ural og Kasakstan. sérfræðingarnir eru nú önnum kafnir við að finna auðveldustu aðferðina til að vinna þetta verðmikla iðnaðarhráefni úr þessu stóra neðanjarðar salt- fjalli. VWWrtV.WAWW^WAVW.'JWW^JWMWIAWW^W.W^V.V.W.V í? Sýningarhlutir frá síðustu öld Hér sjáiö þið gamlan Benz og gamlan Daimler, sem báðir þóttu mikil meistarastykki, þegar þeir voru smlðaðir fyrir meira en einni öld. Þeir eru á sýningu i Stuttgart, og er þess- ari sýningu ætlað að gefa fólki tækifæri til þess að sjá nokkuð af þvi, sem þótti merkilegt á slnum tlma. Málverkin á veggj- unum eru lika eftir vel þekkta málara siðustu aldar, og þóttu ekkert slor, svo ekki sé talað um flygilinn, sem sjá má á mynd- inni. * ■bi er fótboltadómari. Nú ' i hann á ólöglega líkams- ~ nauðsynlegt að lesa ní,u af rafmagnsmælinum tvisvar og þrisvar á dag...? DENNI DÆMALAUSI Heyrðu góöa, hvernig opnarðu þetta meöalaglas, með barnalæs- ingunni. Ég skal hjálpa þér pabbi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.